Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Skáldsagan Erlendar baekur Sigurlaugur Brynleifsson Milan Kundera: The Art of the Novel. Þýtt af Lindu Asher. Fab- er and Faber 1988. Greinamar í þessu greinasafni birtust í tímaritum og blöðum á árunum 1984 til 1987. Þær snerta allar skáldsöguna og skáldsöguritun og þann heim, sem höfundamir byggja, þá ekum heim 20. aldar. Kundera er Evrópumaður, nánar Mið-Evrópumaður. Heimur hans var menningarheimur Habsborgara- ríkisins, en þaðan komu flestir þeir höfundar sem settu saman merk- ustu skáldsögur 20. aldar og það er einkum um þá og verk þeirra sem Kundera fjallar í þessum greinum. Hann skrifar um skáldsöguna sem bergmál af hlátri Drottins, sbr. júðskan málshátt: Maðurinn hugsar, Guð hlær. „En af hveiju hlær Guð þegar hann sér manninn hugsa? Af því að maðurinn er aldrei sá, sem hann telur sig vera...“ Og Kund- era heldur áfram: „Cervantes varð fyrstur til þess ásamt Rabelais að skrifa hinar fyrstu evrópsku skáld- Milan Kundera sögur. Rabelais heyrði Guð hlæja og þá vissi hann að kveikja skáld- sögunnar var húmorinn. Rabelais notar orðið „agélaste" sem er dreg- ið af grísku orði, sem þýðir maður, sem hlær ekki, maður sem hefur enga kímnigáfu ... Enginn friður verður með höfundi skáldsögunnar og „angélastanum“, því að hann hefur aldrei heyrt Guð hlæja. „Agél- astinn" veit sannleikann, hann veit að allir menn hugsa eins og að þeir séu nákvæmlega það sem þeir álíta að þeir séu . ..“ Þessar setningar eru úr ræðu sem Kundera hélt við móttöku Jerúsalem-verðlaunanna, sem hann hélt vorið 1985 í Jerúsal- em og kallaði: Skáldsagan og Evr- ópa. Titill þessarar ræðu gæti allt eins verið titill þessa safns greina og rit- gerða. Kundera ræðir einnig í tilvit- naðri ræðu um hlut gyðinga í sam- þjóðlegri menningu Evrópu. ísrael er evrópskt menningarríki, þótt það liggi utan Evrópu. Gyðingar eiga drýgri þátt í menningarsögu Evrópu en margar Evrópuþjóðir og þegar talað er um evrópska menningu þá er hún einnig gyðingleg menning sem lifir í ísrael nútímans. Kundera vitnar í Husserl og Heid- egger um það, sem þeir nefna „die Lebenswelt", sem er að vera í heim- inum, hluti hans og líf hans sam- kvæmt Heidegger: „In-der-Welt- sein“. Þessi kennd breyttist við aukna sérhæfingu og þekkingu, „því meir sem maðurinn jók við þekkingu sína innan ákveðinna sér- sviði, því fjarlægari varð hann heims-heildinni og sjálfum sér og „gleymdi því að vera“ (Heidegger). Maðurinn er nú hlutur á valdi afla (tækni, stjómmálastefna og sögu)“. Kundera telur, að viðfangsefni Heideggers í „Sein und Zeit“ um innstu verund mannsins í tíma og heimi, hafí verið viðfangsefni skáld- sögunnar í Evrópu frá Rabelais og Cervantes — Gargantua og Pantagruel og Don Quixote og allt fram á vora daga. Skáldsagan er ekki aðeins lýsing raunveruleikans heldur lýsing verundar, lýsing þess sem gerlegt er fyrir manninn að reyna og vera. Kundera stiklar á helstu verkum bókmenntasögu Evr- ópu, en í þeim öllum er verundin aðalefnið, rannsókn tilverunnar, endalausir möguleikar mannsins og mannheima. Hinn svokallaði raun- veruleiki er skilinn á margvíslegan hátt og þrengstur