Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 27 Forseti Islands heim- sækir Þýskaland FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, hefur þegið boð dr. Richard von Weizacker, forseta Sambandslýðveldisins Þýska- lands, um að koma í opinbera heimsókn dagana 3.— 9. júlí n.k. í fylgd með forseta íslands verða Steingrímur Hermannsson, ut- anrikisráðherra og Edda Guð- mundsdóttir, Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri og Ragnheiður Hafstein, Kornelíus Sigmunds- son, forsetaritari og Inga Her- steinsdóttir. Tekið verður á móti forseta og fylgdarliði á Köln/Bonn flugvelli og þaðan flogið með þyrlum til gesta- bústaðar þýsku ríkisstjórnarinnar. Daginn eftir verður viðhafnarmót- taka við embættisbústað Þýska- landsforseta í Bonn og að því loknu leggur forseti íslands blómsveig á minnisvarða um fómarlömb styij- alda. Að lokinni móttöku hjá borg- arstjóranum í Bonn skoðar forset- inn hús það sem Beethoven fæddist í. Þá mun foreti heimsækja þýska sambandsþingið og hitta þar að máli dr. Philipp Jenninger, þingfor- seta. Þriðjudaginn 5. júlí hittir forseti Islands dr. Helmut Kohl, kanslara, og snæðir hádegisverð í boði hans. Að því loknu heimsækir forseti iðn- aðar— og verslunarráð Þýskalands, en þar mun Steingrímur Hermanns- son utanríkisráðherra, halda fyrir- Iestur um viðskipti landanna. Síðdegis verður haldið til Kölnar þar sem skoðuð verður glerlistasýn- ing og farið að gröf Jons Sveinssn- ar, Nonna. Um kvöldið tekur for- seti á móti íslendingum búsettum í Vestur—Þýskalandi. Að morgni 6.maí verður flogið til Berlínar en þar tekur borgar- stjóri á móti forseta. Skoðuð verða söfn og forseti mun sitja hádegis- verðarboð borgarstjóra í Charlott- enborgarhöll. Um kvöldið verður síðan farið í leikhús. Daginn eftir liggur leiðin til Frankfurt þar sem varaforseti Hessen—ríkis tekur á móti forseta. I hádeginu tekur forsetinn síðan þátt í móttöku Útflutningsráðs ís- lands og íslenskra fyrirtækja fyrir þýska viðskiptavini. Þar verður íslenskur matur á bostólum og kynning á íslenskum vörum og ís- landi sem ferðamannalandi. Til Hamborgar verður haldið að morgni föstudagsins 8.júlí þar sem borgarstjórinn tekur á móti forset- anum og þar verður aftur efnt til. móttöku á vegum Útflutningsráðs og íslenskra fyrirtækja. Síðdegis verður forsetinn síðan viðstaddur landsleik íslands og Vestur— Þýskalands í handknattleik. Að morgni laugardagsins 9. júlí mun forseti taka þátt í umræðu- fundi um bókmenntir, kvikmyndir og leiklist í Kaþólsku Akademíunni í Hamborg, en auk forseta munu taka þátt þekktir íslenskir og þý- skir leikstjórar. Forseti mun síðan fara í skoðunarferð um borgina og að síðustu hitta íslendinga búsetta í Norður—Þýskalandi í boði íslend- ingafélagsins í Hamborg. Með í ferðinni verður íslenskur blásarakvintett og mun hann leika í ráðhúsinu í Bonn, móttöku forseta fyrir íslendjnga í Bad Godesberg, móttökum Útflutningsráðs f Frank- furt og Hamborg, auk þess sem hann mun halda tónleika í Berlín og Hamborg. (Úr fréttatilkynningTi.) Frá sumartónleikunum í fyrra: Michael Shelton og Helga Ingólfsdóttir leika i Skálholtskirkju. Fjórtándu sumartón- leikarnír í Skálholti Nýtt kórverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson frumflutt ÁRLEGIR sumartónleikar í Skálholtskirkju verða haldnir fjórar helgar í júlí og ágúst. Þetta eru fjórtándu sumartónleikarnir og hefjast þeir laugardaginn 2. júlí en lýkur um verslunarmannahelg- ina. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öilum heimiU. Að sögn forsvarsmanna sumar- tónleikanna verða alls haldnir þrettán tónleikar með átta mismun- andi dagskrám. Á laugardögum eru haldnir tvennir tónleikar kl. 15 og 17 en á sunnudögum eru seinni tónleikar laugardagsins endurtekn- ir kl. 15. Tónlist af efnisskrá helgar- innar er einnig flutt við messu á sunnudögum kl. 17. Sú hefð hefur skapast að tónlist- armenn æfa saman f Skálholti f viku fyrir hveija tónleika. Lögð er sérstök rækt við samleik og sam- vinnu við tónskáld þegar því er að skipta. Tónlistin ómar því í Skál- holtskirkju allan þann mánuð sem hátíðin stendur og hefur undanfarin ár vakið athygli þess fjölda ferða- manna sem á sumardegi heimsækir Skálholt. Flutningur barokktónlistar hefur Sameining allra hreppa í eitt sveitarfélag felld SAMEINING allra hreppa Dala- sýslu f eitt sveitarfélag náði ekki fram að ganga f almennum kosn- ingum, sem fram fóru samhliða forsetakosningunum um helgina. Þrfr hreppar, Laxárdalshreppur, Hvammssveit og Fellsstranda- hreppur samþykktu sameining- una, en fimm hreppar, Hörðu- dals-, Miðdala-, Haukadals-, Skarðs-, og Saurbæjarhreppur voru á móti. Samtals voru 707 á kjörskrá og 586 greiddu atkvæði eða 82,9%. 320 sögðu já eða 54,14% þeirra sem atkvæði greiddu, en á móti voru 256 eða 43,7%. Tólf seðlar voru auðir og ógildir. í hveijum hreppi fyrir sig féllu atkvæði þannig að í Hörðudalshrepp voru 21 á móti sameiningu en 10 með. Á kjörskrá voru 35 og 31 greiddi atkvæði. í Miðdalahrepp voru 46 á móti sameiningu en 26 með og 3 atkvæði voru ógild. Á kjörskrá voru 99 og 75 greiddu atkvæði. í Haukadalshrepp voru 42 á kjörskrá og 37 greiddu atkvæði. 20 voru á móti sameiningu en 17 meðmæltir henni. í Laxárdalshrepp voru 278 á kjörskrá og greiddu 230 atkvæði. 193 voru með sameiningu, 31 á móti og sex seðlar ógildir. I Hvamms- sveit voru 69 á kjörskrá og greiddu 58 atkvæði. 31 voru með sameiningu og 27 á móti. f Fellsstrandahrepp voru 66 á kjörskrá og greiddu 57 atkvæði. Sameiningin var naumlega samþykkt með 29 atkvæðum gegn 28.1 Skarðshrepp voru 37 á kjörskrá og 33 sem greiddu atkvæði. 6 voru með sameiningu og 26 á móti og einn seðill ógildur. 81 voru á kjör- skrá í Saurbæjarhrepp og 65 greiddu atkvæði. Átta voru með sameiningu, 57 á móti og 2 seðlar ógildir. DALASYSLA: Hreppar og fjöldi íbúa, l.des. 1987 Morgunblaðið/ GÓI Skynsamleg rök hafa orðið að víkja „Á vissan hátt harmar maður þessa niðurstöðu. Ég hef stutt sam- einingu af því að ég tel að hún sé eitt af okkar stærstu framfaramál- um, ef litið er til íbúaþróunar undan- farinna ára og ástandsins í atvinnu- málum. Það verður að viðurkennast að í þessu máli hafi tilfinningar ver- ið Iátnar ráða ferðinni og skynsamleg rök orðið að víkja," sagði Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti í Laxár- dalshrepp, þar sem Búðardalur er, í samtali við Morgunblaðið um þessa niðurstöðu. Hann sagði að sfðustu tvo til þijá dagana fyrir kosningamar hefði tek- ist að búa til grýlu úr þéttbýlinu. Það væri sérstök ástæða til þess að harma það, þar sem það væri út í hött að skilja þannig á milli ibúa á þessu svæði. Hann sagðist vonast til að viðræður hæfust á næstunni milli þeirra þriggja sveitarfélaga sem samþykktu sameininguna, en of snemmt væri að fullyrða hvort af sameingu þeirra yrði. „Við erum tilbúnir til þess að bíða eftir þeim sem börðust á móti sam- einingunni og íbúar Laxárdalshrepps eru tilbúnir