Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 52 Minning: Prófessor Pálmi Möller tannlæknir Fæddur 4. nóvember 1922 Dáinn 19. júní 1988 Hinn 19. júní lést í Birmingham, Alabama í Bandaríkjunum dr. Pálmi Möller. Pálmi heitinn var fæddur á Sauðárkróki 4. nóvember árið 1922, sonur Jóhanns Georgs Möllers verslunarstjóra og konu hans, Þor- bjargar Pálmadóttur. Pálmi var yngstur 11 systkina, sem öll eru látin utan ein systir, frú Þorbjörg Möller Leifs, er nú má sjá á eftir iitla bróður. Stúdentsprófí lauk Pálmi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Hann nam síðan efnafræði við Há- skóla íslands 1944, en hélt að því búnu til Boston í Bandaríkjunum, og lauk kanadidatsprófí í tannlækn- ingum árið 1948 frá Tufts Univers- itý. Sama ár fékk hann tannlækn- ingale)rfí á íslandi og starfrækti tannlæknastofu í Þingholtsstræti 11 í Reykjavík til ársins 1958. Að áeggjan fyrrverandi kennara síns og góðs vinar, Joe Volkers, hleypti Pálmi þá enn heimdragan- um og hélt utan til Bandarílq'anna . á ný, að þessu sinni til Birmingham 1 í Alabama. Þar gerðist hann kenn- ari og lauk sérfræðinámi í tann- og munngervalækningum og mast- ers-prófi í tannlækningum. Upp frá þvi starfaði Pálmi við tannlæknahá- skólann í Alabama, sem prófessor, seinustu árin sem yfirmaður (chair- man) sinnar deildar innan skólans. Auk kennslustarfa stundaði Pálmi viðamiklar rannsóknir í tann- læknisfræðum á útbreiðslu og tíðni munnsjúkdóma á Islandi og fýrir- byggjandi aðferðum gegn tannsjúk- dómum. Pálmi varð fyrstur íslenskra tannlækna til þess að hljóta dokt- orsnafnbót frá Háskóla íslands 1971. Hann hlaut m.a. „Research Care- er Development Award" árið 1966, (sem er fímm ára styrkur til vísinda- \egra. rannsókna) frá „National Institute of Dental Research“ í Washington DC. Þá var hann kjör- inn heiðursfélagi Tannlæknafélags íslands árið 1982. Auk þessa hlaut hann Qölda annarra viðurkenninga, sem of langt yrði upp að telja. Pálmi hélt fjölda erinda á sínu fræðasviði víða um heim, og eftir hann liggja meðal annars merk vísindarit um munnsjúkdóma á ís- landi. Pálmi kvæntist árið 1945 Málfríði Óskarsdóttur (Döddu), dóttur Óskars Lárussonar skókaup- manns í Reykjavík og konu hans, Önnu Siguijónsdóttur. Þau hjónin eignuðust þijá mannvænlega syni, þá Pálma yngri, tölvufræðing, Óskar lækni og Jóhann, sem enn er námsmaður í foreldrahúsum. Pálmi var alla tíð sannur íslend- ingur í bestu merkingu þess orðs og bar jafnan hag lands og þjóðar fvrir brjósti. Rannsóknir hans bera Blómostofa Friöfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld tll kl. 22,- einnlg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. þessu órækt vitni. Löngu áður en menn hér voru í stakk búnir til slíkra hluta, beindi Pálmi því fé er honum hlotnaðist til vísindaiðkana heim til Islands, þar sem hann vissi af brýnni þörf. Hann valdi sér ís- lendinga að viðfangsefni, enda óumdeilanlega frumkvöðull í rann- sóknum á munn- og tannsjúk- dómum hér á landi. Þær rannsókn- ir sem hann ekki framkvæmdi sjálf- ur voru gerðar fyrir hans áeggjan og í samvinnu við hann. Hann hefði líka getað varið doktorsritgerð sína við aðra og frægari menntastofnan- ir en Háskóla íslands, en honum kom það aldrei til hugar, hann mat íslenska viðurkenningu meira en erlendar gráður. Pálmi var glaðlyndur, hann var gamansamur, hnyttinn í tilsvörum og kunni vel að gleðjast í góðra vina hópi. Hann var sannkallað prúðmenni og hækkaði sjaldan róm- inn, enda var yfírleitt á hann hlýtt. Hann var vel lesinn víðar en í tann- læknisfræðum og gat sagt listilega frá, enda ágætur fyrirlesari. Það mun rétt hermt, að Pálmi hafí verið hvers manns hugljúfí þeim er honum kynntust, enda get ég með sanni sagt að mér kemur hann gjaman í hug þá er ég heyri góðs manns getið. Maðurinn var þannig gerður að hann naut hvar- vetna trausts, virðingar og