Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Glæsilegt endurkjör Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hlaut glæsi- legt endurkjör í kosningunum á laugardag. Tæplega 93% þeirra, sem gengu að kjörborðinu veittu henni stuðning. Slíkur árangur í lýðræðislegum kosningum er hvarvetna talinn með eindæmum. Til forsetakosninga nú var stofnað með sérstæðum hætti. í fyrsta sinn síðan þetta æðsta embætti þjóðarinnar varð til með lýðveldisstjómarskránni sem sett var 1944 var boðið fram gegn sitjandi forseta, það er forseta sem situr í embætti og hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs. Fyrstu almennu for- setakosningamar vom sumarið 1952, þegar þrír frambjóðendur voru í kjöri. Þá var Ásgeir Ás- geirsson hlutskarpastur og sat í embætti til 1968. Þá kepptu tveir um embættið og Kristján Eldjám náði kjöri. Hann sat til 1980, þegar Vigdís Finnbogadóttir sigr- aði þijá keppinauta sína. Þá hlaut hún stuðning 43.611 kjósenda, sem var 33,8% atkvæða, en sá sem kom næstur henni, Guðlaug- ur Þorvaldsson, fékk 41.700 at- kvæði eða 32,3% atkvæða. Það var sem sagt mjótt á munum. 1984 rann fyrsta kjörtímabil Vigdísar út en hún bauð sig fram að nýju og var sjálfkjörin. Það er sem sé í upphafi þriðja kjörtímabilsins, sem Sigrún Þor- steinsdóttir ákvað að bjóða sig fram til forseta gegn Vigdísi Finnbogadóttur. Sigrún hafði ekki erindi sem erfiði. 117.292 (92,7%) studdu Vigdísi Finn- bogadóttur en 6.712 (5,3%) Sig- rúnu Þorsteinsdóttur. Morgunblaðið lýsti þeirri skoð- un fyrir forsetakosningamar, að það væri fráleitt að efna til óvina- fagnaðar milii löggjafarvalds, framkvæmdavalds og forseta- embættis með því að vísa við- kvæmustu málum einlægt til þjóðarinnar eins og stuðnings- menn Sigrúnar Þorsteinsdóttur boðuðu og þá yrði Alþingi a.m.k. áður að marka forsetaembættinu annan bás en upphaflega var gert. Jafnframt lýsti blaðið yfir trausti á stjómarathafnir forset- ans þann tíma sem hún hefur setið í embætti. Atkvæðatölumar sýna, að aldrei var nein spurning um það, hvort Vigdís Finnbogadóttir næði endurkjöri eða ekki. Með vísan til þess þarf ekki að koma á óvart, að þátttaka í kosningunum . (72,4%) var minni en þegar bar- ist er með öðrum hætti og á öðr- um forsendum en gert var að þessu sinni. Hvað sem þessu líður kann framboð Sigrúnar Þor- steinsdóttur að bijóta ísinn, ef þannig mætti orða það, það er að segja verða upphaf þess að sitjandi forseti geti vænst þess að fá alvöru keppinaut um emb- ættið jafnvel þótt hann hafí ekki setið í því nema eitt kjörtímabil. Forseti íslands er sameining- artákn. Eftir kosningamar á laugardag þarf enginn að fara í grafgötur um að Vigdís Finn- bogadóttir er tákn um slíka sam- einingu íslensku þjóðarinnar bæði inn á við og út á við. Þjóðin hef- ur sýnt, að hún kann að meta átta ára störf hennar sem for- seti. Kosningar eins og þær sem fóm fram á laugardaginn hefðu getað farið þannig, að sitjandi forseti kæmi frá þeim með svo lítinn meirihluta fólks á bak við sig, að það gerði honum erfítt að rækja starf sitt sem skyldi. Til að tryggja forseta íslands þá stöðu að vera hafinn yfír flokk- aríg og hvunndagsdeilur þjóðmál- anna kann að vera nauðsynlegt að huga að reglunum um kjör hans. I fyrsta lagi voru ákvæðin um §ölda meðmælenda við for- setaframbjóðanda sett þegar þjóðin var helmingi fámennari en nú. í öðm lagi var athyglisvert að heyra Vigdísi Finnbogadóttur lýsa þeirri skoðun að kvöldi kjör- dags, að henni þætti koma til álita að setja reglur sem tryggðu að forseti íslands nyti ávallt stuðnings meirihluta kjósenda og yrði þá kosið í tveimur umferðum, ef nauðsyn krefðist. Lýðveldisstjómarskráin var sett við sérstakar aðstæður. Allt frá því hún var samþykkt hefur verið rætt um að hana ætti að endurskoða. Er það mál nær stöð- ugt í höndum nefnda á vegum þings og ríkisstjómar. Ef til vill verða forsetakosningamar nú til þess að blása nýju lífí í umræður um stjómarskrármálið, því að ákvæðunum um kjör forseta verður aðeins breytt, ef hróflað er við