Morgunblaðið - 28.06.1988, Síða 62

Morgunblaðið - 28.06.1988, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Skagarall í Borgarfirði: Porsche Jóns o g Guðbergs hristi af sér toppbflana Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaldsson Signrveg-ararnir í flokki óbreyttra bíla, Óskar Ólafsson og Jóhann Jónsson óku oft grimmt á Subaru 4WD Turbo. Djúpir drullupollar voru engin fyrirstaða eins og sést á myndinni sem tekin er í Hítardal í Borgarfirði. „ÉG TÓK enga áhættu í keppn- inni, ók fyrri daginn rólega þar sem leiðirnar hentuðu ekki bílnum. Seinni daginn jók ég hraðann og við unnum þetta ör- ugglega og þægilega," sagði Jón S. Halldórsson, sem vann Skaga- rallið, sem fram fór í Borgar- firði um helgina. Hann ók að venju Porsch 911 ásamt Guð- bergi Guðbergssyni og urðu þeir tæpri mínútu á undan Jóni Ragn- arssyni og Rúnari Jónssyni á Ford Escort. Birgir Bragason og Hafþór Guðmundsson náðu þriðja sæti á Talbot Lotus, en flokk óbreyttra bíia unnu Óskar Ólafsson og Jóhann Jónsson á Subaru 4WD Turbo. Það voru íjórar áhafnir sem voru öðrum líklegri til afreka í keppn- inni, sem hófst á fostudag. Þessar áhafnir skiptust á að hafa forystu á fyrstu sérleiðunum, en í harðri keppni er alltaf von á óhöppum. Bræðumir Guðmundur og Sæ- mundur Jónssynir á Nissan náðu skammvinnri og naumri forystu á einni leiðanna. „Við fórum síðan á kaf í drullupytt, eftir að hafa tekið beygju í vitlausa átt. Gummi lokað- ist eitthvað, ég var búinn að segja honum beygjuna og veinaði þegar hann beygði vitlaust, en það var um seinan. Við sátum pikkfastir, og síðan komu Steingrímur Ingason og Witek Bogdanski á dauðadampi og voru næstum komnir á sama stað og við, en sluppu. Við kom- umst af stað en höfðum tapað,“ sagði Sæmundur. Steingrímur slapp og hafði fimm sekúndna for- ystu eftir fyrri daginn, næstir komu Jón Ragnarsson og Jón S. Halldórs- son. Munaði nokkrum sekúndum á toppbílunum. Strax á fyrstu leið laugardags tók hinsvegar Jón S. Halldórsson foiystu og skömmu síðar missti Steingrímur af lestinni, þegar bíll hans bilaði. „Ég rak bílinn harka- lega niður á Uxahryggjaleið og braut öxul. Við losuðum hjólin und- an og náðum að halda áfram eftir smáviðgerð, en féllum úr topp- baráttunni," sagði Steingrímur, sem hafði forystu í íslandsmeistara- keppninni ásamt Jóni Ragnarssyni fyrir Skagarallið. Jón reyndi að halda í við nafna sinn á Porsche- bílnum, sem vann hvetja sérleiðina á fætur annarri. „Ég ákvað að keyra af öryggi og hefði sjálfsagt komist hraðar, en vildi sleppa við óhöpp. Það var betra að hala inn stig til íslandsmeistara og ná öðru sæti. Þetta er orðin svo hörð keppni að það er meiriháttar mál að lenda í toppsætunum, en ég reyni að vinna næst,“ sagði Jón Ragnarsson. Jón S. Halldórsson hélt foryst- unni til loka, þó Jón Ragnarsson næði góðum tímum á lokaleiðinni. Birgir Bragason og Hafþór Guð- mundsson á Talbot höfðu beðið átekta, ekið stíft en örugglega í sinni fyrstu keppni á árinu. Þeir uppskáru þriðja sætið. „Ég hefði getað keyrt hraðar, en skorti æf- ingu og kom ekki nægilega vel undirbúinn. Bíllinn er ekki eins öflugur og toppbílarnir og það verð- ur of dýrt að breyta honum til að gera hann samkeppnishæfan. Ég reyni bara að ná betri tökum á bílnum til að ná upp hraðanum," sagði Birgir. Nafni hans Birgir Vagnsson á Toyota Corolla ók grimmt með Gunnar bróður sinn sér við hlið og varð fjórði, eftir skemmtilega takta. I flokki óbreyttra bíla unnu Óskar Ólafsson og Jóhann Jónsson á Sub- aru, eftir mikla keppni við Áma Sæmundsson og Snorra G. á Mazda. „Ég byijaði alltof seint að keyra hratt í þessari keppni og háði spennandi keppni við Áma. Það er orðinn svakalegur