Morgunblaðið - 28.06.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 28.06.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 27 Forseti Islands heim- sækir Þýskaland FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, hefur þegið boð dr. Richard von Weizacker, forseta Sambandslýðveldisins Þýska- lands, um að koma í opinbera heimsókn dagana 3.— 9. júlí n.k. í fylgd með forseta íslands verða Steingrímur Hermannsson, ut- anrikisráðherra og Edda Guð- mundsdóttir, Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri og Ragnheiður Hafstein, Kornelíus Sigmunds- son, forsetaritari og Inga Her- steinsdóttir. Tekið verður á móti forseta og fylgdarliði á Köln/Bonn flugvelli og þaðan flogið með þyrlum til gesta- bústaðar þýsku ríkisstjórnarinnar. Daginn eftir verður viðhafnarmót- taka við embættisbústað Þýska- landsforseta í Bonn og að því loknu leggur forseti íslands blómsveig á minnisvarða um fómarlömb styij- alda. Að lokinni móttöku hjá borg- arstjóranum í Bonn skoðar forset- inn hús það sem Beethoven fæddist í. Þá mun foreti heimsækja þýska sambandsþingið og hitta þar að máli dr. Philipp Jenninger, þingfor- seta. Þriðjudaginn 5. júlí hittir forseti Islands dr. Helmut Kohl, kanslara, og snæðir hádegisverð í boði hans. Að því loknu heimsækir forseti iðn- aðar— og verslunarráð Þýskalands, en þar mun Steingrímur Hermanns- son utanríkisráðherra, halda fyrir- Iestur um viðskipti landanna. Síðdegis verður haldið til Kölnar þar sem skoðuð verður glerlistasýn- ing og farið að gröf Jons Sveinssn- ar, Nonna. Um kvöldið tekur for- seti á móti íslendingum búsettum í Vestur—Þýskalandi. Að morgni 6.maí verður flogið til Berlínar en þar tekur borgar- stjóri á móti forseta. Skoðuð verða söfn og forseti mun sitja hádegis- verðarboð borgarstjóra í Charlott- enborgarhöll. Um kvöldið verður síðan farið í leikhús. Daginn eftir liggur leiðin til Frankfurt þar sem varaforseti Hessen—ríkis tekur á móti forseta. I hádeginu tekur forsetinn síðan þátt í móttöku Útflutningsráðs ís- lands og íslenskra fyrirtækja fyrir þýska viðskiptavini. Þar verður íslenskur matur á bostólum og kynning á íslenskum vörum og ís- landi sem ferðamannalandi. Til Hamborgar verður haldið að morgni föstudagsins 8.júlí þar sem borgarstjórinn tekur á móti forset- anum og þar verður aftur efnt til. móttöku á vegum Útflutningsráðs og íslenskra fyrirtækja. Síðdegis verður forsetinn síðan viðstaddur landsleik íslands og Vestur— Þýskalands í handknattleik. Að morgni laugardagsins 9. júlí mun forseti taka þátt í umræðu- fundi um bókmenntir, kvikmyndir og leiklist í Kaþólsku Akademíunni í Hamborg, en auk forseta munu taka þátt þekktir íslenskir og þý- skir leikstjórar. Forseti mun síðan fara í skoðunarferð um borgina og að síðustu hitta íslendinga búsetta í Norður—Þýskalandi í boði íslend- ingafélagsins í Hamborg. Með í ferðinni verður íslenskur blásarakvintett og mun hann leika í ráðhúsinu í Bonn, móttöku forseta fyrir íslendjnga í Bad Godesberg, móttökum Útflutningsráðs f Frank- furt og Hamborg, auk þess sem hann mun halda tónleika í Berlín og Hamborg. (Úr fréttatilkynningTi.) Frá sumartónleikunum í fyrra: Michael Shelton og Helga Ingólfsdóttir leika i Skálholtskirkju. Fjórtándu sumartón- leikarnír í Skálholti Nýtt kórverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson frumflutt ÁRLEGIR sumartónleikar í Skálholtskirkju verða haldnir fjórar helgar í júlí og ágúst. Þetta eru fjórtándu sumartónleikarnir og hefjast þeir laugardaginn 2. júlí en lýkur um verslunarmannahelg- ina. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öilum heimiU. Að sögn forsvarsmanna sumar- tónleikanna verða alls haldnir þrettán tónleikar með átta mismun- andi dagskrám. Á laugardögum eru haldnir tvennir tónleikar kl. 15 og 17 en á sunnudögum eru seinni tónleikar laugardagsins endurtekn- ir kl. 15. Tónlist af efnisskrá helgar- innar er einnig flutt við messu á sunnudögum kl. 17. Sú hefð hefur skapast að tónlist- armenn æfa saman f Skálholti f viku fyrir hveija tónleika. Lögð er sérstök rækt við samleik og sam- vinnu við tónskáld þegar því er að skipta. Tónlistin ómar því í Skál- holtskirkju allan þann mánuð sem hátíðin stendur og hefur undanfarin ár vakið athygli þess fjölda ferða- manna sem á sumardegi heimsækir Skálholt. Flutningur barokktónlistar hefur Sameining allra hreppa í eitt sveitarfélag felld SAMEINING allra hreppa Dala- sýslu f eitt sveitarfélag náði ekki fram að ganga f almennum kosn- ingum, sem fram fóru samhliða forsetakosningunum um helgina. Þrfr hreppar, Laxárdalshreppur, Hvammssveit og Fellsstranda- hreppur samþykktu sameining- una, en fimm hreppar, Hörðu- dals-, Miðdala-, Haukadals-, Skarðs-, og Saurbæjarhreppur voru á móti. Samtals voru 707 á kjörskrá og 586 greiddu atkvæði eða 82,9%. 320 sögðu já eða 54,14% þeirra sem atkvæði greiddu, en á móti voru 256 eða 43,7%. Tólf seðlar voru auðir og ógildir. í hveijum hreppi fyrir sig féllu atkvæði þannig að í Hörðudalshrepp voru 21 á móti sameiningu en 10 með. Á kjörskrá voru 35 og 31 greiddi atkvæði. í Miðdalahrepp voru 46 á móti sameiningu en 26 með og 3 atkvæði voru ógild. Á kjörskrá voru 99 og 75 greiddu atkvæði. í Haukadalshrepp voru 42 á kjörskrá og 37 greiddu atkvæði. 20 voru á móti sameiningu en 17 meðmæltir henni. í Laxárdalshrepp voru 278 á kjörskrá og greiddu 230 atkvæði. 193 voru með sameiningu, 31 á móti og sex seðlar ógildir. I Hvamms- sveit voru 69 á kjörskrá og greiddu 58 atkvæði. 31 voru með sameiningu og 27 á móti. f Fellsstrandahrepp voru 66 á kjörskrá og greiddu 57 atkvæði. Sameiningin var naumlega samþykkt með 29 atkvæðum gegn 28.1 Skarðshrepp voru 37 á kjörskrá og 33 sem greiddu atkvæði. 6 voru með sameiningu og 26 á móti og einn seðill ógildur. 81 voru á kjör- skrá í Saurbæjarhrepp og 65 greiddu atkvæði. Átta voru með sameiningu, 57 á móti og 2 seðlar ógildir. DALASYSLA: Hreppar og fjöldi íbúa, l.des. 1987 Morgunblaðið/ GÓI Skynsamleg rök hafa orðið að víkja „Á vissan hátt harmar maður þessa niðurstöðu. Ég hef stutt sam- einingu af því að ég tel að hún sé eitt af okkar stærstu framfaramál- um, ef litið er til íbúaþróunar undan- farinna ára og ástandsins í atvinnu- málum. Það verður að viðurkennast að í þessu máli hafi tilfinningar ver- ið Iátnar ráða ferðinni og skynsamleg rök orðið að víkja," sagði Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti í Laxár- dalshrepp, þar sem Búðardalur er, í samtali við Morgunblaðið um þessa niðurstöðu. Hann sagði að sfðustu tvo til þijá dagana fyrir kosningamar hefði tek- ist að búa til grýlu úr þéttbýlinu. Það væri sérstök ástæða til þess að harma það, þar sem það væri út í hött að skilja þannig á milli ibúa á þessu svæði. Hann sagðist vonast til að viðræður hæfust á næstunni milli þeirra þriggja sveitarfélaga sem samþykktu sameininguna, en of snemmt væri að fullyrða hvort af sameingu þeirra yrði. „Við erum tilbúnir til þess að bíða eftir þeim sem börðust á móti sam- einingunni og íbúar