Morgunblaðið - 28.06.1988, Side 31

Morgunblaðið - 28.06.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 31 Glæný Airbus-flugvél hrapaði á flugsýniním Zllrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FRANSKA flugfélagið Air Fran- ce og breska flugfélagið British Airways stöðvuðu flug með A320 Airbus-flugvélum á sunnudag eftir að vél Air France af þeirri gerð hrapaði á flugsýningu í Habsheim í Frakklandi skammt norðan við Basel í Sviss. Talið er að 133 hafi lifað slysið af en 3 látist. 20 slösuðust alvarlega. 32 voru enn á sjúkrahúsi í grennd við slysstað í gær. Engin skrá er til yfir farþegana þar sem þeir voru gestir eða höfðu unnið flugferðina í verðlaun. Þetta var fyrsta flugferð margra þeirra. Þúsundir manna fylgdust með vélinni þegar hún kom fljúgandi rétt fyrir klukkan þijú frá Mul- house-Basel alþjóðaflugvellinum sem er um 25 km frá Habsheim. Hún flaug lágt og hægt með hjólin niðri og virtist helst ætla að lenda, samkvæmt upplýsingum eins áhorf- anda. Hún hvarf sjónum fólksins yfír skógi við norðurenda Habs- heim-flugbrautarinnar, sem er að- eins ætluð litlum vélum. Nokkrum sekúndum síðar heyrðist sprenging og svartur reykjarmökkur steig úr skóginum. Vitni sögðu að allar dyr vélarinn- ar hefðu opnast strax eftir að hún hrapaði og fólk hefði henst út. Það hljóp inn í skóginn til að forða sér frá flakinu. Bróðurpartur vélarinn- ar brann til kaldra kola. Flugstjór- inn, Michel Hasseline, fékk áfall og skurð á ennið. Hann sagði einum björgunarmanna að hann hefði reynt að auka kraft vélarinnar fyr- ir slysið en hún hefði ekki tekið við sér. Hann hefur séð um þjálfun flugmanna á A320-vélamar. Vélin tekur 150 farþega og er ætluð til flugs á stuttum flugleiðum. Franz Josef Strauss, stjómar- formaður Airbus-samsteypunnar, sagði í gær að flugmennimir hefðu væntanlega valdið slysinu með því að fljúga vélinni of hægt. Hann telur útilokað að tæknibúnaður vél- arinnar hafi bilað og á von á að vélar sem hafa verið stöðvaðar verði teknar í notkun von bráðar. Flug- sérfræðingar sem mættu á slysstað í gær sögðu hins vegar að vélar flugvélarinnar hefðu kannski gefíð sig á mikilvægu augnabliki. Þeir töldu mögulegt að tölvukerfi vélar- innar hefði valdið slysinu. Aðeins sex Airbus-vélar af gerð- inni A320 hafa verið afhentar það sem af er. Vélin sem fórst var þriðja vél Air France. Flugfélagið fékk hana afhenta á fimmtudag. Air Inter, sem flýgur innanlands í Reuter Flak Airbus-vélarinnar í skóginum skammt frá flugvellinum i Habs- heim. Farþegarými véiarinnar brann til kaldra kola. Frakklandi, á eina vél og British Airways tvær. Þær em tölvuvæddar og eiga að vera búnar mjög full- komnum tæknibúnaði. Flugvélstjór- um er talið ofaukið í áhöfnum þeirra og tveir flugmenn fljúga þeim. Fé- lag franskra flugmanna hefur hótað verkfallsaðgerðum gegn Air Inter vegna þessa. Þeir álíta að þrír flug- Manigat í Evrópuferð Madrid, Reuter. LESLIE Manigat, fyrrverandi forseti Haiti, lagði i gær upp í mánaðarferð um Evrópu og hét þvi um leið að vinna að endur- reisn lýðræðis á Haiti. Manigat var steypt frá völdum fyrir viku og hefúr dvalið eftir það í Miami. Hann kom við í Madrid á leið sinni á fund kristilegra demó- krata í Róm og þaðan ætlar hann að heimsækja höfuðborgir nokkurra Vestur-Evrópuríkja. Tilgangurinn með för hans er að efla andstöðuna gegn yfirmanni herstjómarinnar, Henri Namphy. Manigat sagði að valdarán hersins hefði vakið ótta hjá þjóðinni og að viðbrögð