Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JUNÍ 1985 Nýjasta James Bond-myndin sýnd í Bíóhöllinni VIGI SJÓNMÁII AVIEW™AKILL Upphafsatríði myndarínnar var tekið hér á landi Þá er það komið á hreint, nýjasta James Bond-myndin, Víg í sjónmáli (A View to a Kill), verður sýnd i Bíóhöllinni. Myndin verður frumsýnd með viðhöfn, annaðhvort 26. júní eða 3. júlí. Agóðinn af frumsýningunni mun renna óskiptur til Sólheima, en almennar sýningar hefjast síðan daginn eftir. Sýning þessarar Bond- myndar markar tímamót í dreifingu bandarískra kvikmynda hérlendis. Mike MacClesfield, fulltrúi dreif- ingarfyrirtækisins UIP, var stadd- ur hér fyrr í mánuðinum og valdi hann það bíó sem fengi myndina. UIP dreifir myndum fyrir Para- mount, MGM-UA og Universal, og vilja forráðamenn fyrirtækisins að myndir þeirra verði sýndar hér á landi fyrr en gert hefur verið. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að fjölsalabíóin standa best að vígi í samkeppninni. Þessi nýjung hefur miklar breytingar í för með sér. Nú fáum við Bond-myndina nokkurra vikna gamla, hún var frumsýnd í Banda- ríkjunum í maílok og verður sýnd í Lundúnum kringum 20. júní, í stað þess að fá hana árs gamla, eins og venjan hefur verið. UPPHAFSA TRIÐIÐ TEKIÐ HÉR Á LANDI Víg í sjónmáli er merkilegri en aðrar Bond-myndir fyrir okkur ís- lendinga að því leyti að hún var að hluta til tekin hér á landi. Við megum þó ekki gera of mikið úr þessu atriði, því aðeins hluti upp- hafsatriðisins var tekinn hér. Það mun hafa verið í júní 1984 sem 28 Bretar, sem tilheyrðu kvikmyndahópi númer tvö, komu hingað og hreiðruðu um sig við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Umboðsaðili myndarinnar hér- lendis var Sagafilm, og fylgdust þeir félagar Jón Þór Hannesson og Snorri Þórisson grannt með gerð myndarinnar. Það tók kvikmyndahópinn tvo daga að finna hentugan ísjaka til að kvikmynda hluta upphafsatrið- isins. Jakann fundu þeir í Jökuis- árlóninu. Alls munu um 20 íslend- ingar hafa starfað með kvik- myndahópnum, þeirra á meðal Jón Þór, Ágúst Baldursson, Vera Siemsen, hjúkrunarfræðingur, og Ragnheiður Harvey, búninga- meistari, sem hafði eftirlit með búningum liðsins. Þá tóku fjórir fjallgöngugarpar frá Alpaklúbbn- um þátt, þeir Ari Trausti Guð- mundsson, Árni Árnason, Olgeir Sigmarsson og Hreinn Magnús- son, en þeirra starf fólst í að Leikstjóri myndarinnar, John Glen. Roger Moore situr hér á milli Broccoli-feðganna, gamla jaxlsins Cubby og sonar hans, Michaels, sem samdi handritið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.