Morgunblaðið - 16.06.1985, Side 27

Morgunblaðið - 16.06.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 27 Morgunblaðid/Vilborg Einarsdóttir skríða á jöklinum, en skíðasenan var síðan fullgerð í Sviss með þarlendum skíðamönnum. Þá að- stoðuðu nokkrir Hornfirðingar við flutninga á bátum. Það er táknrænt fyrir gerð tæknibrellumynda eins og Bond- myndaflokksins að Bondarinn sjálfur, Roger Moore, kom ekki hingað til lands, heldur staðgeng- ill hans í hættuatriðunum, Martin Grace. Hann hefur verið staðgeng- ili allra kappanna þriggja sem hafa leikið James Bond, Sean Connery, George Lazenby og Rog- er Moore. Engu að síður er það skemmtileg nýbreytni fyrir okkur hér í útverinu að stórmynd á borð við þessa skuli að hluta vera tekin hér á landi. VÍG ÍSJÓNMÁLI „Víg í sjónmáli" er fjórtánda James Bond-myndin og hefur gamli jaxlinn Cubby Broccoli stað- ið að gerð þeirra allra, fyrst í sam- vinnu við Harry Saitzman, en síð- an einn síns liðs. Fyrsta Bond-myndin, Dr. No, sá dagsins ljós árið 1962, með Sean Connery í aðalhlutverki, að sjálf- sögðu. Hann lék í fimm Bond- myndum undir stjórn Terence Young: Dr. No, From Russia with Love, Goldfinger, You Only Live Twice og Diamonds Are Forever. Þá hætti Connery og við hlut- verkinu tók George Lazenby í myndinni On Her Majesty’s Secr- Upphafsatriði nýjustu James Bond- myndarinnar var tekið að hluta hér á landi, nánar tiltekið við Jökulsár- lón á Breiðamerkursandi. Á þessari mynd sést ísjakinn sem notaður var. et Service, en þótti svo hörmu- legur að honum var þegar í stað sparkað. Þá kom Roger Moore, hress og kátur úr myndaflokknum um Dýrlinginn. Fyrsta Bond-myndin hans var Live and Let Die (1973) (tónlist eftir Paul McCartney), og síðan hefur komið mynd á tveggja til þriggja ára fresti: Maðurinn með gylltu byssuna (1974), Spæj- arinn sem elskaði mig (1976), Moonraker (1979), For Your Eyes Only (1981), Octopussy (1983), og nú Víg í sjónmáli. Leikstjóri myndarinnar heitir John Glen og hefur hann gert tvær aðrar Bond-myndir. Aðal- hlutverkið er auðvitað í höndum Rogers Moore, sem er orðinn svo fastur í þessu hlutverki jarð- bundna ofurmennisins að erfitt er að hugsa sér hann í öðrum rullum, enda hafa aðrar myndir með hon- um floppað. Áður en Víg í sjón- máli var gerð var mikið rætt um það hvort Moore gæti leikið Bond áfram, Roger er á sextugsaldri og vafasamt að svo gamall maður geti haldið þessu áfram. í öðrum uppfyllingarhlutverk- um eru skvísurnar Tanya Roberts, sem sást hér síðast í Sheenu, og Grace Jones, sem er öllu þekktari sem söngkona. Illmennið i sög- unni, skyldufantinn, leikur hinn ágæti leikari Christopher Walken, sem allir muna eftir úr Hjartar- bananum. IAN FLEMING OG DURAN DURAN Ian Fleming, höfundur bókanna um James Bond, skrifaði alls fjór- tán bækur um hetju sína og hafa þær allar verið kvikmyndaðar. Fleming lést árið 1964, en hann skildi eftir sig súpu af smásögum sem Broccoli hefur látið kvik- mynda. En nú er svo komið að lag- erinn sem Fleming skildi eftir er að verða uppurinn og verða þá góð ráð dýr. Hvernig á að halda áfram einni vinsælustu kvikmyndaseríu sögunnar? Heldur James Bond enn áfram án aðstoðar Ians heit- ins Fleming? Titillag myndarinnar, sem hin vinsæla hljómsveit Duran Duran spilar, hefur verið vinsælt undan- farnar vikur hér á landi og er ekki að efa að vinsældirnar haldi áfram þegar myndin birtist. Að lokum: Víg í sjónmáli hefur hlotið misjafnar viðtökur, eins og vænta mátti. Mike MacClesfield, sem selur myndina, segir að hún sé skemmtilegasta mynd sem hann hafi nokkurn tíma séð. Rich- ard Corliss, gagnrýnandi við viku- ritið Time, segir að hún sé klisju- kennd della, og Árni Samúelsson, eigandi Bíóhallarinnar, segir að hún sé ósköp venjuleg James Bond-mynd. Nú er bara að bíða og Duran Duran, sem hvert einasta mannsbarn þekkir. KYNNINGARVERÐ ASOLSKYGGNUM Stuttur afgreiöslutími Upplýsingar í síma 21444 og 21475. Kvöldsími 24411 ATHl TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS ÞESSA VIKU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.