Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 13 Bjartmar Pétursson og Trausti Eiríksson, sem hannaði kerfið. f baksýn má sjá saltið sáldrast úr skammtaranum til hægri og til vinstri sést hluti umsöltunargáma og saltfæribandsins. Nýtt söltunarkerfi frá Traust hf.: Lætur nærri að það út- rými erfiðisvinnunni — segir Bjartmar Pétursson, sem fest hefur kaup á einu kerfanna „ÞAÐ LÆTUR nærri að þetta sölt- unarkerfi spari um 15% vinnu, en það er meira virði, að það léttir vinnuna verulega. Það lætur nærri að kerfið útrými erfiðisvinnunni. Það er því Ijóst að sparnaður er af þessu og líklega lætur nærri að samstæðan borgi sig upp á einu ári miðað við að söltuð séu 500 tonn,“ sagði Bjartmar Pétursson, fram- kvæmdastjóri Útvers hf. á Bakka- firði, í samtali við Morgunblaðið, er kvnnt var hjá saltfiskverkun BIJR nýtt söltunarkerfi frá Traust hf., sem hann hefur nú fest kaup á. „í dag er fyrst saltað í kar, síðan rifið upp úr því með hönd- unum og saltað í stakka og loks eru stakkarnir rifnir upp og saltfiskinum staflað á bretti, þar sem hann bíður pökkunar. Við þetta fer mikið af salti á gólfið, sem síðan þarf að hreinsa upp. Þá er allt saltað með höndum og er hvort tveggja talsvert erfiði. Með þessari nýju aðferð er fisk- urinn saltaður í gámi með þrem- ur hliðum. Sjálfvirkur salt- skammtari stráir saltinu yfir fiskinn, hvert lag fyrir sig. Þegar millisaltað er, er fiskurinn tek- inn úr einum gám og færður yfir í annan og saltið hrist úr fiskin- um niður á færiband á milli gámanna. Færibandið flytur saltið síðan í þar til gerðan poka, svo moksturinn er að mestu úr sögunni. Með þessu fer fiskurinn aldrei á gólfið og söltun verður miklu nákvæmari," sagði Bjart- mar Pétursson ennfremur. Eins og áður sagði er það fyr- irtækið Traust hf., sem hannað hefur þetta nýja söltunarkerfi. Tvö kerfi hafa þegar verið smíð- uð og annað selt til Bakkafjarðar en hitt til Nýfundnalands, þar sem það hefur þegar verið tekið í notkun. Samkvæmt upplýsing- um Trausts hf. er talið að kerfið geti sparað 20 til 25% af vinnu- afli við saltfiskverkun og geti það numið talsverðum upphæð- um á ári, en kerfið afkasti 5 til 10 tonnum af salti á klukku- stund. Verð á búnaði þessum er í dag um 600.000 krónur og til- heyrandi gámar kosta um 2.000 krónur stykkið. Greiðsluerfiðleikar Föroya Fiskasöla vegna birgðasöfnunar: Verðmæti birgða vestra er nú um 600 milljónir króna FÖROYA Fiskasöla, sem selur fryst- ar fiskafurðir Færeyinga á markað í Bandaríkjunum gegnum Coldwater, hefur að undanfórnu átt í nokkrum greiðsluerfiðleikum vegna birgða- söfnunar vestra. Hefur fyrirtækið þvi átt í erfiðleikum með að greiða fiskseljendum í Færeyjum. Framkvæmdastjóri Fiskasöl- unnar, Birgir Danielsen, segir í samtali við færeysk blöð, að vonir standi til að þessu verði kippt í liðinn í þessari viku. Fyrirtækið eigi nú birgðir vestra að verðmæti rúmlega 600 millj. ísl. kr., en venjulega nemi verðmæti birgða þar um 150 til 180 milljónum króna. Því hafi Fiskasölan þurft að brúa bil, sem nemur rúmum 400 milljónum króna til að geta Siglufjörður: Mokfiskirí á rækjunni SigluílrAi 12. október. MOKFISKIRl hefur verið hér á rækju að undanförnu. Hafa bátarnir aflað vel norður í „kanti". Sænes EA kom inn í morgun með 6 lestir og Áskell ÞH var væntanlegur inn í dag með um 10 lestir. Þá kom togarinn Stálvík inn með 70 lestir af fiski í