Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Salome Þorkelsdóttir: „Heimilisnauðsvnjar eiga ekki að vera hátollavara“ — Tollaflokkanir lækka verð búsáhalda um 20% Fyrr í vikunni fór fram í efri deild Alþingis umræöa um lækkun tolla af búsáhöldum, boröbúnaði, komvöru o.fl. Töldu stjórnarandstæðingar ráð- herra gera úlfalda úr mýflugu, er hann tíundaði þessar tollalækkanir. Salome Þorkelsdóttir (S), forseti efri deildar, brást við, ríkisstjórninni til varnar, og sagði m.a.: „Það má segja það, að tollskráin er heill frumskógur og þess vænti ég, að háttvirti fimmti landskjörni þingmaður þekki eins og ég. Þegar ég fór fyrir löngu eftir að ég kom hér á hæsttvirt Alþingi að skoða tollskrána, þá komst ég fljótt upp á lagið með að nota nokkurs konar þumalputtareglu til þess að átta mig á því hvað væru búsáhöld eða nauðsynjavörur heimilanna. Og hún er mjög einföld. Ef maður rennir fingri niður eftir dálkunum með tollaprósentunni, sem er lögð á vörur og staldrar við töluna 80—90%, þá er þar örugglega eitthvað sem tilheyrir heimilunum og nauðsynjavörum heimilanna. Það gerðist einnig þegar verið var að vinna í þessu máli, varðandi þær matvörur, sem hér hafa verið til umræðu og lítið hefur verið gert úr á þessu sumri, að tollar hafi verið lækkaðir á, eins og döðlur og fíkjur, sykraðir ávextir, spaghetti, Corn flakes, o.s.frv. Nú er ég handviss um það, að þingmaðurinn þekkir það eins vel og ég, að þetta eru einmitt vörur sem eru notaðar næstum daglega á hverju einasta heimili, a.m.k. hjá ungu fólki í landinu í dag, þó í litlum mæli sé, og þarna var eingöngu verið að hreinsa út úr tollskránni þær vör- ur, sem í raun og veru sátu eftir varðandi háa tollaflokka, þegar verið er að tala um matvörur, því að sem betur þá hafa fyrri ríkis- stjórnir einnig fundið hvöt hjá sér til þess að reyna að koma til móts við þessa þætti með því að lækka tolla á matvörum. Það má segja, að þarna hafi verið um nokkurs konar hreinsun að ræða, sem þótti eðli- legt og sjálfsagt að láta fylgja með. Það vegur kannske ekki þungt hjá ríkissjóði, en áreiðanlega munar hvern mann um, ef lækkað er verð vöru einnig í þessum þáttum. Það hefur undrað mig i raun og veru á þessu sumri, hversu litla umfjöllun þessi ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar hefur fengið hjá al- menningi í landinu og sama má segja um fjölmiðla, fréttamenn, sjónvarp og aðra. Þarna var kær- komið tækifæri til þess að kynna fyrir almenningi, fyrir heimilun- um, fjölskyldunum, hvað þarna hafi verið gert, til að koma til móts við þær. Það má segja, að öll búsáhöld og nauðsynjavörur heimilanna, sem Bandalag jafnaðarmanna: Ríkisbönkum breytt í almenningshlutafélög Fjármálaráðherra telur lög um Seðlabanka þurfa endurskoðunar við Guómundur Ginarsson (BJ) mælti í gær í Sameinuð þingi fyrir tillögu til þingsályktunar um að fela rfkisstjórninni að afla lagaheimildar til að selja Landsbanka íslands, Útvegsbanka Islands og Búnaðarbanka íslands til hlutafé- laga, enda verði eftirfarandi skilyrðum fullægt: 1) Kaupandinn sé hlutafélag með meira en 1000 hluthöfum og má enginn hluthafi eiga meira en tvo af hundraði hlutafjár. 2) Kaupandi setji fullkomnar tryggingar fyrir skuidbinding- um bankans. 3) Söluverð sé viðunandi fyrir ríkissjóð. 