Morgunblaðið - 16.06.1985, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.06.1985, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1985 9 HUGVEKJA „Fyrirliði okkar á þeirri ferð veröur hann sá „Guð vors lands“, sem varir eilíflega og varðveitir endiíanga sögu milli luktra lófa, en gjörir jafnframt alla hluti nýja á hverri andrá í ævi hins um- komulausasta barns á jörðu.“ „Ræktin skapar framann" - eftir séra HEIMI STEINSSON f sunnudagshugleiðingu hér í blaðinu fyrir viku fór ég all- mörgum orðum um varðveizlu- stefnu. Það efni er ekki tæmt og leitar raunar enn frekar á hug- ann í svip, þegar þjóðhátíðar- dagur fer í hönd. Sú gjöf, sem íslendingar þágu úr hendi sjálfra sín og almáttugs Guðs hinn 17. júní 1944, verður aldrei fullþökkuð né hennar nógsam- lega gætt. Menningararfleifð og ytri hagsmunir Varðveizlustefna verður jafn- an styrkust í hugum manna, þegar saman fara menningar- arfleifð og ytri hagsmunir. Örð- ugt getur reynzt að varðveita það, sem enginn telur sig hafa gagn af. Safngripir eru að vísu til margra hluta nytsamlegir. En því aðeins þjóna þeir tilgangi sínum, að þeir kveiki loga í brjóstum lifandi manna, verði aflvaki nýrrar sköpunar á göml- um grunni. Skilríkust reynist varðveizlan, þegar sá, er hana annast, hefur hag af iðju sinni. í upphafi 19. aldar voru aðall og kirkja öflugustu oddvitar varðveizlustefnu í Evrópu. Fór þar saman barátta fyrir eigin aðstöðu og fastheldni við forn lífsviðhorf. Gegn þessum öflum risu framsæknir mannfélags- hópar samtíðar, ekki sízt frjáls- lyndir athafnamenn. Þeir voru fulltrúar þeirrar nýlundu, sem ævinlega reynist óhjákvæmi- legur hrókur á skákborði sög- unnar og stuðlar að framvindu, hindrar stöðnun. Ef til vill má geta þess til, að varðveizlustefna væri þróttmest hér á Islandi framan af 20. öld- inni meðal bænda og ýmissa embættismanna. Þeir voru í senn fulltrúar viðtekinna lífsvið- horfa og handhafar hagsmuna, er stóðu á gömlum merg. And- spænis þeim birtust á sjónar- sviðinu framkvæmdamenn við sjávarsíðuna og verkafólk, er að sínu leyti lagði grundvöllinn að því nútímaþjóðfélagi, sem við höfum tekið að erfðum. Þessi dæmi úr sögu síðustu tveggja alda eru fjarri því að vera heildarúttekt af nokkru tagi og verða vonandi ekki vegin þannig af neinum. Þau eru ein- ungis dregin fram í því skyni að benda á það, hvernig tvenn verð- mæti renna saman í einn farveg, þegar virk varðveizlustefna verður uppi á teningi. Einnig er þeim ætlað að leiða í Ijós nyt- semi nýlundunnar, sem er annar meginstraumur sögulegrar framvindu. Hagur allra íslendinga og óskabarn íslendingar róa í fjölmörgum skilningi allir í einu skipi. Af sjálfu leiðir, að þeir eiga upp til hópa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Augljósar andstæður er vissu- lega að finna innan þess hóps, en dreifist um þetta stóra land. Brýnt er, að þær andstæður tak- ist á eftir settum reglum. Því að- eins verða nauðsynlegar umbæt- ur, að hin ýmsu þjóðfélagsöfl fái að reyna með sér. Nytsamleg verða átökin þó einungis, ef eng- inn brýtur leikreglurnar. Hitt er miklu flest, sem allir eiga í senn og enginn öðrum fremur. Meðal slíkra verðmæta er það sjálfstæði og sú stjórn- skipan, sem hér var komið á fót við lýðveldisstofnunina 1944. Örðugt