Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 294. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Rúmenar minnast byltingarafmælisins Tugþúsundir Rúmena minntust í gær þeirra sem létust í byltingunni í Rúmeníu fyrir ári, sem varð Nic- olae Ceausescu einræðisherra að falli, og notuðu tækifærið til að mótmæla núverandi valdhöfum landsins. Meira en 20.000 manns söfnuðust saman í miðborg Búkarest, þar sem fyrstu fórnarlömb uppreisnarinnar féllu. Tugþúsundir manna gengu einnig um götur Timisoara, þar sem byltingin hófst, og á myndinni sjást nokkrir þeirra hrópa vígorð gegn valdhöfum landsins og kommúnismanum. Sovétríkin: Shevardnadze sagð- ur verða áfram í for- ystusveit Grorbatsjovs Moskvu, Túnisborg. Reuter. EINN af helstu ráðgjöfum Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, Georgíj Shakhnazarov, kvaðst í gær fullviss um að Edúard Shevardnadze yrði áfram í forystusveit forsetans þótt hann hefði sagt af sér emb- ætti utanríkisráðherra í fyrradag. Sovéska fréttastofan TASS hafði þetta eftir Shakhnazarov, sem á sæti i forsætisráði Sovétforsetans. Shevardnadze og Gorbatsjov ræddu afsögnina og utanríkisstefnu Sovét- manna í tvær klukkustundir í gær og var það fyrsti fundur þeirra frá þvi utanríkisráðherrann tilkynnti að hann gæti ekki hugsað sér að gegna embættinu áfram vegna yfir- vpfandi valdatöku einræðis- og aft- urhaldsafla. „Forsetinn er ékki sú manngerð sem gæti auðveldlega sagt skilið við svo náinn samstarfs- mann og Shevardnadze," bætti ráð- gjafinn við. Ekki var ljóst í gær hvort Shevardnadze væri reiðubú- inn að gegna öðru valdamiklu emb- ætti. Shakhnazarov kvaðst einnig telja að Gorbatsjov myndi ekki heldur segja skilið við Vadím Bakatín, fyrrum innanríkisráðherra, og Alexander Jakovlev, fyrrum hug- myndafræðing kommúnistaflokks- ins, sem neyddust báðir til að láta af embættum sínum vegna þrýst- ings frá harðtínumönnum. Róttækir umbótasinnar í Moskvu hafa- af því miklar áhyggjur að Gorbatsjov sé að einangrast innan forystunnar í Kreml. „Hver berst nú fyrir lýðræði og frelsi? Míkhaíl Gorbatsjov einn?“ spurði dagblaðið Rabotsjaja Trfbúna, sem styður umbótastefnu forsetans. Grikkland: Papandreou verði leiddur fyrir rétt með lögregluvaldi Hreyfing róttækra umbótasinna á sovéska þinginu hvatti öll umbóta- öfl landsins til að sameinast í eitt bandalag til að afstýra því að kom- ið yrði á einræði í landinu. Talsmað- ur hennar sagði að forysta hins nýja bandalags yrði einkum skipuð þingmönnum á rússneska þinginu, þar sem umbótasinninn Borís Jelts- ín er í forsæti. Talsmaður Freisissamtaka Pal- estínu (PLO) í Túnisborg kvaðst í gær vonast til þess að afsögn Shev- ardnadze yrði til þess að Sovétmenn féllu frá „ögrandi" stefnu sinni í málefnum Mið-Austurlanda og létu af náinni samvinnu sinni við Bandaríkjastjórn. Sjá fréttir á bls. 22. Cheney segir líkur á stríði við Persaflóa fara sívaxandi ræddi einnig við George Bush - Bandaríkjaforseta um hvernig sam- hæfa bæri hern- aðarlegt og pólit- ískt samstarf ríkj- anna, sem sent hafa hersveitir til Persaflóa, ef til stríðs kæmi. Maj- or sagði við blaða- menn að ekki Cheney umkringdur bandarískum hermönnum í kæmi til greina að Saudi-Arabíu. Saddam Hussein sver þess enn eið að kalla ekki hersveitir sínar í Kúvæt heim Bagdad, Bam Sa d. Reuter, dpa. DICK Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við bandaríska hermenn er hann heimsótti þá í Saudi-Arabíu í gær að líkurnar á því að stríð brytist Saddam Hussein íraksforseti sór sveitir sínar í Kúvæt heim. „Líkurnar á því að við verðum að beita heivaldi til að koma