Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 „Eins og ljósálfasnekkj- ur er liggja við strengi“ Bókmenntir Jenna Jensdóttir Hulda: Ljóð og laust mál. Úrval. Guðrún Bjartmarsdóttir valdi efnið. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands og Menningar- sjóður. Reykjavík 1990. Skógarkyrrð Eins og ljósálfasnekkjur er liggja við strengi liljur á vatninu hvíta blunda; skuggarnir horfa um akur og engi augum svörtum úr fylgsnum lunda. Allt bíður - bíður í ró eftir brosi mánans í kyrrum skóg. Það eru gleðitíðindi, ekki síst eldri kynslóðinni, að komið er út úrval af skáldskap Unnar Bene- diktsdóttur — Huldu. Bókmennta- stofnun Háskóla íslands fól á sínum tíma Guðrúnu Bjartmarsdóttur að annast þetta verk. Guðrún hafði valið efnið í bókina og samið drög að inngangi er hún féll frá. Var þá Ragnhildi Richter falið að ljúka við innganginn úr drögum þeim er lágu fyrir frá hendi Guðrúnar. Inngangurinn er veigamikill og næstum hundrað blaðsíður. Skiptist hann í átta kafla. í fyrsta kafla sem heitir Ljáðu mér vængi rifja höfundar upp skáld- aferil Huldu allt frá því haustið 1901 að kvennablaðið Framsókn birti þrjú ljóð eftir óþekkta skáld- konu, sem kallaði sig Huldu. Um eitt ljóðanna segir annar ritstjóri blaðsins, Jarþrúður Jónsdóttir, „ort af meiri list en búizt verður við af ungri sveitastúlku". í kaflanum er einnig vitnað í ummæli tveggja af höfuðskáldum þjóðarinnar og fleiri þekktra manna úr heimi bókmennt- anna um skáldskap Huldu. Ættir hennar, uppeldisáhrif og aðstæður til ritstarfa koma einnig fram hér. Hulda andaðist árið 1946, aðeins 65 ára að aldri. Haflteinn þegir - þagna bámr aJar, þögul í skuggafiðm sér jörSn halar. Guðanna aftanbiys á himinboga brerma og bga. Næstu sjö kaflarnir bera heitin: „Gróður vors njjasta skóla“, „Hefð og nýj- ung“, „Sorg ogsmán íbúriþröngu", „Henn- ar fórn, hennar ást skal í annálum sjást", „Égtýnist varla“, „Islenskættgöfgi, Islensk menning“; og síðasti kaflinn í inngangi heitir: „Að hverfa inn í drauminn". í heild sinni er inngangurinn svo vel og skemmtilega unninn að frá- bært er. Hógværð og heiðarleiki hinna ungu höfunda í öllum vinnu- brögðum sínum eru áberandi. Þær standa oftar álengdar og gefa öðr- um orðið — leiða fram íslensk sam- tíðarskáld Huldu og láta orð þeirra lýsa hinni nýju skáldskaparstefnu sem með þeim ryður sér til rúms hér í lok nítjándu- og tuttugustu aldar. Þótt skáldið Hulda sé rauði þráð- urinn í innganginum fléttast einnig inn í hann þær stefnur í heimsbók- menntunum, sem skáldskapur hennar á skylt við og að ýmsu leyti rætur til. Þær rekja þráð hugsjóna- hyggjunnar (idealisma) allt til frum- myndakenningar gríska heimspek- ingsins Platóns. Brot úr ljóðum Huldu birtast víða í inngangi. „Sem dæmi um samspil hefðar og nýjungar" birtist ljóðið Tungugeisli: Ef að tunglsgeislinn létti, ljósi hefði fjaðrir og flogið gæti á vængjum hvítum yfir vog og strönd ég skyldi hann með ást mína senda. Þeir lesendur sem í gegnum marga áratugi hafa þekkt skáld- verk Huldu og nánast kunnað mörg ljóð hennar utanað hljóta að taka þessu úrvali með fögnuði og þakk- læti og finna