4) Kaupanda verði einungis heimilt að kaupa einn banka. • Guðmundur Einarsson (Bj) taldi það bjóða spillingu heim að stjórnmálaflokkar hefðu áhrif á stjórn banka í hlutfalli við kjörfylgi í kosningum. Hér af leiði að arð- semismat ráði of litlu um lánsfjár- stýringu. Bandalag jafnaðarmanna líti á það sem meiriháttar þrifnað- arráðstöfun að losa þessar stofnan- ir undan stýrimennsku stjórn- málamanna. Það er ekki oftrú á einkaframtaki sem ræður þessari tillögu. Hún er nauðvörn fólksins í landinu. • Guðrún Helgadóttir (Abl.) taldi tillöguna engan vanda leysa. Orsök vandans væri hjá Seðlabanka, í „ónothæfum lögum um Seðlabaka Islands". Það er nauðsynlegt að taka af Seðlabanka það pólitíska vald sem hann hefur, en hann ræð- ur beinlínis yfir ríkisstjórnum í landinu. Hún nefndi til varhuga- verðustu lagagrein alls lagasafsins, að hennar mati, 4. gr. laga um Seðlabanka. Guðrún sagði við- skiptabankana og hvergi nærri sinna þjónustuhlutverki við al- menning, sem þó ætti fjármuni sína þar, bæði launareikninga og inn- legg lífeyrissjóða, en þyrfti að koma skríðandi í bankana, ef hann þyrfti einhverrar fyrirgreiðslu með. Mikið skorti á háttvísi banka við fólkið í landinu. • Jón B. Hannibalsson (A) kvaðst sammála markmiðum tillögu- manna, en hafa athugasemdir um leiðir og verklag. Hann væri hins- vegar ósammála Guðrúnu um aukin pólitísk bönd á bankakerfið. Gera þarf skörp skil á milli stjórnmála og stýringar lánsfjár. Hann minnti á að Eyjólfur Konráð Jónsson hefði nokkuð á annan áratug talað fyrir hliðstæðum leiðum; að laða al- menning til þátttöku í atvinnulífinu með almenningshlutafélögum. Hér er lagt til að breyta ríkisbönkum í almenningshlutafélög. Jón Baldvin sagði þingflokk Al- þýðuflokks vinna að frumvarps- smíð, annarsvegar um afnám Framkvæmdastofnunar, Fram- kvæmdasjóðs og Byggðasjóðs, hinsvegar um uppstokkun sjóða- kerfis og samruna og möguleika á að koma því fyrir innan bankakerf- isins. • Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, taldi lög um Seðlabanka þurfa endurskoðunar við. Af máli ráðherra mátti ráða efasemdir hans um lögrétt Seðlabanka til sumra þátta vaxtaákvörðunar. Hann minnti og á að Seðlabankar skili víða hagnaði til viðkomandi ríkis. Fjármálaráðherra sagðist hafa tekið ríkisbanka (viðskiptabanka) inn í tillögur sínar um ríkisfyrir- tæki, sem selja mætta, en ríkis- stjórnin ætti eftir að fjalla um þær hugmyndir. • Stefán Benediktsson (Bj) taldi ríkisstjórnir ekki hafa framfylgt lögum um raunvexti frá 1979. Hann vitnaði til greina Ólafs prófessors Björnssonar í Mbl., þar sem lýst væri, hvem veg hagstjórn landsins Guðmundur Einarsson færi forgörðum, m.a. vegna þess að Seðlabanki tæki fé inn um fram- dyrnar til festingar, sem út af fyrir sig væri hægt að réttlæta, en iánaði það síðan út um bakdyrnar, þann veg að stjórnunin færi úr böndum. Varðandi ummæli Guðrúnar Helgadóttur, sagði hann efnislega: Bandalag jafnaðarmanna ætlar sér ekki það hlutverk að útrýma spill- ingu í eitt skipti fyrir öll, en það vill sýna heiðarlega viðleitni í að þrengja kost þess fyribæris. Salóme Þorkelsdóttir hér hafa verið taldar, hafi lækkað um 20—22%. Við getum nefnt einn pott, eina pönnu, ef hún kostaði 1500 kr. fyrir, þá lækkaði hún um a.m.k. 300 kr. og mér er kunnugt um verslun í Reykjavík, sem selur slíkar vörur eingöngu að eftir að þessi bráðabirgðalög voru sett, þá voru allar vörur í þeirri verslun lækkaðar um 20%. Ég get ekki séð að það sé hægt að gagnrýna svona aðgerðir. Það er sjálfsagt að gagnrýna, þegar ástæða er til, en mér finnst einnig sjálfsagt að þakka það, sem vel er gert. Og ég er sannfærð um að heimilin í landinu, það fólk sem fer í verslanir og þarf að viða að sér einhverjum vörum til heimilanna, kann vel að meta þetta. Ég er hér með lista og ég gæti talið upp þær verðlækkanir, sem áætlað var að yrðu á útsöluverði þessara vara, sem hér eru nefndar. Ef við tökum vörur eins og þurrk- aðar döðlur og nýjar þurrkaðar fíkjur, sem Eiður Guðnason gerði heldur lítið úr í blaðagrein í Dag- blaðinu Vísi, þá lækkuðu þær um 17%. Borðbúnaðurinn