Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 Er stórstyrjöld óumflýjanleg? eftir Svein Rúnar Hauksson Það hefur löngum verið leitt að því getum að ef þriðja heimsstyij- öldin brytist út myndi hún eiga upptök sín í Austurlöndum nær. Á ótrúlega skömmum tíma hafa mál nú þróast á þann veg að þessi spá getur orðið að veruleika fyrirvara- lítið. Innrás íraka í Kúvæt og vígvæðing Bandaríkjanna og stuðn- ingsríkja þeirra á þessum slóðum hefur gert það að verkum að stór- styijöld virðist nánast óumflýjan- leg. Innlimun Kúvæt í Irak með. of- beldi hervalds er gróft brot á al- þjóða lögum. Það hefur hvarvetna verið fordæmt, enda troðið á full- veldi og sjálfsákvörðunarrétti vin- veitts nágrannaríkis. Viðbrögð Bandaríkjastjómar að senda þegar í stað gríðarstóran her á vettvang naut í fyrstu skilnings víða um heim, þegar íraksher virtist jafnvel stefna áfram til Saudi-Arabíu. Þeg- ar í ljós kom að markmið Banda- ríkjastjómar voru önnur og meiri en að veija það land fóra efasemd- ir að vakna um réttmæti hersafnað- arins. Ekki síst eftir að því var beinlínis lýst yfír að markmiðið væri að koma upp hernaðarbanda- lagi og herstöðvum til langframa á þessum slóðum. Gilti þá einu þótt Irak drægi her sinn til baka frá Kúvæt. Efasemdir þessar hafa hrannast upp, ekki síst innan Bandaríkjanna sjálfra, þar sem fjöl- skyldur sjá á bak hundruðum þús- unda ungra manna í hernað á ókunnum slóðum. Bandaríkjastjórn fékk víðtækan stuðning við efnahagslegar refsiað- gerðir. Hafnbann á írak var sam- þykkt og þótti einsýnt að írak yrði svelt til uppgjafar með algjörri ein- angrun. En stríðsundirbúningur hefur verið í fyrirrúmi hjá Banda- ríkjastjóm og ákafínn slíkur að refsiaðgerðimar hafa alveg fallið í skuggann og lítt virðist rætt um það, hvort þær dugi ekki til að hrekja íraksher burt frá Kúvæt. Hiutur fjölmiðlanna héfur ekki ver- ið gæfulegur í þessum efnum. Þar verður ekki annað séð en að stríðsæsingar hafi haft forgang. Varnaðarorð biskups Það var líkast ljósi í myrkri að lesa grein biskups kaþólskra á ís- landi, Olia og auður, sem birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember sl. Stuttu síðar bárust einnig fréttir af ráðstefnu kaþólskra biskupa í ' Bandaríkjunum, sem skoruðu á þarlend stjórnvöld að leita friðsam- legra lausna á deilunni við Persa- flóa. í grein sinni rekur Alfreð J. Jolson síðari tíma sögu þessa heims- hluta. Þá lýsir biskupinn hernaðar- umsvifum landa sinna gagnvart ír- ak með þessum orðum: „Æðisleg framrás okkar til að inniloka írak er gerð til þess að bjarga nokkrum lénsveldum. í rauninni erum við að reyna að bjarga olíu og þar af leið- andi íjárfestingum í okkar eigin þágu. Þetta er síður en svo gert til þess að vetja lýðræði í nokkru þess- ara landa.“ Alfreð biskup segir það „fásinnu að hugleiða — jafnvel láta sig dreyma um — einhveijar hern- aðaraðgerðir til þéss að stöðva ír- aka og standa vörð um auð og að- stöðu fáeinna arabakynþátta og eigingjarna ofnotkun okkar á ódýrri orku“. í lok sinna vamaðarorða segir biskupinn: „Þegar Vesturlönd hætta að láta stjómast af olíu og auði, munum við sjá meiri skyn- semi, visKu, réttlæti og frið ná und- irtökunum í Miðausturlöndum." PLO og innlimun Kúvæt Því hefur blákalt verið haldið að áhorfendum sjónvarps, hlustendum útvarps og lesendum blaða, að PLO hafi stutt dyggilega við bakið á Saddam Hussein og að árás íraks á Kúvæt og innlimun þess sé Pal- estínumönnum þóknanleg. Þesu til áréttingar hafa verið sýndar