Morgunblaðið - 22.12.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 22.12.1990, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DBSEMBBR 1990 _ © 1990 Universal Press Syndicate „þú myndirekki endast tiL aé uera. Smin.. þar sem áttl he/ma." MEIRA UM BAKÞANKA Sannarlega tökum við meðlimir SAKS undir orð Sigurjóns Valdimars- sonar, ritstjóra Sjómannablaðsins Víkings, er hann skrifar í Moggann fimmtudaginn 8. nóvember sl. og svarar bakþönkum Helgu Thorberg. Reyndar tilheyrir enginn félags- manna okkar sjómannastéttinni en þrátt fyrir það leyfum við okkur að fullyrða að sjómenn geti haft jafn gaman af dónabröndurum og aðrir karlmenn. Og öllum tilvísunum Helgu til ákveðinna þjóðfélagshópa vísum við algerlega á bug. Maður skyldi ætla áð Helga Thor- berg, sem mikið hefur rætt og ritað um reynsluheim kvenna og hve frá- brugðinn hann sé reynsluheimi karla, áttaði sig á því að klámbrandarar eru hluti af reynsluheimi karla. Sennilega er þó að hún neiti því að karlar eigi yfirleitt reynsluheim sem hægt er að skilgreina, það eru víst forréttindi kvenna. Hvað þá með reynsluheim fatlaðra? Reynsluheim indíána, eskimóa? Reynsluheim loðdýraþænda? Reynsluheim frambjóðenda í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi? Allt eru þetta sérstakir reynsluheimar. Samt er þetta allt fólk. Fólk sem skilur hvert annað og getur hlegið að sömu hlutum, grátið yfir því sama. Þetta fólk getur líka gert grín að sjálfu sér og öðrum án þess að líta þurfi á það sem lágkúru- lega og niðrandi árás í nokkrum skiln- ingi. Eða hvers vegna gáfu annars Hafnfirðingar út bók með spreng- hlægilegum bröndurum um sjálfa sig? Allir þeir sem hafa einhverja kímn- igáfu, hafa gaman af að heyra brand- ara öðru hvoru, sama hvort er um að ræða Hafnfirðingabrandara eða brandara „neðan beltis“ (og gildir það jafnt um karla sem konur). Brandar- ar hljóta líka að taka fyrir alla þætti mannlífsins, líka viðkvæm mál eins og kynlíf og trúarbrögð. Sumt fólk hefur hins vegar svo lítið skopskyn að það tekur allt slíkt tal um feimnis- mál sem árás á hlutaðeigandi. Það væri reyndar fróðlegt að heyra álit kynfræðingsins Jónu Ingibjargar á því hvers vegna sumum konum þykja kynlífsbrandarar verri en aðrir brandarar, nú þegar umræða um kynferðismál er orðin opinskárri og sjálfsagðari en áður. Siguijón hittir naglann á höfuðið er hann kallar þessar konur „sjálf- skipaðar gæslukonur jafnréttis og siðgæðis". Það hefur nefnilega eng- inn skipað þær til að gegna þessu starfí nema þær sjálfar. Svipuð dæmi þekkjum við frá Bandaríkjunum. Þar hefur hópur áhrifamikilla kvenna gengið fram fyrir skjöldu og óum- beðnar tekið að sér hlutverk siðgæð- islögreglu. Ýmsir listamenn og jafn- vel þekkt gallerí hafa orðið fyrir barð- inu á þessari siðgæðislögreglu fyrir þá sök að list þeirra þótti „ekki gott fordæmi fyrir börn og/eða viðkvæmt fólk“. Þessi röksemdafærsla er afar hentug fyrir slíka siðferðislögreglu; að látast vera að gæta réttar hóps sem hefurt engan málsvara, ekkert andlit. Örfá orð í lokin um reynsluheim jeppaeigandans Helgu Thorberg. Á félagsfundi SAKS núna nýverið var til skemmtunar lesið upp úr bakþönk- um (eins og oft áður). Var höfundur þar að lýsa reynslu sinni sem jeppa- eiganda og hve voðalegar hindranir karlarnir höfðu sett á (jeppa)veg hennar, jafnvel þó þeir yrðu þá að yfirstíga þær sjálfír. Þótti okkur flest- um hún hafa keypt jeppa á röngum forsendum, þ.e. til að gerast .jafningi strákanna". Yfirleitt kaupir fólk, kon- ur sem- karlar, jeppa af áhuga eða þörf en ekki til að verða ,jafningi“ einhvers. Flest getum við verið sam- mála Siguijóni Valdimarssyni