Morgunblaðið - 16.06.1985, Side 24

Morgunblaðið - 16.06.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JtJNÍ 1985 Fanginn í Spandau fær bæjarleyfi Laurence Olivier sem Rudolf Hess aA heimili sínu í Spandau. Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Villigssirnar 2 — The Wild Geese II ★'/!i Bresk-bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Reginald Rose. Leik- stjóri: Peter Hunt. Aðalhlutverk: Scott Glenn, Barbara Carrera, Edward Fox, Laurence Olivier. Örlögin gripu í taumana áður en Richard Burton heitinn fékk að leika í þessari mynd. Wild Geese 2 er vitaskuld framhaldið af Wild Geese I. Wild Geese I var rútínuævintýramynd um hættuför nokkurra málaliða undir forystu Burtons, Roger Moore og fleiri dánumanna til Afríku. Wild Geese 2 átti að leiða Burton á vit nýrra ævin- týra þar sem er hættuför til Berlínar að ræna Rudolf gamla Hess úr klefa hans í Spandauf- angelsinu! Burton sem ekki kall- aði nú allt ömmu sína varðandi hlutverk í hæpnum bíómyndum má þakka örlögunum fyrir inn- gripið. Hann sleppur með að vera tileinkuð myndin. í hans stað gegnir Edward Fox hlut- verki bróður hans í Wild Geese 2. Það tekur þessa mynd einn og hálfan klukkutíma að undirbúa og undirbyggja þessa aðgerð. Verkefnið er hugdetta einhvers léttgeggjaðs amerísks fjölmiðla- kóngs: Ræna skal Rudolf Hess úr greipum stórveldanna í Berlín og láta hann síðan segja sögu sína i sjónvarpinu. Frásögn ald- arinnar? Miklu fremur della ald- arinnar. í einn og hálfan klukku- tíma fá áhorfendur sumsé að fylgjast með málaliðunum Scott Glenn og Edward Fox, ásamt Barbara Carrera, fulltrúa fjöl- miðlakóngsins, bauka við undir- búning þessarar miklu björgun- araögerðar með alls kyns illþýði og útsendara stórveldanna á hælunum. Sú flækja er orðin óbærileg þegar loksins er látið til skarar skríða síðasta hálftím- ann. Þá fer ofurlítill fiðringur um myndina, fiðringur sem aldr- ei nær því að verða að spennu þvi slagsíðan á dellunni er orðin svo mikil. En þessari þrenningu, hinum fýlulega, toginleita Glenn, þokkadísinni Carrera sem er á kolvitlausri hillu sem tauga- trekktur vælukjói og Fox með sitt vatteraða hábreska tungu- tak, verður ekki kápan úr því klæðinu að gera fjölmiðlamat úr Rudolf Hess. I hlutverki Hess er á síðustu mínútum myndarinnar druslast með gömlu kempuna Laurence Olivier eins og væri hann ósjálfbjarga statisti. En þegar hann fær loksins að opna munninn lyftir hann Wild Geese 2 upp um nokkra gæðaflokka, — sem hún á ekki skilið. Fáir bílar hafa fengið eins lofsamlega dóma og margar viðurhenningar og MA2DA 626, meðal annars: f^Bíll ársins í V-Þýshalandi ^ 2 ár í röð CO Bíll ársins í Bandaríhjunum "^Bíll ársins í Japan Bíll ársins í Ástralíu i) Bíll ársins á Nýja-5jálandi Ú) Bíll ársins í 5uður-Afríhu MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HF. Smiðshöfða 23 simi 812 99 Þessi margfaldi verðlaunabíll er nú til afgreiðslu strax á sérlega hagstæðu verði. Tryggið ykkur því bíl strax! Auður Auðuns fyrrverandi Borgar- stjóri og ráðherra. Kvenréttindafélag íslands: Auður Auðuns gerð að heiðursfélaga KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands stendur fyrir sérstökum hátíðafundi 19. júní næstkomandi í tilefni af því að 70 ár eru liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Fundur- inn verður haldinn kl. 12 þann dag í veitingahúsinu Litlu-Brekku segir í fréttatilkynningu frá KRFÍ. Auður Auðuns fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra verður gerð að heiðursfélaga Kvenrétt- indafélagsins á fundinum, en það var samþykkt einróma á lands- fundi félagsins í mars síðastliðn- um. Kristín Ástgeirsdóttir sagn- fræðingur mun flytja erindi á fundinum um 19. júní 1915 og að- draganda þess að konur fengu kosningarétt. Kvennahúsið: Hallærisplan- inu breytt í „fólkvang“ KONURNAR í Kvennahúsinu í Reykjavík efna til hátíðahalda á hinu svokallaða Hallærisplani á mið- vikudaginn í tilefni af því að sjötíu ár eru nú liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. I fréttatilkynningu frá Kvenna- húsinu segir að það hafi fengið leyfi borgaryfirvalda til að breyta Hallærisplaninu úr bílastæöi í nokkurskonar fólkvang miðviku- daginn 19. júní næstkomandi. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að þlanið verði fagurlega skreytt og boðið verði upp á veit- ingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.