þau verðmæti sem einnig felast í inngangi bókarinnar. Fyrir hina yngri er úrvalið fjársjóð- ur úr gömlum tíma. Þetta er vegleg bók og fallega útgefin (330 bls.). Hlífðarkápa er eftir Hring Jóhannesson. Mold Þú diMa, raka mjúka ndd sanmildi sólar he&r Jstt Hve ann % þér, hve óska má' að um þig streymi sumar nýtt. Þú vamia, þögia, njúka moki hve iiáiur stgur ilmur Jjnn tJ hirrúns upp er árdagstte þér úðam shýkur hægt af kmn. Þú vagga Uóma, vær og hlý, sem wfet um stein og saltan ós, við daggartxjóst þín dafiiar vd ■og drekkur feguið sériwer iœ. Þú byigir hjörtu, hljóð og kiSd, við hjarta jit san iMin strá. Þar fólu díf óþekkt völd að endmskapa jaiðff smi Bókmenntir Erlendur Jónsson Hermann Pálsson: HEIMUR HÁVAMÁLA. 300 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík, 1990. Hermann Pálsson segir að rit- skýring sé »að verulegu leytí fólgin í sundurgreiningu annars vegar og samanburði hins vegar«. Margoft hefur hann áður gert svo ljósa grein fyrir kenningum sínum að óþarft er að fara út í þá sálma nú; þær eru öllum kunnar sem á annað borð fylgjast með þessum málum. Það eru einkum sögurnar sem hann hefur hingað til brotið til mergjar. Nú eru það Hávamál. En þau eru í raun alveg sérstök meðal Eddu- kvæða, lífspeki- og heilræðakvæði þar sem mönnum er kennt hvernig þeir skuli lifa og haga sé frá degi til dags. »Spakmæ!i eru svo ramm- ur þáttur í Hávamálum að þau hljóta að verða eitthvert mikiivæg- asta viðfangsefnið hveijum þeim sem tekst á hendur að skýra eðli kvæðisins og tilgang,« segir Her- mann Pálsson. Mjög var vitnað til Hávamála í ræðum og eftirmælum á árum áð- ' ur, og þá gjarnan um orðstír sem deyr aldregi eða annað sem þótti Hulda álíka vel við hæfi. Það var svo þægilegt að leggja út af slíku, þetta var allt svo viturlegt en eigi að síð- ur auðskilið. Léleg hefði sú skóla- nefna þótt þar sem ekki hefði verið farið yfir að minnsta kosti hluta kvæðisins. Menn sáu þarna fyrir sér einfaldar en skýrar lífsreglur »fornmanna« þar sem menn áttu að vísu að vera grimmir óvinum sínum en að öðru leyti orðheldnir, drenglyndir, traustir og heilsteyptir. í hita sjálfstæðisbaráttunnar var betra en ekki að hafa slíkar reglur til að fara eftir! Hermann Pálsson telur að spak- mælin í Hávamálum séu flest eldri en kvæðið sjálft. Og þau séu síður en svo fundin upp af höfundi kvæð- isins heldur hafi hann getað gripið þau upp úr öðrum ritum, innlendum ,og erlendum. Ennfremur bendir hann á dæmi þess hvernig Háva- mál hafi haft áhrif á önnur rit. Til frekari skýringar birtir hann svo í sérstökum kafla safn latneskra spakmæla. En talsverður hluti bók- ar þessarar eru textaskýringar. Fer Hermann þar að öðru leyti hefð- bundnar leiðir, leyfir sér t.d. að »leiðrétta« þar sem hann telur að skrifari hafi hugsanlega mislesið frumrit eða misritað sjálfur. Langur kafli ber yfirskriftina Hugmyndir og annar nefnist Forn minni. Sýnir höfundur fram á hvernig Hávamál Guðrún Bjartmarsdóttir muni vera sprottin upp úr hug- myndaheimi miðalda og hversu skáld þeirra muni styðjast við það sem þá voru talin góð og gild og almenn sannindi og lesa má í öðrum ritum