Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 23 A einshreyfíls sjóvél umhverfis jörðina BANDARÍSKUR flugmaður, Tom Casey, varð fyrstur allra til að fljúga einn síns liðs á sjóflug- vél umhverfis jörðina og lenda eingöngu á sjó er hann lenti eins- hreyfils Cessna-flugvél sinni í Seattle í Bandaríkjunum á mið- vikudagskvöld, að sögn Reut- er's-fréttastofunnar. Casey lagði upp í júní frá Wash- ington-vatni í Seattle og lenti á sama stað 188 dögum síðar eftir að hafa lagt 27.000 mílur eða 43.000 km að baki. Var hann fimm mánuðum lengur í ferðinni en til stóð í upphafi af ýmsum ástæðum. Casey hafði viðkomu á íslandi í hnattflugi sínu. Lenti hann í Keflavík og gisti þar en flaug næsfa dag til Reykjavíkur og lenti á Naut- hólsvík. Þar tók hann eldsneyti til áframhaldandi flugs. Eitthvað er það málum blandið hvort fullyrðing fréttastofunnar um metflug fái staðist því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Casey með sér aðstoðarflugmann, John Bec- ker, er hann kom til landsins og einnig er hann flaug áleiðis til Evr- Morgunblaðið/Pétur P. Johnson Tom Casey ekur flugvél sinni, Liberty II, upp í fjöru í Naut- hólsvík í hnattfluginu 22. júní sl. Nýstiginn út á hægra flotholtið er ferðafélagi hans, John Beck- er, sem undirbýr landtöku. ópu. Gerði hann fyrstu tilraun til hnattflugs í fyrra en þá eyðilagðist flugvél hans er hún sökk í hvass- viðri á Skeijafirði. Geðsjúkrahús í Sidney í Ástralíu: Meðferðin olli heilaskaða og dauða Sydney. Reuter. RANNSÓKN á dauða 24 sjúklinga sem létust eftir að hafa fengið raflost undir áhrifum lyfja og gengist undir djúpsvefnsmeðferð á Chelmsford-geðsjúkrahúsinu í Sidney í Astralíu er lokið og málið upplýst. Tveggja ára rannsókn leiddi í ljós að dauða 24 sjúklinga, sem létust á árunum 1963-1979, mátti rekja beint til djúpsvefnsmeðferðar sem þeir fengu. 24 aðrir sjúklingar frömdu ‘sjálfsmorð eftir að hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Alls létust 183 sjúklingar sem fengið höfðu djúpsvefnsmeðferð á spítalanum eða innan árs eftir útskrift og 977 voru úrskurðaðir með heilaskaða. „Djúpsvefnsmeðferðin á Chelms- ford-sjúkrahúsinu er það versta sem gerst hefur í sögu geðlækninga í landinu," sagði Peter Collins, heil- brigðisráðherra Nýja Suður-Wales, þegar hann kynnti niðurstöður rann- sóknanefndarinnar. John Slattery dómari, sem stjóm- aði rannsókninni, mæltist til þess að læknarnir John Herron, Ian Gard- irter og John Gill yrðu ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfí og aðild að at- burðunum á Chelmsford-sjúkrahús- inu. Slattery sagði þó þyngstu sökina liggja hjá dr. Harry Bailey sem var yfírmaður djúpsvefnsmeðferðarinn- ar á sjúkrahúsinu. Bailey gekkst sjálfur undir meðferðina og framdi sjálfsmorð árið 1985. í tólf binda skýrslu Slatterys seg- ir að Bailey hafí falsað dánarvott- orð, ofnotað lyf og átt ástarfundi um nætur með sjúklingum sínum. Þá segir einnig að í ljós hafi komið að sjúklingar með fullri meðvitund, sem hafí verið bundnir naktir við rúm sín, hafi fengið raflost. Vitað er um sjúklinga allt niður í 12 ára gamla. Slattery