mun að koma auga á nokkurn íslending, er haft gæti hag af að farga því sjálfstæði eða kollvarpa þeirri stjórnskipan. Ekki verður annað séð en landsmenn upp til hópa unni hinu sjálfstæða lýðveldi. Hvort sem við nú höfum um það fleiri orð eða færri, mun hitt sanni næst, að það allsherjarríki, sem hér stendur, er okkur öllum hjartfólgið. Afstaða okkar til lýðveldisins býr þannig yfir þeim tveimur meginþáttum, sem eru uppistaða heilbrigðrar og lifandi varð- veizlustefnu: Innri viðhorf og ytri hagsmunir fara saman. Við njótum öll ríkulegra gagnsmuna af því samfélagi, sem hér hefur þróazt í meira en fjóra áratugi. Jafnframt er lýðveldið óskabarn allra landsmanna. Uppbygging á þjóðhátíðardegi Þessa er hollt að minnast á þjóðhátíðardegi. Stundum er lát- ið svo sem „Þjóðhátíðarræður" og „þjóðhátíðargreinar" í blöð- um séu ekki og geti ekki verið annað en marklítið orðskrúð og jafnvel spjátur. Þetta er rangt viðhorf og í vissum skilningi hættulegt. Þau efni, sem höfð eru til íhugunar á þjóðhátiðardegi, eru ætluð til uppbyggingar. Við þörfnumst þess beinlínis að hug- leiða þá arfleifð, sem mennirnir frá 1944 létu okkur í té — for- ystumenn þjóðarinnar, er lýð- veldið var stofnað. Það er engin hræsni eða mærð að láta sér t.ítt um föður sinn eða móður. ígrundun þjóðarsögu á afmæl- isdögum stórviðburða er af sama toga spunnin og ástarhugur barna til foreldra. Kirkjan heldur sínar hátíðir á settum dögum og þjóðin öll með henni. Þá eru tiltekin efni höfð til umfjöllunar. Þjóðin heldur hátíð hinn 17. júní, og kirkjan gengur að sjálfsögðu í farar- broddi. Þann dag er saga þjóðar- innar ritningartextinn. Sameig- inlega rifjum við upp þær minn- ingar, er gera okkur að þjóð, veita okkur festu, tengja kyn- slóðir, landshluta, stéttir og starfshópa tryggðaböndum. „Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann". Þannig kvað séra Matthías. Við þörfnumst hugræktar til þess að fá haldið um þráðinn, sem liggur ofan úr hásölum sögunnar og spunnið úr honum nýja framtíð farsællar þjóðar. Þessi hugrækt á sér stað á þjóðhátíðardegi, þegar vel tekst til. Kjölfesta kirkjulegrar trúar Sú þjóð, sem siglir á því hinu eina skipi, er að framan var nefnt, á við ýmsum veðrum að sjá. Skipið þarfnast seglfestu. Hana er að finna í þeirri kirkju- legu trú, sem verið hefur lífsvið- horf landsmanna í bráðum þús- und ár. Tæpast mun ofmælt, þótt sagt sé, að þá fyrst yrðu íslendingar ein þjóð, er þeir höfðu búið við ein lög í sjö tugi ára og tóku upp einn sið að Lögbergi árið eitt þúsund. Fram að þvi höfðu menn verið „blendnir í trúni". Eftir kristnitöku varð trúin það sam- einingarafl, sem hún í raun hef- ur verið æ síðan, þótt á ýmsu gengi og gangi enn. Hinu kristna sameiningar- tákni var skilvíslega á lofti hald- ið við lýðveldisstofnunina 1944. Áður en sá þingfundur hófst, er lýst var gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins, fór fram guðsþjón- usta undir berum himni á Þing- völlum við öxará. Biskup ís- lands, herra Sigurgeir Sigurðs- son, predikaði í þeirri „dýrlegu hamrakirkju, sem þjóðin sjálf hefur vígt og valið,“ eins og hann komst að orði. Eftir hálfan annan áratug minnumst við kristnitökunnar. Þess er að vænta, að kirkja, þing og þjóð taki höndum saman um að