frá sömu öldum. Allt er það ljóslega fram sett og fer hvergi á milli mála hvaða skoðanir höfundur hefur á þessu forna kvæði og tilurð þess. Það eru gömul og ný sannindi að menn skoða jafnan löngu liðna tíma út frá sjónarhóli eigin samt- íðar. í bændaþjóðfélaginu gamla töldu menn t.d. að höfundar forn- bókmenntanna hlytu að hafa verið bændur sem sest hefðu við skriftir milli þess sem sinntu bústörfum. Nú eru lærdóms- og menntatímar og því er talið jafnsjálfsagt að höf- undarnir hafí verið lærðir vel, senni- lega hámenntaðir. Seint skyldi mað- ur meðtaka (það væri síst í anda Hávamála) að ein tilgátan sé ná- kvæmlega rétt en allar hinar al- rangar. Hitt fer ekki á milli mála að skáld og rithöfundar miðalda hafa verið afar vel undir ritstörf sín búnir, hvernig svo sem þeim undir- búningi hefur verið háttað. Að því leyti hlýtur Hermann Pálsson að hafa rétt fyrir sér. Hversu menn fallast svo á kenningar hans að öðru leyti — það verður hver og einn að gera upp við sig sjálfur. HEIMUR HÁVAMÁLA Eftirmynd eigin andlits _________Bækur_____________ Kjartan Árnason Jorge Luis Borges: Blekspeg- illinn. Smásögur, 119 bls. Sigfús Bjartmarsson valdi og þýddi. Syrtlu-röð Máls og menningar 1990. Jorge Luis Borges er þekktur fyrir ýmislegt það sem hann tók sér fyrir hendur í skáldskapnum. Fram- an af ferli sínum fékkst hann eink- um við ljóðasmíð en síðar flutti hann sig yfir í sagnaskáldskap og dvaldi þar lengstum síðan; ritgerðir hans og greinar um ýmis efni, ekki síst skáld og skáldskap, hafa einnig borið hróður hans víða. Skáldsögur eru þó ekki meðal þess sem Borges er þekktastur fyrir enda setti hann aldrei saman slíka sögu. Honum þótti knappara form henta sér betur. í Blekspeglinum eru 17 smásög- ur — eða textar því þijár sagnanna eru varla nema nokkur orð, hálf til ein blaðsíða. Viðfangsefni Borges eru að sönnu mörg í þessum sögum en rauðan þráð er engu síður unnt að greina í safninu. „Hversdagsleg- ur“ er líkléga það orð sem manni kemur síst í hug þegar þessar sög- ur eru lesnar. Þó er efnið sem Borg- es verður að sögu í sjálfu sér ofur hversdagslegt — einsog raunar þorra alls skáldskapar ef útí það er farið: maðurinn í alheiminum, alheimurinn í manninum, lífið og tilveran. Efnið er hversdagslegt vegna þess að sérhver maður lifir og hrærist í því á hveijum degi. Það þarf hinsvegar menn einsog Jorge Luis Borges til að klæða það í skáldlegan búning, viðhalda marg- breytileika þess og stórfengleik — og gæta þess að sjóða það ekki niður í lokaða dós með einföldu inni- haldi (sykurlegi og rotvarnarefnum ...) þannig að lesandinn missi til- finninguna fyrir óendanleikanum og hinum stórfenglegu víddum til- verunnar. Það kann að vera að svona tal hljómi einsog lofrulla á brauðfótum — en hvað ef við spyij- um spurninganna sem Borges ásækir okkur með: Hvenær hefur maðurinn annan fótinn í draumi og hinn í raunveruleika og hvor fótur- inn er það? Er lífið nær endalaus svefn með skapandi draumförum, er mögulegt að dreyma upp aðra veru líkamshluta fyrir líkamshluta og sleppa henni síðan útúr draumn- um, útí lífið utan hans? Hvert er Orðið sem ekki