sagði að Bailey hefði verið fullljóst að djúpsvefnsmeðferð- in var hættuleg. Hann hefði samt sem áður haldið áfram að beita henni á sjúklinga. „Það leikur enginn vafí á því að þegar árið 1967 hafi Bailey gert sér grein fyrir því að meðferðin var svo hættuleg að hún orsakaði ýmis vandamál og jafnvel dauða,“ sagði hann. Hann komst að því að Bailey falsaði a.m.k. 17 dánarvott- orð til að komast hjá rannsókn. Slattery sagði að læknarnir þrír, Herron, Gardiner og Gill, hlytu að hafa vitað hversu hættuleg djúp- svefnsmeðferðin var og þeir væru allir sekir um hræðilega vajirækslu í starfí. Vegna VÖRUTALNINGAR verður lokað um hátíðarnar sem hér segir: Bílavarahlutaverslun vélavarahlutaverslun: 24., 27., 28. og 31. desember. Smurstöð: 28. og 31. desember. Ri m: 28. desember. Aðrar deildir fyrirtækisins verða opnar á hefðbundnum tímum. HEKLA HF Laugavegi 170-174. Sími 695500 • • Samþykkt Oryggisráðs SÞ um verndun Palestínumanna á herteknu svæðunum: A __ Bæði Israelar og Pal- estínumenn óánægðir Jerusalem. Utanríkisráðherra ísraels, David Levy, fordæmdi Bandaríkjamenn í gær fyrir að hafa ekki beitt neitunarvaldi gegn samþykkt Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) þar sem stefna ísraelsmanna varð- andi herteknu svæðin. á vesturbakka Jórdanár og á Gaza-svæðinu er gagnrýnd. Palestínumenn sögðu að samþykktin gengi mun styttra en vonir hefðu staðið til. David Levy sagði að Bandaríkja- menn hefðu veikst í afstöðu sinni vegna þess hve mikið þeim væri í mun að halda yfirvöldum í araba- löndum á sínu bandi í aðgerðum gegn Saddam Hussein, forseta ír- aks. „Bandaríkjamenn eru haldnir þeirri þráhyggju að ef þeir verða málefnalegir og taki afstöðu með ísraelsmönnum þá tapi þeir banda- mönnum sínum í arabalöndunum. Við erum á annarri skoðun vegna þess að arabar eru mun háðari Bandaríkjamönnum en Bandaríkja- menn eru háðir þeim,“ sagði Levy. Palestínskir þjóðemissinnar sögðu að í samþykktinni væri tekið mun vægar til orða en vonir hefðu staðið til. Það hefði valdið þeim vonbrigðum eftir eftir tveggja mán- aða samningaviðræður að Öryggis- ráðið hefði ekki tekið á því hvernig ætti að vernda Palestínumenn. „Við höfum óskað eftir því að fá friðar- gæslusveit á vegum SÞ eða a.m.k. eftirlitsaðila til að koma í veg fyrir dráp ísraela á Palestínumönnum,“ sagði Riyad al-Malki, virtur pal- estínskúr menntamaður. „Það hefði verið betra ef Banda- ríkjamenn hefðu beitt neitunarvaldi til að vekja athygli á hræsninni sem felst í samþykktinni en að sam- þykkja hana svo óljósa sem hún er,“ sagði hann. Malki og aðrir Palestínumenn sögðust ekki vænta neinna breyt- inga á meðferð ísraela á Palestínu- manna í kjölfar samþykktarinnar. NVJU HÚSOAGNASENDINGUt Mikið úrval af norskum og ítölskum sófaborðum Sjónvarpsborð frá kr. 9.900,- stgr. Petra borð + 4 stólar 35.370,- stgr. EINNIG HVÍLDARSTÓLAR, HORNSÓFAR, JÁRNRÚM O.M.FL. Visa — Euro raðgreiðslur Opið í kvöld til 23.00 Sunnudag frá kl. 13:00-18.00 □aHHBia HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFMARFIROI SÍMI 54 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.