Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Sambandsstjóm VSÍ: Samþykkir boð- un verkbanns á Sjómannafélagið SAMBANDSSTJÓRN Vinnuveitendasambands fslands hefur samþjkkt að heimila framkvæmdastjórn sambandsins að boða verkbann og samúðarverk- bann gagnvart Sjómannafélagi Reykjavíkur vegna félagsmanna þess, sem starfa í þjónustu fyrirtækja innan VSÍ. f samþykkt sambandsstjórnarínnar segir að aðgerðir þessar séu varnaraðgerðir, sem miði að því að leysa deiluna og koma þær til framkvæmda eftir nánari ákvörðun framkvæmdastjórnar að böfðu samráði við Landssamband íslenzkra útvegsmanna. 1 samþykktinni segir m.a.: „Verkfall Sjómannafélags Reykja- víkur hefur nú í annað sinn á 5 mánuðum lamað útgerð og fisk- vinnslu í Reykjavík. Tvívegis hafa samningar tekizt og jafn oft verið -^elldir af örlitlum hluta félags- manna Sjómannafélagsins.Verk- fall þetta er óvenjulegt og sýnir glöggt brotalöm í vinnulöggjöf- inni, sem heimilar að langt innan við 10% af félagsmönnum verka- lýðsfélags geti haldið hundruðum manna í mörgum starfsstéttum atvinnulausum svo vikum skiptir. Útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík er því mikil hætta búin og óséð um afleiðingar, ef verkfallið varir öllu lengur.“ Þá segir að Sjómannafélagið hafi kosið að færa deiluna út með samúðarverkföllum og að Sjó- mannasambandið hafi hvatt til hins sama og það þó verkfallið miði að því einu að brjóta niður þá samninga, sem allur þorri sjó- manna hefur samþykkt og unnið eftir. Álft gerir sig heimakomna BlosduÓM. 13. jáaf. ÞAÐ vmr í göngunum síðastliöiö haust aö álftarangi rakst meö fénu heim í Kárdalstungu í Vatnsdal. Heim- ilLsfólk sá aumur á þessum fugli og fékk hann að vera meö fénu í sérstakri kró í vetur. Álftin var fóðruð á saxaðri há, fóðurbæti og kartöflum og varð aldrei misdægurt allan veturinn. Þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði i Kárdalstungu á dögunum var álftin á vappi á hóln- um skammt norðan við bæinn. Húsráðendur tjáðu undirrituðum að síðan álftin var vanin á að vera á hólnum hafi hún varið hann meö oddi og egg gegn ágangi lambfjárins. Ef kindur hættu sér of nálægt sveif álftin á þær og beit. Hund- urinn á bænum hefur einnig fengið sinn skammt í samskiptum við álftina. Þessi tignarlegi hvíti fugl hefur heldur ekkert sérstakt álit á ókunnugum bíl- um sem koma heim í Kárdalstungu. Hefur hún bitið í þá og reynt að bægja þeim frá. Ekki hefur álftin borið við að yfirgefa fósturheimili sitt í Kárdals- tungu, þar sem hún hefur verið í góðu yfirlæti í- umsjá hjónanna Sigrúnar Hjálmarsdóttur og Ólafs Rúnebergssonar. JS. Hitaveita Suðumesja: Sigurður kaupamaður í Kárdalstungu í Vatnsdal gantast við álftina. hús við Bláa lónið ^Hyggst reisa bað- verður hún framkvæmd í sam- vinnu Psoriasis- og exemfélagsins og landlæknisembættisins. Kjarasamningar undirritaðir kl. 13 í gær: Þorri launafólks fær kauphækkun 12,4-15,1 % Samningurinn gildir til áramóta og á tímabilinu á að vinna að hagsmunum fiskvinnslufólks SAMNINGAR mílli Alþýðusam- HITAVEITA Suöurnesja hefur í hyggju aö reisa baðhús viö Bláa lón- iö viö Svartsengi í sumar. Að sögn Ingólfs Aðalsteinssonar forstjóra Hitaveitu Suðurnesja hefur verið gerð grunnteikning af væntanlegu baðhúsi við