Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 33 jttir forseti 1,7% atkvæða I L CHÖMAGE: LA HAUSSE MECANIQUE 1« cbfcnags a eufmanté d* 0.8 % en m*l Le ptut maiMlt rétulut depuit qulrut molt dú. en ímnde pe'tte. eux tortlet ðe tuiH Toutefota. let créetloni tfemploU eemblent reperti'. ure pa<e 0. THIERRY SAUSSEZ INCULPÉ le Montleur Kit) du RPR et de l'UDF vlenl d'ðtre Inculpe de tre«0 d lnfluenoe. feut et uu|e de foux. Un Jo*t tf Inttruudon de Beéenvon le eoupoonne (Teveér uMeé eee une oaltte nolre éleclorele. Ure p20. ELECTION PRESIDENTIELLE DIMANCHE ENISLANDE LA REPUBLIQUE DESFEMMES Cftoyens du premler pays <Ju monde ð avolr ðlu une femme á la maglstrature supréme, en 1980, les Islandals retournent aux urnes dlmanche pour un duel Inðdlt. Vldgls Finnbogadottlr, /a Présidente sortante, affronte une autre femme, Slgrun Thorstelndottlr. Cette fle de 200000 habltants est aussl l'unlque pays au mondo oO slögont slx parlementalres fémlnlstes. Les descendants des VIMngs font contre mauvalse fortune bon cœur. Lire page 12. Eurofoot 88: lafinale ► rouge-orange L URSS ct lot Peys Bds «» Unputcnt cct opri*mldl le tltra ðo champlon d'Eumpo de* netlons. Uno flna'o orbttrúo por Mlchal Voiltrot. Porlrall. Le Yotnquoor si/ccWcra d te Fronco, dont Io lopHalno Mlchol Platlnl nous llvre son appraoation du tournol. Liro page 34. •nííi tS'bVwKtci íSaasíe Fréttariturum blaðsins í Evrópu ber saman um að úrslit kosninganna veki Iitla athygli í fjölmiðlum og sé einungis getið í smáfréttum. Fyr- ir kosningarnar notuðu þó mörg dagblöð tækifærið til þess að birta greinar um ísland og frú Vigdísi. Franska blaðið Libération gerði kosningabaráttu milli tveggja íslenskra kvenna að aðalefni forsíðu sinnar á laugardag, undir fyrirsögninni „Lýðveldi kvennanna“. í texta segir að þessi litla eyþjóð sé sú eina sem búi yfir þingflokki með sex kvenréttindakonum. Fylgst með talningu í kosningasjónvarpi á Bessastöðum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Indónesía: Loks eru yngri menn að kom- ast til áhrifa hjá Suharto Suharto forseti Indónesíu hefur verið óumdeilanlegur forystu- maður Indónesíu síðustu tvo áratugi og ráðskast um flest sem einræðissljórnandi. Hann hefur nýlega vakið máls á tvennu sem óskipta athygli hefur vakið. í fyrsta lagi hamrar hann á því að nauðsynlegt sé að auka áhrif yngra fólks á stjórn landsins, og gefið í skyn, að ekki sé langt þangað til það muni taka við í Indónesíu. I öðru lagi hefur hann látið að því liggja, að hann hafi stórar áhyggjur af því að áhrif kommúnista séu að aukast. Hið síðarnefnda er athyglivert meðal annars fyrir þær sakir að Suharto hefur yfirleitt ekki séð ástæðu til að hafa um það mörg orð, heldur brugðist við með því að varpa hinum grunuðu í fang- elsi. Eftir síðustu forsetakosningar — sem standa að vísu varla undir því nafni — virðist sem Suharto sjái að nýir tímar séu í nánd sem kalli á nýjar aðferðir. Suharto sagði að fjölmiðlar hlytu að bera mikla ábyrgð og þeir yrðu að vera vel á verði. Orð Suhartos þóttu sérkennilega valin, því að indónesísk blöð sæta ritskoðun. Þar á því ekkert annað að birtast en það sem stjórnvöldum er þóknanlegt. Suharto forseti Frá Indónesíu Talið er að bréf frá þekktum rithöfundi sem birtist í síðdegisblaðinu Suara Pembaru- an, hafí valdið fárinu. Hann gagn- rýndi efni annarrar greinar sem hafði birst skömmu áður. í henni hafði verið hvatt til að bann yrði lagt við útgáfu bóka hans, þar eð þær einkenndust af annarleg- um hugmyndum, sem ógnuðu stjómkerfinu. Hvort frekari eftir- mál verða er ekki vitað enn. Um þessar mundir eru liðin 23 ár síðan Suharto tók við, eftir að hafa brotið á bak aftur valdar- ánstilraun sem sögð var skipulögð af marxískum öflum og með stuðningi þáverandi forseta, Suk- arno. Síðan hefur Suharto haft gætur á öllu því sem mætti túlka þannig, að vinstrimenn væm að auka áhrif sín . Fram að þessu hefur honum tekist það. Margir telja að Suharto geri nú allt í einu of mikið úr kommúnískum áhrif- um. Hann megi gæta sín að af- greiða ekki mannréttindafrömuði og andófsmenn og ærlega um- bótasinna sem kommúnista. Menn ri§a upp