Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Blönduós verð- urbær 4.1Ú1Í Hátíðarhöld í tilefni tímamótanna Blönduósi. ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera á Blönduósi dagana 1.—4. júlí næstkomandi en þá verða hátið- arhöld i tengslum við að Blöndu- ós verður bær þann 4. júlí. Dag- skrá þessarar hátiðar hefst 1. júlí með sýningum allskonar og leikskólinn á Blönduósi verður öllum opinn. Aðalhátíðin fyrir Blönduósinga og gesti verður síðan sunnudaginn 3. júlí en þá verður grillveisla í Fagrahvammi í boði hreppsnefndar og nýja brúin út í Hrútey formlega tekin í notkun. Mánudaginn 4. júlí, þegar 112 ár eru liðin frá því Blönduós fékk verslunarleyfí, verð- ur síðan síðasti fundur hrepps- nefndar og fyrsti fundur bæjar- stjómar. Skipulag þessara hátíðarhalda hefur að mestu verið í höndum þriggja manna nefndar sem ein- göngu er skipuð konum. Kristín Mogensen ein nefndarkvenna sagði að nefndin hefði hafíð störf strax eftir áramótin og síðustu þijá mán- uðina hefði mikið verið unnið. Kristín sagði að búið væri að virkja á annað hundrað einstaklinga og væri allur undirbúningur unninn í sjálfboðavinnu. Að hálfu bæjar- málanefndarinnar sagði Kristín að efst stæði þakklæti til þeirra fjöl- mörgu sem lagt hefðu hönd á plóg- inn. Kristín Mogensen sagði að meginkjaminn í störfum bæjar- málanefndarinnar hefði verið sá að virkja heimamenn til allrar dag- skrárgerðar á þessum tímamótum. Eins og áður hefur komið fram hefst dagskrá vegna þessara tíma- móta þann l.júlí en hápunktur há- tíðarhaldanna verður dagana 3. og 4. júlí. Fjórar sýningar verða meðan hátíð stendur. Má þar nefna mál- verkasýningu Guðráðs Jóhannsson- ar, sýningu á ljósmyndum úr safni Bjöms heitins Bergmanns, Heimili- siðnaðarsafnið verður kynnt og sýn- ing verður á tómstundaiðju aldr- aðra. Þess skal og getið að svæðis- útvarp verður starfrækt meðan á þessari hátíð stendur og er rekstur þess í höndum heimamanna eins og allt annað sem að þessari bæjar- réttindahátíð Blönduósinga lýtur. Það em allir velkomnir til að taka þátt í þessum hátíðarhöldum með Blönduósingum og er ekki að efa að margir gamlir og brottfluttir Blönduósingar komi í heimsókn þessa hátíðardaga. Jón Sig. í nýrri f ramkvæmdaáætlun er stefnt að þvi að ljúka smíði þjóðarbókhlöðunnar á miðju ári 1991. Ó1.K.M. Þjóðarbókhlaðan: „Þj óðarátaksskattur inn“ skilar sér illa Bæjarmálanefndin hefur haft í mörgu að snúast undanfarna mán- uði. Hér má sjá þær við nýju brúna út í Hrútey sem verður form- lega opnuð sunnudaginn 3. júlí. Frá vinstri: Kristín Mogensen, Sigríð- ur Friðriksdóttir, Sigfríður Angantýsdóttir. „EINUNGIS hluti eignarskatts- aukans, sem renna átti óskiptur í byggingarsjóð þjóðarbókhlöð- unnar, hefur fengist til fram- kvæmda á síðastliðnu og yfir- standandi ári en við væntum þess að fullum krafti verði nú loks hleypt á, sem er nauðsynlegt ef takast á að ljúka smíðinni á miðju ári 1991, eins og nú er gert ráð fyrir í nýrri framkvæmdaáætl- un,“ sagði dr. Finnbogi Guð- mundsson, landsbókavörður, í samtali við Morgunblaðið, en hann er formaður byggingar- nefndar þjóðarbókhlöðu. Alþingi samþykkti árið 1986 að standa fyrir þjóðarátaki um bygg- ingu þjóðarbókhlöðunnar og í því skyni var samþykktur eignarskatts- auki, sem renna átti óskiptur til byggingarinnar. „Til ársloka 1988 hefur alls verið ráðstafað af eignar- skattsaukanum 115 milljónum til framkvæmda við þjóðarbókhlöðu. En ætla má að eignarskattsaukinn samanlagt árin 1987 og 1988 verði að minnsta kosti 400 milljónir," sagði dr. Finnbogi. Það vantar því 285 milljónir króna á að „þjóðará- taksskatturinn" hafí runnið þangað sem ætlunin var. Níundi áfangi framkvæmda við þjóðarbókhlöðuna var boðinn út Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabrét f sölu hfá V erðbréfavi ðskiptum Samvinnubankans Ný spariskírteini 7 2-8 5% ávöxtun umfram verðbólgu Eldri spariskírteini 8,5-8'8% ávöxtun umfram verðbólgu Veðdeild Samvinnubankans | (),0% ávöxtun umfram verðbólgu Samvinnusjóður íslands hf* 10,5% ávöxtun umfram verðbólgu Lindhf.