hylli þeirra er honum kynntust. Gilti þar einu hvort um var að ræða nemend- ur, samkennara eða aðra, háa jafnt sem lága. Ifyrir tilstilli Pálma hafa allmarg- ir íslenskir tannlæknar sótt fram- haldsmenntun til Alabama, raunar fleiri en til nokkurs annars háskóla. Alla slíka viðleitni studdi Pálmi með ráðum og dáð. Þama sem og ann- arsstaðar naut hann dyggilegs stuðnings konu sinnar, er síst latti til stórræðanna er Island og íslend- ingar áttu í hlut. Fundum okkar Pálma bar fyrst saman árið 1970 er Sigurður bróðir hans kynnti okkur. Eg var þá nýút- skrifaður tannlæknir, fysti til meira náms og frekari kynna af fræðun- um og heiminum. Pálmi ræddi við mig af sömu ljúfmennskunni og honum einum var lagið, enda fékk ég strax traust á manninum, sem ekki átti eftir að minnka við nánari kynni. Forlögin höguðu því síðan svo, að ári síðar tók Pálmi á móti okkur Gerði og dóttur okkar á fiugvellin- um í Birmingham. Upp frá því gengu þau Dadda og Pálmi okkur í foreldra stað þau tvö ár sem við áttum eftir að dvelja í borginni. Þau nutu þess að greiða úr hvers kyns flækjum, sem óhjákvæmilega koma upp hjá frumbýlingum við slíkar aðstæður og deildu með okkur sorg og gleði eins og beztu foreldrar. Heimilið þeirra fallega stóð ætíð opið, andrúmslofíð óþvingað, maður fann hvað maður var innilega vel- kominn, enda vissi dóttir mín engan skemmtilegri stað, og sannast þar málshátturinn að bragð er að þá bamið finnur. Mér er fullkunnugt um það, að saga okkar hjóna er ekkert eins- dæmi, því að ég veit að allar þeir íslendingar sem Ieitað hafa til náms við tannlæknaskólann í Alabama hafa sömu sögu að segja um ein- staka alúð og hjálpsemi þeirra Döddu og Pálma. Þeir eru því margir sem nú sakna vinar í stað, þótt söknuðurinn brenni sárast á ástvinum Pálma heitins. Það er þó huggun harmi gegn, að minningin um góðan dreng lifír, því eins og segir í Hávamálum: „Orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getur." Við sem þekkjum Pálma vitum líka, að sé líf að loknu þessu, þá hlýtur hann að eiga von góðrar heimkomu. Við Gerður vottum Döddu, son- um hennar og öðrum ástvinum okk- ar dýpstu samúð. Einar Ragnarsson Pálmi vinur minn er látinn. Með honum er fallinn í valinn einn mesti fræðimaður á sviði tannlækninga á íslandi. Við slík tímamót hvarflar hugur- inn ósjálfrátt til löngu liðinna ára og atburða sem urðu til þess að tengja okkur óijúfanlegum vináttu- böndum í yfír 40 ár. Leiðir okkar Pálma lágu fyrst saman fyrir röskum 40 árum, þegar við báðir sem ungir menn lögðum land undir fót til að sinna því starfs- sviði sem við höfum síðan helgað krafta okkar, tannlækningum; ég árið 1939 og Pálmi árið 1944. Leið- ir okkar beggja lágu til Tufts Uni- versity School of Dental Medicine í Boston, Mass. í Bandaríkjunum, þaðan sem við útskrifuðumst í tann- lækningum, — ég árið 1944 og Pálmi árið 1948. En „Römm er sú taug er rekka dregur, föðurhúsa til.“ Hversu oft er ekki vitnað til þessara orða þeg- ar heimahagatryggð er til umfjöll- unar? Enda snerum við Pálmi báðir heim til gamla Fróns að námi loknu, Pálmi strax eftir útskrift sína, en ég eftir að hafa starfað við tann- lækningar í Boston í um tveggja ára skeið. A þessum tíma þar vestra tókst með okkur sá perluvinskapur sem átti eftir að standa allt til þess dags er „maðurinn með ljáinn" knúði dyra hjá vininum. Því tók ég Pálma opnum örmum við heimkomu hans og hóf hann þá störf hjá mér á tannlækninga- stofu minni í húsi Kristjáns heitins augnlæknis í Pósthússtræti 17 í Reykjavík, þar sem við unnum hlið við hlið í um tveggja ára skeið. Dugnaður og elja einkenndu allt það sem hann tók sér fyrir hendur og þar kom að hann opnaði sjálfur sína eigin tannlækningastofu í Þingholtsstræti í Reykjavík árið 1950. Árið 1958 urðu mikil tíma- mót í lífí Pálma vinar, þegar hann tók sig upp og sneri aftur til Banda- ríkjanna með