Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 32
HOLLyWðODi Bítlaæðið^Vj dpOADwSS^ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Halldór Ásgrimsson um vanda sjávarútvegs: Víða jaðrar við stöðvun í útvegi „ÞAÐ eru mörg fyrirtæki sem standa illa. Það er svo illa komið að það tekur langan tíma fyrir þessi fyrirtæki að ná sér á strik aftur og það er ekkert auðvelt við að eiga, þegar afli dregst svona saman og framleiðsla minnkar eins og nú er að gerast. Sjávarútvegurinn er svo illa staddur, að þetta eru hlutir sem maður getur átt von á hvenær sem er á allmörgum stöðum á landinu,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, er blm. Mbl. spurði hann álits á vanda fyrirtækja í sjávarútvegi og hvort svipað væri ástatt á fleiri stöðum á landinu eins og varðandi fiskvinnslu á Patreksfirði og útgerð í Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrarbakka, en eins og Mbl. skýrði frá í gær er þar verið að leggja togaranum Bjarna Herjólfssyni vegna rekstraröröugleika. Ekki vildi sjávarútvegsráðherra nefna einstök dæmi, en sagði að fjöldi fyrirtækja stæði frammi fyrir þessu sama vandamáli. „Það gengur mjög illa í útgerðinni, afli er mjög lélegur og afkoman því erfið." Aðspurður um hvað væri til ráða sagði hann: „Einu bjargráðin sem til eru eru annars vegar að draga úr kostnaði við að afla tekn- anna, hins vegar meiri afli og meiri tekjur." Hann var í fram- haldi af því spurður, hvort fiski- fræðingar gæfu vonir um meiri afla. „Hafrannsóknaskipin eru úti, Árni Friðriksson og Bjarni Sæm- undsson. Það kemur ekkert frá þeim fyrr en þau koma í land.“ Sjávarútvegsráðherra var þá spurður hver birgðastaðan í landi væri. Hann sagði hana mjög erf- iða, ógreiddar afurðir væru mjög miklar. „Þetta á við um freðfisk, saltfisk og skreið, og það eru veru- leg vandamál að fjármagna allar þessar birgðir," sagði hann. Varð- andi birgðir í Bandaríkjunum sagðist ráðherrann ekki hafa handbærar upplýsingar, en það væru ætíð sveiflur í sölum. Halldór var að lokum spurður, hvort stjórnvöld myndu grípa til einhverra aðgerða til aðstoðar þessum fyrirtækjum, t. d. við að koma Bjarna Herjólfssyni á sjó á ný. „Þeir hafa ekki haft neitt sam- band við mig út af því, enda hef ég enga sjóði. Það eru engir sjóðir hjá mér til að ráðstafa í eitt eða neitt," svaraði sjávarútvegsráð- herra, Halldór Ásgrímsson. "W Mor^unblaöið/Júlíus. Ungur maður var klemmdur inn í bifreið ( 2'Æ klukkustund í gærkveldi, eftir að hafa ekið bifreið af Mustang-gerð á Ijósastaur við Breiðholtsbraut- ina. Tilkynnt var um slysið kl. 20.26, en ekki hafði tekist að losa manninn fyrr en kl. 22.55. Neyðarbfllinn kom á staðinn og auk þess var annar sjúkrabfll til taks. Atgeir, til þess gerður að ná fólki úr bflflökum, var sóttur til Hafnarfjarðar, en slíkt tæki mun ekki í eigu lögreglunnar í Reykjavík, og tveir dráttarbflar reyndu að toga bflinn í sundur. Slökkvibfll var einnig til taks og mikill fjöldi lögreglumanna vann að því að bjarga manninum, en á tímabili ollu áhorfendur truflunum á starfi lögreglunnar og þurfti að kalla út aukalið þeirra vegna. Maðurinn var með meðvitund allan þann tíma sem björgunarstarfið stóð yfir. Ný tegund sullaveiki í sauðfé á Norðurlandi Líkur á að sullurinn hafi borizt með refum — hann skaðar ekki fólk Metsala hjá Barða NK í gær BAKHI NK fckk meðalverð 38,30 krónur fyrir kflóið af fiski, sem er hæsta verð í krónum talið, sem bátur hefur fengið á erlendum fiskmörkuðum, en hann seldi í Grimsby í gær. Alls voru það 125 tonn, mest- megnis þorskur, sem hann seldi, heildarupphæðin var 4.787.239 krónur. Þess má geta að hæsta meðalverð sem fengist hefur, fékk Ránin í janúar 1979, 59 ensk pund fyrir kíttið, sem er mælieining í Bretlandi, en til samanburðar fékk Barði 57,55 pund. Ef einungis er tekinn þorskurinn í afla Barða, er með- alverðið hans 41 króna. NÝ tegund af sulli áður óþekkt hér á landi hefur fundist í lömbum úr báð- um Húnavatnssýslum og af Eyja- fjarðarsvæðinu. Sullurinn fannst þegar innyfli slátraðra lamba voru rannsökuð af viðkomandi dýralækn- um