dag. greitt seljendum við afskipun. Vegna reglna um færeysk banka- viðskipti sé ekki leyfilegt að fjár- magna þennan mismun innan- lands og því sé verið að leita hóf- anna með erlend lán. Birgir Danielsen segir ennfrem- ur, að hluti þessa vanda stafi af mikilli aukingu veiða við Færeyj- ar. Lögð hafi verið áherzla á fram- leiðslu í fimm punda pakkningar, þar sem þær hafi gefið mestan hagnað, salan hafi hins vegar brugðist vegna mikils framboðs á Bandaríkjamarkaði. Mikil ásókn sé á hann vegna hins háa gengis dollarsins. Samkeppnin standi að- allega við Kanadamenn og bendir hann á að verð á færeyskum þorski sé 55 sentum hærra en á kanadískum. Það hafi hins vegar enga þýðingu að lækka verðið, því þá lækki Kanadamenn sitt verð í samræmi við það. Loðnuleit gengur vel Niðurstaðna að vænta í lok mánaðarins Loðnuleitarleiðangrar rannsókna- skipanna Bjarna Sæmundssonar, Áma Friðrikssonar og G.O. Sars ganga nú nokkuð vel að sögn Jakobs Jakobssonar, fiskifræðings. Leið- angrarnir hófust í upphafi mánaðar- ins og er áætlað að þeim Ijúki í lok hans. Loðnuveiðar á þessu ári byggj- ast að miklu leyti á niðurstööu leitar- innar, en stjórnvöld hafa gert ráð fyrir um 250.000 lesta veiði á þessu ári og taka þau endanlega ákvörðun um veiði. Jakob Jakobsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Bjarni og G.O. Sars hefðu hafið rannsóknir sínar nyrst á svæðinu, norðvestur af Jan Mayen og hefðu unnið sig suður eftir með ísröndinni og síð- an austur á bóginn, milli Græn- lands og Jan Mayen. Hefðu þau fengið gott veður og ís ekki verið til trafala þannig að verkið hefði gengið nokkuð vel. Árni Friðriks- son hefði hins vegar verið í því að kanna suðurjaðar loðnusvæðisins út af Vestfjörðum. Þar hefði að vísu verið miklu verra veður, norð- austan strengur og blindhríð á köflum. Þeir hefðu þó nokkurn veginn fundið suðurmörk stofns- ins. Ekki vildi Jakob tjá sig um hve mikið hefði fundizt af loðnu, sagði yfirlýsingar verða að bíða þar til niðurstaðan væri endan- lega ljós. Nýja safnplatan meö David Bowie, sem var í 10. sæti á síöasta DV-lista (14. okt.). Ný plata frá Guömundi Rúnari Lúövíkssyni, sem landsfrægur er oröinn fyrir lögin „Súrmjólk" og „Háseti vantar á bát." Kenny Rogers hefur hór fengiö til liös viö sig Barry Gibb. sem stjórnar upptöku plötunnar. Og ekki nóg meö þaö. Kenny hefur líka fengiö Dolly Parton til aö syngja meö sér eitt lag, „Island In The Stream", sem nú er komiö í 3. sæti bandaríska vinsældalist- ans. Aðrar nýjar plötur: Kiss — Lick It Up Loboxers — Just Got Lucky Spyro Gyra — City Kids Cluture Club — Colour By Numbers Rás 3 (ný safnplata, sem inniheldur m.a. Safety Dance, Red Red Wine. Karma Chameleon, Dolce Vita o.fl. lög). Merry Christmas Mr. Lawrence (Kvikmyndatónllst) Black Sabbath — Born Again Men Without Hats — Rhytm Of Youth Hálft í hvoru — ný plata Genesis — Mama. Litlar plötur: Paul McCartney — Say Say Say 12" Madness — Wings Of A Dove (+12") Men Without Hats — Safety Dance Tomas Ledin — What Are You Dolng Tonight Howard Jones — New Song Musical Youth — Tell Me Why? State of Crace — That’s When We'll Be Free State Of Grace — Touching The Times The Technos — Foreign Lands o.fl. o.fl. o.fl. Vorum aó fá nýja sendingu af T-bolum meó Culture Club, Duran Duran, o.fl. SENDUMI POSTKRÖFU S. 11508 simi 29575/29544 — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.