Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 I stað auðlindaskatts á fiskveiðar tilbúinn ádisbian' Sparið ykkur bæði tíma og peninga. KJÖTBOLLUR m/kartöflum, grænmeti og salati KJUKLINGUR m/kokteilsósu, frönskum og salati 440.- Karrý pottréttur m/hrísgrjonum, grænmeti og brauði NAUTABUFF m/kartöflum, grænmeti og salati DJUPSTEIKT YSA m/kartöflum, sósu og salati stk. ISAMLOKA 80.- IHAMBORGARAR 170--stk. I Súpa + salatbar 1260.- Heitir réttir framreiddirfrá kl. 11.30-13.30 og frá kl. 16.00 Auk þess bjóðum við daglega þjóðlegan mat s.s. svið, lifrar- pylsu, blóðmör, rófustöppu o.fl. eftir hádegi. Á salatbarnum er alltaf til rækju-, túnfisk-, laxa-, epla-, kartöflusalat o.fl. o.fl. eftirBjörn S. Stefánsson Nokkrir íslenzkir hagfræðingar og aðgerðarannsóknamenn hafa mælt eindregið með sölu veiðileyfa í sjávarútvegi. Er því haldið fram, að ef of mikið fé og vinnuafl verði lagt í fiskveiðar sem eru öllum heimilar, að hagkvæmast sé að tak- marka heimildir til veiða með sölu veiðileyfa og að tekjur af sölunni skuli verða sem skattur á fiskveiðar og leggjast í ríkissjóð eða þeim ráð- stafað á annan hátt í almanna þágu. Forystumenn sjávarútvegsins hafa ekki fallizt á þetta. Þótt ekki hafi verið fallizt á fram- angreind ráð fræðimanna, líta ýms- ir svo á að núverandi skipting afla- heimilda sem byggist á afla skipa árin 1981—3 sé óréttlát og leiði til óhagkvæmrar útgerðar. Hér verður athugað hvort ekki megi sníða ágallana af án þess að draga fé úr sjávarútvegi og án þess að raska því öryggi sem núverandi hand- hafar aflaheimilda hafa öðlazt. Losa þarf hægt um núverandi skiptingu aflaheimilda. Má gera það með því að skerða núverandi afla- mark reglulega um ákveðið hlut- fall. Mætti hugsa sér það 1% 10 sinnum á ári. Því sem þannig losn- aði yrði endurúthlutað. Til þess sýn- ast tvær nokkuð líkar aðferðir ráð- legar. Önnur er að selja það jafnóð- um á útboði. Þannig væri aflamark selt' til 10 ára. Með því að hafa sölu tíða ættu menn kost á því að laga kaup sín að þörfum sínum. Sá sem missti af hlut á einu útboði gæti reynt að bæta þar úr næst. Tekjumar sem fengjust á útboðinu rynnu til handhafa aflamarks í hlut- falli við skiptingu þeirra 99% sem eftir yrðu. Aflamark sem þannig væri fengið væri seljanlegt og ekki tengt skipi. Ekki er víst að menn vildu treysta því að fé sem fengist á slíku opin- beru útboði yrði skilað beint til sjáv- arútvegsins, heldur vildu aðeins búast við því að stjómvöld ráðstöf- uðu fénu á annan hátt er tímar liðu. Þá er til annað ráð. Það er útboð með skiptanlegum atkvæðum í stað peninga, en eins að öðru leyti. Menn eiga því ekki að venjast að ráða skiptanlegum atkvæðum, heldur verði að greiða atkvæði í því máli sem er til umfjöllunar, ella verði það ónýtt. Hér er hins vegar um að ræða atkvæði sem menn fá reglulega eins og laun, t.d. mánað- arlega, og geta beitt í málum eftir mikilvægi þeirra með því að greiða mörg atkvæði með aflamarki til fyrirtækis sem stendur þeim nærri, en sitja hjá ef engin tillaga er sem kemur þeim við, heldur geyma at- kvæðin þar til brýnni mál koma fram. Þess vegna bjóða menn at- kvæði í máli vitandi það að þeir verða skertir um þau ef þeir ná fram vilja sínum, og hafa þá færri atkvæði til að beita sér i síðari at- kvæðagreiðslum. Björn S. Stefánsson „Þá er til annað ráð. Það er útboð með skipt- anlegum atkvæðum í stað peninga, en eins að öðru leyti.