í sláturhúsunum á Svalbarðseyri, Blönduósi og Hvammstanga. Ekki er Ijóst um hve marga bæi er að ræða, en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins voru fáar skepnur sýktar ( hvoru tveggja sláturhúsanna á Svalbarðseyri og Blönduósi, en til- tölulega flestar í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ekki er vitað hvernig sullurinn hefur borist hingað til lands, en aðeins virðist um tvo möguleika að ræða; annað hvort með innfluttum hundum, en slíkur innflutningur er ólöglegur, eða þá með refum, sem hingað hafa verið fluttir inn á refabú. Sullur vex upp af eggi band- ormsins og nær lirfustigi í kind- inni, en bandormurinn tekur sér bólfestu í innyflum refa og hunda. Egg hans ganga niður af viðkom- andi hýsli með saurnum og þaðan Sneiðar úr hjartavöðva kindar, sýkt- ar af hinni nýju tegund sullar. Myndin er tekin af tilraunaglasi á Keldum í gær. Eindreginn vilji að fara af stað með viðræður * f — segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að ganga til viðræðna við vinnuveitendur um uppbyggingu ís- lenzks atvinnulífs, að sögn Asmund- ar Stefánssonar, forseta ASÍ. „Málin hafa verið rædd óform- lega milli manna að undanförnu og það er eindreginn vilji okkar að fara af stað með viðræður. Næsta skrefið í málinu yrði væntanlega, að aðilar settust saman og mörk- uðu stefnu um á hvern hátt við- ræðunum yrði háttað á næstunni," sagði Ásmundur. Ásmundur sagði að væntanlega yrðu settir á fót vinnuhópar til að fjalla um einstaka málaflokka, eftir nánara samkomulagi aðila. komast þau í kindurnar, sem eru svokallaður millihýsill, því eggin ná þar ákveðnu þroskastigi, en verða ekki að fullþroska bandormi fyrr en þau komast í hund eða ref á nýjan leik, sem verður þegar hundur eða refur étur sullarsýkt kindakjöt. Hér á landi voru þekktar áður þrjár tegundir sulls og var ein þeirra hættuleg mönnum, sulla- veikissullurinn. Síðast fundust merki um hann árið 1978 og því er ekki hægt að fullyrða um hvort honum hafi alveg verið útrýmt hérlendis. Hinar tvær tegundirnar eru höfuðsóttarsullur, sem hér hefur ekki fundist í áraraðir og netjusullur, sem finnst hér alltaf öðru hverju. Sú tegund sulls sem nú hefur fundist hér á landi, er ekki hættu- leg mönnum og er ekki heldur talin mjög hættuleg skepnunni. Sullur- inn sækir einkum í innvöðva og aðra vöðva skepnunnar og gerir kjötið óhæft til neyslu. Af þvl hef- ur hann verið nefndur vöðvasullur eða kjötsullur, en á latínu ber bandormur þessarar tegundar ein- kennisheitið taenia ovis. Bandorm- urinn sjálfur hefur ekki fundist ennþá, en talið er fullvíst að hann sé af þessari tegund. Tilrauna- stöðin að Keldum hefur með rann- sókn málsins að gera. Fyrst mun hafa orðið vart við sullinn á Blönduósi fyrir um viku. Sjá nánar á miðsíðu. Albert Guðmundsson um Seðlabankann: Getur ekki ákveð- ið sína eigin vexti „Það þarf að endurskoða lögin um Seðlabanka íslands,“ sagði Al- bert Guðmundsson fjármálaráð- herra í Sameinuöu þingi í gær, er tillaga Bandalags jafnaðarmanna um sölu á ríkisbönkum (viðskipta- bönkum) var til fyrstu umræðu. „Það hefi ég margoft sagt, enda brjóta þeir að mínu mati lög þegar þeir ákveða sína eigin vexti. Þeim ber skylda tii að ákveða vexti fyrir viðskiptabankana, en það er hvergi í lögum um Seðlabanka íslands heim- ild til þeirra að ákveða sín eigin lög, það hlýtur að vera í verkahring ríkis- stjórnar eða alþingis. Ég hefi marg- oft deilt á þann vaxtamun sem er á bindifé í Seðlabankanum og yfir- dráttarvexti af yfirdrætti viðskipta- bankanna. — Ég tek undir það sem fram kom hjá tíunda landskjörnum þingmanni (Guðrúnu Helgadóttur) að það er ekkert óeðlilegt að Seðla- bankinn skili sínum hagnaði til rík- issjóðs. Það er víðast hvar gert þar sem ég þekki til, því að Seðlabanki er að hluta ríkissjóðsdæmi...“ Fjármálaráðherra sagði og efn- islega, að hann hefði bætt þessum stofnunum, viðskiptabönkum í ríkiseign, inn á þann lista um ríkisfyrirtæki, sem hugsanlega yrðu seld, en þau mál væru öll óafgreidd í ríkisstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.