Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Bygging ratsjárstöðvar á Islandi: Engin ákvörðun hef- ur enn verið tekin — segir John Kelly, aðstoðarutanrfkisráöherra Bandaríkjanna „Þótt andrúmsloftið sé e.t.v. neikvæðara en það var fyrir tveimur mánuðum, og þá einkum vegna árásarinnar á kóresku farþegaþotuna, er það takmark okkar að ná samkomulagi við Sovétmenn í Genfarviðræðun- um,“ sagði John Kelly, einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með fréttamönnum, sem boðað var til í Menningarstofnun Banda- ríkjanna á miðvikudag. Kelly fer með málefni Evrópu í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna. „Þótt minna fari fyrir Kóreu- þotumálinu í fréttunum þessar vikurnar fer því fjarri að við höfum gleymt því. Við viljum hins vegar ekki láta það koma í veg fyrir að samkomulag náist við Sovétmenn um gagnkvæma fækkun kjarnorkuvopna í Vestur-Evrópu. Sovétmenn hafa dregið sig inn í skelina að und- anförnu og ég tel að það megi að vissu leyti rekja til þeirrar reiði- öldu, sem varð við árás þeirra á kóresku þotuna," sagði ráðherr- ann ennfremur. Er Kelly var að því spurður hvort hann teldi útilokað, að samkomulag næðist í Genf áður en staðsetning fyrstu flauganna af 572 fyrirhuguðum hefst, svar- aði hann því til, að vissulega vildi hann ekki útiloka neitt. „Það verður hins vegar mjög erf- itt,“ sagði hann og lagði m.a. fram eftirfarandi rök: 1) Frakkar viðurkenna ekki, og hafa aldrei viðurkennt, að kjarnorkuflaugar þeirra teljist til vopna NATO á einn eða ann- an hátt. 2) Bretar hafa sömuleiðis áskilið sér rétt til þess að beita flaugum sínum, hvort heldur er með eða án samráðs við NATO. 3) Kjarnorkuvopn Breta og Frakka er að stærstum hluta að finna í kafbátum þeirra, en ekki á þurru landi. Viðræðurnar snú- ast um kjarnorkuflaugar á jörðu niðri í V-Evrópu. Til samans eiga þessar þjóðir 162 kjarn- orkuflaugar. Sovétríkin eiga meira en 1300. 4) Sovétmenn hafa allt frá ár- inu 1977 talað um að jafnvægi ríkti í kjarnorkumálum í V-Evr- ópu. Á sama tíma hafa þeir ótrauðir haldið áfram fram- leiðslu og þróun SS-20 flauga sinna. „Sovétmenn fara fram á, að kjarnorkuflaugar Breta og Frakka verði taldar með. Við teljum það ekki eðlilegt," sagði Kelly og bætti við: „Ég hef meira að segja heyrt sovéskan dipló- mat segja, að sanngjarnt væri að þeir réðu yfir jafnmörgum kjarnorkuflaugum og allar aðrar þjóðir heims til samans, þar með talið Kína. Er ég heyrði þessi ummæli gat ég ekki stillt mig um að segja við Sovétmanninn í gamansömum tón, að ef þeir höguðu sér betur á alþjóðavett- vangi þyrftu þeir ekki alltaf að vera með lífið í lúkunum yfir því að allir væru á móti sér. Við höfum reynt að koma til móts við Sovétmenn í viðræðun- um í Genf. Við erum reiðubúnir að semja um færri flaugar, 450, 350 eða hvað þær eiga að vera margar. Þeir virðast einfaldlega ekki vera á þeim buxunum að ræða eitt eða neitt af okkar hálfu að svo stöddu. Það má vel John Kelly, aðstoðanitanrikisráðherra Bandaríkjanna. MorgunbiiAíí/KÖE. vera, að þeir vilji bíða átekta og sjá hvort NATO-ríkin standa einhuga saman um að koma fyrir fyrstu flaugunum i V-Evr- opu nú um miðjan desember. Það er kannski, að einhver al- vara færist í málflutning þeirra þegar þeir sjá, að við ætlum að halda okkar striki," sagði Kelly. Ráðherrann hitti utanríkis- ráðherra íslands, Geir Hall- gríntsson, að máli í gærmorgun. Sagði hann þeim hafa farið ým- islegt á milli, m.a. hugsanlega byggingu radarstöðvar NATO hér á landi til þess að auðvelda eftirlit með ferðum Sovétmanna, einkanlega