fjölskyldu sinni, þar sem „gullna tækifærið" beið hans. Tækifæri sem hann svo réttilega greip — þegar fyrrverandi skóla- stjóri hans við Tufts University School of Dental Medicine í Boston, Joseph F. Volker, bauð honum stöðu við nýstofnaðan tannlækna- skóla háskólans í Birmingham, Alabama, í Bandaríkjunum. Með stakri prýði — eins og hans var von og vísa — vann hann sig þar upp í prófessorsstöðu sem hann svo gegndi allt til dauðadags. Eg hef ávallt glaðst yfir dugnaði og frama þessa vinar míns og harm- aði því ekki brottflutning hans frá landinu kalda — ég harma aðeins að samverustundir okkar voru ekki eins margar og ég hefði kosið og að þær verða ekki fleiri — ekki í þessu lífí. Ég og fjölskylda mín vottum Döddu okkar, strákunum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Fari bróðir og vinur vel. Jón Kristinn Hafstein Hinn 19. þessa mánaðar fengum við þá sorgarfregn að Pálmi Möller væri látinn. Enda þótt hann hafi í allmörg ár ekki gengið heill til skóg- ar stundaði hann vinnu sína af full- um krafti. Þrátt fyrir vitneskju um þetta var okkur óþægilega brugðið. Við kynntumst Pálma fyrir nokkrum árum er við dvöldumst í Birmingham við nám. Pálmi og Dadda, kona hans, tóku okkur strax á fyrsta degi svo vel að það var sem um náin skyldmenni væri að ræða. Þau áttu mjög fallegt íslenskt heim- ili í Birmingham. Heimili er alltaf var til staðar líkt og klettur í haf- inu. Þama eignuðust böm okkar afa og ömmu i Ameríku. Ég var svo lánsamur að fá tækifæri til að kenna með Pálma og var sérlega ánægjulegt að sjá hve gott lag hann hafði á að laða það besta fram hjá stúdentunum. Hann var mjög ást- sæll af nemunum og var margoft kjörinn besti kliniski kennarinn, nú síðast í vor. Veit ég að honum þótti ákaflega vænt um þessar viður- kenningar og er ég ekki frá því að af öllum þeim mörgu viðurkenning- um sem hann hlaut um ævina, hafi honum þótt vænst um þessar. Við áttum margar ánægjustundir með þeim hjónum og bömum þeirra og var Pálmi ætíð hrókur alls fagnað- ar. Hann var ákaflega lífsglaður maður og oft átti hann til að segja: „Er ekki gaman að lifa?“ Við vottum Döddu, Pálma og Stephanie og afa- og ömmubarninu Þorbjörgu, ásamt Jóhanni ogOskari innilegustu samúðarkveðjur og þökkum vináttu liðinna ára. Kristín og Jens Einn veikleiki okkar mannanna er að fyllast gremju, sárindum og jafnvel reiði, þegar einhver sem manni þykir vænt um er burt kvaddur úr heimi hér. Við segjum sem svo: Við áttum eftir að gera svo margt, spjalla svo margt, hlæja og gleðjast yfir svo mörgu, hjálpa hvort öðru með svo margt. Við héldum að við hefðum nægan tíma til alls þessa. Af hveiju vorum við ekki búin að gera eitt og annað sem við höfð- um áformað? Það er erfítt að sætta sig við að tíminn er aldrei nægur, augnablikin eru aldrei nógu mörg, samveru- stundimar alltof fáar. Og fyrr en varir er tíminn útrunninn, tímaglas- ið tómt og því verður ekki aftur snúið. Það sem eitt sinn var ætlun- in, verður aldrei gert, það sem varð verður að minningum. Já, okkur em gefnar minningar til að komast yfír söknuð okkar og eftirsjá. Og minningarnar em eitt það dýrmætasta sem við eigum. Nú er vinur okkar Pálmi Möller allur. Hans tímaglas hefur mnnið sitt skeið en í okkar hug skilur hann eftir góðar og skemmtilegar minn- ingar. Því er það að maður kemst yfír gremju sína og reiði og gleðst yfír því að hafa fengið að kynnast manni eins og Pálma Möller, að hafa eign- ast vin eins og Pálma Möller. Kynni okkar hófust í flugstöðinni í Birmingham-borg í Alabama-fylki í Bandaríkjum N-Ameríku árið 1980. Hann var þar einu sinni sem oftar að taka á móti starfsbróður sínum frá Islandi og leiða hann fyrstu sporin í ókunnu landi, til frekari fróðleiks í starfsgrein sinni. Ég stóð í mannhafinu í flugstöð- inni ásamt fjölskyldu minni og ég vissi ekki einu sinni hvernig íslenski prófessorinn, sem hafði