Morgunblaðið - 28.06.1988, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 28.06.1988, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 mnmn „Ge-rbu eitths/cíb, pabb) ■ Stór strákur i skálanum jparkajbi í -fDtinn á tnbr.1' Einn kostur fylgir þessu starfi. — Ég er hættur að naga neglurnar. Með morgunkaffinu Og einn góður kostur. Að- eins steinsnar frá skólan- um. Sælan víð sjóínn Vegna fyrirspurnar Sigurbjargar um kvæði, í Velvakanda þann 10. júní hafði Hulda Magnúsdóttir sam- band við Velvakanda. Hún hafði í fórum sínum allt kvæðið, alls 12 erindi. Margir höfðu haft samband við Velvakanda út af kvæðinu, en voru þá jafnan með færri erindi. Kvæðið nefnist „Sælan við sjóinn". Höfundur er óþekktur. Ég mætti hérna um morguninn manni ofan úr sveit. Og viltu vita vinur minn, hann var í kvenmannsleit. A kúskinnsskóm var karlinn sá og kurfslegur að sjá og í skinnsokkum upp að hnjám var aulabárður sá. Þá fór hann mig að fala brátt og fimmtán krónur bauð. Hann sagðist bjóða svona hátt í sinni miklu nauð. En afsvar honum gaf ég greitt og gröm hann sagði við: „Ég kalla þetta kaup ei neitt, sem konum bjóðið þið. Það er svo voða vemmilegt að vera upp’í sveit og ekkert verra hef ég þekkt né ógeðslegra veit, en mjólka kýr og hirða hey og hreykja sauðatað. Það hæfi ekki heldri mey að hugsa neitt um það. í síldina á Siglufjörð í sumar ætl’ ég mér og vinna þar mun vart svo hörð sem verða mun hjá þér. Og síst þá mun ég súta par á sjóstígvélum háum, í vils’ og slori þó verð’ ég þar að vaða upp að hnjám. Og þegar sumarsólin skín á sunnudögum þar, þá uppdubbuð er ég og fín, út’ um götumar. I danssalinn svo dríf ég mig er dimma tekur að. Þá hugsar hver um sjálfan sig, ég segi ei meir um það. Þar oft á kvöldin eru böll svo yndisleg og fín og þar eru líka feiknar fjöll og fleira saklaust grín. Og inni þar er allt svo pent, og útlendum með keim. Hve himneskt er og huggulegt í híbýlunum þeim. Svfar eru séntilmenn og sjást þeir margir þar. Fremri er'en frónskir menn, fríðir Norsarar. Meyjamar þeir mikið þrá og mjög sú ást er heit. Ég vil heldur eiga þá en aulabárð úr sveit. Ó mér fínnst það yndislegt að eiga fund með þeim. Og oft þeir segja ýmislegt er okkur fylgja heim. Þeir tal’ um ást og trúlofun og tíminn líður þá, og ég þá næsta ekki mun þó okkur vilji fá. Þeir leggja stundum kinn við kinn og kela okkur við, og ástarstraum ég sterkan fínn er stend við þeirra hlið. Og sárt er þeim að svífa frá, er sumri halla fer, en önnur sæla aftur þá mun bíða okkar hér. Við hingað suður höldum brátt er hausta tekur að. Á heimleiðinni er harla kátt, ó hugsið ykkur það. Við fríar höfum ferðimar. og flest af þægindum. Og eftir vem okkar þar, víst ógn af peningum. Hér flest mun gengur fljótt í hag, ég feta lukkuskref. Ég fer í vist í formiddag, en frí á kvöldin hef. Mér bjóða piltar böllin á og í bíó oft ég fer. En dásamlegust dýrð er þá á dansæfíngu ég fer. í sveit ég ekki framar fer,' mér finnst ei gaman af, en aðeins get ég unað mér í okkar höfuðstað. Að lifa þar er listagott þó lítið haf ég grætt. Ég yfír höfuð hef það flott, huggulegt og sætt. HÖGNI HREKKVÍSI ,, HVERJU/V1 BAUÐ HÖSNI ?" Yíkverji skrifar A Iþéttbýlinu býsnast skattgreið- endur yfír kostnaði við land- búnaðinn og að. vonum. En þegar komið er í sveitir landsins blasir önnur mynd við, sem hlýtur að hafa djúpstæð áhrif á þá, sem um þessi svæði landsins fara. Hnignun sveitanna er svo augljós. Víkveiji átti fyrir skömmu leið um Dali. Þar hafa heimamenn þungar áhyggjur af framtíðinni. Kaupfé- lagið í Búðardal á í miklum erfið- leikum, eins og .raunar kaupfélög víða annars staðar. Þeir erfíðleikar endurspegla að sjálfsögðu þann mikia samdrátt, sem orðið hefur í landbúnaði. í Dölum telja menn sig ekki hafa að mörgu að hverfa. At- vinnulífið þar hefur byggzt á land- búnaði og þjónustu við hann. Á Snæfellsnesi t.d. byggir atvinnulífíð á sjávarútveginum en Dalamenn geta ekki snúið sér að honum að nokkru marki. Nú þegar fyrirsjáan- legt er, að svo mikil breyting verð- ur í landbúnaði að það hlýtur að þýða verulega röskun á byggð í sveitum, sjá sumir Dalamenn ekk- ert framundan. Þetta er hin hliðin á vandamálum landbúnaðaríns, sem vert er að huga að einnig. XXX Sama er að segja um Borgar- fjörðinn. Sú var tíðin, að þetta var eitt blómlegasta landbúnaðar- hérað landsins. Nú má hvarvetna sjá hnignun þessarar blómlegu byggðar. Jarðir eru seldar undir sumarbústaðalönd. Sums staðar hafa menn gripið til þess ráðs að setja upp loðdýrabú og lagt veru- lega íjármuni í að byggja hús yfir þá atvinnustarfsemi. Nú hafa dýrin verið drepin. Húsin standa tóm og koma engum að gagni. Smátt og smátt verða þau ryði að bráð: Hér er auðvitað á ferðinni svo mikil röskun á stöðu og högum fólks, að það er ekki við öðru að búast en að umtalsverð átök verði um land- búnaðinn og byggðamálin. XXX Um skoðanakannanir má margt segja. Nú er svo komið, að þótt frambjóðandi eða flokkur fái útreið í kosningum er talað um slíka niðurstöðu, sem umtalsverðan sigur vegna þess, að viðkomandi fékk fleiri atkvæði, en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.