skriður á þessum bílum," sagði Óskar, en hann var lánsamur að sigra eftir að Ámi og Snorri höfðu haft for- ystu alla keppnina. Bíll þeirra féll úr keppni á lokasprettinum þegar þeir fóru yfír leyfilegan aksturstíma á feijuleið. „Við þurftum að gera við bílinn fyrir síðustu sérleiðina, eftir að head-pakkning bilaði. Bíllinn hafði verið að ofhitna allan daginn og við vomm sífellt að bæta á hann vatni. Við lentum svo í því að tefjast þegar verið var að reka hrossastóð jrfír veginn'og komum of seint inn á síðustu sérleiðina. Þá höfðum við líka tekið okkur tíma til viðgerða og töfín við hestana gerði útslagið og við féllum úr keppni," sagði Snorri. Hann var meðal þeirra átta sem ekki lauk keppni, en 16 bflar af 24 komust í endamark. Feðgamir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson hafa nú forystu í íslandsmeistarakeppn- inni í rallakstri með 45 stig, en Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guð- bergsson hafa 40 stig. SUMARLEYFISFERÐIR 6 daga ferð um Vestfirði Brottfarardagar: 4. júlí, 18júlfog l.ágúst 1. dagur: Lagt af stað frá Borgartúni 34 kl. 11.00. Ekið fyrir Hvalfjörð, Borgar- fjörð um Dalasýslu að Bæ í Reykhólasveit. 2. dagur: Frá Reykhólasveit er haldið vestur að Vatnsfirði, að Látrabjargi og þaðan í Breiðuvík. 3. dagur: Frá Breiðuvík er ekið fyrir Patreksfjörð að Dynjanda í Arnarfirði, fyrir Dýrafjörð og yfir Breiðdalsheiði til ísafjarðar. 4. dagur: Ekið frá ísafirði inn ísafjarðardjúp um Steingrímsfjarðarheiði, Selströnd að Drangsnesi, þar sem gist er í tvær nætur. 5. dagur: Frá Drangsnesi er farið um Bjarnarfjörð til Norðurfjarðar og síðan sömu leið til baka síðdegis. 6. dagur: Ekið frá Drangnsnesi um Hólmavík, Bitrufjörð, Holtavörðuheiði, Borgar- fjörð og Hvalfjörð. Komið til Reykjavíkur seinni hluta dags. Verð kr. 18.500.- Innifalið íverði: Ferðir, leiðsögn, gisting ísvefnpokaplássi og fullt fæði. FERDASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR H.F. Borgartúni 34, 105 Reykjavík - Simi: 83222 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Signrvegarar rallsins. Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guð- bergsson, unnu sína aðra keppni á árinu á Porsche 911. „Missti nærri því af sigri“ - sagði Jón S. Halldórsson rallkappi „ÞAÐ munaði engu að við misstum af þessum sigri, því við misst- um af Akraborginni á leið upp á Skaga. Urðum við að keyra uppeftir frá Reykjavík og komum of seint í skoðun, en nógu snemma til að vera með,“ sagði sigurvegari Skagarallsins, Jón S. Halldórsson, í samtali við Morgunblaðið. „Fyrri dagurinn var erfíður, ég var alveg búinn af þreytu í hönd- unum því leiðirnar voru mjög hlykkjóttar og þá eru mikil slags- mál við þungt stýrið í bílnum. Eg tók enga áhættu, því sprungið dekk gat kostað mikið og von- laust að keyra lengi á þremur á þessum leiðum. Mér fannst ég keyra illa á sumum leiðanna fyrri daginn, en náði samt ágætis tíma. Vélin vann ekki sem skyldi og í næturhléi stillti ég bílinn og náði góðum svefni eftir margar and- vökunætur við smíði bílsins." „Við ókum svo þétt og hratt seinni daginn, en ég sló af í hvörf- um og Jón Ragnarsson píndi stundum af mér sekúndur, en ekkert sem var hættulegt. Þetta var því nokkuð létt. Vélin í bílnum var hálfónýt fyrir keppni, við átt- um ekki varahluti í hana. Ventl- arnir voru skröltandi lausir og hún gekk illa. Því héldu margir að hún væri upptjúnuð, en hún var bara í steik, eyddi 50-60 lítrum á hundraðið í keppninni! Ég ætla að laga hana og langar að fá meiri kraft og ná svo í meistaratit- ilinn. Við höfum unnið tvisvar og getum unnið meira .. .“ sagði Jón. - G.R.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.