Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 13 • / •• „Stórmerk bók" Lífsstríðið Ævisaga Margrétar Róbertsdóttur skráð af Eiríki Jónssyni. „Hér fæst Eiríkur Jónsson við verkefni sem sómir honum, ber vott um ótvíræða hæfileika hans og vísar á það besta sem í honum býr. Bókin er áhrifarík, sönn og máttug í eðli sínu. Að mínu mati má ævisaga, sem getur skyggt á þessar minn- ingar nú í jólaflóðinu, hafa mikið til brunns að bera. . . . Stórmerk saga." Jenna Jensdóttir, Morgunblaðið. „Styrkur þessarar sögu er að hún dregur skýrt fram að styrjaldir gera blásaklaust fólk að valdalausum og varnarlausum leiksoppum brjálaðra herforingja. Saga Margrétar er líka saga barnanna í Palestínu, Kuwait og ef til vill innan skamms í írak. “ Inga Huld Hákonardóttir, DV a sma sogu „Vel unnin, leiðandi og þroskandi" Tár, bros og takkaskór Unglingasaga Þorgríms Þráinssonar. „Það leggja fáir þessa bók frá sér, fyrr en hún er lesin öll. ... Já, efnið svíkur engan, hér er heilbrigð æska á för, sem ekki þarf skrílslæti til þess að vekja á sér athygli. Höfundur segir frá af mikilli leikni, stíll hans er gáskafullur, þróttmikill og ákaflega lipur. . . . Ég óska honum til hamingju með vel unnið verk, leiðandi og þroskandi bók." Sigurður Haukur Guðjónsson, Morgunblaðið. „Þorgrímur Þráinsson hefur gott vald á að segja sögu. Söguþráður bókarinnar er ágætlega spunnin. Hann .... er að fjalla um svið sem hann þekkir vel. . . . Stór þáttur og raunar örlagavaldur í sögunni er slysið. Þar finnst mér höfundi takast vel til. Hann lýsir at- burðum og tilfinningum af næmi. . . . Þar er hann að fjalla um vandmeðfarið efni, en gerir það mjög vel. Enginn vafi leikur á að stálpuð börn og unglingar munu lesa hana sér til ánægju." Sigurður Helgason, DV. Fjörleg og efnismikil skáldsaga Böndin bresta Skáldsaga eftir Arnmund Backman „Það er nefnilega ærin hugsun á bak við þessa sögu." Höfundur er „víða skyggn á fínu blæbrigðin í mannlífinu. Og þjóðfélagið með kostum sínum og göllum er einnig í sjónmáli. Félagslegar hræringar eru höfundi ofarlega í huga . . . Fjörleg og efnismikil skáldsaga, grundvölluð á alvarlegri thugun ..." Erlendur Jónsson, Morgunblaðið. „Arnmundur Backman hefur hér stofnað til alþýðlegrar skemmtisögu sem er blötiduð trega eftir veröld sem var og kemur ekki aftur. . . . Besti þáttur bókarinnar er svo sá sem lýsir ungum dreng í vinskap við sérstæðar persónur Gassastaða . . . í þessum samskiptum . . . er það efni sem lesandinn fær mestan áhuga á og dugir best til að fá hann á sveif með þeirri söguskoðun, að það sé í raun eftirsjá eftir „veröld sem var", hve rugluð sem hún var og náttúru- lega „ópraktísk". “ Ámi Bergmann, Þjóðviljinn. „Á eftir að verða stórt nafn meðal rithöfunda okkar" Völundarhúsið Skáldsaga eftir Baldur Gunnarsson. „Völundarhúsið . . . er vel rituð skáldsaga. Veikleiki hennar er hversu vel hún er rituð. Hún gæti vel kallast Völundarhús í íslenskri bókmenntasögu. . . . í heild er bókin verðugt verk . . . án efa á Baldur Gunnarsson eftir að verða stórt nafn meðal rithöfunda okk- ar . . . Orðagnóttin er mikil og að baki textanum býr mikil þörf fyrir tjáningu og túlkun sögunnar." Kristján Bjömsson, Ttminn. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.