Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 Sovéska þingið: Harðlínumenn fagna afsögn Shevardnadze Moskvu. Reuter. VÍKTOR Alksnís, ofursti í sov- éska hernum, fagnaði afsögn Edúards Shevardnadze úr emb- ætti utanríkisráðherra, við umræður í sovéska þinginu í fyrradag. Hann sagði að til þess að koma í veg fyrir blóð- “* bað í Eystrasaltsríkjunum á næstunni yrði herinn að taka völdin og koma þar á röð og reglu. Alksnís, sem er 40 ára, hefur fengið viðumefnið „svarti ofurst- inn“ vegna baráttu sinnar fyrir því að hervaldi verði beitt til þess að koma í veg fyrir að sovéska ríkjasambandið liðist í sundur. Hann er í forystu fyrir Sojuz, samtökum harðlínumanna sem segjast njóta stuðnings fímmt- ungs fulltrúa á sovéska þinginu. Hefur hann lengi beitt sér fyrir Víktor Alksnís Reuter því að Shevardnadze yrði vikið frá, en er ráðherrann skýrði frá ákvörðun sinni færði hann þær ástæður fyrir afsögn sinni að valdataka einræðis- og aftur- haldsafla væri yfirvofandi. í ræðu eftir afsögn She- vardnadze réðst Alksnís harka- lega gegn þjóðernissinum og sjálf- stæðishreyfmgum. Hann gegnir skyldustörfum í Lettlandi og sagði að eina leiðin til að afstýra blóð- baði þar og í öðmm lýðveldum sem sæktust eftir fullveldi eða vildu segja sig úr sovéska ríkja- sambandinu væri að Rauði herinn tæki þar völdin. Fyrir þremur vikum sagði Alksnís að hann myndi krefjast afsagnar Míkhaíls Gorbatsjovs gripi leiðtoginn ekki til aðgerða gegn lýðveldum sem krefðist full- veldis eða sjálfstæðis. Breytingar á valdakerfi Sovétríkjanna 1985: GORBATSIOV KEMST TIL VALDA 1990: HIN NÝIA STIÓRNSKIPAN GORBATSIOVS FRAMKVÆMDAVALD FORSETI SAMBANDSRAÐ (Forsetar allra Sovéflýðveldanna) ORYGGISRAЮ (Varnamálaráðherra, utanrikisráðherra, yfirmaður KGB og háttsettir vísindamenn.) RAÐUNEYTI FORSETA r (Forsætisráðherrar Sovétlýðveldanna og allir ráðherrar sambandsstjórnarinnar.) LOGGJAFARVALD ÆÐ! ORMADUI )STARÁÐSI IR ►SINS FULLTRUAWNGIÐ 2.250 fulltrúar ÆÐSTARÁÐIÐ 450 fulitrúar Kommúnistaflokkurínn gegnir ekki lengur opinberu hlutverki i stjomskipun ríkisins. Reuter Óttast afleiðingar afsagnar Shevardnadze Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna sögðust í gær óttast að afsögn Edúards Shevardnadze leiði til þess að stjómvöld í Moskvu skeri upp herör gegn sjálfstæðishreyfingum ríkjanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna sögðu á fundi með norrænum starfsbræðmm sínum í Kaupmannahöfn í fýrradag að með afsögn Shevardnadze hyrfí góður vinur ríkjanna úr æðstu valdastöðum og einn af helstu stuðningsmönnum umbóta- stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs forseta. Meðfylgjandi mynd var tekin af ráðherranum ásamt Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra Dana í Kaupmannahöfn en frá vinstri em: Janis Jurkans Lettlandi, Ellemann- Jensen, Lennart Meri Eistlandi og Algirdas Saudargas Litháen. Israel: Stríður straumur innflytj- enda frá Sovétríkjunum Tel Aviv. Reuter. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin fyr- irskipaði flugmálayfirvöldum á föstudag að senda þegar í stað allar tiltækar flugvélar til að ná í sovéska gyðinga í Austur- Evrópu. Undanfarið hafa um 3.000 innflytjendur komið til landsins dag hvern. „Samgönguráðherra mæltist til þess við okkar að nota allar til- tækar flugvélar til þessara flutn- inga nú um helgina,“ sagði Nac- hman Kleinman, talsmaður ríkis- flugfélagsins E1 Al, „og við höfum fengið sérstakt leyfí til að fljúga á laugardeginum (sabbatsdegin- um).“ Innflytjendayfírvöld sögðu í gær að fjöldi innflytjenda hefði verið helmingi meiri síðustu tvo sólarhringana en vant væri. Yfír 2000 innflytjendur komu með tíu flugvélum frá miðjum fímmtudegi til föstudagsmorguns og búist var við 15 flugvélum til viðbótar á föstudag og laugardag með um 6.000 innflytjendur. Hin óvænta afsögn sovéska utanríkisráðherrans, Eduards Shevardnadzes á fímmtudag kann að leiða til enn frekari fjölgunar innflytjenda til ísraels vegna ótta um að hert verði aftur á stefnu sovéskra stjómvalda gagnvart þeim sem flytjast vilja úr landi. Undanfarið hafa um 3.000 sov- éskir gyðingar komið til Israels á degi hverjum og er búist við að innflyljendastraumurinn fari vaxandi eftir afsögn Edu- ards Shewardnadzes,.utanrík- isráðherra Sovétríkjanna. Myndin hérna fyrir ofan var tekin á flugvellinum í Tel Aviv í gær: amman gætir barna- barnsins. Reuter Kissinger og Brzezinski deila um stefnu Bandaríkjanna í Persaflóadeilunni: Andúð á stríði sameinar