er Suharto vék fyrir rúmu ári úr embætti vinsælasta stjómmálamanni landsins, Ali Sadekin, borgarstjóra í Jakarta. Sadekin hafði gagnrýnt Suharto, að vísu mjög varlega. Að sögn blaðsins Far Eastern Economic Review hvarflaði að fáum, að Sadekin væri vinstrisinni. Hann hafi verið metnaðarsamur fyrir hönd höfuðborgarinnar og þótt Suharto ekki styðja beiðnir um eðlilegar íjárveitingar til hennar. Ýmsir gagnrýndu Suharto vegna Sadekin málsins, en það kom fyr- ir lítið. Indónesía er fímmta fjölmenn- asta ríki í heiminum, með 170 milljónir íbúa. Áhrif þess á al- þjóðavettvangi em ekki í neinu samræmi við íbúatöluna. En með þeim kynslóðaskiptum, sem áður var vikið að, gæti það farið að breytast. Suharto hefur lagt á það kapp að skipa yngri menri í ríkis- stjórn þá sem tók við nú eftir að fímmta og væntanlega síðasta kjörtímabil hans hófst. Það hefur einkennt stjórn Indó- nesíu, að þar hafa gamlir menn verið við stjómvölinn, og manna- breytingar tiltölulega litlar svo áratugum skiptir. Þessi hópur hefur verið tregur til að sleppa valdataumunum, en nú virðist sem yngri mennirnir séu smátt og smátt að festa sig í sessi. Margir óttuðust, að þeir sem Suharto skipaði í stjómina og önnur mik- ilsháttar embætti eftir kosning- arnar í vor, fengju litlu ráðið og þetta væri aðeins gert til að sefa yngri kynslóðina, sem var orðin langeyg eftir því að fá að takast á við að stýra landinu. Suharto valdi ekki aðeins yngri menn til ráðherrastarfa heldur setti hann á laggirnar níu manna hóp, sem í em fulltrúar ýmissa hagsmuna- og menntamanna- hópa. I hópnum em þrír embættis- menn, þrír hermenn og þrír stjóm- málamenn. Einn er kristinnar trú- ar, hinir em allir múhameðstrúar. Allir utan einn sitja jafnframt í stjóminni. Sérfræðingar hafa gef- ið þessum hóp nafnið Wali Sanga, eftir fyrstu niu trúboðunum sem boðuðu islam í Jövu fyrr á öldum. Menn virðast ekki alveg hafa á hreinu hversu stórt valdsvið níu- menninganna er. En það eitt að Suharto va|di hvern þeirra að vandlega yfirveguðu ráði þykir benda til, að hann ætli þeim dtjúg- an hlut í framtíðinni. Sömuleiðis fer hann ekki dult með að hann leitar óspart sérfræðilegs álits hjá þeim. Kannski þetta sé að verða eins konar æðstaráð i Indónesíu. Allir ráðherrarnir þykja hafa komið með nýjar og frísklegri hugmyndir inn í ráðuneytin og þeir hafa fitjað upp á nýjungum, sem hafa mælst vel fyrir. Suharto virðist stefna að því að gefa hverju ráðuneyti fyrir sig meiri völd og gera þau sér óháðari en verið hefur. Eftir þvi segir i greininni í Far Eastern Economic Review verða ráðherrar nú að bera meiri ábyrgð og geta ekki einlægt skot- ið sér á bak við forsetann. Sudomo upplýsingaráðherra Indónesíu hefur staðfest það í viðtali við Far Eastern Economic Review, að nú skuli ráðherrar sjálfir leiða mál sín til lykta fremur en bera sýknt og heilagt alla skapaða hluti und- ir forseta. Sudomo segir að menn verði vitaskuld að gæta að því að yngri kynslóðina skorti þá reynslu og þekkingu, sem hinir eldri búi yfír. Þar af leiðandi sé öllum fyr- ir bestu, að ekki sé farið of geyst, og nauðsynlegt sé að yngri menn- imir leiti samráðs við sér eldri og reyjidari menn. Oneitanlega blasa verkefnin hvarvetna við og ættu að vera heillandi viðfangsefni fyrir unga og dugandi menn. Því er gott til þess að vita að Suharto hefur nú áttað sig á því að nauðsynlegt var að þjálfa unga menn til að taka við. Unga menn sem kannski hefðu nýjar lausnir og leituðu ótrauðir nýrra leiða til að þoka Indónesíu í átt til framfara og velfarnaðar. Það er að vísu ósennilegt, að nokkur „ungu“ mannanna fengi nægilegt traust til þess að taka við, ef Suharto félli frá eða tæki ákvörðun um að hætta. Þá er sennilegt að einhver af eldri kyn- slóðinni yrði valinn til að brúa bilið milli þess sem var og hins sem koma skal. En varla verður aftur snúið. Og þær leiðir sem ungu mennirnir leita nú og fínna væntanlega gætu kannski skipað Indónesíu í þann sess í samfélagi þjóðanna, sem væri í samræmi við þann fjölda sem býr á eyjunum og fyndi landinu sess, verðugri þeim sem það hefur nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.