Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 144. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgfunhlaðsins Lestarslys í París; > Ottast að seylján manns hafi farist Morgunblaðið/ól.K.M. Vigdís Finn- bogadóttir for- seti endurkjörin: „Ég er djúpt snortin“ VIGDÍS Finnbogadóttir forseti hlaut endurkjör í kosningunum á laugardag með yfirgnæfandi meirihluta, 92,7% atkvæða. Sig- rún Þorsteinsdóttir fékk 5,3% atkvæða. „Ég er djúpt snortin og afar þakklát fyrir þessa traustsyfirlýsingu sem niður- staða kosninganna sýnir,“ sagði frú Vigdís í samtali við Morgun- blaðið. Nýtt Qögurra ára kjörtímabil frú Vigdísar hefst 1. ágúst næstkom- andi, þegar forseti undirritar eiðstaf sinn í Alþingishúsinu við hátíðlega athöfn. I bytjun næsta mánaðar heldur forseti til Vestur-Þýskalands í_ opinbera heimsókn. Myndina tók Ólafur K. Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins á kosningavöku á Bessastöðum. Astríður dóttir Vigdísar lítur yfir öxl hennar. Sjá nánar á miðopnu. Morgunblaðið/RAX Svavar Guðnason. Ásta Kristín Eiríksdóttir eigin- kona hans er í baksýn. Svavar Guðnason listmálari látinn EINN helsti brautryðjandi islenskrar málaralistar, Svavar Guðnason, lést í öldrunardeild Landspítalans i Hátúni laugardaginn 25. júni síðastliðinn á 79. aldursári. Svavar var einn víðkunnasti listamaður landsins en hafði ekki síður mikil áhrif á þróun myndlistar á Norð- urlöndum, ekki síst í Danmörku. Svavars Guðnasonar er víða getið í lista- sögunni og fáir menn um okkar daga hafa borið íslenskri samtímamenningu fegurra vitni eða hróður hennar víðar en þessi sérstæði og áhrifamikli listamaður. Þótt Svavar tileinkaði sér erlend listáhrif hefur þótt gæta sterkra áhrifa í verkum hans frá náttúru og birtu æskuslóðanna á Homafirði, þar sem jökulinn ber við loft og landið er baðað ljósi sem þekkist hvergi annarstaðar en hér á norðurslóðum, svo vitnað sé í lýsingu Halldórs Laxness á því umhverfi sem mótaði list Svavars frá fyrsta fari. Svavar Guðnason fæddist 18. nóvember árið 1909 á Homafirði. Foreldrar hans vom Guðni Jonsson verslunarmaður og Ólöf Þórðardóttir. Svavar útskrifaðist frá Samvinnuskólanum árið 1929 og stundaði síðar nám í Listaháskólanum í Kaup- mannahöfn um nokkurra mánaða skeið á árunum 1935 og 1936. Einnig hlaut hann tilsögn í málaraskóla F. Légers í París á árinu 1938. Arið 1939 gekk Svavar að eiga Ástu Kristínu Eiríksdóttur og lifír hún eigin- mann sinn. Svavar átti heima í Kaup- mannahöfn frá árinu 1935 til ársins 1945 en þau hjón fluttust þá til íslands. Svavar veitti forystu Félagi íslenskra myndlistar- manna um tíma og var síðar formaður íslandsdeildar Norræna listabandalagsins og Bandalags íslenskra listamanna. París, Reuter. TALIÐ er að seytján manns hafi beðið bana og fjörutíu slas- ast þegar neðanjarðarlest ók á kyrrstæða lest í Gare de Lyon- brautarstöðinni í París á anna- tima síðdegis í gær. í gærkvöldi reyndu björgunarmenn við illan leik að bjarga tuttugu mönnum, Noregur: Nýr hjarta- gangráður Ósló. Reuter. NY gerð af hjartagangráðum, sem hannaðir hafa verið með hjálp dvergrásatækni, getur hugsanlega gefið þúsundum hjartasjúklinga tækifæri til að lifa