almenn- ings kæmu fljótt í ljós. Stjóm sín hefði barist gegn spillingu, ólögleg- um inn- og útflutningi og eiturlyfja- dreifingu og reynt að ijúfa tengsl lögreglunnar og hersins. Herinn hefði ekki stutt þessar aðgerðir og því hefði hann steypt stjóminni. Moskvu. Reuter. Verkfallsmenn í Nagorno- Karabakh-héraðinu í sovézka lýð- veldinu Azerbajdzhan sneru langflestir til vinnu í gær eftir fjögurra vikna allsheijarverkfall, sem aflýst var um helgina. Efnt var til verkfallsins til þess að leggja áherzlu á kröfu íbúa Nag- omo-Karabakh um að héraðið yrði sameinað Armeníu en íbúar þess eru flestir Armenar. Stjórnmálaskýr- endur höfðu sagt að verkfallið væri vatn á myllu andstæðinga umbóta- stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, og að það kynni að koma sér illa fyrir hann ef því lyki ekki fyrir fjögurra daga ráðstefnu sovézka kommúnistaflokksins, sem hefst í Moskvu í dag. Verkfallinu var aflýst á fjölmenn- um útifundi í Stepanakert, helztu menn verði að vera um borð. Air France tilkynnti í apríl um raf- magnstruflanir í A320 sem var í sínu fyrsta flugi yfir París. 319 vélar af þessari gerð eru í pöntun hjá framleiðeindum Airbus. Bret- land, Frakkland, Vestur-Þýskaland og Spánn framleiða vélamar sam- eiginlega í Toulouse í Frakklandi. rw. Fjölbreytt úrval afsöndulum og skóm. Aðeins fyrsta flokks vara. Gjörið svo vel og lítið við í skóbúð okkar í Lækjargötu 6a skóbúð, Lækjargötu 6a, sími 20937. jm CÍSLI FEBDINANDSSON HF Verkfalli aflýst í Nagorno-Karabakh: Hvatt til stuðnings við umbætur Gorbatsjovs borg Nagomo-Karabakh, á laugar- dag. Á fundinum hvöttu helztu forsprakkar verkfallsins menn til þess að lýsa yfir stuðningi við um- bótastefnu Gorbatsjovs með því að snúa aftur til starfa. Yfirvöld í héraðinu hafa ekki horf- ið frá kröfunni um að það verði sam- einað Armeníu. í síðustu viku lagði stjóm héraðsins til að það yrði sagt úr lögum við Azerbajdzhan og sett undir beina stjóm frá Moskvu meðan verið væri að finna lausn á deilunni um sameininguna við Armeníu. Embættismaður í Stepanakert sagði í samtali við Eeuters-frétta- stofuna í gær að allt líf væri að færast í eðlilegt horf í borginni. Flestallar stofnanir og fyrirtæki væru tekin aftur til starfa. Veitinga- hús hefðu opnað og almenningsvagn- ar ækju aftur eftir margra vikna hlé. Fengum eina sendingu af GRAM KF-195 og KF-344 á einstöku verði. GRAM kæliskáparnir eru glæsilegir, sterkir og hagkvæmir, - og þola samanburð um það sem máli skiptir. VAREFAKTA, vottorð dönsku neyt- endastofnunarinnar, um kælisvið, frystigetu, ein■ angrun, gangtíma vélarog orkunotkun fylgiröll- um GRAM tækjum. Lftum nánar á kostina. + frauðfyllt (massíf) hurð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. + burðarmiklar færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. + 4-stjörnu frystihólf, aðskilið frá kæli- hlutanum (minna hrím). + góð einangrun (sparneytni), sjálfvirk þíðing, stílhreint og sígilt útlit. Láttu þessi kostakaup þér ekki úr greipum ganga. Veldu GRAM-það borgarsig verðsins vegna, gæðanna vegna. 3ja ára ábyrgd GRAM KF-195 161 Itr. kælir + 34 Itr. frystir hæð 106,5 breidd 55,0 dýpt 60,6 (sá söluhæsti í Danmörku) Rétt verð kr. 33.700 Verð nú kr. 24.700 (stgr. 23.465) GRAM KF-344 198 Itr. kælir +146 Itr. frystir hæð 175,0 breydd 59,5 dýpt 62,1 sannkallað forðabúr heimilisins Rétt verð kr. 64.770 Verð nú kr. 55. 770 (stgr. 52.980) £anix HÁTUNI 6A SlMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.