norður og austur af landinu. „Við vorum á sínum tíma með tvær radarstöðvar fyrir norðan ísland, en þær urðu báðar stormum og óveðri að bráð fyrir tveimur áratugum. Undanfarinn áratug hafa ferðir sovéskra skipa, kafbáta og flugvéla aukist mjög á norðurhöfum og sérstak- lega höfum við veitt athygli ferðum flugvéla þeirra frá Kóla- skaga niður til Kúbu. Radar er ekki neitt hættulegt vopn, held- ur öryggistæki. Það voru hins vegar engar ákvarðanir varðandi þetta teknar á fundi okkar." Er ráðherrann var spurður út í samskipti íslands og Banda- ríkjanna svaraði hann því til, að þau væru góð og þar hefði engan skugga borið á. „Við gerum okkur fulla grein fyrir mikilvægi landsins, það nægir að líta á landakort til þess, og metum samstarfið mikils," sagði John Kelly. Pétur Jónasson Anna Guðný Guðmundsdóttir Frá nýja heiminum Fyrstu tónleikar Islensku híjómsveitarinnar í Neskirkju FYRSTU áskriftartónleikar Islensku hljómsveitarinnar af sex á öðru starfsári, verða haldnir í Neskirkju, fimmtu- daginn 10. nóvember, kl. 20.30. Á tónleikunum, sem bera yfir- skriftina Frá nýja heiminum, verða flutt sex tónverk sem tengj- ast Suður- og Norður-Ameríku. Hljómsveitin mun frumflytja tón- verkið Summer-Soft, eftir Mark W. Phillips, samið sérstaklega fyrir íslensku hljómsveitina. Þá mun Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja þrjár Jazz-píanó Prelúdíur eftir eitt ástsælasta tónskáld Bandaríkjanna, George Gershwin. Annar einleikari kemur fram á þessum tónleikum, Pétur Jónasson, sem leikur einn vinsæl- asta gítarkonsert tónbókmennt- anna, konsert brasilíska tón- skáldsins Heitor Villa-Lobos. Síðari hluti tónleikanna hefst með tríói eftir Charles Ives, Largo, sem leik- ið verður af Sigurði I. Snorrasyni, Hlíf Sigurjónsdóttur og Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur. Þá mun Kristinn Sigmundsson flytja nokkra negrasöngva, en Kristinn hefur vakið mikla athygli á und- anförnum misserum fyrir vandað- an söng. Lokaverk þessara amer- ísku tónleika er hljómsveitar- verkið Three Latin-American Sketches, eftir Aaron Copland, en í verkum hans birtist tjáningar- gleði Ameríkubúans í sinni fjörug- ustu mynd. Verkið er í raun tveir dansar í blóðheitum suður-amer- ískum stíl auk milliþáttar er ber yfirskriftina „Paisaje Mexicano" (mexíkanskt landslag). Stjórnandi Húsavík: á þessum fyrstu tónleikum verður Guðmundur Emilsson. Nú stendur yfir söfnun áskrif- enda, en alls verða 400 áskriftar- kort seld og er við það miðað að þau seljist öll fyrir upphaf starfs- árs. Því gefst ekki kostur á miðum í lausasölu. Umsóknir um áskrift þurfa að hafa borist skrifstofu hljómsveitarinnar 1.—5. nóvem- ber. Áskriftargjald er kr. 1.600 sem greiða má í tvennu lagi, fyrir 5. nóvember og fyrir 10. desember. Þeir sem kjósa að styrkja hljómsveitina sérstaklega geta gerst styrktarfélagar, en þeir greiða kr. 2.400 fyrir áskrift, sem greiða má með sama hætti. (Frétutilkynning) Sjávaraflinn 14% minni en í íyrra IIÚHavík, 13. október. SJÁVARAFURÐIR, landsettar á Húsavík, 9 fyrstu mánuði þessa árs voru samtals um 7.500 lestir eða rúmlega 14% minni en á sama tíma í fyrra. Þá voru það 8.600 lestir. í fyrra var á sama tíma búið að salta síld í 1.434 tunnur og frysta til beitu um 100 lestir. Nú hefur engin síld verið söltuð, en svipað magn fryst í beitu. Uthafsrækjan er eina sjávaraf- urðin, sem meira hefur veiðzt af á þessu ári en í fyrra. Fréttaritari. SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 annast flutninqa fynr Þ'9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.