Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1985 Bridge Arnór Ragnarsson Sumarbridge 1985 58 pör mættu til leiks sl. fimmtudag í sumarbridge. Spil- a5 var í riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör): A) Baldur Árnason — stig Sveinn Sigurgeirss. 260 Guðmundur Kr. Sigurðsson — Lárus Hermahnsson Alfreð Kristjánsson — 254 Skúli Ketilsson Vilhjálmur Sigurðsson — 252 Þráinn Sigurðsson B) Ragnar Magnússon — 245 Valgarð Blöndal Hrólfur Hjaltason — 192 Kristján Blöndal 181 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 176 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 175 €) Brynjólfur.Gestsson — Stefán Garðarsson 182 Anton Sigurðsson — Þorvaldur óskarsson 178 Björn Halldórsson — Hjálmtýr Baldursson 172 Ingólfur Lilliendahl — Jón Björnsson 171 D) Ragnar Ragnarsson — Stefán Oddsson 207 Karl Logason — Svavar Björnsson 195 Óli Valdimarsson — Þorsteinn Erlingsson 189 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 177 Meðalskor í A var 210 en 156 í B—C og D-riðlum. Og efstu spilarar eftir 4 kvöld í sumarbridge eru: Ragnar Ragnarsson 8 Stefán Oddsson 8 Óskar Karlsson 7 Baldur Ásgeirsson 6 Magnús Halldórsson 6 Baldur Bjartmarsson 5 Hrólfur Hjaltason 5 Kristján Blöndal 5 Alls hafa 80 spilarar nú þegar hlotið vinningsstig (3-2-1) á þessum 4 spilakvöldum, sem lok- ið er. Þar af eru 14 kvenmenn. Alls hafa um 220 pör mætt til leiks fyrstu 4 kvöldin, sem gerir um 55 pör á kvöldi að meðaltali. Það er heldur lakara hlutfall en meðaltal síðustu sumra. Meðal- tal 1984 var 57 pör á kvöldi (met- þátttaka) og meðaltal 1983 var um 55 pör (rúmlega) á kvöldi. Spilað verður að venju næsta fimmtudag og minnt er á, að húsið opnar fyrir kl. 18.00. Vestfjarðamót Helgina 7. — 9. júní var haldið Vestfjarðamót í sveitakeppni. Um svæðamót var að ræða og var í ár spilað á Tálknafirði. Metþátttaka náðist, alls 15 sveit- ir frá sex félögum á svæðinu; Is- afirði, Bolungarvík, Þingeyri, Tálknafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Aðbúnaður var hinn ágætasti á mótsstað og vel séð fyrir þörfum aðkomumanna. Keppnin gekk mjög vel, spilað- ir voru stuttir leikir, 8 spil, allir við alla. Heimamenn byrjuðu vel og eftir föstudagskvöldið leiddi sveit Jóns H. Gíslasonar, en Friðrik Runólfsson, Hólmavík, fylgdi fast á eftir. Á laugardag voru spilaðir 8 leikir, þar af 6 i striklotu svo að segja og reyndi þá mjög á út- haldið. Eftir 12 umf. af 15 var sýnt að 3 sveitir berðust um titil- inn; sveit Rögnvalds, Bolungar- vík, Gunnars, Þingeyri, og Páls, ísafirði. Segja má að úrslit hafi ráðist í síðustu spilum, því inn- byrðis leikir efstu sveita juku á spennuna. Úrslit í mótinu urðu þessi, efstu sveitir: 1. Rögnvaldur Ingólfsson, Bol- ungarvík 276 I sveitinni voru, auk fyrirliða; Jón F. Gunnarsson, Hafsteinn Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Bragi Hauksson. Skipun sveitarinnar fullnægði ekki skilyrðum sambandslaga og heldur sveitin því sæti og stig- um, en var úrskurðuð frá titli og verðlaununum. Vestfjarðameist- ari varð því: 2. Páll Áskelsson, ísafirði 267 í sveitinni eru, auk Páls: Ása Loftsdóttir, Guðmundur M. Jónsson, og Grímur Samúelsson. 3. Gunnar Jóhannesson, Þing- eyri 265 Og með honum; Guðmundur F. Magnússon, Sæmundur Jó- hannsson og Tómas Jónsson. 4. Kristján Haraldsson, ísafirði 256 5. Jón H. Gíslason, Tálknafirði 251 6. Þorsteinn Geirsson, tsafirði 236 7. Guðlaug Friðriksdóttir, Tálknafirði 232 8. Friðrik Runólfsson, Hólmavík 226 í sveit Páls og Gunnars eru í orðsins fyllstu merkingu gam- alkunn nöfn og er árangur sveit- anna glæsilegur, þótt ekki kæmi hann á óvart Keppnisstjóri var Hermann Lárusson, og var verkið greið- unnið, þótt skiptingar væru örar. Lítil tilefni valda ekki löngum eftirmálum fyrir vestan. (Hermann L) Mikill spilaáhugi í Reykjavík Þátttaka í Sumarbridge í Reykjavík hefur verið með ein- dæmum góð, það sem af er. Fyrstu 3 kvöldin í Sumarbridge í Borgartúni 18, hafa samtals 170 pör spilað. Það gerir að meðal- tali 57 pör á kvöldi. Hjá Skag- firðingum hafa 86 pör spilað á sama tíma, þannig að vikulega hafa rúmlega 85 pör spilað. Er upp verður staðið í lok sumars, munu tæplega 1.500 pör hafa tekið þátt í Sumarkeppni í Reykjavík, ef þátttaka verður svipuð út sumarið. Það er um 3.000 manns. Á hinum Norðurlöndunum hafa einnig verið í gangi sumar- keppnir, en þátttaka hjá þeim er hvergi nærri eins mikil og hér í Reykjavík. Hver skyldi vera ástæðan fyrir því? Af hverju eru aðeins um 60 pör að spila viku- lega í Osló yfir sumartímann? Og svipuð tala í Kaupmanna- höfn. Minni þátttaka er í Finn- landi, en um Svíþjóð veit um- sjónarmaður ekki. Trúlega er þátttakan þar þó nokkur yfir sumartímann, enda Svíar mikil spilaþjóð og vel skipulagðir. í framhaldi af þessari spila- mennsku hafa komið upp hug- myndir hjá nokkrum mönnum í Reykjavík, hvort ekki sé tíma- bært að huga að spilamennsku allt árið í því formi sem nú er. Að spila eins kvölds keppnir þar sem enginn er bundinn af ein- hverjum félagsskap eða öðrum þeim langtímaáætlunum sem í gildi eru hjá öllum félögum. Og umsjónarmaður spyr sig, hví ekki? Slíkum spilaáhuga verður að mæta á heimavelli og gera eitthvað fyrir. Því málið er það, að stór hluti þess fólks sem sæk- ir heim sumarspilamennsku er ekki kennt við neitt félag um- fram annað. Það hefur einungis gaman af að grípa í spil þegar því hentar. Hvernig væri að athuga málið fyrir næsta haust? Peningamarkaðurínn er á bladsíðu 34. 17. JTJNI A ARI ÆSKUNNAR A ótrúlega skömmum tíma hefur ísland breyst úr fátæku landi með fábreytta atvinnuhætti í velferðarþjóðfélag. Þessi breyting er verk margra þjóðhollra aíla. Samvinnumenn eru stoltir af að hafa átt nokkurn þátt í þessari breytingu. Á þjóðhátíðardegi á ári æskunnar senda samvinnumenn æskufólki sem og öðrum landsmönnum þjóðhátíðarkveðjur. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.