í því að ,jafnrétti kynjanna náist ekki með því að klæða konur í karlmannsbrók né karl í konubrók“. Það er altént undarleg árátta hjá konu að apa eft- ir körlum þá „leiki“ sem hún í öðru orði þykist fyrirlíta. Fyrir hönd SAKS, • Ililmar Björgvinsson, Jón E. Haraldsson. Á heimilum leynast víða hættur sem fjölskyldan verður að vera sér meðvitandi um. Gæta verður þess að höldur og sköft ílátanna á eldavélinni snúi til veggjar, þannig að stuttir handleggir geti ekki teygt sig í þau og . steypt yfir sig sjóðandi og brennheitu innihaldinu. Alloft hefur það hent að börn hafa stungið sig og hlotið djúp sár á eggjárnum sem skilin hafa verið eftir í hirðuleysi að aflokinni notk- un. Aldrei er það nógsamlega brýnt fyrir foreldrum að hafa öruggan umbúnað á opnanlegum gluggum og svalahurðum eða áréttað þau vamarorð að láta ekki lyf eða önnur hættuleg efni liggja á glámbekk. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Víkveiji brá sér til Napolí á ít- alíu á dögunum og varð þeirr- ar ánægju aðnjótandi að vera við- staddur frumsýningu á óperunni Cavalleria Rusticana eftir Pietro Mascagni í San Carlo-leikhúsinu. Aðalhlutverkin sungu þau Sherley Verrett og Kristján Jóhannsson. Það er ólýsanleg tilfinning að upp- lifa það, þegar þessi' landi okkar átti hug og hjörtu leikhússgesta. Hróp og köll, dynjandi lófaklapp og það leyndi sér ekki, hver var hetja kvöldsins. Það er löngu orðið tímabært að við íslendingar gerum okkur grein fyrir mikilVægi þess, að það lista- fólk okkar, sem er að reyna fyrir sér á erlendri grund í hörðum heimi atvinnumennskunnar, fái okkar fyllsta stuðning og hvatningu í stað efasemda og öfundar. XXX Víkveija þótti skrítið að bera saman verðlag á Ítalíu annars vegar og íslandi hins vegar. Þar virtist vera mikill munur á. Trefill, sem kostar 2.500 krónur á íslandi, kostar 500 krónur á Ítalíu! Sama merki, sama mynstur, nákvæmlega sama flíkin. Þegar um fatnað var að ræða var munurinn gegnum- sneitt sá að varan var 4 til 5 sinnum dýrari hér xxx Víkveiji keypti sér jólatré fyrir nokkrum dögum. Hann brá sér til Skógræktarfélags Reykjavík- ur til þess að kaupa sér norðmanns- þin, svo sem hann hefur gert í fjölda undanfarinna ára. En þá brá svo við að Skógræktin selur ekki þessa tegund jólatijáa að þessu sinni — aðeins voru til sölu stafafura og rauðgreni — allt íslenzk tré. Þar sem Víkveiji vildi ekkert nema norðmannsþin, varð hann að kaupa tréð annars staðar og varð þá Landgræðslusjóður fyrir valinu. Þar virtust fást allar tegundir jóla- tijáa. Væntanlega hafa skógar Skógræktarinnar ekki verið aflögu- færir um þessa tegund tijáa. Von- andi verður ráðin bót á þessu fyrir næstu jól, því að Víkveiji er ein- dregið þeirrar skoðunar, að þegar keypt eru jólatré, eigi að styrkja íslenzka skógrækt. xxx Nú er byijað að rífa skúradótið, sem lokað hefur Vallarstræt- inu milli Austurvallar og Hótel Is- lands-plans. Þegar skúrarnir hurfu kom í ljós suðurgaflinn á húsinu, sem stendur á homi Veltusunds og Vallarstrætis. Og viti menn, nú sjá menn loksins hvernig húsið var upprunalega í laginu og hvað það er ljómandi fallegt! Það hefur upp- haflega mjög líkt svipmót og hús Thorvaldsensbazars, sem stendur við hliðina á því, en hefur verið skemmt með „nútímalegri" panel- klæðningu og forljótum kvisti á vesturhliðinni. Það yrði nú til prýði að eigendur umrædds húss tækju sig til og létu færa það í uppruna- legt horf. Eins og húsið lítur út núna stingur það mjög í stúf við nýuppgerð gömul hús meðfram öllu Veltusundinu, sem fá að njóta sín með sínu gamla yfirbragði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.