Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 Bærin á Rein, sviðsmynd úr íslandsklukkui Herdís og Þorsteinn Ö. Stephensen sem Snæfríður og Arnas Arnsus. Lárus Ingólfsson var aðalbún- ingateiknari og leikmyndahönnuð- ur í Leikfélagi Reykjavíkur og hann fluttist uppeftir. Þó sá mun- ur væri á að allt var stærra í Þjóð- leikhúsinu, stór saumastofa og málarasalur t.d. og allt til alls, þá var það sama fólkið sem vann hlutina að mestu leyti. Það var makalaust að æfa í hús- inu. Æfingasalurinn var tilbúinn en það var verið að vinna alls stað- ar annars staðar í húsinu með rafmagnsborum og alls konar verkfærum og hávaðinn var oft svo mikill þegar við vorum að æfa að það heyrðist varla mannsins mál. Við létum það ekki á okkur fá því áhuginn á þessu verki yfir- gnæfði allan hávaða. Auðvitað græddu leikritin þrjú sem æfð voru fyrir opnunina á þessum langa æfingatíma. Það þótti sjálfsagt að vígja húsið með því að leika Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson, Hann hefur oft verið kallaður faðir Þjóðleikhúss- ins því hann barðist svo ötullega fyrir þeirri hugsjón sinni að við eignuðumst Þjóðleikhús. Annað verkið var leikrit Jóhanns Sigur- jónssonar, Fjalla-Eyvindur, sem var þá þekktast íslenskra leikrita, hafði verið sýnt í útlöndum við góðan orðstír. Það er nánast kraftaverk að hægt skyldi vera að sýna þessi þrjú viðamiklu verk samtímis í Þjóðleikhúsinu kvöld eftir kvöld við þær aðstæður sem þá voru og miklu færra starfsfólk en er í dag- En áhuginn og bjartsýnin voru ódrepandi og allir lögðu sig fram um að hjálpa til. Sumt af fólkinu var í tveimur og jafnvel þremur sýningum í smærri hlutverkum- Lárus Pálsson lék tvö hlutverk í Islandsklukkunni og leikstýrði að auki. Hann lék gamla manninn á Þingvöllum og Jón Grinvicencis sem frægt er orðið. Það gleymir honum enginn sem sá hann í þessu hlutverki og það hafa allir orðið að líða fyrir það sem síðan hafa leikið það. Hann gerði þetta mjög skemmtilega. Aðsókn að öllum þremur sýn- ingunum var góð en aðóknin að íslandsklukkunni var algert met. Þá var fólk á höfuðborgarsvæðinu miklu færra en nú er. Ýmsum fannst ekki allt með felldu í Þjóðleikhúsinu meðan á æfingum stóð. Ýmislegt einkenni- legt gerðist. T.d. datt Arndís Björnsdóttir niður í hljómsveit- argryfju hússins skömmu fyrir frumsýningu, en hún æfði hlut- verk móður Jóns Hreggviðssonar. Hún skaddaðist mikið á baki en hún gat ekki hugsað sér að vera ekki viðstödd opnunina. Hún fékk leyfi lækna til að koma og leika Herdís Þorvaldsdóttir sem Maggí í Syndafallinu eftir Arthur Miller. Um þessar mundir eru síöustu sýn- ingar á íslandsklukkunni á þessu leikári. Þetta er í fjórða skipti sem íslandsklukkan er sýnd í Þjóðleik- húsinu, en leikgerð þessa verks Hall- dórs Laxness var fyrst sýnd við opnun hússins árið 1950. Þá lék Herdís Þor- valdsdóttir hlutverk Snæfríðar en í sýningunni sem verið hefur á fjölum leikhússins í vetur er það Tinna Gunnlaugsdóttir dóttir Herdísar, sem leikur Snæfríði íslandssól. þá ekki í mál að ég hætti heldur var Guðbjörg Þorbjarnardóttir látin æfa og læra hlutverkið til að taka við þegar ég yrði að hætta. Ég lék hlutverk Snæfríðar fyrstu tíu sýningarnar um vorið og tók svo við aftur um haustið. Þorvald- ur sonur minn fæddist í júlí. Islandsklukkan gekk allan vet- urinn 1950 til 1951, það urðu 85 sýningar. Fimm árum seinna fékk Halldór Laxness Nóbelsverðlaun- in og þá var íslandsklukkan tekin upp aftur og gekk þó nokkuð. Við erum stödd á heimili Herdísar Þorvaldsdóttur að Dunhaga 19 í Reykja- vík. Þetta er fallegt heim- ili sem ber smekkvísi húsráðanda fagurt vitni. Hver hlutur er valinn af gaumgæfni, gömul og útskorin húsgögn frá liðnum tíma í hinum stóra heimi mynda órjúfandi heild með einföldum húsgögnum nútím- ans, smíðuðum að fyrirsögn Her- dísar. Myndir og bækur minnast við veggi og hillur, fögur listaverk setja svip sinn á umhverfið og gæða það hlýju og þokka. Það er heiðríkja í svip Herdísar þegar hún talar um hið ljósa man. Augun verða fjarræn og bros leik- ur um varirnar. „Á vissan hátt er mér þessi kafli á leikferli mínum minnisstæðari en aðrir," segir hún. „Það var svo mikil stemmn- ing og tilhlökkun þegar var verið að opna Þjóðleikhúsið. Þetta var ævintýri líkast. Ég var 26 ára þeg- ar ég byrjaði að æfa hlutverk Snæfríðar. Lárus Pálsson kom til mín og sagði mér að ég ætti að leika þetta stórkostlega hlutverk og ég var alsæl. Þetta var allt svo spennandi það átti að fara að opna Þjóðleikhúsið, fyrsta atvinnu- leikhúsið. Svo mér var tilkynnt að ég hefði verið fastráðin ásamt fimmtán „stórleikurum“ úr Leik- félagi Reykjavíkur. Mér fannst framtíðin brosa við mér, að ég nú ekki tali um að fá að leika Snæ- fríði Islandssól. Upphaflega átti frumsýningin að vera um jólin 1949 en húsið var ekki tilbúið svo opnuninni var frestað þar til í janúar, svo fram í febrúar, síðan fram í mars og loks á sumardaginn fyrsta, 20 apríl, var frumsýningin. Þegar liðið var á æfingatímann um haustið uppgötvaði ég að ég átti von á barni og það var ekki sérlega heppilegt fyrir jómfrúna grönnu sem ekki er nema spönn yfir um lífið, eins og Jón Hregg- viðsson segir. Loks kom ég mér að því að segja Lárusi Pálssyni hvernig komið væri en hann tók Ég vann mikið með Lárusi Páls- syni og mér fannst hann mjög skemmtilegur leikstjóri. Djarfur, hafði gaman af að taka ný verk- efni sem aðrir voru ekkert sérlega spenntir fyrir. Það þótti eðlilegt að hafa eitt- hvert nýtt íslenskt verk við opnun Þjóðleikhússins en það fannst ekkert sem menn voru ánægðir með, þá fæddist sú hugmynd að búa til leikrit úr bókum Laxness, Islandsklukkunni, Hinu ljósa mani og Eldi í Kebenhavn. Lárus Pálsson vann þetta handrit ásamt skáldinu og leikstýrði verkinu. Laxness hafði ekki nein áhrif á persónumótun eftir að farið var að æfa. Þá var hann ekki byrjaður að skrifa leikrit og hefur áreiðanlega fundist að hann hefði ekki vit á slíku og enginn leikhúsmaður. Ant rennur og rennur Labitur et Labetur Rætt við Herdísi Þorvaldsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.