Morgunblaðið - 28.06.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 28.06.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 55 Morgunblaðið/PJJ Flugvélin frá skoska fiskveiðieftirlitinu við hlið flugvélar Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. LANDHELGISGÆSLAN Kynntu sér full- kominn radarbúnað FLUGVÉL frá skoska fisk- veiðieftirlitinu var stödd hér á landi fyrir skömmu, en hún er útbúin mjög fullkomnum radar- búnaði sem kynntur var fyrir forráðamönnum Landlielgis- gæslunnar. Radarbúnaður þessi er mjög næmur, og má til dæmis greina með honum smábáta á hafí úti og staðsetja þá með mikilli nákvæmni. Búnaður af þessu tagi var í fyrstu framleiddur til hemaðarnota, en hefur nú verið tekinn í notkun víða við strandgæslu og eftirlitsstörf á hafi úti. Hann þykir sérstaklega heppilegur við öll leitar- og björgun- arstörf, auk þess sem hann hentar vel við venjulega landhelgisgæslu. Radarinn hefur 360 gráðu svið, og er staðsettur neðan á flugvélinni, en þess má geta að radarinn í flug- vél landheigisgæslunnar er stað- settur í nefí vélarinnar og nær yfír 180 gráður. Morgunblaðið/Þorkell Á myndinni sjást stjómtæki radarbúnaðarins sem Landlielgisgæslan kynnti sér. NORRÆNIR VINNUDAGAR SOROPTIMISTA Samstarf iim blindra- bókasafn í Ghana LYDIA Amisha, stofnandi og núverandi forseti soroptimis- taldúbbsins i Ghana, var sérstak- ur gestur Norrænna vinadaga soroptimsta sem haldnir vom í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en islenskir soroptimistar hafa nýlega tekið upp samstarf við klúbbsystur sínar i Ghana í tengslum við störf þeirra i þágu blindra þar í landi. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Lydiu að máli til að fræðast nánar um starfsemi soroptimista í Ghana og samstarf þeirra við ís- lenskar konur. „Fyrstu kynni mín af íslenskum soroptimistum voru á ráðstefnu sem haldin var í Ghana 1985, og tókst með okkur góður vinskapur sem síðan hefur leitt til þess að íslensku konumar hafa lagt okkur lið við upphyggingar- og hjálparstarf í Ghana. Það eru mörg verkefni sem sinna þarf en nú höfum við einbeitt okkur að því að koma á fót blindra- bókasafni í tengslum við háskóla- bókasafnið í Ghana. Við heima höf- um aflað efnis en íslensku konurnar safnað fé og aðstoðað okkur við öflun nauðsynlegra hjálpartækja. Þegar þessu verkefni er lokið hyggj- Morgunblaðið/Bjami Lydia Amisha, forseti soroptim- ista í Ghana. umst við halda áfram að aðstoða blinda, en þeir eru margir í mínu heimalandi. Soroptimistaklúbburinn í Ghana hefur einnig tekið að sér að stuðla að uppbyggingu í þorpi einu skammt frá Aecra, sem er höfuð- borg landsins, og hafa m.a. komið þar á fót dagheimili fyrir böm. Um 70% bama fæðast i þorpunum og fá enga læknisþjónustu. Konumar í þorpunum taka á móti þeim og hafa stjómvöld unnið að því að bæta undirstöðumenntun þessara þorpsljósmæðra. Við höfum aðstoð- að við það verkefni og m.a. látið útbúa sérstaka sjúkrakassa með nauðsynlegustu áhöldum og sótt- hreinsiefnum til fæðingarhjálpar. Við höfum auk þessa komið á fót heimili fyrir unglingsstúlkur sem lent hafa á glapstigum og styðjum einnig einstaklinga til mennta. Félagar í soroptimistaklúbbnum í Accra eru nú um 35. Við stöndum fyrir ýmiskonar fjáröflunarstarf- semi, höldum árlegan fjáröflunar- dansleik í maí og happadrætti sem styrkt er ríkulega af fyrirtækjum og einstaklingum. Samstarf okkar við íslendinga hefur verið mjög ánægjulegt." Lydia var einkar ánægð með heimsóknina til íslands og sagðist vel geta hugsað sér að koma hingað aftur seinna. Loftslagið og veður- farið væri skemmtilega ólfkt því sem hún ætti að venjast að heiman. Sérmerkjum ölglös með skemmtilegum teikningum eöa eftir ykkartillögum! GLIT Höfðabakka 9 Sími 685411 / \ Bviðgerðar- og VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA 2 THORITE Framúrskarandi viögerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum ofl. ACRYL60 Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talið alger byit- ing. THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. IS steinprýöi J Stangarhyl 7, sími 672777. Stangarhyl 7, sími 672777.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.