til þess að gera hvað sem er til þess að styrkja byggð í Dala- sýslu. Rökin fyrir sameiningu eru áfram fyrir hendi. Til dæmis stendur smæð sveitarfélagana í vegi fyrir verkefnatilfærslu frá rikinu og spumingin stendur um það hvenær menn eru tilbúnir til þess að laga sig að nýjum og breyttum tímum," sagði Sigurður ennfremur. Fólk ekki tilbúið í svo miklar breytingar „Ég hef ekki verið talsmaður sam- einingar hreppanna að sinni, þar sem ég tel hana ekki tímabæra og hefði verið ánægðastur með ef atkvæða- greiðslunni hefði verið frestað," sagði Kristján Sæmundsson, hrepsstjóri að Neðri-Brunná í Saurbæjarhreppi f samtali við Morgunblaðið. „Að mínu áliti var fólk ekki tilbúið til að gera svona miklar breytingar af því það lágu ekki fyrir neinir ótvíræðir kost- ir sameiningar, sem hægt var að benda á,“ sagði hann ennfremur. Varðandi það atriði að sveitarfé- lögin væru of smá til þess að geta tekið við verkefnum frá ríkinu, sagði Krisfján að það atriði hefði verið í umræðunni nokkuð lengi. Ýtt hefði verið undir það að flytja verkefni, en ekki hefði verið eins öruggt með tekjumar sem ættu að koma á móti til sveitarfélaganna. „Ég á alveg eins von á því að það geti komið til sam- einingar hreppanna í framtíðinni, en það er háð því hvort byggðaþróun verður með sama hætti og verið hef- ur. En þá er æskilegast að fara sér hægar og ná góðri samstöðu um breytingar áður en efnt er til at- kvæðagreiðslu," sagði Kristján að lokum. frá upphafi verið í öndvegi og hefur á sfðustu árum myndast vísir að kammersveit þar sem allir meðlimir leika á barokkhljóðfæri. Þau em nokkuð frábmgðin nútímahljóð- fæmm bæði hvað varðar leikmáta og túlkunarmöguleika. Ásamt barokktónlist skipar fslensk samtímatónlist stóran sess í_ efnisskrá sumartónleikanna. Árlega er íslenskt tónskáld kynnt sérstaklega. Tónleikamir helgina 9,—10. júlí verða tileinkaðir Þorkatli Sigur- bjömssyni í tilefni af fímmtugs- afmæli hans. Um þessar mundir er tónskáldið að leggja síðustu hönd á nýtt kórverk sem frumflutt verður af sönghópnum Hljómeyki. Nokkrir hljóðfæraleikarar koma gagngert að utan til þess að leika í Skálholti. Það em þau: Josef Ka- Cheung-Fung gítarleikari og tón- skáld, Manuela Wiesler flautuleik- ari, Éinar Grétar Sveinbjömsson fíðluleikari og Ann Wallström en hún hefur sérhæft sig í leik á barokkfíðlu. Auk þeirra tekur fjöldi íslenskra söngvara og hljóðfæra- leikara þátt í hátíðinni. Jafnframt tónleikahaldi verður haldið námskeið í túlkun barokktón- listar vikuna 18.—23. júlf. Leið- beinendur yerða Ann Wallström barokkfíðluleikari og Helga Ingólfs- dóttir semballeikari. Sumartónleikamir í Skálholti em styrktir af Menntamálaráðuneyt- inu, Menningarsjóði Sambandsins og þjóðkirkjunni. Auk þess hafa mörg fyrirtæki veitt hátíðinni stuðning. Mynduð hafa verið sam- tök til styrktar sumartónleikunum og nefnast þau Collegium Musicum. (Úr fréttatilkynningu.) Félagsvísinda deild HÍ: Skipaður lektor í að- ferðafræði Menntamálaráðherra hefur skipað dr. Þorlák Karlsson lektor í aðferðafræði við Félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Þorlákur hafði áður fengið bestu með- mæli dómnefndar um hæfni um- sækjenda um stöðuna og meiri- hlutastuðning á deildarfundi i Félagsvísindadeild. Fimm sóttu um lektorsstöðuna, og var dr. Þorlákur dæmdur þeirra hæfastur til að gegna henni. Á fundi í Félagsvísindadeild fékk Þorlákur 14 atkvæði af sextán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.