frétta- myndir sem sagðar voru af Pal- estínumönnum með myndir af Saddam á lofti og fréttaskýringin var sú að hér væru á ferð fjölda- göngur til stuðnings innrásinni í Kúvæt. Þá var sögð frétt af allsheij- arverkfalli á herteknu svæðunum í Palestínu sem sagt var háð í sama skyni. Skyldi nokkur ástæða vera til að vefengja sannleiksgildi þessa fréttaflutnings? Já, raunar er ástæða til þess. Ef orð og athafnir forystumanna PLO eru skoðuð allt frá því að kom til árásar írkas á Kúvæt 2. ágúst sl. og jafnvel fyrir þann dag, kemur í ljós að þeir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að fá Irak til að draga heri sína burt frá Kúv- æt og vinna að friðsamlegri lausn Persaflóadeilunnar á grundvelli al- þjóðalaga. Jasser Arafat hefur farið ótal ferðir á milli höfuðborga Arabaríkjanna til að stuðla að slíkri lausn. Mótmælagöngur Palestínu- manna era ekki til stuðnings innlim- un Kúvæt, heldur beinast þær gegn hernaðaríhlutun Bandaríkjanna á arabísku landi. Að sönnu hafa Pal- estínumenn fagnað því, að Saddam Hussein skuli hafa sett réttlætismál þeirra á oddinn og standi upp í hárinu á ísrael og Bandaríkjastjóm. En mótmæli þeirra tjá ekki síst reiði gagnvart þeirri tvöfeldni, sem gætt hefur í afstöðu Vesturlanda gagnvart hernámi Kúvæt annars vegar og hernámi Palestínu hins vegar. Það er hveijum manni ljóst sem fylgst hefur með gangi mála fyrir botni Miðjarðarhafs að árás á Kúv- æt hefur á ýmsan hátt spillt fyrir baráttu Palestínumánna. Persaflóa- deilan hefur beint kastljósi fjölmiðl- anna frá Palestínu og auðveldað ísraelsher að fara sínu fram, sem fram hefur komið í enn aukinni grimmd gagnvart íbúum herteknu svæðanna. Saddam Hussein hefur ekki verið í neinu uppáhaldi hjá Palestínu- mönnum. Það sýndi sig í langvinnri styijöld íraks gegn Iran. Þá var írak einnig árásaraðilinn og naut stuðnings Bandaríkjanna og Vest- Urlanda, sem er grundýöllur þess hervalds sem íraksstjórn býr nú yfir. Það gildir einu þótt Saddam Hussein freisti þess í áróðri sínum að beita Palestínumönnum fyrir kerru sinni. Hann hefur fléttað sam- an öriög hertekinna svæða í Pal- estínu, Líbanon, Sýrlandi og Kúv- æt. Þannig reynir Saddam að rétt- læta hemám vinveitts nágrannarík- is. Með tilboði sínu um að aflétta hernáminu í Kúvæt gegn því að bundinn verði endir á hemám ísra- eis í Palestínu hefur Saddam Huss- ein tekist að slá sig til riddara, Sveinn Rúnar Hauksson „Þetta stríð getur orðið ógnvænlegra en nokk- urn órar fyrir og fórn- arlörabin skipt milljón- um, fyrst og fremst óbreyttir borgarar, konur og börn. Jafn ömurlegt er, að það skuli hafa orðið hlut- verk Sameinuðu þjóð- anna að leggja blessun sína yfir slíkan hryll- ing.“ ekki aðeins í aúgum Palestínu- manna heldur allrar alþýðu í Araba- heiminum. Þessi tenging Kúvæt og Palestínumálsins virðist eiga hljóm- grunn víðar. Þær fréttir spurðust af síðasta fundi Bush og Gorbatsj- ovs, seip haldinn var í Helsinki í haust, að þeir hefðu náð samkomu- lagi um að beita sér fyrir alþjóð- legri ráðstefnu um Palestínumálið um leið og séð væri fyrir endann á Persaflóadeilunni. Viðhorf múslima og Araba Það. er ekki einungis á herteknu svæðunum sem farnar hafa verið mótmælagöngur gegn hemaðar- íhlutun Vesturlanda á arabísku landi. í Bangla Desh, Jórdaníu, Pakistan, Egyptalandi og víðar hafa svipuð mótmæli átt sér stað. Til skilnings á sjónarmiðum margra Araba er áhugavert að skoða viðhorf íslömsku hreyfingar- innar, en viðtal við talsmann henn- ar birtist