verður hann í sósíalrealismanum, en verundin eins og Kundera skilur það hugtak, er inntak skáldsögunnar. Hann fjallar um verk Rabelais, Cervantes, Dide- rots, Flauberts, og einkum Musils, Brochs og Kafka og Haseks. „Svefngenglamir" eftir Broch verða honum tilefni til íhugana um það hmn gildanna sem er m.a. inntak verks Brochs, en það er hmn gild- anna og stöðlun mannanna sem ógnar menningunni og skáldsögunni nú á dögum, Kundera spyr: „Hvar em arftakar Octavio Paz eða René Char? Hvar em stórskáldin nú? Það er nokkur tími síðan fljótið, næturg- alinn og stígurinn yfír akrana hvarf úr meðvitundinni. Enginn tók eftir því þegar það gerðist. Ef menn hafa glatað hæfíleikanum til að þarfnast og njóta skáldskapar, tekur þá nokkur eftir því þegar skáldskapur- inn hverfur?" Kundera varð ekki vært í Tékkó- slóvakíu eftir atburðina 1968, hann settist að á Vesturlöndum. I ætt- landi hans lagðisT hin dauða hönd kommúnismans yfír þjóðina og lam- aði enn frekar en áður alla raun- vemlega vemnd og þar með allan skáldskap og listir. Það vom „angél- astamir" sem tóku völdin, þeir vissu og vita allt um þarfir og hegðun mannsins, þeir vita hver sannleikur- inn er og þar með hvert stefnir, þar er ein. átt, allt ákveðið fyrirfram, hin samfélagslega nauðsyn ríkir. Einkalíf er hættulegt samfélaginu og þessvegna verður ríkisvaldið að vita allt um hvern einstakling, ríkis- valdið verður „Kastali Kafka“, al- ræðisstjómin er óræð í augum þegn- anna en þegnamir gegnsæ fyrir- brigði, sem þjóna nauðsyninni. Stöðlunin er ekki lengur bundin við alræðisstjórnir, mildara og ísmeygi- legra forráðskerfi er þegar komið á í svonefndum lýðræðisríkjum. Áróð- ur og fjölmiðlar og fræðslukerfi, sem takmarkar sjálfsvitundina og AUMA - Augíýs & markaðsmál M. Steinakrýl er meira en venjuleg málning Steinakrýl hefur jafnlítið viðnám gegn rakastreymi og Steinvari 2000. Sé Steinakrýl sett á Vatnsvaraborinn flöt, fæst mjög góð vörn gegn slagregni. Steinakrýl hleypir raka í gegnum sig, tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. • Smýgur vel og bindur duftsmitandi fleti. • Hleypir raka úr steininum mjög auðveldlega í gegnum sig. • Þolir að málað sé við lágt hitastig. • Þolir regn fljótlega eftir málun. • Frábær viðloðun. • Mikið veðrunarþol. • Grunnun yfirleitt óþörf. • Sé grunnað með Vatnsvara, næst sambærileg vatnsheldni og með Steinvara 2000. Vandaðu valið og veldu útimálningu við hæfi. málning'f allt frumkvæði og innrætingar sam- félagslegan eða jarðligan skilning allra fyrirbrigða og útilokar skáld- skapinn verður grundvöllur skrif- ræðis og forráðshyggju. Smekkur lágkúrunnar mótar einstaklingana, „kitschið" eða flautirnar og sullum- bullið kemur í stað eiginlegs skáld- skapar og lista. Kundera skilgreinir hugtakið „kitsch" í orðalista 63ja orða, sem er m.a. ætlaður þýðendum skáldsagna hans, en hann gangrýn- ir ýmsa þýðendur sína, sem hann telur óvandaða og ónákvæma. Broch notar hugtakið „kitsch" um tilfínningavæmni þá og sjálfsunum sem var samfara blautlegri gervi- rómantík og almúga-smekk síðari hluta 19. aldar, einkanlega í þýska málheiminum. Kundera segir að í Prag hafi orðið verið notað