halda þá hátíð með þeim hætti einum, sem ber: Þá skal ástunduð kristin þjóðrækt — og eigi aðeins á afmælisári, heldur einnig þann tíma, er fyrir fer og eftir rennur. Hagnýting kristnitökuafmælis Þjóðhátíðardagur er gagnleg- ur til uppbyggingar. Hann getur stuðlað að varðveizlu alls þess, sem við megum sízt án vera. Hið komandi kristnitökuaf- mæli gegnir sama hlutverki, þótt með margfalt öflugri hætti sé. Við getum notað það tækifæri til að rækta þá menningararfleifð, sem er sameiginlegur hagur okkar alla. Til þess þurfa menn að taka höndum saman hið fyrsta, horfa langt á veginn fram og hefja gönguna. Fyrirliði okkar á þeirri ferð verður hann sá „Guð vors lands“, sem varir eilíflega og varðveitir endilanga sögu milli luktra lófa, en gjörir jafnframt alla hluti nýja á hverri andrá í ævi hins umkomulausasta barns á jörðu. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 17. júní 1985 Spaiisbiteini og bappdnsttislán nKssjoðs Söiugengi Ávöxtun- Daga^ökU Ár-flokVur pr. kr. 100 arkrafa til innl.d. 1971-1 21.148,15 7,50% 88 d. 1972-1 18.958,00 7,50% 218 d. 1972-2 15.281,71 7,50% 88 d. 1973-1 11.128,57 7,50% 88 d. 1973-2 10.505,12 7,50% 218 d. 1974-1 6.744,70 7,50% 88 d. 1975-1 5.529,10 7,50% 203 d. 1975-2 4.115,63 7,50% 218 d. 1976-1 3.759,77 7,50% 263 d. 1976-2 3.062.98 7,50% 218 <t 1977-1 2.703,68 7,50% 278 d. 1977-2 2.327,48 7,50% 83 d. 1978-1 1.833.25 7,50% 278 d. 1978-2 1.486,86 7,50% 83 d. 1978-1 1.246,45 7,50% 248 d. 1979-2 964,82 7,50% 88 d. 1960-1 838.03 Innlv. i Seótab 15.04.85 1980-2 668,06 7,50% 128 d. 1981-1 568,82 7,50% 218 d. 1961-2 413,34 7,50% 1 ár 118 d 1982-1 383,66 7,50% 254 d. 1982-2 295,44 7,50% 104 d. 1983-1 225,81 7,50% 254 d. 1963-2 143,40 7,50% 1 ir 134 d. 1984-1 139,64 7,50% 1 ér 224 d. 1984-2 132,56 7,50% 2 ér 83 d 1984-3 128,12 7,50% 2 ér 145 d. 1985-1 Nyttutboð 7,00% 2 ér 203 d. 1975-G 3.405,54 8,00% 184 d 1976-H 3.147,98 8,00% 283 d. 19764 2.387,87 8,00% 1 ár 163 d. 1977-J 2.137,81 8,00% 1 ár 284 d 1981-1FL 449,97 8,00% 314 d. 1985-1SÍS 87,50 10,70% 4 ár 284 d. Veásiuldabrel - veiðtiyggð Lánst. Nafn- Sölugengim.v. 2 afb vextir mism. ávöxtunar- áárl HLV kröfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2 ár 4% 91 90 88 3ár 5% 90 87 85 4 ar 5% 88 84 82 5ár 5% 85 82 78 6 ar 5% 83 79 76 7 ár 5% 81 77 73 8ár 5% 79 75 71 9ár 5% 78 73 68 10ár 5% 76 71 66 Nýtt a veiðbiefamaikaði IB 1965-1 tll 10 ára Atb.: 10. GD: 10/2. NV: 2% Avöxlunarkrafa: 10% 11% 12% Sölugengi pr. kr. 100: 77,92 75,02 72,29 Veðskuldabief - óreiðtiyggð Söiugengi m.v. Lánst. 1 afb. á árl 2 afb, áári 20% 28% 20% 28% 1 ar 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3ár 56 63 63 70 49 57 55 64 5" 44 52 50 59 Þú œttir að kaupa KJARABRÉF • Þú íœrð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhœttu. • Þú getur innleyst kjarabréíin hjá Verðbréíasjóðnum með nokkurra daga íyrirvara. • Þú lœtur sérírœðinga í verðbréíaviðskiptum vinna fyrir þig. • Þú sparar tíma og fyrirhöín. • Þú veist alltaí hvert verðgildi kjarabréíanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. • Naínverð kjarabréíanna er kr. 5.000 og 50.000. Þannig ge.a aliir vert6 meS. VeröbréfamarkaöUT ~ Kjarabrefin eru handhaíabréí. __ Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.