Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1985 Bridge Arnór Ragnarsson Sumarbridge 1985 58 pör mættu til leiks sl. fimmtudag í sumarbridge. Spil- a5 var í riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör): A) Baldur Árnason — stig Sveinn Sigurgeirss. 260 Guðmundur Kr. Sigurðsson — Lárus Hermahnsson Alfreð Kristjánsson — 254 Skúli Ketilsson Vilhjálmur Sigurðsson — 252 Þráinn Sigurðsson B) Ragnar Magnússon — 245 Valgarð Blöndal Hrólfur Hjaltason — 192 Kristján Blöndal 181 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 176 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 175 €) Brynjólfur.Gestsson — Stefán Garðarsson 182 Anton Sigurðsson — Þorvaldur óskarsson 178 Björn Halldórsson — Hjálmtýr Baldursson 172 Ingólfur Lilliendahl — Jón Björnsson 171 D) Ragnar Ragnarsson — Stefán Oddsson 207 Karl Logason — Svavar Björnsson 195 Óli Valdimarsson — Þorsteinn Erlingsson 189 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 177 Meðalskor í A var 210 en 156 í B—C og D-riðlum. Og efstu spilarar eftir 4 kvöld í sumarbridge eru: Ragnar Ragnarsson 8 Stefán Oddsson 8 Óskar Karlsson 7 Baldur Ásgeirsson 6 Magnús Halldórsson 6 Baldur Bjartmarsson 5 Hrólfur Hjaltason 5 Kristján Blöndal 5 Alls hafa 80 spilarar nú þegar hlotið vinningsstig (3-2-1) á þessum 4 spilakvöldum, sem lok- ið er. Þar af eru 14 kvenmenn. Alls hafa um 220 pör mætt til leiks fyrstu 4 kvöldin, sem gerir um 55 pör á kvöldi að meðaltali. Það er heldur lakara hlutfall en meðaltal síðustu sumra. Meðal- tal 1984 var 57 pör á kvöldi (met- þátttaka) og meðaltal 1983 var um 55 pör (rúmlega) á kvöldi. Spilað verður að venju næsta fimmtudag og minnt er á, að húsið opnar fyrir kl. 18.00. Vestfjarðamót Helgina 7. — 9. júní var haldið Vestfjarðamót í sveitakeppni. Um svæðamót var að ræða og var í ár spilað á Tálknafirði. Metþátttaka náðist, alls 15 sveit- ir frá sex félögum á svæðinu; Is- afirði, Bolungarvík, Þingeyri, Tálknafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Aðbúnaður var hinn ágætasti á mótsstað og vel séð fyrir þörfum aðkomumanna. Keppnin gekk mjög vel, spilað- ir voru stuttir leikir, 8 spil, allir við alla. Heimamenn byrjuðu vel og eftir föstudagskvöldið leiddi sveit Jóns H. Gíslasonar, en Friðrik Runólfsson, Hólmavík, fylgdi fast á eftir. Á laugardag voru spilaðir 8 leikir, þar af 6 i striklotu svo að segja og reyndi þá mjög á út- haldið. Eftir 12 umf. af 15 var sýnt að 3 sveitir berðust um titil- inn; sveit Rögnvalds, Bolungar- vík, Gunnars, Þingeyri, og Páls, ísafirði. Segja má að úrslit hafi ráðist í síðustu spilum, því inn- byrðis leikir efstu sveita juku á spennuna. Úrslit í mótinu urðu þessi, efstu sveitir: 1. Rögnvaldur Ingólfsson, Bol- ungarvík 276 I sveitinni voru, auk fyrirliða; Jón F. Gunnarsson, Hafsteinn Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Bragi Hauksson. Skipun sveitarinnar fullnægði ekki skilyrðum sambandslaga og heldur sveitin því sæti og stig- um, en var úrskurðuð frá titli og verðlaununum. Vestfjarðameist- ari varð því: 2. Páll Áskelsson, ísafirði 267 í sveitinni eru, auk Páls: Ása Loftsdóttir, Guðmundur M. Jónsson, og Grímur Samúelsson. 3. Gunnar Jóhannesson, Þing- eyri 265 Og með honum; Guðmundur F. Magnússon, Sæmundur Jó- hannsson og Tómas Jónsson. 4. Kristján Haraldsson, ísafirði 256 5. Jón H. Gíslason, Tálknafirði 251 6. Þorsteinn Geirsson, tsafirði 236 7. Guðlaug Friðriksdóttir, Tálknafirði 232 8. Friðrik Runólfsson, Hólmavík 226 í sveit Páls og Gunnars eru í orðsins fyllstu merkingu gam- alkunn nöfn og er árangur sveit- anna glæsilegur, þótt ekki kæmi hann á óvart Keppnisstjóri var Hermann Lárusson, og var verkið greið- unnið, þótt skiptingar væru örar. Lítil tilefni valda ekki löngum eftirmálum fyrir vestan. (Hermann L) Mikill spilaáhugi í Reykjavík Þátttaka í Sumarbridge í Reykjavík hefur verið með ein- dæmum góð, það sem af er. Fyrstu 3 kvöldin í Sumarbridge í Borgartúni 18, hafa samtals 170 pör spilað. Það gerir að meðal- tali 57 pör á kvöldi. Hjá Skag- firðingum hafa 86 pör spilað á sama tíma, þannig að vikulega hafa rúmlega 85 pör spilað. Er upp verður staðið í lok sumars, munu tæplega 1.500 pör hafa tekið þátt í Sumarkeppni í Reykjavík, ef þátttaka verður svipuð út sumarið. Það er um 3.000 manns. Á hinum Norðurlöndunum hafa einnig verið í gangi sumar- keppnir, en þátttaka hjá þeim er hvergi nærri eins mikil og hér í Reykjavík. Hver skyldi vera ástæðan fyrir því? Af hverju eru aðeins um 60 pör að spila viku- lega í Osló yfir sumartímann? Og svipuð tala í Kaupmanna- höfn. Minni þátttaka er í Finn- landi, en um Svíþjóð veit um- sjónarmaður ekki. Trúlega er þátttakan þar þó nokkur yfir sumartímann, enda Svíar mikil spilaþjóð og vel skipulagðir. í framhaldi af þessari spila- mennsku hafa komið upp hug- myndir hjá nokkrum mönnum í Reykjavík, hvort ekki sé tíma- bært að huga að spilamennsku allt árið í því formi sem nú er. Að spila eins kvölds keppnir þar sem enginn er bundinn af ein- hverjum félagsskap eða öðrum þeim langtímaáætlunum sem í gildi eru hjá öllum félögum. Og umsjónarmaður spyr sig, hví ekki? Slíkum spilaáhuga verður að mæta á heimavelli og gera eitthvað fyrir. Því málið er það, að stór hluti þess fólks sem sæk- ir heim sumarspilamennsku er ekki kennt við neitt félag um- fram annað. Það hefur einungis gaman af að grípa í spil þegar því hentar. Hvernig væri að athuga málið fyrir næsta haust? Peningamarkaðurínn er á bladsíðu 34. 17. JTJNI A ARI ÆSKUNNAR A ótrúlega skömmum tíma hefur ísland breyst úr fátæku landi með fábreytta atvinnuhætti í velferðarþjóðfélag. Þessi breyting er verk margra þjóðhollra aíla. Samvinnumenn eru stoltir af að hafa átt nokkurn þátt í þessari breytingu. Á þjóðhátíðardegi á ári æskunnar senda samvinnumenn æskufólki sem og öðrum landsmönnum þjóðhátíðarkveðjur. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.