ákvæðum stjómarskrárinn- ar. Þeir sem sóttu gegn Vigdísi Finnbogadóttur að þessu sinni vildu auka vald forseta íslands og gagnrýndu forseta fyrir að hafa ekki sagt Alþingi og ríkis- stjóm stríð á hendur í viðkvæm- um málum. Verður að telja að þessum málstað hafí verið hafnað með eftirminnilegum hætti í for- setakosningunum. Þorri lands- manna vottaði frú Vigdísi Finn- bogadóttur forseta íslands traust fyrir það hvemig hún hefur hald- ið á málum. Hún fékk óskorað umboð til að halda áfram á sömu braut. Morgunblaðið ámar frú Vigdísi finnbogadóttur heilla og óskar henni til hamingju með glæsilegt endurkjor. Forsetakosningarnar: Vigdís Finnbogadí endurkjörin með 92 VIGDÍS Finnbogadóttir forseti vann yfirburðasigur í forseta- kosningunum á laugardag. Vigdís fékk 117.292 atkvæði eða 92,7%, en Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir 6.712 atkvæði, 5,3%. Alls greiddu 126.535 manns at- kvæði í kosningunum, en á kjör- skrá voru 174.762. Kjörsókn var því 72,4%. Þetta er miklu minni kjörsókn en í forsetakosningun- um árið 1980, en þá var hún 90,5%. Þetta er jafnframt minnsta kjörsókn í almennum kosningum síðan árið 1933. Vigdís hlaut besta kosningu á Norðurlandi eystra, þar sem hún fékk 94,2% atkvæða, en lægst hlut- fall í Reykjavík, 92,3%. Sigrún fékk mest fylgi á Norðurlandi vestra, 6,1% en minnst á Norðurlandi eystra, 4,2%. Auðir og ógildir seðlar voru 2.531 eða um 2%. Þetta er óvenju liátt hlutfall, til dæmis voru auð og ógild atkvæði aðeins hálft fíorða hundrað árið 1980. Best kjörsókn var á Vesturlandi Morgunbiaðíð/ói.K.M. og Suðurlandi, um 74,5% í báðum Frá kjörstað á laugardag. Kalsaveður var um landið vestan- og sunna- kjördæmunum. Dræmust var kjör- vert á kjördag, en breiskjuhiti á Austurlandi og léttskýjað fyrir norðan. sóknin hins vegar í Reykjavík og á Norðurlandi vestra, en þar var kjör- sókn 71,5%. Ef miðað er við fjölda atkvæðis- bærra manna hlaut Vigdís atkvæði 67,1% þeirra sem eru á kjörskrá, Sigrún Þorsteinsdóttir 3,8% en 28% kusu ekki. Ef sömu forsendur eru lagðar til grundvallar fékk herra Ásgeir Ásgeirsson atkvæði 46,7% þeirra sem kusu árið 1952 eða 38% atkvæðisbærra manna, herra Kristján Eldjám atkvæði 65% kjós- enda árið 1968 eða 60% atkvæðis- bærra manna og frú Vigdís 33,6% atkvæða árið 1980 eða 30,4% at- kvæðisbærra manna. Kosningaúrslitin og kjörsókn Á laugardag höföu 174.732 íslendlngar atkvæöisrétt og 126.535, eöa 72% nýttu sér hann. Vigdis Finnbogadóttir hlaut 117.292 atkvæöi en Sigrún Þorsteinsdóttir 6712. Auö og ógild atkvæöi voru 2531. Kusu ekki 27,6% _ Auð/ógild 1,45%. Sigrún - 3,84% Auð/ógild 2,0%_ Sigrún- 5,3% Niðurstaðan ef taldir eru allir atkvæðisbærir Úrslit kosninganna, þeir sem kusu Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti: „Þakklát fyrir þessa trau stsyfirlýsingii ‘ ‘ FRÚ^ Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki ræða niður- stöður kosninganna á laugardag, sem forseti þjóðarinnar er gætti hlutleysis í hvívetna. „Ég á ekki önnur orð en þau að ég er djúpt snortin og afar þakklát fyrir þessa traustsyfirlýsingu, sem niðurstaða kosninganna sýnir,“ sagði frú Vigdís. Vigdís hefur lýst þeirri skoðun sinni að hún telji æskilegt að for- seti hafí jafnan meirihluta þjóðar- innar á bak við sig. Því væri eðli- legt að tvær umferðir færu fram í forsetakosningum ef fleiri en tveir byðu sig fram. Aðspurð um þetta sagði frú Vigdís: „Það er augljóst að fyrir forseta væri allar stundir mikill styrkur af því að vita af meirihluta þjóðarinn- ar sér að baki. Forseti er sameining- artákn sem gætir hlutleysis and- spænis allri þjóðinni og það er af hinu góða að þegnamir geti búið við þá vissu að þarna fari maður sem meir en helmingur þjóðarinnar treystir í hvívetna, fulltrúi hennar sem hægt er að leita til með alla hluti og dæmir ekki.“ Starfsfólk á skrifstofum stuðningsmanna frú Vigdísar og velunnarar voru á Bessastöðum á kosninganóttina. Hér safnast gestir saman við sjónvarpsskjáinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.