* 11.5% ávöxtun umfram verðbólgu Glimirhf. 11,0% ávöxtun umfram verðbólgu önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% ávöxtun umfram vcrðbólgu Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0% ávöxtun umfram verðbólgu * Með endursöluábyrgð Samvinnubanka íslands hf. • Við innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar Nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3. hæð, @ 91 - 20700 fyrir tæpum tveimur mánuðum og tilboð opnuð 17. maí. Lægsta tilboð- ið barst frá Þorsteini Sveinssyni, múrarameistara, sem verið hefur aðalverktaki við bygginguna á þriðja ár, og verður honum falið verkið. Í 9. áfanga felst meðal ann- ars fullnaðarfrágangur utan húss ásamt frágangi innanhúss í forhýsi og kjömum eða tumhúsum, sem gerð verða tilbúin undir tréverk. Einnig verður lagt í gólf á 2. hæð en áður var búið að leggja í önnur gólf. Einn aðalþátturinn í þessu verki er að koma gleri í húsið og að loka því að fullu. Samvinnuskólinn á Bifröst: Mikil aðsókn í kjöl- far skipulagsbreytinga NÆSTA haust verður hrundið í framkvæmd umfangsmiklum skípulagsbreytingum á Sam- vinnuskólanum. Framvegis mun skólinn starfa á háskólastigi og verður þar kennd almenn rekstrarfræði. Þessar breyting- ar virðast hafa hlotið góðan hljómgrunn. Svo margar um- sóknir um skólavist bárust, að vísa þurfti þriðjungi umsækj- enda frá vegna smæðar skólans. Til skamms tíma miðaðist nám í Samvinnuskólanum við, að nem- endur lykju samvinnuskólaprófí á tveimur árum. Nýlega var svo bætt við framhaldsdeild, sem út- skrifaði stúdenta eftir tveggja ára nám að loknu samvinnuskólaprófí. Fyrir tveimur árum var hætt að taka nýnema í neðri bekkina, og útskrifast því síðustu stúdentamir úr Samvinnuskólanum á næsta ári. í haust hefja nemendur nám í tveimur deildum. 20 verða í frum- greinadeild, sem er eins árs undir- búningsnám fyrir þá, sem ekki eru stúdentar af viðskipta- eða hag- fræðibrautum. Hins vegar munu 35 eða 36 fara beint í nám í al- mennri rekstrarfræði, sem gert er ráð fyrir að taki tvö ár. Það nám verður unnt að fá metið sem fyrri hluta B.A. eða B.S. prófs í rekstr- arfræði. Ekki var áætlað að veita svo mörgum skólavist, en mun fleiri umsóknir bárust heldur en gert var ráð fyrir í upphafi. Þrátt fyrir þessa fjölgun varð þriðjungur umsækjenda frá að hverfa. Jón Sigurðsson, skólastóri Sam- vinnuskólans sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessar breyting- ar væru forsenda þess, að skólinn gæti áfram gegnt hlutverki sínu. „Við gerðum okkur grein fyrir því, að það nám sem við buðum upp á var ekki lengur fullnægj- andi undirbúningur fyrir atvinn- ulífíð," sagði Jón. „Ég verð vissu- lega var við að mörgum er eftirsjá í gamla Samvinnuskólanum. Hann hefur verið eftirsóttur heimavist- arskóli og þar skapaðist mjög upp- byggilegur andi,“ bætti hann við. „Félagslífíð mun að sjálfsögðu breytast nokkuð, því nemendur skólans verða eldri en verið hefur. En áfram verður rík áhersla lögð á félagsmálastarf og ég er viss um að okkur mun takast að við- halda þessum góða anda.“ o INNLENT Fundur Flugleiða o g flugliða í dag YFIRMENN Flugleiða og for- ystumenn Félags íslenskra at- vinnuflugmanna munu eiga með sér fund fyrir hádegið í dag, þar sem rætt verður um vinnufyrirkomulag. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að um eiginlegan samningafund gæti ekki verið að ræða, þar sem kjarasamningar þessara aðila hefðu verið fram- lengdir fram í apríl á næsta ári með bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar. Hann sagði að flug hefði verið með eðlilegum hætti undan- farið og ekki væri að merkja að neinar aðgerðir væru í gangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.