hjálpað mér til að komast á þennan stað, leit út! Þá vindur sér að mér maður, myndarlegur, með sterka andlits- drætti, grannur, með sérstaklega Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinðfnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður vel tamið hár og segir á ástkæra ylhýra málinu: Þú hlýtur að vera þessi Siguijón, það eru engir nema Islendingar með svona margar töskur! Frá þeirri stundu vissi ég að ferð mín og dvöl á þessum stað yrði ekki bara faglega árangursrík held- ur einnig ánægjuleg og skemmtileg. Sú varð raunin. Það segir meira en mörg orð, að á annan tug íslenskra tannlækna hefur farið og leitað sér fróðleiks og menntunar við háskólann í Birm- ingham. Allir vita hveijum það var að þakka. Hann opnaði íslenskum tannlæknum dyr að menntun sem íslensk tannlæknastétt býr að í dag og vonandi lengi enn. Það er á eng- an hallað þó ég segi að ásamt pró- fessor Jóni Sigtryggssyni hafí Pálmi Möller verið faðir íslenskrar tann- læknastéttar eins og við faglega þekkjum hana. Nú, er leiðir okkar Pálma skiljast um sinn, koma upp í hugann minn- ingar og minningabrot frá veru okkar hjóna í heimaborg hans, Birmingham. Þegar litið er til baka, fínnst mér hreint ótrúlegt hversu vel ég kynntist Pálma á þessu eina ári sem ég og fjölskylda mín dvöld- um þar. Eg held að ekki hafí sólin oft gengið til viðar án þess að við hittumst. Margan sunnudaginn og mörg kvöldin var heimili þeirra Pálma og Döddu okkar annað heim- ili. Hjálpsemi hans og góðlátlegt glens breytti erfiðum hjöllum í skemmtileg viðfangsefni. Tök hans á tungu engilsaxa voru slík að jafn- vel innfæddir leituðu ráða um rétt málfar í ritgerðum sínum, hvað þá við, námsfólkið af klakanum. Ekki kom þessi kunnátta hans þó niður á lýtalausri íslensku sem töluð var á heimili þeirra. Ekki voru það bara við landar hans sem nutum ljúfmennsku hans og alþýðlegs viðmóts. Sem prófess- or og yfírmaður deildar í háskólan- um í Birmingham hafði hann mikil og góð samskipti við nemendur sína. Allir vita að umsögn nemenda um kennara sína er einhver harð- asti dómur sem þekkist. En það er ekkert oflof að segja frá því að Pálmi Möller var einn vinsælasti kennari háskólans og naut virðingar bæði sem fagmaður og sem maður. Hér heima var hann brautryðj- andi á sviði tannlæknarannsókna. Sumum finnst líklega undarlegt að maður, sem ól mestallan sinn starfsaldur úti í hinum stóra heimi eigi allar þakkir skildar fyrir rann- sóknir á sviði tannlækninga á ís- landi. En okkur sem þekktum hann finnst það ekkert undarlegt, hvað þá að hann hafi verið fyrstur manna að veija doktorsritgerð á sviði tann- lækninga við Háskóla íslands. Svona var Pálmi. Hafí ég þekkt vin minn Pálma rétt finnst honum sjálfsagt nóg komið að sinni. Slík var hógværð hans. Við sendum Döddu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hennar er sorgin og eftirsjáin mest. Föður- missir er svo mikill missir að manni fínnst sem maður missi fótanna um stundarsakir. Skiptir þá ekki máli hversu fullorðinn maður telur sig vera. Megi sá sem öllu ræður styrkja syni þeirra Döddu og Pálma, Pálma yngri, Óskar og Jóhann, á þessum erfiðu tímamótum er leiðir skiljast. Það bar oft við í samskiptum okkar Pálma að ég var að gorta af fegurð og mikilleika Þingeyjar- sýslu. Alltaf játti Pálmi þessu með sinni alkunnu kurteisi en bætti jafn- an við með hógværð: „Hefurðu komið til Stykkishólms á góðum degi?“ Vonandi er bjart yfír Breiðafirði, nú er hann leggur upp héðan hinsta sinni í ferðina yfir móðuna miklu. Fari hann sæll og hvíli í friði. Siguijón Benediktsson tann- læknir og fjölskylda, Húsavík. Mikill höfðingi og stórbrotinn persónuleiki er horfinn okkur. f öll- um mannlegum samskiptum var Pálmi Möller svo sérstæður, að öll- um, börnum sem fullorðnum, hlaut að líða einstaklega vel í návist hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.