“ Ákveða þarf hveijum skuli út- hlutað atkvæðum. Þar kemur margt til greina. Ein aðferð væri að hver maður fengi mánaðarlega atkvæði í hlutfalli við vinnuvikur sínar í sjáv- arútvegi og fískvinnslu 3, 4 eða 5 undanfarin ár. Önnur aðferð væri að atkvæði skiptust á sveitarfélög í hlutfalli við vægj sjávarútvegs og fískvinnslu mælt í vinnuvikum (t.d. eitt atkvæði mánaðarlega á hvetja vinnuviku undanfarin ár) og yrði atkvæðum sveitarfélagsins síðan skipt á sveitarstjórnarfulltrúana. Meðan menn eru óvissir um hvernig útboð gegn atkvæðum muni gefast, mætti nota það sem skoðanakönnun sem stjómvöld gætu stuðzt við. Sjávarútvegurinn ætti að verða hagkvæmari samkvæmt kenning- um fískihagfræðinnar, hvor aðferð- in sem notuð yrði til úthlutunar á aflamarki. Ekki er tekið neitt fé frá honum með þessum aðferðum, svo að afkoma þeirra sem hann stunda ætti að batna. Höfundur er hagfræðingvr. Kaupleiguíbúðir: 273 milljónir kr. til skipta hjá Húsnæðisstofnuninni HÚSNÆÐISSTOFNUN hefur 273 milljónir króna til ráðstöfun- ar í kaupleiguíbúðir á þessu ári. Umsóknarfrestur um lán til slíkra íbúða rann út á miðviku- dag. Ekki verður ljóst fyrr en eftir helgina hve margir aðilar sækja um, þar sem hugsanlega eru umsóknir enn á leiðinni i VIÐLEGUBÚNAÐUR í ÚRVALI -OG SOLBAÐIÐ Vandaðir svefnpokar, dýnur, vindsængur og bakpokar iútileguna. Sólbekkir.stólar og borð i sumarbústaðinn.tjaldió og á svalirnar. Fellitjöld og göngutjöld, m.a. Tjaldborgartjöldin vinsælu, sér- hönnuð fyrir islenskar aðstæður. Hagstætt verð. pósti. Nokkrar umsóknir höfðu borist nú í vikunni en ekki fékkst upplýst hve margar þær eru. Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar sagði, að öllum sveitastjómum hefði verið sent bréf þar sem lýst er kaup- leigumöguleikum og umsóknar- frestur gefinn. Samhljóða bréf var einnig sent stjómum hagsmuna- samtaka og almannasamtaka, sem eiga rétt á lánum til kaupleiguí- búða. Sigurður taldi ekki tímabært að segja hve margir þessara aðila hefðu sótt um, þar sem óvíst væri hve stór hluti umsókna hefði þegar skilað sér. Hann taidi líklegt að fjöldi þeirra lægi fyrir eftir helgina. Sigurður sagði, að því fé, sem Húsnæðisstofnun hefur til ráðstöf- unar verði jafnað niður á umsækj- endur. „Það gengur auðvitað ekki að setja allt þetta fé til örfárra aðila eða til fáeinna íbúða. Við höf- um langa reynslu af því hér að búa svo um hnútana að allir fái eitthvað og geti byijað framkvæmdir," sagði hann. Morgunblaðið hafði samband við forsvarsmenn nokkurra sveitar- stjóma og spurðist fyrir um hvort sótt hefði verið um lán til að byggja kaupleiguíbúðir. Á Flateyri, Fá- skrúðsfírði og í Ólafsvík fengust þau svör, að ekki hefði verið sótt um nú, þ.e. byggingaframkvæmdir eru þegar í gangi þar. Á Ólafsfirði var sótt um lán til 5 íbúða, í Borgar- nesi til 6 íbúða, í Bolungavík til 14 íbúða, á Höfn til 24 íbúða, á Akur- eyri til 20 íbúða og á Selfossi til 4 íbúða. Ennfremur hefur verið sótt um á Akranesi, ísafírði og Egils- stöðum, en ekki fékkst upp gefíð hve margar íbúðir á að byggja þar. Stærðarmörk á íbúðunum, sem lánin em veitt til, em 130 fermetr- ar. KJÖTMIOSTÖÐIN Garðabæ, sími: 656400 GARÐASTAL Lausn á steypuskemmdum = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.