aðeins skáldskapur- inn heldur gjörvallt lífið grundvall- ast á? Hvern þátt á grimmdin í manninum, er hún í eðli hans eða sprottin úr umhverfinu? Þannig mætti lengi spyija — og þannig spyrja sögurnar þrálátlega. En þetta er þó einkum undirtónn- inn þótt oft hljómi hann sterklega á yfirborðinu. Borges dulbýr oft sögur sínar sem fræðilega umfjöllun um efnið og vísar gjarna í nafn- greinda menn og bækur máli sínu til sönnunar, tilgreinir meiraðsegja ártöl og staði í bókum. En allt er það lygi, uppspuni frá rótum eða að minnsta kosti frá miðjum stöngli. Borges er þó ekki eingöngu að slá ryki í augu lesandans með þessu, hann skemmtir sér við þetta en sýnir um leið hversu örstutt er milli blekkingar og staðreynda — og hvernig blekkingin getur tekið á sig mynd staðreyndanna sé hún sett fram á trúverðugan hátt. Glæpasagan er líklega eitt af því sem Borges er þekktur fyrir og hún á sína fulltrúa í Blekspeglinum. Billy the Kid arkar með ruddaskap yfir nokkrar síður, Emma Zunz greinir frá ungri stúlku sem fremur glæp og söguna Hólmgöngulok mætti kannski setja í þennan flokk vegna hrollvekjandi og glæpsam- legra endaloka. En ein besta saga sem ég hef lesið fyrr og síðar er Dauðinn og áttavitinn, úr hópi glæpasagna Borges. Reyndar sam- einar þessi saga marga drætti höf- undarins: Undiryfírborði glæpasög- unnar hljóma þær þrálátu spurning- ar sem Borges er svo lagið að vekja upp. Hér eru einnig tilgreind ýmis rit forn sem vísast eru uppdiktuð. Jorge Luis Borges var mikill unnandi íslenskra fornrita og nor- rænna sagna, og kom hingað í heimsókn. Ein af sögunum í bó_k- inni nefnist Undr og segir frá Is- Sigfús Bjartmarsson lendingnum Úlfi Sigurðssyni og ferðum hans um lönd vitundarinn- ar. Síðasti texti bókarinnar er Epi- logue og er e.t.v. einskonar summa sagnanna í þessari bók. Hann er á þessa leið: „Árin líða og maður byggir lönd, uppfyllir heim sinn. Hann dregur upp myndir, af hjá- lendum, konungsríkjum, fjöllum, flóum, skipum, eyjum, herbergjum, tólum, stjörnum, hestum og fólki. Skömmu fyrir andlátið verður hon- um ljóst að allt það völundarhús sem hann af slíkri elju hefur full- komnað, er í sérhveiju smáatriði línanna nákvæm eftirmynd af and- liti hans sjálfs.“ Þýðing Sigfúsar Bjartmarssonar er víðast hin þekkilegasta og nokk- ur fengur að hugleiðingum hans um hana í eftirmála. Þó er nokkuð Jorge Luis Borges misjafnt yfirbragð á sögunum, fá- einar eru á nokkrum stöðum óþarf- lega flóknar málfarslega, með mörgum eignarfallsliðum svo mað- ur fær á tilfinninguna að hann sé á gangi í þykkri olíu. Þarna kann þó að vera á ferð sá „últraismi" höfundarins að bijóta upp hefð- bundna setningaskipan en ef svo er skilar það sér ekki vel í íslenskum búningi. Á nokkrum stöðum virðist hafa fallið niður nafnháttarmerki í setningum einsog: „Mér myndi nægja hafa þau yfir til að afsanna ...“ og vona ég að hér sé fremur um að ræða slælegan prófarkalest- ur en sérvisku þýðanda. I þeim sög- um þarsem slíkum nöldurefnum er ekki til að dreifa þýðir Sigfús veru- lega vel og notar þar sitt skáldlega innsæi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.