Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 21 heitir alræmdur síðasti hluti 18. brautar, sem bíður þegar komið er framhjá þeirri 17. þar sem Týssi og Sista úr Vestmannaeyjum sáu Seve Ballesteros „húkka“ yfir sjö hæða hótel og tryggja sér sigurinn í Opna breska mótinu fyrir fáum árum. Á sama tíma að ári Að aflokinni þeirri „helgistund“, sem hringur á gamla vellinum var fyrir flesta, var létt yfir mönnum á heimleiðinni enda velheppnað frí á enda og um margt að spjalla. Feðgarnir Arni og Vilhjálmur Arnason skutu því að mér að þessa tíu daga hefði hver og einn í hópn- um gengið um það bil 100 kíló- metra og til samans hefði hópurinn lagt undir fót leiðina frá Keflavík til Glasgow og aftur til baka. Það er ekki síst gangan og útiveran sem golfbakterían nærist á og því var ekki að undra að margir segð- ust vera búnir að taka frá tíu daga, í maí á næsta ári, fyrir aðra golf- rispu á þessum slóðum. Árni Stef- ánsson hótelstjóri á Höfn stakk upp á við góðar undirtektir að fyrrverandi þátttaker.dur í þessum ferðum hittust og tækju nokkra hringi á vellinum eystra seinni part sumars. Texti og myndir: Pétur Gunnarsson Gunnar Stefánsson bíður átekta meðan Henning Bjarnason slær inn á 16. flöt á West Links. The Marine Hotel í baksýn. 18 holu púttvellinum fyrir þá sem þannig voru stemmdir en annars var í boði gufubað, sólbað í ljósa- bekk, tennis, sund, biljard, vegg- tennis, ölkolla á kráni eða þá kost- urinn sem flestir tóku: hvíld og undirbúningur undir „pílagríms- förina" daginn eftir. Pílagfrímsför til St. Andrews Klukkustundirnar tvær, sem hópurinn sat í rútunni á leið til St. Andrews, voru fljótar að líða og þarf það ekki að koma neinum sem ekið hefur um Skotland á óvart. Þegar komið var til þessa fornfræga golf- og háskólabæjar varð mörgum eflaust hugsað heim, því þó að umhverfið væri fram- andi var þama dæmigert sunn- lenskt sumarveður, 4-5 vindstig, 12 stiga hiti og skýjað. En menn voru ekki komnir til frægasta golf- vallar jarðar til að tala um veðrið og byijuðu á skoðunarferð um húsakynni The Royal and Ancient Golf Club, háæmverðugs félags- skapar sem stofnaður var 1774 og er enn í dag eins konar Alþingi og Hæstiréttur í málefnum golfí- þróttarinnar. Þar eru kveðnir upp endanlegir úrskurðir um hvaða kylfur teljist löglegar og settar reglur um hvernig bregðast eigi við í hinum ýmsu tilvikum, sem upp kunna að koma upp í leiknum. í klúbbhúsinu getur meðal annars að líta einstakt safn gamalla golf- kylfa sem gefur frábært yfirlit yfír hve miklum breytingum golf- settin hafa tekið í tímans rás, auk glæsilegra verðlaunagripa sem fremstu kylfingar heimsins hafa keppt um á hinum ýmsu tímum. Hinn forni konunglegi golfklúbbur á fjóra golfvelli og hafði Henning pantað, með tæplega árs fyrirvara, The Old Course, Gamla völlinn, helgasta dóm kylfínga, gerðan á 15. öld. Það má hafa til marks um hefðina og andrúmsloftið sem ríkir í St. Andrews að The New Course, Nýi völlurinn, var lagður árið 1896. Engar golfkerrur Golfkerrur eru ekki leyfðar á Gamla vellinum og því réðu flestir kylfudrengi, „kaddía", til að bera settin sín. Að því búnu var kominn tími til að ganga andaktugur á fyrsta teig. Landslagið glepur ekki kylfinga á Gamla vellinum enda eins gott, völlurinn þótti erfíður, hæðir, ás- ar, lækir og lágvaxið kjarr tekur hvað við af öðru að ógleymdum „bönkerunum", sandgryfjunum, sem skipta tugum á leiðinni. Kylfudrengirnir unnu flestir vel fyrir kaupinu sínu. Þeim tókst yfir- leitt að benda skjólstæðingum sínum á öruggustu leiðimar fram hjá hættunum auk þess sem marg- ir höfðu orð á að þeir hefðu feng- ið þarna ódýra og góða golf- kennslu en margir „kaddíanna" voru með forgjöf nálægt núllinu. Enginn lenti í Vítisgryfju, Hell’s Bunker, sem er ógurleg ásýndum og hefur áreiðanlega reynt á þol- rifín í mörgum í gegnum aldirnar. Flestir fóru með. sóma um Synda- dalinn, The Valley of Sin, en svo Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi l .fl. D 2 ár 8,5% l.feb ’90 l.fl. D 3 ár 8,5% l.feb ’91 l.fl. A 6/10 ár 7,2% l.feb ’94-’98 Tryggðu sparifé þínu örugga óvextun núna! 30. júní lýkur sölu spariskírteina ríkissjóðs með 8,5% raunvöxtum tíl tveggja úra Nú eru síðustu forvöð að ávaxta sparifé þitt með spariskírteinum ríkissjóðs, sem bera 8,5% raunvexti til tveggja ára (gjalddagi 1. febrúar 1990). Sölu á þeim lýkur .nú um mánaðamótin. Sala á spariskírteinum með 8,5% raun- vöxtum til þriggja ára og spariskírtein- um með 7,2% raunvöxtum til allt að 10 ára heldur áfram. Spariskírteini ríkissjóðs eru að fullu verðtryggð og með þeim getur þú ávaxtað sparifé þitt á háurn vöxtum á öruggan og einfaldan hátt. Spariskírteini ríkissjóðs er: verðtryggð og bera auk þess háa vexti RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Nú hafa forvextir á ríkisvíxlum hækkað í 32,5% sem jafngildir 40,3% eftirá greiddum vöxtum miðaÖ við 90 daga lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að ávaxta skammtímafjármuni. Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- banka íslands og hjá löggiltum verð- bréfasölum, sem m.a. eru viðskipta- bankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síðan send í ábyrgðar- pósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.