Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Flokksráðstefna sovéska kommúnistaflokksins hefst í dag: Verður vald flokksins skert eftir 70 ára alræði? Opnunarræðu Gorbatsjovs beðið í ofvæni Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. NÍTJÁNDA flokksráðstefna sovéska kommúnistaflokksins hefst í dag. Fulltrúar á ráðstefnunni hafa lofað að breytingar á sovésku stjórnarfari verði aðalumræðuefni hennar. Framkvæmd breyting- anna sem boðaðar hafa verið er ótrygg einfaldlega vegna þess hvers eðlis stjórnkerfið er sem á að breyta. Míkhaíl Gorbatsjov mun ávarpa ráðstefnuna i dag og er talið að ræða hans verði einhver sú mikilvæg- asta á ferli hans til þessa. Míkhaíl Gorbatsjov, sem mun í dag halda stefnuræðu sína fyrir fulltrúana 5.000 sem sitja flokksr- áðstefnuna, vill, að með þessari flokksráðstefnu verði framtíð „per- estrojkunnar" og breytinganna sem hann hefur boðað tryggð með því að minnka völd opinberra starfs- manna. „Aðalmál þessarar ráðstefnu er enduruppbygging á pólitísku valda- kerfí Sovétríkjanna, sem er úrelt eins og flestum er ljóst," sagði Naíl Bíkkenín, ritstjóri flokkstíma- ritsins Kommúnist, á blaðamanna- Ítalía; Sósíalistar vinna fylgi af kommúnistum Rómaborg. Reuter. ÍTALSKIR sósialistar unnu mik- ið fylgi á kostnað kommúnista í sveitarstjórnarkosningum í tveimur nyrstu héruðum Ítalíu um helgina. Fylgisaukning sósíalista nam um sex prósentustigum og stefndi í að þeir fengju 15,8% atkvæða. Allt benti til þess að kommúnistar fengju 17,7% atkvæða, sem er um fimm prósentustigum minna fylgi en í sveitastjómarkosningunum 1983. Kosningamar fóru fram i Valle d’Aosta í norðvesturhluta Ítalíu og Friuli Venezia-Giulia í norðaustur- hluta landsins. Kosningar fóru fram í öðrum kjördæmum fyrir mánuði og var þróunin sú sama þar; sósía- listar unnu fylgi á kostnað komm- únista. fundi í gær. Aðstoðarritstjóri Bíkkeníns, Ottó Latsís, sagði í sam- tali við Prövdu, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, að líf fólks í Sovétríkjunum hefði ekki breyst til batnaðar frá því Gorbatsjov tók við völdum og það væri rangt að gera ráð fyrir því að flokksráðstefnan myndi verða til þess að breytingam- ar yrðu merkjanlegar á daglegu lífi Sovétborgara. Báðir þessir menn sitja flokksráðstefnuna. Yfir 1,5 milljón óskir hafa borist til ráðsins frá því kunngjört var að hægt væri að koma á framfæri óskum um umræðuefni flokksráð- stefnunnar til Miðstjómar fiokksins fyrir mánuði síðan. Flokksráðstefna var síðast haldin árið 1941. Hundr- uð óska hafa verið birtar í dag- blöðum og afleiðing af „glasnost"- stefnu Sovétleiðtogans hefur birst í því að fjöldi sovéskra borgara hefur krafist þess að í framtíðinni verði gerðar róttækari og áþreifan- legri breytingar en hingað til hefur verið. Jegor Jakovlev, ritstjóri viku- blaðsinsMoskvu-frétta, sem situr flokksráðstefnuna, sagði í síðustu viku að þær óskir sem borist hefðu frá almenningi væra þess eðlis að fyrir fimm áram hefði enginn þorað að nefna þær í góðra vina hópi hvað þá opinberlega. Hann, ásamt fleiram sem styðja breytingar Gor- batsjovs, hafa krafist þess að hátt- settum opinberam starfsmönnum verði bannað að gegna embætti í meira en tíu ár. Jakolev viðurkenn- ir að hann geri sér ekki fyllilega grein fyrir því á hvem veg sé best að þróa stjómkerfi Sovétríkjanna. Undir það hafa margir þeir sem sæti eiga á ráðstefnunni tekið. Mótmæli í Moskvu endurspegla óvissuna Mikil mótmæli vora á Púshkín- torgi í Moskvu síðastliðinn laugar- dag og era þau dæmigerð fyrir þá ringulreið sem ríkir í Sovétríkjunum fyrir flokksráðstefnuna. Mótmælin Reuter Mótmælin i Moskvu á laugardaginn. Lögregla reynir árangurslítið að halda aftur af mótmælendum. vora líklega hin fjölmennustu sem haldin hafa verið í Moskvu í sögu Sovétríkjanna. Þau vora eins og sýnishom af því sem er að gerast innan stjómkerfísins. Engan veginn var hægt að gera sér grein fyrir hverju var verið að mótmæla eða hveijir stæðu saman. Fólk hrópaði hvert á annað og óbreyttir borgarar svöraðu lögreglumönnum, sem reyndu að stilla til friðar, fullum hálsi. Leiðtogafundur Evrópubandalagsins: Horfum björtum augum til sameiginlegs markaðar EB - segir Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands Noregur; Bægslagang- ur í réttinum Ósló. Reuter. FYRRVERANDI hlutabréfasali við stærsta banka Noregs gerði sér lítið fyrir á mánudag, þar sem hann var staddur fyrir rétti, og jós svívirðingum yfir kven- dómara sem dæma átti i máli hans auk þess sem hann hellti yfir hana fullum bolla af vatni. Maðurinn, sem er 37 ára gamall Frakki, er sakaður um að hafa átt í ólöglegum viðskiptum á meðan hann starfaði fyrir norska Kredit- bankann. Atvikið, sem um er rætt, átti sér stað eftir stutt matarhié í réttinum á mánudag. Frakkinn, Philippe Hecker, gekk að dómaranum og kallaði til hennar; „Þú ert gömul, þú ert ekki falleg, þú ert vitlaus og þú ert óþolandi," um leið og hann skvetti vatni í andlit hennar. Dómarinn heimtaði strax að maður- inn yrði færður burt. Heeker, sem á yfir sér 6 ára dóm reynist hann sekur, hefur áður sýnt mótþróa í réttinum. Hann hefur t.d. gengið út og sakað réttinn um að vera einungis armur ríkislögregl- unnar. Réttarhöldin munu halda áfram á mánudag án Heckers. Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FUNDUR leiðtoga Evrópu- bandalagsins hófst í Hannover í Vestur-Þýskalandi í gær. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands sem er í forseta- stóli á fundinum, sagðist vera ánægður með þann árangur sem náðst hefði síðasta hálfa árið, sérstaklega hvað varðaði frjálst gjaldeyrisflæði innan bandalagsins en það er lykil- þáttur í þróun að sameiginleg- um markaði eftir fjögur ár. „Við horfum björtum augum til sameiginlegs markaðar EB árið 1992 vegna þess hve vel hefur gengið að leysa ágreiningsefni ríkjanna tólf,“ sagði Kohl enn- fremur. Sagðist hann vonast til að á fundinum yrði mörkuð stefna um hvaða verkefni væru brýnust á næstu árum nú eftir að deilum um landbúnaðarmál væri lokið í bili. Undanfarin ár hefur á leið- togafundum EB verið þrefað um alls konar smáatriði sem fagráð- herrum og embættismannanefnd- Reuter Vopnaðir lögreglumenn skoða bifreið á leið á fiugvöllinn í Hano- ver, skömmu áður en von var á leiðtogum Evrópubandalagsins. um er annars ætlað að afgreiða. Leiðtogafundimir hafa frekar ver- ið áfrýjunardómstóll en sá vett- vangur lifandi skoðanaskipta og stefnumótunar sem ætlað var í fyrstu. Eitt af því sem liggur fyrir fund- inum nú er að tilnefna nýjan for- seta framkvæmdastjómarinnar. Það er fastmælum bundið að Jac- ques Delors verði tilnefndur til að gegna embættinu áfram. Banda- lagsþjóðimar standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að ekki verð- ur til baka snúið frá ákvörðuninni um einn EB-markað frá 1992. Dýrast að vera í Tókýó Genf, Reuter. NYLEG könnun alþjóðlegs ráð- gjafarfyrirtækis sýnir að dýrast er fyrir fólk í viðskiptaerindum að dvelja í Tókýó, af 103 stór- borgum heimsins. Osló er hins vegar dýrasta borgin í Evrópu. I könnuninni var týnd til inn- kaupakarfa með mat, tóbaki, áfengi, öðrum drykkjarvörum, búsáhöldum, fötum og snyrtiá- Félagsleg áhrif þeirrar ákvörðunar verða rædd í Hannover. Leiðtog- amir ræða jafnframt gjaldmiðilss- amvinnu innan bandalagsins og þróun hennar á næstu misseram. Svo virðist sem þeirri skoðun vaxi fylgi innan bandalagsins að aðild að gjaldmiðilssamstarfinu eigi að vera skilyrði fyrir aðgangi að gjaldeyriskörfu EB sem þýðir að Bretar verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja vera með eða ekki. Þá era á dagskrá fundar- ins umræður um evrópskan seðla- banka og hvort stefna eigi að sam- eiginlegum gjaldmiðli fyrir banda- lagið allt. Á fundinum mun fram- kvæmdastjómin gera grein fyrir könnun sem er unnin á hennar vegum, á neðanjarðarhagkerfínu innan EB. Helmut Kohl hyggst ræða innra öryggi aðildarríkjanna og hvemig megi vinna gegn hryðjuverkum, uppþotum og eitur- lyfjasmygli þegar innri landamæri hafa verið lögð niður. Leiðtogar Evrópubandalagsins hittast tvisvar á ári, og þá er skipt um forseta í ráðherranefndum bandalagsins. Frá síðustu áramót- um hafa vestur-þýskir ráðherrar stjómað ráðherrafundunum en þann 1. júlí taka Grikkir við. Allt bendir til að fundur leiðtoganna nú verði með öðm sniði en venju- lega þar sem færri ágreiningsefn- um hefur verið vísað til fundarins og umtalsverður árangur hefur náðst á síðustu mánuðum í undir- búningi EB-markaðarins. höldum og auk þess var tekið mið af verðlagningu á heimilishjálp, skemmtun ýmiss konar og leigubílum og almenningsvögnum. Ekki var tekið tillit til kostnaðar vegna gistingar. I niðurstöðum könnunarinnar var verðlag í New York miðað við 100 stig og þá var Tókýó með 221 stig, Osaka/Kobe 219, Teheran 192, Oslo 152, Zurich 143, Genf 141 og Helsinki með 140 stig. Styrk staða jensins gagnvart Bandaríkjadal veldur því að jap- önsku borgimar em dýrastar. Ódýrast var hins vegar að dvelja í Caracas sem var með 38 stig en miki! verðbólga veldur því að hag- stætt er fyrir útlendinga að dvelja í Suður-Ameríku. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.