Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 27 Morgunblaðid/Vilborg Einarsdóttir skríða á jöklinum, en skíðasenan var síðan fullgerð í Sviss með þarlendum skíðamönnum. Þá að- stoðuðu nokkrir Hornfirðingar við flutninga á bátum. Það er táknrænt fyrir gerð tæknibrellumynda eins og Bond- myndaflokksins að Bondarinn sjálfur, Roger Moore, kom ekki hingað til lands, heldur staðgeng- ill hans í hættuatriðunum, Martin Grace. Hann hefur verið staðgeng- ili allra kappanna þriggja sem hafa leikið James Bond, Sean Connery, George Lazenby og Rog- er Moore. Engu að síður er það skemmtileg nýbreytni fyrir okkur hér í útverinu að stórmynd á borð við þessa skuli að hluta vera tekin hér á landi. VÍG ÍSJÓNMÁLI „Víg í sjónmáli" er fjórtánda James Bond-myndin og hefur gamli jaxlinn Cubby Broccoli stað- ið að gerð þeirra allra, fyrst í sam- vinnu við Harry Saitzman, en síð- an einn síns liðs. Fyrsta Bond-myndin, Dr. No, sá dagsins ljós árið 1962, með Sean Connery í aðalhlutverki, að sjálf- sögðu. Hann lék í fimm Bond- myndum undir stjórn Terence Young: Dr. No, From Russia with Love, Goldfinger, You Only Live Twice og Diamonds Are Forever. Þá hætti Connery og við hlut- verkinu tók George Lazenby í myndinni On Her Majesty’s Secr- Upphafsatriði nýjustu James Bond- myndarinnar var tekið að hluta hér á landi, nánar tiltekið við Jökulsár- lón á Breiðamerkursandi. Á þessari mynd sést ísjakinn sem notaður var. et Service, en þótti svo hörmu- legur að honum var þegar í stað sparkað. Þá kom Roger Moore, hress og kátur úr myndaflokknum um Dýrlinginn. Fyrsta Bond-myndin hans var Live and Let Die (1973) (tónlist eftir Paul McCartney), og síðan hefur komið mynd á tveggja til þriggja ára fresti: Maðurinn með gylltu byssuna (1974), Spæj- arinn sem elskaði mig (1976), Moonraker (1979), For Your Eyes Only (1981), Octopussy (1983), og nú Víg í sjónmáli. Leikstjóri myndarinnar heitir John Glen og hefur hann gert tvær aðrar Bond-myndir. Aðal- hlutverkið er auðvitað í höndum Rogers Moore, sem er orðinn svo fastur í þessu hlutverki jarð- bundna ofurmennisins að erfitt er að hugsa sér hann í öðrum rullum, enda hafa aðrar myndir með hon- um floppað. Áður en Víg í sjón- máli var gerð var mikið rætt um það hvort Moore gæti leikið Bond áfram, Roger er á sextugsaldri og vafasamt að svo gamall maður geti haldið þessu áfram. í öðrum uppfyllingarhlutverk- um eru skvísurnar Tanya Roberts, sem sást hér síðast í Sheenu, og Grace Jones, sem er öllu þekktari sem söngkona. Illmennið i sög- unni, skyldufantinn, leikur hinn ágæti leikari Christopher Walken, sem allir muna eftir úr Hjartar- bananum. IAN FLEMING OG DURAN DURAN Ian Fleming, höfundur bókanna um James Bond, skrifaði alls fjór- tán bækur um hetju sína og hafa þær allar verið kvikmyndaðar. Fleming lést árið 1964, en hann skildi eftir sig súpu af smásögum sem Broccoli hefur látið kvik- mynda. En nú er svo komið að lag- erinn sem Fleming skildi eftir er að verða uppurinn og verða þá góð ráð dýr. Hvernig á að halda áfram einni vinsælustu kvikmyndaseríu sögunnar? Heldur James Bond enn áfram án aðstoðar Ians heit- ins Fleming? Titillag myndarinnar, sem hin vinsæla hljómsveit Duran Duran spilar, hefur verið vinsælt undan- farnar vikur hér á landi og er ekki að efa að vinsældirnar haldi áfram þegar myndin birtist. Að lokum: Víg í sjónmáli hefur hlotið misjafnar viðtökur, eins og vænta mátti. Mike MacClesfield, sem selur myndina, segir að hún sé skemmtilegasta mynd sem hann hafi nokkurn tíma séð. Rich- ard Corliss, gagnrýnandi við viku- ritið Time, segir að hún sé klisju- kennd della, og Árni Samúelsson, eigandi Bíóhallarinnar, segir að hún sé ósköp venjuleg James Bond-mynd. Nú er bara að bíða og Duran Duran, sem hvert einasta mannsbarn þekkir. KYNNINGARVERÐ ASOLSKYGGNUM Stuttur afgreiöslutími Upplýsingar í síma 21444 og 21475. Kvöldsími 24411 ATHl TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS ÞESSA VIKU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.