Morgunblaðið - 28.06.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 28.06.1988, Síða 37
í;w:ti ?<•. wraAaiT.i,ai9fi ifctf WtyWiW 1'IWlpXfW fflHA TWWOM MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIFTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Endurvakning ættaveldanna habitat UNGU framkvæmdamennirnir sem komust til áhrifa i viðskipta- lífi Bandaríkjanna eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar eru nú margir hveijir að draga sig í hlé og afhenda nýrri kynslóð stjórnar- taumana. Hér fyrr á árum þekkt- ist varla annað hjá stórfyrirtækj- um en að stjórnendurnir bæru sömu nöfn og fyrirtækin, eins og Ford, Du Pont og Reynolds. Þetta breyttist smátt og smátt, fyrirtækin fóru að leita að ungum mönnum sem skarað höfðu fram úr í námi eða starfi. Þessir ungu menn á uppleið, eða „uppar“, komust síðar margir til metorða. Nú virðist hinsvegar sem ætt- ræknin sé víða að láta til sín taka á ný, og niðjar eða „pabbastrákar" eru famir að láta til sín taka í stjómum fyrirtækjanna. Tillitssamari gagnvart eigin fjölskyldu Curtis L. Carlson er stofnandi og aðal forstjóri fyrirtækisins Carlson Cos., sem rekur fjölda hótela og ferðaskrifstofa, fyrirtæki með 4 milljarða dollara veltu. Hann er 73 ára og vill fara að draga sig í hlé. Þegar er ákveðið hver tekur við af honum, en það er Edwin C. Gage, og svo vill til að Gage er tengdason- ur Carlsons. Þótt flestir viðurkenni að Gage hafi staðið sig vel sem rekstrarstjóri hjá Carlson Cos., viður- kennir hann sjálfur að tengslin við forstjórann hafi ýtt undir frama hans. Sjálfur orðar Carlson það svo: „Maður er tillitssamari gagnvart meðlimi fjölskyldunnar. í stað þess að spuija um ástæður fyrir því hvers vegna ætti að veita tengdasyni stöðu- hækkun, er spurt hversvegna ekki.“ Hjá Ford Motor Co. hefur enginn úr Ford-ættinni verið í áhrifastöðu undanfarin átta ár þótt ættin eigi enn 40% hlutafjár. Við eðlilegar að- stæður væri vart við því að búast að stjómandi útibús Ford í Sviss eða sölustjóri Lincoln-Mercury deildar- innar hlytu sæti. í aðalstjóm bíla- smiðjanna. Báðir vom þeir þó kosnir í stjómina í janúar s.l., og báðir bera þeir ættamafnið Ford: Edsel Ford II, sem er 39 ára, og William Clay Ford, 30 ára. Talið er líklegt að sá síðamefndi verði í framtíðinni aðal- forstjóri fyrirtækisins. Til góðs eða ills? í nýlegri könnun á 500 stærstu iðnfyrirtækjum Bandaríkjanna kom í ljós að 175 þeirra voru fjölskyldu- fyrirtæki, það er fyrirtæki í eigu eða undir stjóm einnar fjölskyldu. Oft hefur þetta gefizt vel eins og sagan sýnir. En þegar fram í sækir geta komið upp fjölskyldudeilur, og einnig getur það haft slæm áhrif á dugandi og hæfa undirmenn sem látnir em sitja á hakanum þegar aðrir, með sama ættamafn og forstjórinn, fá stöðuhækkanir. Wang Laboratories er dæmigert fyrir yngri fjölskyldufyrirtækin í Bandaríkjunum. An Wang stjómar- formaður, sem nú er 68 ára, stofn- aði þetta tölvufyrirtæki árið 1955. Hann fékk hóp virtra og hæfra sér- fræðinga sér til aðstoðar við rekstur- inn. En þegar að því kom að velja nýjan aðalforstjóra í stól stofnandans í fyrra, skipaði Wang son sinn, Fred- erick Wang, 36 ára, í stöðuna. Sonur- inn hafði áður stjórnað þróunardeild fyrirtækisins. Stöðuveitingin kom á óvart, því margir töldu Frederick' ábyrgan fyrir markaðssetningu illa hannaðs ritvinnslutækis, sem leiddi til tveggja ára tapreksturs og svipti Wang Laboratories fomstunni á markaðnum. Þótt Frederick Wang sé nú talinn hafa staðið sig vel sem forstjóri leiddi ráðning hans til þess að fjöldi fagmanna sagði upp störf- um. Starfsmenn smitast af metnaði En fjölskylduumsjá getur verkað mjög hvetjandi á vömvöndun og komið fyrirtækjum til góða á margv- íslegan hátt. Forstjóri sem ber sama nafn og fyrirtækið á oft greiðari leið að viðskiptavinum. Og sérfræðingar TENGDASONUR — Edwin Gage (til hægri) er að taka við stjórn Carlson Cos. af tengdaföður sínum Curtis Carlson. MIKIL„GÆÐI“ I ÁGT \/FRF)“ I STJORN — Edsel Ford II og William Clay Ford vom í janúar kjömir í aðalstjórn Ford- bílasmiðjanna. Líklegt er talið að William eigi eftir að hljóta stöðu aðalforstjóra fyrirtækisins sem langafi þeirra stofnaði. segja að starfsmenn smitist oft af fjölskyldumetnaði stjómendanna, og kunni að meta það atvinnuöryggi sem venjulega ríkir í fjölskyldufyrir- tækjunum. Ivan Lansberg prófessor í skipulags og rekstrarfræðum við Yale háskóla hefúr um sex ára skeið verið að kynna sér rekstur fjölskyldu- fyrirtækja. Yfírleitt segir hann að þar sé horft lengra til framtíðarinn- SONUR — John McDonn- ell er tekinn við stjórn flugvéla og eldflauga smiðjanna McDonnell-Douglas, sem faðir hans stofnaði, af frænda sínum Stanford McDonnell. ar, vinnuskilyrði séu þar betri, vinnu- andi góður, og „þeir leggja sig mun meira fram við vömvöndun vegna þess að nafn forstjórans er á fram- leiðslunni." Að öllu samanlögðu seg- ir Lansberg að „íjölskyldufyrirtæki sem ganga vel em sannarlega góð fyrirtæki." Heimild: Business Week. KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF LAUGAVEG113 SÍMI: 91-625870 KARCHER 570 HÁÞRÝSTID/ELAN Skfnandi hreint-teikamfítétt Hlaðin kostum og spennandi fylgihlutum: • 20 x meiri þrýstingur en úr garðslöngu • hraðari og betri hreingerning 85% minni vatnsþörf • sápa sem mengar ekki umhverfið • þvottabursti, hentugur fyrir bílinn • snúningsskaft með handhægu gripi • 10m háþrýstislanga • sápuskamrhtari Aukahlutir: • snúningsstútur sem gefur 30% aukningu á þrýstingi og 7x meiri vinnuhraða • sandblástur, garðúðari, undirvagnsþvottaskaft ofl. SAPA SNUNINGSSKAFT RAFVERHF SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.