og aðrar slíkar vörur hafa lækkað í söluverði um 21—22% og ég held að það hljóti allir að gera sér grein fyrir því, að þetta var virkilega þess virði, að gert væri, þegar svo stendur á í þjóðfélaginu, eins og nú er. Og við skulum heldur ekki gleyma því, hvernig málin hefðu staðið, ef ekk- ert hefði verið að gert, verðbólgan hefði fengið að blómstra áfram, ef við getum talað um það að hún blómstri, við skulum segja bólgna, þá getum við rétt hugsað okkur, hve margir dagar hefðu liðið þang- að til að öll sú kauphækkun sem átti að koma 1. júní og mikið hefur verið talað um að ekki hafi komið, hefði verið uppbrunnin." Þingkjörin nefnd sérfræðinga: Kanna þarf orsakir hins háa orkuverðs Jóhanna Sigurðardóttir: Réttur heimavinn- andi til lífeyris Jóhanna Sigurðardóttir (A) mælti sl. fimmtudag fyrir tillögu til þingsályktunar um rétt heimavinn- andi til lífeyris, gagnkvæman makalífeyri og upplýsingaskyldu lífeyrissjóða. Tillagan miðar að: • í fyrsta lagi að komið verði á samræmdum ákvæðum allra líf- eyrissjóða um makalífeyri á þann hátt að bæði kynin njóti sambærilegra réttinda til maka- lífeyris. • 2) í öðru lagi að þann veg verði farið með lífeyrisgreiðslur hjóna og sambúðarfólks að frá- skildir og heimavinnandi fari ekki varhluta af áunnum lífeyri. • 3) í þriðja lagi að lífeyris- sjóðir sendi sjóðsfélögum árlega greinargerð um meginatriði, er varða viðkomandi sjóð og rétt sjóðsfélaga. — sagöi Eiður Guðnason á Alþingi í gær Eiður Guðnason (A) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar, þessefnis, að ríkisstjórnin skipi nefnd 3ja óháðra sérfræðinga til að kanna og skila Alþingi skýrslu um orsakir hins háa raforkuverðs til almennings hér á landi og tillögum til úrbóta. • Eiður Guðnason (A) kvað raf- orkuverð hér verulega hærra en erlendis, þar sem skilyrði til raf- orkuframleiðslu væru þó víðast verri. Það væri alvarlegt mál ef raforka framleidd með afli ís- lenzkra fallvatna standist ekki verðsamkeppni við innflutta orku, svo sem olíu og gas. Veitingahús í Reykjavík noti, sum hver, gas til eldunar. Er orsakanna að leita í óhóflegri skattlagningu orkunn- ar? Er virkjunarkostnaður óeðli- lega hár? Ér yfirbygging orku- kerfisins (Orkustofnun, Lands- virkjun og RARIK) of mikil? Er tvíverknaður algengur í kerfinu? Liggur ástæðan í umfangsmiklu og dýru dreifikerfi? Og hvað um allan þann kostnað, í þágu heima- manna, sem til er orðinn í Húna- þingi, áður en Blönduvirkjun er komin á raunverulegt fram- kvæmdastig? • Hjörleifur Guttormsson (Abl) Eiður saknaði þess að ISAL kæmi ekki við sögu Eiðs af orkuverði. Hann velti fyrir sér, hver ætti að kanna umspurða orsakaþætti, og staldr- aði við Orkustofnun. • Sverrir Hermannsson, orkuráð- herra, kvað ýmsa þætti þessa máls hafa verið og vera í könnun. Sjálfsagt væri að gefa viðkomandi þingnefnd, sem málið fengi til um- fjöllunar, allar upplýsingar, sem og Alþingi, eftir því sem rannsókn gengi fram. Telji Alþingi þörf á því, að fengnum tiltækum upplýs- ingum, að setja sérstaka nefnd í málið, hef ég fyrir mitt leyti ekk- ert við það að athuga, sagði ráð- herrann efnislega. • Páll Pétursson (F) sagði samn- inga um Blönduvirkun óhagstæða, bæði fyrir landeigendur og virkj- unaraðila. • Ólafur Þ. Þórðarson (F) OG Karl Steinar Guðnason (A) lýstu yfir stuðningi við tillöguna. • Eiður Guðnason þakkaði já- kvæðar undirtektir. Hann sagði orkuverð til álvers horfa betur nú en verið hefði um sinn. Ekki mætti gleyma því að Búrfells- virkjun hefði aldrei verið reist af þeim stórhug, sem raun varð á, nema vegna þess að markaður fyrir framleiðsluna var tryggður með tilurð álversins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.