Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 48

Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 t Eiginkona mín, ÓLÍNA JÓNSOÓTTIR, andaöist á heimili okkar, Cleveland, Ohio, 14. júní. Fyrir mína hönd, barna og barnabarns, Magnús Ó. Magnúsaon. t Ástkær eiginmaöur minn, JÓNAS GUÐMUNDSSON rithöfundur, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 19. júní nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Slysavarnafélag fslands. Jónína H. Jónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, JANUS GUÐMUNDSSON, Hlíöarbraut 10b, Hafnarfiröi, áður Hafnargötu 41, Keflavík, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 18. jní kl. 15.00. Friörika Frióriksdóttir, Lára Janusdóttir, Guölaugur B. Þóróarson. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi, bróöir og mágur, SVEINBJÖRN EGILSSON, Otrateigi 10, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn þann 19. júní kl. 13.30. Fyrir hönd annarra aöstandenda og vina, Guöný Sveinbjörnsdóttir, Mekkínó Björnsson, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Þóröur Jónsson, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, Gretar fvarsson, Björn Mekkinósson, Sveinbjörn Þóröarson, Þorsteinn Egílsson, Alda Jónsdóttir. t Viö þökkum hjartanlega samúö og vinsemd sem okkur hefur veriö sýnd viö andlát föður okkar, PÉTURS GUÐMUNDSSONAR, póstmanns, Hermann Pótursson, Sveinbjörg Pétursdóttir, Gunnar Pétursson, Sigurdis Pétursdóttir, og aðrir aöstandendur. t Þökkum vinarhug og samúöarkveöjur viö andlát og útför HILDAR JÓNSDÓTTUR, hannyrðakennara, Guöríöur Helgadóttir, Hilmar Sigurjón Petersen, Siguröur G. Sigurösson, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu okkar, (GUÐJÓNÍU) ÞÓRU KRISTINSDÓTTUR, Bogahlíö 7 Bergljót Einarsdóttir, Pétur Eggertsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúö vegna andláts og jarðarfarar, GUÐNA BRYNJÓLFSSONAR, Tjarnargötu 6, Keflavík, Guö blessi ykkur öll. Þórhildur Ingibjörg Sölvadóttir og börn. Minning: Janus Guðlaugs- son vélstjóri Faeddur 6. janúar 18% Dáinn 9. júní 1985 Þriðjudaginn 18. júní verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði Janus Guðmundsson, vélstjóri frá Keflavík. Janus afi fæddist að Hæðarenda þann 6. janúar 1896. Foreldrar hans voru Guðmundur Árnason, ættaður af Vatnsleysuströnd, og Sveinsína Jónsdóttir frá Lamb- haga í Mosfellssveit. Einn bróður átti Janus er Jón Einar hét og var fjórum árum eldri. Ungur tapaði Jón Einar heilsu sinni og dó tvítugur að aldri. Þegar ég minnist afa og þess sem mér hefur verið sagt um hann, þá er það á þessa leið: að ungur varð hann að taka þátt í hinu daglegu störfum eins og æsk- an í kringum aldamót. Daginn eft- ir að hann fermdist í Kálfatjarna- kirkju hélt hann með föður sínum til Austfjarða. Þangað leituðu suðurnesjamenn gjarnan eftir sumarvinnu, og aðallega var það sjómennska og fiskvinna. Þó svo að hann hafi verið næstu 4 sumur fyrir austan, þá reyndi hann og fyrir sér skútulíf á haust- og vetr- arvertíðum syðra og komu fljót- lega í ljós sjómannshæfileikar hans. Þetta varð til þess, að honum var boðið að ganga í félag ásamt sex reyndum sjómönnum til að stofna og hefja útgerð. Um haust- ið keyptu þeir síðan bátinn mb. Huldu, en skipstjóri á þeim bát var Magnús Pálsson frá Keflavík. Ári síðar, eða 1916, fór Janus til Reykjavíkur og lærði vélstjórn og varð síðan vélstjóri á mb. Huldu. Minna skipstjórnarpróf tók hann þó einnig og hljóp oft í skarðið sem formaður ef á þurfti að halda. Hann var ákaflega handfljótur að draga og leggja línu og varð fljótt eftirsóttur meðal útgerðarmanna þó svo að hann væri fyrst og fremst vélstjóri. Árið 1919 giftist Janus eftirlif- andi konu sinni, Friðriku Sigur- veigu Friðriksdóttur. Hún er ætt- uð úr Höfnunum, og voru foreldr- ar hennar Friðrik Gunnlaugsson, fæddur í Hólshúsum, og Sigurveig Ketilsdóttir, fædd að Seljalandi. Þau hófu búskap í litlu húsi í Keflavík, sem byggt var af þeim feðgum, Janusi og Guðmundi, á hæðinni skammt frá Hlíðarenda. Seinna byggði hann myndarlegt steinhús að Hafnargötu 41. Þar gerðu þau hjónin „garðinn fræg- an“ í orðsins fyllstu merkingu. Garður þeirra þótti afburða fal- legur og fengu þau á sínum tíma viðurkenningar fyrir. Eftir að Janus hætti sem vélstjóri á bát tók hann við vélstjórn hjá ísfélagi Keflavíkur. Þar vann hann í 33 ár samfleytt. Þá tók hann við hús- varðarstöðu í Æskulýðsheimilinu að Austurgötu 13 í Keflavík. Það hús stendur á æskustöðvum hans. Þar vann hann ötult starf og kunni æskan vel að meta góðleika hans, lipurð og hlýju. Þau Friðrika og Janus áttu eina dóttur, Sjöfn Láru. Eftir að aldur færðist yfir þau hjónin, fluttust þau árið 1977 til Hafnarfjarðar. Friðrika býr enn á Hlíðarbraut 10B, en Janus var vistmaður að elli- og hjúkrun- arheimilinu Sólvangi síðustu 6 ár ævi sinnar. Þar fékk hann frá- bæra umönnun sem lengi verður í minnum höfð hjá aðstandendum hans. Rósir fölna falla í mold flögra blöð til skýja. Ólgar lífið elur fold aðra rós upp nýja. (H.M.) Æviskeiði manns má líkja við fallna rós. Rós sem vex og blómstrar og skartar sínu feg- ursta svo menn hafa unun af. En það kemur að því að hún fellir blöð sín og deyr. En þrátt fyrir þetta heldur lífið áfram, því af sama stofni vex önnur rós, og í stað þessarar einu hefur rósunum nú heldur fjölgað en fækkað. Rósin er þögul en traust og -1 EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Fichtel & Sachs verksmiöjurn- ar vestur-þýsku eru leiðandi framleiöendur á gas- og olíufyllt- um höggdeyfum í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra bifreiöa. Hjá Fichtel & Sachs sitja gæðin í fyrirrúmi, enda nota Mercedes Benz, BMW, SAAB, Volvo og nær 40 aðrir vandfýsnir bifreiða- framleiðendur Sachs höggdeyfa í bifreiðar sínar. Eigum fyrirliggjandi höggdeyfa í algengustu gerðir evrópskra og japanskra fólksbíla. ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA ALLA FÁANLEGA HÖGGDEYFA í FÓLKS-, VÖRU- OG LANGFERÐABIFREIÐAR. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKIN N FYRIR SACHS HÖGGDEYFA SACHS suðurlandsbraut 8 sími 91-84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.