Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 27 Landssamband iðnaðarmanna; Mótmælir væntanleg- um skattahækkunum í ÁLYKTUN sem Landssamband iðnaðarmanna sendir frá sér er harðlega mótmælt áformum um stórfellda skattahækkun, sem fram koma í frumvörpum ríkisstjórnarinnar, er lögð hafa verið fram á Alþingi, um tryggingagjald og um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt. Launahlutfall eftir atvinnugreinum (Laun og tengd gjöld sem % af tekjum) Húsasmíði Múrun Húsamálun Heilbr.þj. einkaað. Málm- og skipasmi. Viðsk.b. og sparisj. Fiskveiðar Trjávöruiðnaður Ymis persónul. þjón. Pappírsiðnaður Landbúnaður Veflar- og fataiðn. Veitínga- og hótelr. Samgöngur Iðn. alls án stórið. Meðalt. allra atvgr. Steinef naiðnaður Efnaiðnaður Fiskiðnaður Verktakastarfsemi Plasti. og ýmis iðn Al- og kfsiljárnfr. Matvælaiðn.(án fisk) Tryggingar Smásöluverslun Heildverslun Rafmagns- og hitav. Vantsveitur Heimild: Þjóöhagsstof nun L 20 40 60 80 100 Launahlutfall er mjög misjafnt eftir atvinnugreinum. Þorleifur Jónsson, framkvæmda- stjóri Landssambands iðnaðar- manna, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ljóst væri að ef gjald- hlutfall hins nýja tryggingagjalds yrði 6% annars vegar og 2,5% hins vegar þá væri hér um að ræða aukna skattheimtu, sérstaklega á sjálfstæða atvinnurekendur. „Það er ekki gerð nein tilraun til að greina á milli fyrirtækja og einyrkja, en þeir síðamefndu eru einmitt fjölmargir innan okkar vé- banda. Þeir eiga minni rétt í al- mannatryggingakerfinu og því er aukinn skattur á þá óeðlilegur. Ekki verður annað séð en hækkun á launatengdum gjöldum kalli á verðhækkunarþörf, meðal annars hefur verið upplýst að landbúnaðar- afurðir þyrftu að hækka um nærri eitt prósent. Einnig er hætta á auk- inni „svartri atvinnustarfsemi“,“ sagði Þorleifur. Hann sagði eðlilegt að taka alla launatengda skatta til endurskoð- unar í tengslum við aðrar skatta- breytingar. „í áliti svokallaðrar fyr- irtækjaskattanefndar, sem fjár- málaráðherra skipaði og vitnað er til í athugasemdum frumvarpsins um tekju- og eignarskatt, var boðað að tekjuskattshlutfall félaga ætti að lækka úr 50% í 45%. Þetta er gert til að halda svipaðri skattbyrði á milli ára. í athugasemdum með frumvarpinu er taláð um að fresta þessu. Við teljum að það þurfí að .taka þetta allt fyrir á einu bretti, annars er þetta svipað og að gefa út óútfylltan víxil.“ Stjórn sambandsins mótmælir einnig hugmyndum um að afnema heimild fyrirtækja til að leggja 15% af hreinum hagnaði í fjárfestingar- sjóð og benda á að slíkt myndi vinna gegn því að fyrirtæki gætu byggt upp sterkari eiginfjárstöðu. „Vinnuveitendasambandið hefur víst samþykkt breytinguna á trygg- ingagjaldinu, þrátt fyrir að um nokkra hækkun verði að ræða. Þeir segja eðlilegt að leggja jafnt á öll rekstrarform. Við teljum að það þurfi að skoða þetta mál í tengslum við breytingu á tekju- og eignar- skatti og einnig í tengslum við al- mannatryggingakerfið. Það ætti að draga úr launatengdu gjöldunum og greiða frekar hærri tekju- og eignarskatt. Það er eðlilegri skatt- stofn og einnig er eðlilegra að taka skatt af virðisauka, heldur