Morgunblaðið - 28.06.1988, Page 47

Morgunblaðið - 28.06.1988, Page 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 ATVINNUMENN ALLA LEID Ég leitaði til Skipadeildar Sambandsins þegar til stóð að flytja búslóðina heim frá Sviss - og ég sé ekki eftir því. Flutningurinn gekk fljótt og vel fyrir sig - frá húsdyrunum hjá mér í Luzern og heim að Dvergabakka í Breiðholti. Hér var frábært samspil traustra land- og sjóflutninga. Þetta voru atvinnumenn alla leið. 0 Té\SKIPADEILD « LINDARGÖTU 9A ■ PÓSTHÓLF 1480 121 REYKJAVÍK • SlMI 698100 Aðalfundur Sj ómannaf élags Reykjavíkur: Skorað á sljórnvöld að gefa fiskverð fijálst Á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavikur, sem haldinn var 22. júní, var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að leggja niður Verðlagsráð sjávarútvegsins og gefa fiskverð fijálst. Þá mót- mælti fundurinn setningu bráð- birgðalaganna og afnámi samn- ingsréttarins. í ályktunum fundarins segir, að þótt gengi krónunnar hafi verið fellt til að tryggja rekstrarskilyrði undirstöðugreina atvinnulífsins, þá hafí engar kröfur verið gerðar til atvinnurekenda um hagræðingu í rekstri. Mikil offj'árfesting sé í físk- iðnaðinum og rekstur margra frystihúsa vonlaus. Fundurinn lýsti undrun á sam- þykkt síðasta aðalfundar LÍÚ varð- andi afnám frjáls fískverðs. Skorað var á stjómvöld að leggja niður Verðlagsráð sjávarútvegsins og gefa fiskverð frjálst. Lýst var yfír vanþóknun á starfi fulltrúa Far- manna- og fiskimannasambandsins í Verðlagsráðinu. Einnig var stofn- un fiskmarkaða fagnað. Á aðalfundi Sjómannafélagsins var samþykkt áskorun til stjóm- valda um að hvika hvergi frá stefnu sinni í hvalveiðimálum íslendinga og að láta ekki undan þrýstingi erlendra þjóða eða öfgahópa. Fundurinn sendi frá sér ályktanir varðandi ýmis önnur hagsmunamál sjómanna. Krafist var lagasetning- ar um lokaða björgunarbáta í öll íslensk kaupskip og önnur skip með íslenskri áhöfn, ýmsum skattaálög- um á sjómenn var mótmæjt og skor- að á Sjómannasamband íslands að gera úttekt á tryggingum sjó- manna. Að lokum minnti fundurinn á nauðsyn eflingar íslenska kaup- skipastólsins og krafðist lagasetn- ingar um að eingöngu verði notuð íslensk kaupskip í reglubundnum strandferðum við landið. Hvaða forréttindagœi er þetta, þama í setustofunni? - Hann er í Arnarflugsklúbbnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.