eðlilegu lífi. Það er norskur vísindamaður, Ole Jörgen Ohm, og samstarfs- hópur hans í Björgvin, sem hannað hafa nýja gangráðinn. Fyrr í þess- um mánuði var gerð hjartaaðgerð á manni þar sem fyrsta slíka gang- ráðinum var komið fyrir. Sá sem gekkst undir aðgerðina er 60 ára gamall maður en fyrir uppskurðinn var hann varla fær um að fram- kvæma einföldustu hluti. Maðurinn er kominn heim af sjúkrahúsinu og farinn að vinna í garðinum sínum eins og ekkert hafi í skorist. Að sögn Ohms, mælir skynjari, sem er á gangráðnum, súrefnis- magn í blóðinu og fær hjartað til að slá hraðar eftir því sem áreynsl- an eykst. Þúsundir manna safnast saman í Búdapest: Mótmæla fyrirætlunum um að jafna rúmensk þorp við jörðu Búdapest, Reuter. TUGÞÚSUNDIR Ungveija og út- lægra Rúmena héldu í gær fund í Búdapest, höfuðborg Ungveija- lands, til að mótmæla áætlunum Nicolais Ceausescus, forseta Rúmeníu, um að jafna rúmlega helming þorpa landsins við jörðu. Mannfjöldinn kom fyrst saman á Hetjutorgi til að hlýða á ávörp áður en gengið var til rúmenska sendiráðsins. Fólkið bar skilti þar sem lesa mátti nöfn þorpa sem eru í hættu og slagorð á borð við „Burt með einræðisherrann" og „Adolf Ceausescu". Ceausescu hefur í hyggju að afmá 8 þúsund af 13 þúsund þorpum í Rúmeníu af yfírborði jarðar og leggja landið sem vinnst undir 500 samyrkjubú. í mörgum þorpanna búa minnihlutahópar af þýskum og ungverskum ættum og ætlar Ceau- sescu að flytja íbúana í blokkir á þéttbýlissvæðum. Lögregla neitaði að áætla fiölda þeirra sem tóku þátt í mótmælunum en aðstandendur þeirra sögðu að á milli tíu og tuttugu þúsund manns hefðu þegar safnast saman áður en fundurinn hófst formlega kl. 19 í gærkvöldi. Búist var við því að 40 þúsund manns myndu taka þátt í göngunni til sendiráðs Rúmeníu. Þar ætluðu fulltrúar 12 óháðra samtaka að afhenda mótmælaskjöl. Rúmensk stjórnvöld hafa frá stríðslokum kúg- að ungverska minnihlutann í landinu og er Ceausescu grunaður um að vilja klekkja enn frekar á honum með áformum sínum. Opinber samskipti ríkjanna hafa verið stirð og sagði Károly Grosz, forsætisráðherra Ungverjalands, fyrr í mánuðinum að „eyðilegging þorpanna yrði ekki einungis óbætan- legt tjón fyrir Rúmena heldur og fyrir allt mannkyn". mönnum, sem talið var að hefðu lokast inni í lestunum. Slysið varð með þeim hætti að lest sem var að koma frá Melun, suður af París, ók á fullum hraða aftan á aðra lest sem var um það bil að leggja af stað frá Gare de Lyon. Sjónarvottar sögðu að áreksturinn hefði verið svo harður að nokkrir fremstu vagnanna úr lestinni frá Melun hefðu lent uppi á hinni lestinni. Að sögn Iögreglu voru báðar lestimar fullar af far- þegum og er talið að allt að þúsund manns hafi verið í þeim. Að sögn forstöðumanns Frönsku jámbrautanna er talið líklegt að bremsur lestarinnar frá Melun hafi bilað. „Lestarstjórinn gerði sér grein fyrir hvað var á seyði þegar lestin átti 500 metra ófama að opi neðanjarðarstöðvarinnar. Hann æpti til farþeganna að þeir skyldu hlaupa aftur í lestina." Ljóst er að lestarstjórinn sem sjálfur lét lífið hefur þannig bjargað lífi einhverra af farþegum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.