Morgunblaðið - 28.06.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.06.1988, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 SANITAS KYNNIR I NYTTJ APKLSM Eldur í háhýs- inuaðHátúni 10 í V2 lítra dósum — ó sama verði og þær litlu! Sanitas ELDUR kom upp í einstaklings- ibúð á áttundu hæð í húsi Or- y'rkjabandalagsins að Hátúni 10 i Reykjavík aðfaranótt mánu- dagsins. Engin slys urðu á fólki en íbúðin og stigagangur skemmdust talsvert af reyk og hita. Slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynning um eldinn laust eftir klukkan tvö aðfaranótt mánudags- ins. Kona, sem var ein í íbúðinni þegar eldurinn kom upp, komst út og lét húsvörð vita, sem kom boðum til slökkviliðsins. Slökkvistarf gekk vel og var því lokið innan við klukk- utíma frá því tilkynnt var um eld- inn. Kona, sem var í íbúð á sama stigagangi, var flutt á slysadeild í öryggisskyni, en hún mun ekki hafa orðið fyrir reykeitrun eins og haldið var í fyrstu. Við slökkvistarfið var notast við vatnskefli, sem er á öllum göngum hússins. Ekki var fullkunn- ugt um eldsupptök er Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar að lútandi í gær. (*SUMARHÚSINU RJÓMATERTA Á REGINFJÖLLUM eða írskt kafíi niðri ífjöru. Ekkert mál ef þú hefur G-þeytirjómann meðferðis. Skál og gaffall duga til að þeyt'ann. Hvort þú snarar svo fram heilli rjómatertu eða írsku kaffi fer eftir tilefninu. «*OL* \iSHy geymsluþolinit þeytiriomi Fer inn á lang flest heimili landsins! j JRtffgntiMafrtfe G-ÞEYTIRJÓMI! dulbúin ferðaveisla MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIKASSAR OG STANGAHÓLKAR Fást í nœstu sportvöruverslun. Morgunblaðið/Júlíus Reyk lagði út um glugga íbúðarinnar á áttundu hæð að Hátúni 10 er slökkviliðið bar að garði. Hér má sjá slökkviliðsmenn ráðast til atlögu við eldinn úr körfubil Slökkviliðsins í Reykjavík. Kirkjumiðstöðin byggir sumarbúðir á Eiðum Egilsstöðum. KIRKJUMIÐSTÖÐ Austurlands er nú með í byggingu um 600 fm hús að Eiðum á Fljótsdalshéraði sem nýtt verður fyrir sumar- búðastarfsemi auk annarrar starfsemi í þágu kirkju- og safn- aðarstarfs á Austurlandi. Mun húsið rúma yfir 40 dvalargesti í einu en einnig verður þarna rúm- góð fundar- og kennsluaðstaða. Húsnæðið er nú fokhelt en fyrir- hugað er að taka það í notkun sumarið 1990. Áætlað er að það muni kosta um 12 milljónir að ljúka húsinu og að framkvæmdir i ár verði fyrir þijár milljónir króna. Byggingarkostnaðar nú nemur um 7,5 milljónum. Prestafélag Austurlands og síðar Kirkjumiðstöð Austurlands hafa rekið sumarbúðir í leiguhúsnæði í bamaskólanum að Eiðum fyrir börn og unglinga frá árinu 1968 og hef- ur starfsemin átt vaxandi vinsæld- um að fagna. Einnig hefur Kirkju- miðstöðin gengist fyrir orlofsviku aldraðra undanfarin tvö sumur við miklar vinsældir þátttakenda. Þessi sívaxandi starfsemi gerir því kröfu um aukið og bætt húsnæði. Með nýju húsnæði er fyrirhugað að auka starfsemina enn meir en orðið er og koma á fermingarbamamótum, æskulýðsmótum og kóramótum en með nýju húsnæði sögðust aust- firskir prestar sjá fram á óendan- lega notkunarmöguleika og ný tækifæri til eflingar safnaðarstarf- inu. Sigurður Helgason sýslumaður, formaður Kirkjumiðstöðvarinnar sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaður við að ljúka húsinu væri um 12 milljónir. í ár væri gert ráð fyrir að vinna fyrir 3 millj- ónir og væri þegar búið að tryggja helmingi þess fjár. Nú stendur yfir fjársöfnun á Austurlandi til að brúa það bil sem enn er og sagðist Sig- urður vonast eftir góðum undirtekt- um við þá söfnun enda hefði al- menningur alltaf styrkt þessa starf- semi á óeigingjaman hátt og sjálf- boðavinna hefði verið mikil í þeim hluta hússins sem búinn er. Gísli Sigurbjömsson forstjóri elliheimilis- ins Grundar í Reykjavík hefur einn- ig verið ötull stuðningsmaður þess- arar starfsemi og nú gefur hann ótakmarkað upplag ljóðabókar sem inniheldur mörg bestu ættjarðar- og trúarljóð íslendinga. Bók þessa fá þeir senda heim sem styrkja Kirkjumiðstöðina með fjárframlagi. Hús Kirkjumiðstöðvarinnar stendur við Eiðavatn og er allt inn- an skógræktargirðingar og er þegar hafin gróðursetning á ttjám í því landi sem Kirkjumiðstöðin fékk út- hlutað í samvinnu við skógrækt ríkisins á Hallormstað. Veginn í þeim efnum varðaði forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, þegar hún var í opinberri heimsókn á Austurlandi 1986. Þá heimsótti hún bömin í sumarbúðunum og gróður- setti með þeim 3 birkitré. Eitt fyrir ófæddu bömin, eitt fyrir stúlkur og eitt fyrir drengi. Ekki var annað að sjá þegar fréttaritari var þama á ferð á dögunum en að trén döfn- uðu hið besta þó drengjatréð virtist þroskast örlítið seinna en hin. - Bjöm Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Nýbygging Kirkjumiðstöðvar Austurlands við Eiðavatn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.