Laxárdalshrepps eru tilbúnir til þess að gera hvað sem er til þess að styrkja byggð í Dala- sýslu. Rökin fyrir sameiningu eru áfram fyrir hendi. Til dæmis stendur smæð sveitarfélagana í vegi fyrir verkefnatilfærslu frá rikinu og spumingin stendur um það hvenær menn eru tilbúnir til þess að laga sig að nýjum og breyttum tímum," sagði Sigurður ennfremur. Fólk ekki tilbúið í svo miklar breytingar „Ég hef ekki verið talsmaður sam- einingar hreppanna að sinni, þar sem ég tel hana ekki tímabæra og hefði verið ánægðastur með ef atkvæða- greiðslunni hefði verið frestað," sagði Kristján Sæmundsson, hrepsstjóri að Neðri-Brunná í Saurbæjarhreppi f samtali við Morgunblaðið. „Að mínu áliti var fólk ekki tilbúið til að gera svona miklar breytingar af því það lágu ekki fyrir neinir ótvíræðir kost- ir sameiningar, sem hægt var að benda á,“ sagði hann ennfremur. Varðandi það atriði að sveitarfé- lögin væru of smá til þess að geta tekið við verkefnum frá ríkinu, sagði Krisfján að það atriði hefði verið í umræðunni nokkuð lengi. Ýtt hefði verið undir það að flytja verkefni, en ekki hefði verið eins öruggt með tekjumar sem ættu að koma á móti til sveitarfélaganna. „Ég á alveg eins von á því að það geti komið til sam- einingar hreppanna í framtíðinni, en það er háð því hvort byggðaþróun verður með sama hætti og verið hef- ur. En þá er æskilegast að fara sér hægar og ná góðri samstöðu um breytingar áður en efnt er til at- kvæðagreiðslu," sagði Kristján að lokum. frá upphafi verið í öndvegi og hefur á sfðustu árum myndast vísir að kammersveit þar sem allir meðlimir leika á barokkhljóðfæri. Þau em nokkuð frábmgðin nútímahljóð- fæmm bæði hvað varðar leikmáta og túlkunarmöguleika. Ásamt barokktónlist skipar fslensk samtímatónlist stóran sess í_ efnisskrá sumartónleikanna. Árlega er íslenskt tónskáld kynnt sérstaklega. Tónleikamir helgina 9,—10. júlí verða tileinkaðir Þorkatli Sigur- bjömssyni í tilefni af fímmtugs- afmæli hans. Um þessar mundir er tónskáldið að leggja síðustu hönd á nýtt kórverk sem frumflutt verður af sönghópnum Hljómeyki. Nokkrir hljóðfæraleikarar koma gagngert að utan til þess að leika í Skálholti. Það em þau: Josef Ka- Cheung-Fung gítarleikari og tón- skáld, Manuela Wiesler flautuleik- ari, Éinar Grétar Sveinbjömsson fíðluleikari og Ann Wallström en hún hefur sérhæft sig í leik á barokkfíðlu. Auk þeirra tekur fjöldi íslenskra söngvara og hljóðfæra- leikara þátt í hátíðinni. Jafnframt tónleikahaldi verður haldið námskeið í túlkun barokktón- listar vikuna 18.—23. júlf. Leið- beinendur yerða Ann Wallström barokkfíðluleikari og Helga Ingólfs- dóttir semballeikari. Sumartónleikamir í Skálholti em styrktir af Menntamálaráðuneyt- inu, Menningarsjóði Sambandsins og þjóðkirkjunni. Auk þess hafa mörg fyrirtæki veitt hátíðinni stuðning. Mynduð hafa verið sam- tök til styrktar sumartónleikunum og nefnast þau Collegium Musicum. (Úr fréttatilkynningu.) Félagsvísinda deild HÍ: Skipaður lektor í að- ferðafræði Menntamálaráðherra hefur skipað dr. Þorlák Karlsson lektor í aðferðafræði við Félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Þorlákur hafði áður fengið bestu með- mæli dómnefndar um hæfni um- sækjenda um stöðuna og meiri- hlutastuðning á deildarfundi i Félagsvísindadeild. Fimm sóttu um lektorsstöðuna, og var dr. Þorlákur dæmdur þeirra hæfastur til að gegna henni. Á fundi í Félagsvísindadeild fékk Þorlákur 14 atkvæði af sextán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.