sem andstæða sannrar listar. Þegar Kundera notar hugtakið í „Óbæri- legum léttleika tilverunnar" þá var það nýtt í frönskum málheimi, þar er andstæða sannrar listar, afþrey- ingarefni, skemmtiefni, sönn list og gervi- eða hermilist. Kundera notar hugtakið um það sem hann kallar gervi-tónlist og hermitónlist og nefnir Tsjajkovskíj, Rakhmanínov og Horowitz sem píanóleikara í því sambandi svo og um Hollywood „kvikmyndir, þar sem góð bók- menntaverk eru útþynnt og aukin tilfínningaslepju, sem ekki vottar fyrir í verkunum sjálfum. „Kitsch- andinn, sem mótar ýmis verk, sem eiga að teljast til nútíma-bók- mennta, vekur mér meiri og meiri leiða." Kitschið eða flautimar er ekki bundið gervi-listum og bókmennt- um, það blómstrar í stjórnmálum, þar ber það sína átakanlegustu og álappalegustu ávexti, í kauðalegri tjáningu og innantómu fjasi lág- menningar og lágkúrulegs almúga- smekks. Allar tilraunir til skýrrar tjáningar og vafningalausrar um- fjöllunar ná ekki lengur að ijúfa þann andlega þokuheim sem liggur yfir samfélaginu og gegnsýrir með- vitund háttvirtra kjósenda. Svo ekki sé minnst á flauta-flóðið sem rennur frá sálfræðingum, og þeim skara kennslufræðinga og uppeldisfræð- inga, félagsfræðinga og fóstra sem eru jafn óteljandi og eyjarnar á Breiðafirði og Vatnsdalshólar Þegar orðin sem enn eru notuð hafa glatað merkingu sinni þá verður kitschið ríkjandi í meðvitund og málheimi. Kundera kemur aftur og aftur að harmsögu þjóðar sinnar, sem er einnig harmsaga hluta þeirra Mið- Evrópu, þar sem var vettvangur merkustu rithöfunda og skálda heimsins, áður en veldi þursanna útrýmdi skáldskap og listum og drap skáldsöguna. Kundera rekur ástæðurnar fyrir því, að skáldsagan er dauðadæmd í „alþýðuríkjunum". Skáldsagan þrífst ekki í samfélagi, þar sem menn hafa fundið hinn eina sann- leika, heimur skáldsögunnar er af- stæður og tvíræður, endanleg lausn er þar ekki finnanleg, allt getur gerst. Höfundurinn skapar heima skáldsögunnar og ef skáldsagan stendur undir nafni, þá hlýtur hún að stangast á við þursaveldið, sama er að segja um ljóðið. Góður rithöf- undur sér alltaf nýjar hliðar á mennskri verund og reynslu, það er „andi skáldsögunnar". Þessi reynsla getur verið óræð og legið til allra átta. Slík verk eru bann- færð í ríkjum „alþýðunnar“, þar er einn stígurinn eða öllu heldur hrað- brautin og forystusveit alþýðunnar veit nákvæmlega hvað muni gerast á þeirri braut inn í ríki framtíðarinn- ar. Kundera skrifar um þá rýmun tilveru mannsins, sem er einkenni nútímans, líf einstaklingsins koðnar niður í nýtnishlutverk innan sam- félagsins, vinnudýr atvinnumarkað- arins, matað á „kitschinu" — flaut- unum — og staðlað að lágkúru ald- arfarsins. Hann telur, að skáldsögu höfundar á borð við Kafka, Musil, Mann og Broch gegni hlutverki vökumannsins og tjái kenningar Husserls og Heideggers um „Leb- enswelt" og fyllingu mennsks lífs í „in-der-Welt-sein“, sem er með orð- um Jónasar Hallgrímssonar „heldur vil ég kenna til og lifa . . .“ Þessi bók Kundera er mjög efnis- mikil og hún á erindi til allra og er verulega þörf hugvekja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.