írök- um úr Kúvæt aukast stöðugt, því útlit er fyrir að Saddam Hussein hafi ekki skOið það sem við höfum verið að segja,“ sagði Cheney, umkringdur árásarþotum og þyrl- um í herstöð í Saudi-Arabíu. út við Persaflóa færu sívaxandi. þess eið á ný að kalia ekki her- James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að fram- ganga íraka í málinu væri slík að ekki væri hægt að vera bjartsýnn á að hægt yrði að afstýra stríði við Persaflóa. Baker sagði þetta eftir fund sinn með John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem Aþenu. Reuter. GRÍSKUR dómari kvaðst í gær hafa ákveðið að fyrirskipa lög- reglunni að færa Andreas Pap- andreou, fyrrum forsætisráð- herra landsins, fyrir rétt. Pap- andreou hefur verið ákærður fyr- ir aðild að fjármálahneyksli. Papandreou, sem er 71 árs að aldri, hafði áður neitað að hlýða stefnu dómarans, sem var skipaður sérstaklega til að rannsaka málið. Hann kvaðst þegar hafa skýrt þingi landsins frá öllu sem hann hefði um málið að segja. Þing landsins hefur ákært Pap- andreou, sem var forsætisráðherra stjórnar sósíalista 1981-89, og ijóra fyrrverandi ráðherra hans fyrir mútuþægni og aðra glæpi í tengslum við fjárdráttarmál í banka. Hneyksl- ið varð til þess að Sósíalistaflokkur- inn tapaði þingkosningunum í júní 1989. Hann er þó stærstur stjórnar- andstöðuflokkanna, með um 40 af hundraði þingsæta. Evrópubandalagið með átak gegn útblæstri frá bifreiðum Brussel. Reuter. Evrópubandalagið hefur stigið stórt skref í baráttunni við mengun frá bifreiðum og verður byrjað á minni gerðum vöru- flutningabíla sem fjölgað hefur gífurlega á undanförnum árum. Umhverfismálaráðherrar banda- lagsins samþykktu einum rómi á fimmtudag að herða reglur um útblástur frá bílum frá og með miðju ári 1992 og verða þær énn hertar í ársbyijun 1996. Umræður um reglur þar að lútandi hafa nú staðið í marga mánuði, enda mun gildistaka þeirra hafa umtalsverð- an kostnað í för með sér. Carlo Ripa, sem fer með umhverfismál fyrir hönd ráðherranefndarinnar, sagði að þessi samþykkt tryggði að bifreiðaiðnaður bandalagsins yrði í fremstu röð í heiminum á sviði mengunarvarna. „Við höfum tekið þá ákvörðun að búa bifreiðar tíunda áratugar- ins bestu fáanlegri tækni til að hreinsa útblástur frá þeim,“ sagði Klaus Töpfer, umhverfismálaráð- herra Þýskalands, á fundi með fréttamönnum í gær. Ripa og Töpfer sögðu að næsta skref yrði að ná sams konar sam- komulagi um þungaflutninga- og fólksflutningabíla. Ripa sagði að ráðherranefndin mundi bráðlega leggja fram tillög- ur um staðla fyrir eldsneytisnýt- ingu bifreiða og hámarkshraða til að draga úr mengun frá þeim. Skylt verður að hafa hreinsi- búnað á útblástursrörum allra dís- ilbíla og er miðað við að hann hreinsi allt að 90% af eiturefnun- um úr útblæstrinum. semja um málamiðlun í deilunni. Saddam Hussein útilokaði i við- tali við þýska sjónvarpsstöð að hersveitir Iraka í Kúvæt yrðu kall- aðar heim fyrir 15. janúar, en þann dag rennur út sá frestur sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa gefið Irökum til að fara úr landinu. „Stríð kost- ar mörg mannslíf," sagði hann. „Guð stendur með okkur. Þess vegna sigrum við árásarherina,“ bætti hann við. írösk stjórnvöld efndu í gær til almannavarnaæfinga og fyrirskip- uðu öllum íbúum eins af úthverfum Bagdad, alls milljón manna, að fara úr borginni. Æfingin er liður í því að búa íbúana undir styijöld. Ógjörningur er að meta hversu margir tóku þátt í henni, þvi búist var við að einhveijir sniðgengju fyrirskipunina. Sjá „Andúð á stríði...“ á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.