lónið, þar sem verður búningsaðstaða, sturt- ur, gufubað o.fl. Þá er hugmyndin að ráða baðvörð sem mun hafa eftirlit með fólkinu og sjá um hreinlæti á staðnum. Ingólfur sagðist vona að af þessari bygg- ingu yrði í sumar, þó ekki væri enn víst að það tækist. í nóvember sl. var haldin ráð- stefna um hugsanlega heilsustöð í Svartsengi. Ingólfur sagði að þetta væri framtíðarverkefni. Þarna yrði e.t.v. bæði hótel og hress- ingarhæli þar sem boðið væri upp á læknisþjónustu. Þessi hugmynd er enn á frumstigi. Ákveðið hefur verið að fram fari rannsókn á lækningamætti jarðsjávarins í Bláa lóninu og bands Isiands fynr hönd lands- sambanda þess og Vinnuveitendasambands ís- lands voru undirritaðir í gær um klukkan 13 í húsakynnum VSÍ. Samningarnir fela í sér kaup- hækkanir, sem eru á bilinu 12,4% til 15,1% og skiptist hækkunin við 25. flokk. Þeir, sem eru í lægri flokkum, en 25. flokki, fá hærri prósentutöluna, en þeir, sem eru ofar fá hina lægrí. Fólk á lágmarkstekjum fær 1,5% meira, sem er 16,8% á samningstímabilinu. . Við undirritun samninganna fá þeir launþegar, sem eru á lág- markstekjum 9% launahækkun. Þeir, sem eru á tekjum, sem eru fyrir neðan 25. launaflokk fá 7,5%, en þeir sem eru fyrir ofan 25. flokk fá 5% hækkun við gild- istöku samningsins. Hinn 1. ágúst hækka allir launþegar innan ASl um 2,4% og hinn 1. október næstkomandi hækka öll laun aftur um 4,5%. Samningurinn gildir til 31. des- ember og er þessi samningsgerð framlenging á gildandi kjaras- amningum milli ASÍ og VSÍ, þ.e. a.s. á launaliðnum, sem uppsegj- anlegur var hinn 1. september næstkomandi. Samningurinn er gerður í trausti þess, að verðlagsþróun haldist innan ákveðinna marka og eru þar tilgreind ákveðin stig vísitölu framfærlsukostnaðar og miðað við útreikning hennar 1. ágúst, l.október og 1. desember. Hinn 1. ágúst má vísitalan ekki fara umfram 144 stig, 1. október ekki umfram 149 stig og hinn 1. desember ekki umfram 154 stig. Samningarnir taka ekki til fé- laga innan Sjómannasambands íslands. Þá fylgir samningnum sam- komulag milli Verkamannasam- bands Islands og Vinnuveitend- asambandsins um að komið verði á fót 5 manna nefnd, sem fjalla skuli á samningstímabilinu um málefni fiskvinnslufólks. Skal nefndin stefna að því að auka atvinnuöryggi þess og stuðla að samfelldri vinnslu sjávarafla og m.a. skilgreina starfsheitið „sér- þjálfað fiskvinnslufólk“. Til þess að tryggja framgang þessara mála, gaf Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra í gær út svohljóðandi yfirlýsingu: „Forsætisráðherra mun beita sér fyrir því á vettvangi ríkisstjórn- ar, að þeim markmiðum, sem lýst er í samkomulagi Verkamann- asambands Islands og Vinnuveitendasambands íslands um málefni fiskvinnslufólks verði náð, m.a. með tilstyrk at- vinnuleysistryggingasjóðs." ÞjódhátíÖarvedriÖ Á þjóöhátíöardaginn, 17. júní, veröur hæg suölæg eöa suðaustlæg átt um allt land. Að sögn veðurstofunnar verður skýjað á Suður- og Vesturlandi, einhver úrkoma á suðvesturhorn- inu, en þurrt og léttskýjað á Norð- ur- og Áusturlandi. r Morgunblaftið/RAX. ’ Frá undirritun kjarasamninganna milli Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands í Garðastræti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.