í blaðinu Kul Al’Arab. Vert er þó að geta þess að hér er ekki um stefnu PLO að ræða: „Arabískir leiðtogar sem kallað hafa til erlenda heri eru aðeins full- trúar sjálfra sín og sinna ríkis- stjóma. Afstaða þeirra brýtur í bága við anda íslamstrúar og virð- ingu Araba. Það sém alþýða manna í Arabaheiminum og meðal múslima þráir, er ekki að ráðast í íraska hermanninn, heldur að fella þá kónga og prinsa sem hylma yfir með Bandaríkjunum." I blaðinu Al Fajr sem gefíð er út í Jerúsalem birtist grein eftir Ahm- ad ’Awad. Þar segir: „Það er ekki vegna ástar á Sadd- am Hussein að við styðjum hann. Við vitum að hann er einræðisherra og ábyrgur fyrir mörgu illvirki í eigin landi. Við æskjum þess ekki að horfa upp á hann stjórna írak eða yfirleitt nokkrum öðram. Þetta er nokkuð sem núverandi óvinir Saddams skilja ekki. Þeir halda að stuðningur okkar við hann tákni að við séum sáttir við hvem mann hann hefur að geyma. Það sem gerði Saddam vinsælan (í Arabaheiminum) er sú afstaða sem Bandaríkin, handberi þeirra og bandamenn, tóku gegn honum. Þegar Saddam réðst inn í Kúvæt losaði hann landið við ríkisstjóm sem var fyrirlitin. Að sönnu var Kúvæt griðland Palestínumanna en hvað varðar framtíðarsýn Pal- estínumanna var Kúvæt bölvun. Það sama á við um önnur ríki við Persaflóa og fjölmargar aðrar ríkis- stjórnir Arabaheimsins sem era trausti rúnar.“ Hernám Palestínu Ein af alfeiðingum innrásar íraka í Kúvæt var að skyggja á hörmung- ar palestínsku þjóðarinnar sem búið hefur við hernám í 23 ár. Fyrir suma hefur þetta ástand varað í 42 ár, þannig að heilu kynslóðimar hafa alist upp í ömurlegum flótta- mannabúðum í eigin landi. Uppreisnin gegn hemámi Isra- elsmanna, Intifada, hófst fyrir 3 áram. Þá var þjóðin orðin úrkula vonar um að Sameinuðu þjóðimar og stórveldin sem ábyrgð bera á þessu ástandi með Israelsstjóm, myndu grípa til nokkurra raun- hæfra aðgerða til að rétta hluta Palestínumanna. Ekki vantar að nógu margar ályktanir hafí verið samþykktar á Állsheijarþingi SÞ. Þær hafa hlotið stuðning yfírgnæf- andi meirihluta þjóða heims, en þegar komið hefur til raunhæfra aðgerða af hálfu Öryggisráðs SÞ hefur Bandaríkjastjóm beitt neitun- arvaldi hvað eftir annað og þannig hindrað að Sameinuðu þjóðirnar geti gripið í taumana til verndar lífí og limum þess fólks sem býr við grimmúðlegt hernám ísraels á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Síðastliðið sumar kom út 1.000 blaðsíðna skýrsla á vegum „Save the Children“ í Svíþjóð. Þetta eru mannúðarsamtök sem starfa víðsvegar um heim, en systursam- tök þeirra hér á landi eru hin ungu samtök Barnaheill. Skýrsla þessi var unnin af Anne Nixon, banda- Hver vill fara heim um jólin? eftirHarald Ólafsson Um svipað Ieyti og tilkynnt var um hvaða flugfélag fengi einkaleyfi á flugleiðunum til Amsterdam og Hamborgar, tilkynntu Flugleiðir íslendingum, sem búsettir eru á Norðurlöndum, að kominn væri tími til að hækka fargjöldin. Eins og öll undanfarm ár sagði stjórn SIDS, Félags íslendinga á Norðurlöndum, sig reiðubúna til samninga um flug heim til Isíands um jólin. Þá bar svo við að Flugleiðir tilkynntu stefnubreytingu. Hin nýja stefna féiagsins var að semja ekki við fé- lagasamtök. Það kom að vonum á óvart því undanfarin ár hefur SÍDS keypt um 6.000 íslandsferðir fyrir félags- menn sína á hveiju ári og ætla mætti að Flugleiðum þætti vænt um svo stóran viðskiptavin. Svo virðist þó ekki vera og skömmu síðar-kom- Mjé»"h vað - fetenKka-flug- „Til þess að geta stjórn- að verði fargjaldanna án afskipta fulltrúa neytendanna liggur beinast við fyrir Flug- leiðir að byrja á að losna við þennan leið- inda „klúbb“.