ólíka hópa GEORGE Bush Bandaríkjaforseta tókst að fá ólíklegustu ríki til að snúa bökum saman og fordæma inrás Iraka í Kúvæt en nú bendir margt til að forsetinn þurfi að berjast gegn álíka undarlegu bandalagi á heimavígstöðvunum. Stórblaðið Wall Street Journal segir að and- staða við stefnuna í Persaflóadeilunni, einkum mögulega hemaðar- lausn, komi nú m.a. frá einangrunarsinnum á ysta hægri væng á borð við fréttaskýrandann Patrick Buchanan, vinstrisinnum eins og George McGovem, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, er beijist gegn öllum stríðsrekstri og loks öflum í viðskiptalífinu. Margir viðskiptajöfrar telji að helstu keppinautar Bandaríkjanna á alþjóðamörkuðum, ekki síst Japanar og Þjóðverjar, ætli að komast hjá því að bera byrðaraar af nauðsynlegum aðgerðum gegn Saddam Hussein og reyni að hagn- ast á pólitískum erfiðleikum Bandaríkjamanna vegna málsins. „Ríki sem eiga mikið undir því að við höldum úti herliði við Persa- flóa ættu að taka á sig eðlilegan hluta byrðanna,“ segir Max Bauc- us, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Montana. Slíkar at- hugasemdir heyrast oft í banda- rískum þingsölum um þessar mund- ir. Repúblikanaþingmaðurinn Will- iam Cohen frá Maine benti á að sama dag og Japansstjórn skýrði frá því að hún myndi senda lyf að andvirði þriggja milljarða Banda- ríkjadollara (nær 165 milljarða ÍSK) til Saudi-Arabíu hefði japanskt stór- fyrirtæki greitt 6.1 milljarð dollara fyrir kvikmyndafyrirtæki í Holly- wood. Edward Luttwak, þekktur sérfræðingur í vamarmálumi hefur látið í ljós efasemdir um stefnu stjórnvalda en viðurkennir að sér líki ekki félagsskapurinn. McGo- vern hafí aldrei tekið tillit til sjónar- miða varnarmála og Buchanan sé að reyna að vekja upp einangmnar- stefnu í alþjóðamálum. Um leið og dregur úr sovésku ógninni meta æ fleiri Bandaríkja- menn stefnuna í alþjóðamálum út frá viðskiptalegum og efnahagsleg- um hagsmunum þjóðarinnar. GATT-viðræðumar um að auka frelsi í alþjóðaviðskiptum strönduðu nýverið vegna deilna Bandaríkjanna annars vegar og Evrópubandalags- ins og Japans hins vegar; síðar- nefndu aðilarnir vilja ekki leyfa bandarískum landbúnaðarafurðum að keppa við innlendar. Ástæðan fyrir þráteflinu var að nokkra leyti sú að Evrópumenn þurfa ekki jafn mikið á Bandaríkjamönnum að halda og fram til þessa og Banda- ríkjamenn em ekki jafn reiðubúnir að slaka til í efnahagsmálum til að tryggja einingu í vamarmálum. Fari svo að bandarískir hermenn falli í átökum við Persaflóa gæti andúð á Japönum og Þjóðverjum magnast hratt, að sögn blaðsins. „Fólk elur með sér illar og vaxandi grunsemdir um að verið sé að mis- nota okkur, hafa okkur að fíflum,“ segir Pat Ch.oate, stjórnmálaskýr- andi í Washington sem fjallað hefur um japönsk efnahagsáhrif í Banda- ríkjunum í riti sínu, „Agents of Influence." Deilt um hernaðarlausn Harðar deilur tveggja þekktustu sérfræðinga Bandaríkjanna í al- þjóðamálum, Henrys Kissingers og Zbigniews Brzezinskis, um afstöð- una til hemaðarárásar á Iraka þykja dæmigerðar fyrir breytt við- horf. Ekki ríki lengur eining um grundvallaratriði í stefnu landsins á alþjóðavettvangi en þessir tveir menn vom sammála um meginatr- iði afstöðunnar til Sovétríkjanna meðan kalda stríðið var og hét. Kissinger segir að ekkert bendi til að efnahagslegar refsiaðgerðir muni duga til að hrekja íraka 'frá Kúvæt; tíminn vinni ekki með Bandaríkjamönnum og traust ann- arra ríkja á svæðinu í garð þeirra sé í veði. Önnur arabaríki muni verða að lúta Saddam ef hægt verði að túlka niðurstöðu deilunnar sem sigur fyrir hann, hversu smávægi- legur sem sá sigur verði. Einnig bendir Kissinger, sem var utanríkis- Zbigniew Henry Brzezinski Kissinger ráðherra á fyrri hluta áttunda ára- tugarins, á að koma verði í veg fyrir að Saddam geti einhvem tíma ógnað öðmm þjóðum með efna- og jafnvel kjamavopnum og náð þann- ig kverkataki á olíuviðskiptum. Brzezinski var ráðgjafí Jimmy Carters Bandaríkjaforseta í alþjóða- málum. Hann er á öndverðum meiði við Kissinger, telur að blóðug styrj- öld myndi valda heiftarlegri andúð á Bandaríkjunum á svæðinu og ógna öllu jafnvægi L Mið-Austur- löndum. Gefa eigi refsiaðgerðunum meiri tíma. Hann er jafnframt á því að ekkert sé að því að semja við Saddam um einhveijartilslakan- ir. Brzezinski hefur sakað Kissinger um stríðsæsingar og telur hann vilja eyða Irak; Kúvæt-málið sé aðeins notað sem hentug afsökun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.