en af hlutfalli launa. Launastofn er óheppilegur skattstofn og kenlur mjög misjafnt niður á atvinnugrein- um,“ sagði Þorleifur. Fréttasend- ingar RÚV til útlanda FRÁ og með 14. desember 1990 eru fréttasendingar ríkisút- varpsins á stuttbylgju svo sem hér segir: Til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15790, 13830 og 11402 kHz. Daglega kl. 18.55-19.30 á 13855, 11402, 9268, 7992 og 3295 kHz. Hlustendur á Norðurlöndum geta einnig nýtt sér sendingar á 17440, 15770 og 13855 kHz kl. 14.10 og kl. 19.35 og kl. 23.00 á 15770, 13855 og 11402 kHz. Til Kanada og Bandaríkjanna: Daglega kl. 14.10-14.40 og 19.35-20.10 á 17440, 15770 og 13855 kHz. Daglega kl. 23.00-23.35 á 15770, 13855 og 11402 kHz. Hlustendur í Kanada og Banda- ríkjunum geta einnig oft nýtt sér sendingar kl. 12.15 og 18.55. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnudögum er lesið yfirlit yfir helztu fréttir liðinn- ar viku. Islenskur tími, sem er sami1 og GMT. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Halla Haraldsdóttir gler- og myndlistarkona við eitt verka sinna á Flughótelinu í Keflavík. Keflavík: Halla Haralds- dóttir sýnir á Flughótelinu Keflavík. HALLA Haraldsdóttir gler- og myndlistarkona heldur um þess- ar mundir myndlistar- og sölu- sýningu á Flughóteli í Keflavík. Þar sýnir Halla 25 verk, flest fantasíur og eru myndirnar ýmist málaðar með vatnslitum, krít eða með blandaðri tækni. Einnig eru nokkur glerskurðar- verk á sýningunni. Halla hefur magrsinnis hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og um þessar mundir er hún að vinna að mosaíkverki sem prýða mun sundmiðstöðina 1 Keflavík, en Halla sigraði í sam- keppni um myndskreytinguna sem verður 10 m á lengd og 2,5 m á hæð. Einnig er hún að gera altari- stöflu í kapellu sjúkrahússins í Keflavík. Síðast sýndi Halla á Akureyri um páskana og fékk þar góðar viðtökur. Þetta er fyrsta málverka- sýning listamanns á Flughótelinu og hefur sýningin sem stendur fram yfir áramót og er í ráðstefnu- sal hótelsins vakið mikla athygli. - BB Hveragerði: Sérsamningur um raforku vegna lýsingar í gróðurhúsum Selfossi. RAFVEITA Hveragerðis hefur unnið að gerð sérsamnings við Rafmagnsveitur ríkisins um fastan afltopp, 1.400 kílówött, vegna sölu á raforku til garðyrkjubænda. Ekki þarf að greiða fyrir orku- notkun umfram þennan topp en RARIK getur haldið orkuafhend- ingu við hann á álagstoppum. Orkunotkun til garðyrkjulýsingar hefur vaxið ár frá ári og næsta ár er gert ráð fyrir að hún nemi einni gígawattstund en öll orkusala til Hveragerðisbæjar nemur 7 gígawattstundum á ári. Ný gjaldskrá RARIK sem tekur gildi um áramót gefur möguleika á sérsamningum líkt og gerðir hafa verið við Hveragerðisbæ. Umræddur samningur er árangur viðræðna þessara aðila í tvö ár. „Ég tel þennan samning vera mjög hagstæðan fyrir garðyrkju- bændur því ef ekki væri boðið upp á þennan samning þyrftu þeir að greiða mun hærra verð fyrir lýs- inguna," sagði Guðmundur Bald- ursson rafveitustjóri. Hann sagði að fyrir dyrum stæði að byggja upp dreifikerfi til að geta afhent orku til allra garðyrkjubænda. Samkvæmt samningnum við RA- RIK