Morgunblaðið - 16.06.1985, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.06.1985, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Alþingi íslendinga: Afgerandi áhrif á al- menningshag — Hnútur til þingsins gamlar og nýjar Þingmennska er frábrugðin ann- arri atvinnu að því leyti að þeir, sem henni sinna, verða að sækja um endurráðningu á fjögurra ára fresti og stundum tíðar. Stjórnmálamenn, sem vilja halda vinnu sinni, verða að leggja störf sín reglubundið í al- menningsdóm. Þeir verða að hljóta umtalsvert almennt fylgi bæði í prófkjörum og kosningum. Þeir, sem markinu ná, uppskera síðan aðstöðu til að hafa áhrif á framvindu mála í löggjöf og pólitískri stjórnsýslu; fá jafvel stjórnvöl þjóðarskútunnar upp í hendur. Sú aðstaða er mörgum keppikefli. Sumum af hugsjóna- ástæðum. Öðrum eru völdin sæt. Flestum er vonandi það eitt í huga að gera þjóð sinni gagn. Alþingi er þjóðkjörið. Það er því á vissan hátt þverskurður og spegill þeirrar þjóðar, sem það setur saman. Við höfum hinsvegar sjaldan sem þjóð (ef nokkur sinni!) litið yfir þetta sameiginlega verk okkar, skipan Al- þingis og „séð að þaö var harla gott“. Sjálfsgagnrýni er þó ekki okkar sterka hlið. Hundrað ára hnútukast Það er ekkert nýtt undir sólinni. Allra sízt hnútukast til þingsins. Árið 1883, fyrir meir en hundrað árum, er þinglausnum svo lýst í ÍSAFOLD, sem var virt blað: „Og þeir átu og drukku og vóru glaðir. Átu og drukku á landsins kostnað, og hvíldu sig eftir vel unnið dagsverk." „Höfðu draslað stjórnarskrár- málinu gegn um neðri deildina með hvíldum og semingi, en svæfðu hana í nefnd í efri deild. Höfðu banað öðru mesta nauð- synjamáli þingsins, peningastofn- unarmálinu, eftir endalaust rif- rildi, þar sem fæstir vissu hvað þeir fóru með. Höfðu kæft undir sér nýtilegan vísi til að hrinda af sér oki iðju- lausra og óspilunarsamra þurfa- manna... Höfðu gert sitt til að sjúklingar landsins dæju hjúkrunarlausir og afskiptalausir, eins og skepnur úti w f wáj fcjj# Æm * m h Þingsetning — þinglausnir Forseti fslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, setur 107. löggefandi Alþingi íslendinga, sem nú er komið að þinglausnum. fslandssagan er ekki sízt skráð á Alþingi, sem á flestum sviðum „gefur tóninn“ út í þjóðfélagið. Hvort sá kapítuli þjóðarsögunnar, sem settur var saman á 107. löggjafarþinginu, er öðrun merkari dæmir framtíðin um. í haga, með því að synja um lítil- fjörlegt fjárframlag til að koma upp viðunanlegum spítala ... Þetta eru lítil sýnishorn af af- reksverkum hins 5. löggefandi Al- þingis Islendinga, þingsins 1883.“ Svo mörg vóru þau orð, sem við sækjum til virts fjölmiðils fyrir 102 árum. Þó rúm öld skilji þessa gagnrýni frá líðandi stund kemur hún engu að síður kunnuglega fyrir augu, allavega tónninn og framsetningin, þó efnisatriði séu e.t.v. eitthvað breytt. Það er ekki 5. heldur 107. löggef- andi Alþingi fslendinga, sem nú heilsar þinglausnum — og hlið- stæðum kveðjum og hér hafa verið sóttar öld aftur í tímann. Ekkert er nýtt undir sólinni. Sagan endurtekur sig. Eftir margra ára hlé NÝ HLJÓMPLATA Fæst f verslun- um um allt land Á Austurlandi mun ' 1 Ungt fólk meö hlut- 4 verk annast dreifingu Útgáfa og dreifing: Þorvaldur Halldórsson Sími 91-39470 TJMm UTANHÚSSKLÆÐNING • 2 TEG. 10ÁRA ÁBYRGÐ Á: TÍMm VATNSÞ0LNUM KR0SSVIÐ, MMJ ELDÞOLNUM, SEMENTSLÍMDUM PLÖTUM ALUMINUM SAMTENCINCARLISTAR ÁSAMT ÖLLU TILHEYRANDI ^\\L.M. Jóhannsson & Co Súnar 687930 - 687931 • P. O. Box 1285 • 121 Reykjavík k Telex: 2043 Joco • Nafrmr. 5977 - 4549 WTæL^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.