“ félagið hafði hugsað sér, nefnilega að stórhækka fargjöldin. „Við verðleggjum eins og við teljum að markaðurinn þoli“ mæltu Flugleiðamenn þegar for- svarsmenn SIDS mótmæltu þessari ófyrirleitnu framkomu Flugleiða í skjóli einokunar sinnar. Mat Flug- leiða er að Noregsbúar þoli að greiða 19% meira en í fyrra og að Islendingar í Danmörku og Suður- Svíþjóð þoli 17% hækkun. Þar með ££.þó ekki, öjl .sagan aagð,, þvf„dn- Haraldur Ólafsson ungis er seldur takmarkaður fjöldi „ódýrra“ flugmiða. Þeir sem eru svo óheppnir að fá seint að vita hvenær prófum lýkur, eða hvort þeir fái frí í vinnunni geta lent í að fá þau svör að allir „ódýru“ miðarnir séu „búnir“, en að ennþá sé þó hægt að kaupa farmiða sem er um 30—50% dýrari en árið áður. Þeir hinir sömu geta þó talist heppnir, því ef þeir hefðu dregið lengur að panta sér miða hefði verðið enn hækkað. Til fróðleiks er rétt að geta þess að verðbólga í Noregi er tæp 5%, svipuð því í Danmörku, en ívið hærri í Svíþjóð. Ennfremur er rétt að fram komi að almenn flug- fargjöld hafa hvergi nærri hækkað sem nemur fyrrnefndri hækkun á fargjöldum íslendinga, þrátt fyrir olíuverðshækkun. Mesta lánið er þó ef til vill að Flugleiðamönnum skyldi þóknast að hækka verðið ekki enn meira, því eflaust er hægt að pína enn meira út úr „markaði" sem er að fara heim til vina og ættingja til að halda jól og á ekki annarra kosta völ en að ferðast með Flugleiðum. Umrætt markaðs- mat felst að sjálfsögðu í því að reikna út hvemig hægt er að fá sem flestar krónur í kassann, en ekki að telja þær íslensku fjölskyldur sem ekki fóru heim vegna okur- verðs á flugmiðum. „Menn þurfa ekki að vera í einhveijum klúbbi... til að geta keypt ódýra flugmiða“ lét fulltrúi Flugleiða Ríkisútvarpið hafa eftir sér fyrir skömmu. „Klúbburinn" sem fulltrúinn átti við er Félag íslendinga á Norðurlönd- um, samtök sem hafa það megin- markmið að útvega félögum sínum hagstæð fargjöld til íslands, hvort heldur er með skipi, í áætlunar- eða leiguflugi. Allir félagar í íslendinga- félögum í hinum ýmsu borgum og bæjum á Norðurlöndum geta sér að kostnaðarlausu nýtt sér samn- inga þá sem Félag íslendinga á Norðurlöndum gerir. Þannig er Fé- lag íslendinga á Norðurlöndum eins konar neytendasamtök sem hafa undanfarin ár komið í veg fyrir að „mat á markaðnum“ hafí hækkað verðið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að til þess að geta stjórnað verði fargjaldanna án afskipta full- trúa neytendanna liggur beinast við fyrir Flugleiðir að byija á að losna við þennan leiðinda „klúbb“. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur ... til að tryggja það að hagur far- þega og annarra viðskiptavina flug- félaganna versni ekki,“ hefur Morg- unblaðið eftir samgönguráðherra þ. 19. október sl. Orð þessi voru sögð í tengslum við úthlutun fyrr- nefndra flugleyfa, en við það einok- unarfyrirkomulag sem ríkir í flug- málum hljóta íslendingar á Norður- löndum að bíða með eftirvæntingu þess að ráðherra geri „það sem í hans valdi stendur". Það á að sjálf- sögðu við um fargjöld flugfélag- anna, en ekki síst þegar kemur að afgreiðslu á beiðni SÍDS um leyfí til leiguflugs um páskana 1991. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags íslendinga á Norðurlöndum. ‘'iuin.i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.