er verð á hveija kflówattstund þijár krónur en reiknað er með að leggja ofan á það verð til að standa undir uppbyggingu dreifikerfis. Kostnaður við það er áætlaður 10 milljónir króna. Garðyrkjubændur nota lýsingu í gróðurhúsum sínum allt upp í 20 stundir á sólarhring. „Við viljum geta lýst til þess að þjóna markaðn- um yfir veturinn svo minnka megi innflutning á blómum. Innflutning- ur á blómum á sér stað vegna vöntunar á blómum en ekki vegna meiri gæða innflutningsins. Aukin lýsing skapar aukna framleiðslu og atvinnu hér í Hveragerði,“ sagði Björn Guðjónsson formaður félags garðyrkjubænda í Hveragerði. Björn sagði að samningurinn gæfi möguleika á því að unnt væri að lýsa meira í gróðurhúsum garðyrkjubænda. Hann sagði að garðyrkjubændur vildu losna við að búa við það að slökkt væri á þá á álagstoppum hjá RARIK. Varð- andi dreifikerfíð þá sagði Bjöm að garðyrkjubændur vildu kanna hversu mikil þörfin væri hjá þeim vegna lýsingar til þess að vita hversu mikill hluti af dreifíkerfínu væri vegna þess. Sig. Jóns. Hljómsveitin Upplyfting leikur í Firðinum á gamlárskvöld. ■ FJÖRÐURINN veitingahús, verður með sinn árlega áramóta- dansleik á gamlárskvöld. Hfjóm- sveitin Upplyfting leikur fyrir dansi fram á morgun og mun Tríó- ið Óli blaðasali leika á efri hæð- inni (Nilla bar). Húsið verður opnað kl. 00.30. Boðið verður upp á flug- eldasýningu, hatta, knöll og verða ýmsar óvæntar uppákomur. Miða- verð er aðeins kr. 1.500 og hefst forsala aðgöngumiða á Nilla bar á annan dag jóla. (Fréttatílkynning) Heilsuhandbók eftir Jón Ottar Ragnarsson Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Bílnum náð upp úrhöfninni Keflavik. BIFREIÐIN sem hafnaði í sjónum í Njarðvíkurhöfn á mánudagskvöld- ið náðist upp um kvöldmatarleitið á þriðjudaginn reyndist mikið skemmd . og er talin ónýt. Bifreiðin var á .hvolfi og ljóst er að piltarnir tveir sem í bflnum voru og björguðust svo giftusamlega hafa komist út um aftur- hlerann. Talsvert dýpi er við hafnargarðinn eða um 7 m á fjöru. - BB FRÓÐI HF. hefur gefið út bók- ina Bætt heilsa — betra líf eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson sem er að hluta byggð á sjónvarps- þáttaröðinni Heil og sæl en hef- ur verið breytt og endurbætt. I kynningu útgefanda segir m.a. að bókin „Bætt heilsa — betra líf sé handbók heimilisins um forvarn- ir, sjúkdóma og lækningaaðferðir, jafnt hefðbundnar sem óhefðbundn- ar, þar sem um eitt hundrað af virt- ustu sérfræðingum, þ. á m. flestir þekktustu læknar landsins, gefa almenningi góð ráð um allt frá of- næmi, streitu og þunglyndi upp í mataræði og megrun. Bókin svarar spumingum á borð við hvernig fólk geti hagað lífi sínu og byggt upp andlega og likamlega heilsu og notið lífsins til hins ítrasta. ítarlega er fjallað um helstu for- varnir gegn mannskæðustu örlaga- völdum íslendinga, s.s. tóbaki, alkó- hóli, eiturlyfjum, hjartasjúkdómum og slysum“. Bætt heilsa — betra líf er 160 blaðsíður í stóm broti og í henni Dr. Jón Óttar Ragnarsson eru 280 myndir. Prentsmiðjan Oddi prentaði bókina-. Teiknideild Fróða hannaði bókarkápu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.