Morgunblaðið - 28.06.1988, Side 48

Morgunblaðið - 28.06.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Bjami Guðmuncls- son — Minning Fæddur 24. desember 1896 Dáinn 16. júní 1988 Sem kunnugt er hefur ekki í mörg ár hefur ekki þýtt að senda til Morgunblaðsins minningarorð í bundnu máli. Ekki er heldur víst að hér fáist birt fyrsta erindi af- mælisljóðs sem faðir minn orti þeg- ar Bjarni var sextugur. Ég held þó að það ljóð sé engin „hugarskömm" og læt því erindið fara: Við beinum okkar andans sjón að baki til átján hundruð níutíu og sex. Að Stokkseyri, þar skilst mér aldan skvaki, með skyndi oft er brimsins þungi vex. Þa var að líða að mætri jólamessu og muna lýsti helgistjaman skír. Að Bræðraborg í sjávarþorpi þessu í þennan heiminn fæddist maður nýr. Já, það var á aðfangadaginn að Bjami Guðmundsson fæddist. Þeg- ar til tals kom að hann væri fædd- ur á þessum hátíðisdegi kirkjunnar, var auðfundið að honum fannst það ánægjulegt, og þótt ekki bæri hann trú sína á torg, var hann alla tíð fremur kirkjurækinn og hugleiddi trúmál með þeirri skarpskyggni og rökhyggju sem honum var eiginleg. Foreldrar Bjama voru þau hjónin Guðmundur Guðmundsson og Hall- dóra Bjarnadóttir, hálfsystir Frið- riks kennara og tónskálds í Hafnar- fírði. Bjami hafði glöggt hljómeyra og lengi blundaði hjá honum löngun til að læra á hljóðfæri, en aldrei gafst það tóm til þess sem dygði. Hann var líka elztur allmargra systkina og má nærri geta að ung- ur varð hann að taka til hendi til þarfa. Yngri systkini hans voru, eftir aldursröð; Guðmunda María, Viktoría, Valdimar Bjami, Sigríður, Svanhvít, Sigurbjartur Ágúst og Margrét. Öll stofnuðu þau heimili,- nema Viktoría, sem dó úr spænsku veikinni 1918. Nú er aðeins yngsta systkinið á lífí, Margrét, sem býr í Hafnarfírði, gift Karli Ágústssyni. Segja má að mjög sé stutt síðan Sigríður dó, en það var 27. maí sl. Foreldrar þessara systkina fluttust AFMÆLISTILBOÐ í tilefni þess að 1 ár er liðið frá því við fluttum í Borgartún 28, bauð Blomberg okkur takmarkað magn af úrvals tækjum á hreint ótrúlegu verði. Láttu þessi einstöku kaup ekki fram hjá þér fara. OM 620 uppþvottavélin • Þvær fyrir 12 manns • 50-65° hiti, val • rafþurrkun • lækkanleg efri grind • 5þvottakerfi • íslensk handbók • aqua-stop flæðiöryggi • mjöglágvær • fæst alhvít og í litum • 2jaáraábyrgð Biomberg Afmælistilboð kr. 41.900,- kr. 39.900, - stgr. GufugleypirE601 • Kraftmikill gufugleypir • hámark 375 m3/klst. • 3 hraðar • fitusía sem má þvo • gler gufuhlíf • stillanlegurfráblásturað framan eða aftan • kolasía fæst aukalega • aðeins 43 db á mesta hraða • passarslétt undirskápa • 5 litir Btomberq Afmælistilboð kr. 6.195,- kr. 5.900,- stgr. Afmæliskjör á uppþvottavél kr. 8.000,- við útborgun, eftirstöðvar á 10 mán. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆQ BÍLASTÆÐI til Hafnarfjarðar 1930. Þegar fermingarárið sitt fór Bjami á skútu og var eftir það á sjó samfellt í 30 ár. Snemma kom í ljós að allt lék að segja mátti í höndum hans, ekki sízt það sem við kom vélum og jámsmíði hvers- konar. Það var því sjálfgefið að á farkostinum var hann jafnan við vélina og einhver réttindi mun hann hafa hlotið til þessara starfa. Árið 1927 kvæntist Bjami ekkju, Sigurbjörgu Magnúsdóttur frá Hafnarfirði. Dóttir hennar frá fyrra hjónabandi er Magnea Jónína — Malla — og héldu þessi þrjú síðan heimili saman um tugi ára. Inn í þá mynd kom um skeið maður Möllu, Gísli óskar Guðmundsson, en hann féll frá fyrir aldur fram. Eftir að Bjami hætti á sjónum, vann hann fyrst stuttan tíma í vél- smiðjunni Jötni, en hóf síðan störf á vélaverkstæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Alltaf var honum þó sjómennskan minnisstæð og raunar ótrúlegt hve geysimikið hafði festzt í minni hans frá sjónum, bæði af samskiptunum við vinnufélagana og höfuðskepnurnar. En einnig líkaði honum vel vinnan og félag- amir hjá Rafmagnsveitunni og mun það hafa verið gagnkvæmt. Báðir aðilamir voru mjög ánægðir þegar svo samdist um að Bjami yrði þar í hálfu starfi eftir að hann var 75 ára. En árið 1975 var því lokið og mótlætið knúið dyra. Bjami fékk heilablæðingu og varð máttlaus vinstra megin. Heilsu Sigurbjargar konu hans var þá einnig tekið mjög að hraka. En í þessu sambandi frá- bað Malla sér hrósyrði um breytni sína gagnvart þessum hjálparþurf- andi hjónum, þótt ég skrifaði nokkr- ar línur um stjúpföður hennar. Bjarni var mikill hæfíleikamaður. Verkstjóri hans hjá Rafmagnsveit- unni, Guðlaugur Jakobsson, mat hann mikils og hefiir haldið sam- bandi við heimili hans fram á þenn- an dag. Til munnsins voru hæfíleikamir einnig áreiðanlega vel yfír meðal- lagi. Bjami hafði léttan húmor og oft vom tilsvör hans hnitmiðuð og eftirminnileg. Einnig var hann snyrtimenni hið mesta. Síðasta hálfa mánuðinn var hann á Landakotsspítala og er hér með þökkuð sú aðhlynning sem hann fékk þar. Hann fæddist í skammdeginu, en kveður nú um hásumar. Blessun Guðs fylgi honum. Magnús Jónsson + SÝTA DAL SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 26. júní. Inglbjörg Jóhannsdóttir og barnabörn hinnar látnu. t Eiginmaður minn, SVAVARGUÐNASON, listmálari, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Elrfksdóttir. + Eiginmaður minn GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, hæstaróttarlögmaður, Ölduslóð 44, Hafnarflröl, lést aö morgni 26. júnf í Borgarspítalanum. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna minna og annarra aðstandenda, Margrát K. Valdlmarsdóttir. HÆKKUN Á SJÓMANNAAFSlÆm FRÁ 1. JÚLÍ1988 Sjómannaafcláttur hœkkar hinn 1. jútí 1988 úr408kr. á dag í444 kr. á dag. Um meðferð sjómannaafsláttar skal bent á að hafa til hliðsjónar reglugerð um persónuafslátt og sjómannaafslátt nr. 79/1988, sem send hefur verið til allra launagreiðenda. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.