Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 19 25.000 manns hafa séð „Nýtt líf ‘ Undirbúningur hafinn aö gerð tveggja næstu mynda Frá því að kvikmyndin „Nýtt líf“ var frumsýnd fyrir 16 dögum hafa 25.000 manns séð hana. „Fólk á öllum aldri virðist hafa gaman af myndinni, og einkanlega er hún vinsæl í sjávarplássum," sagði Jón Hermannsson 1 samtali við Mbl. í gær. „Sýningum á mynd- inni er lokið í Keflavík og Vest- mannaeyjum og var metaðsókn á báðum stöðum. Myndin verður sýnd á þremur stöðum út á landi næstu helgi auk þess að vera sýnd í Reykjavík. Við reiknum með að tæplega 40.000 manns þurfi að sjá myndina til að hún beri sig, og er- um við bjartsýnir á að það náist. Við erum byrjaðir að undirbúa næstu tvær myndir, en þær áætl- um við að taka fyrir næsta vor. Þráinn Bertelsson leikstjóri mynd- arinnar, ásamt kvikmyndatöku- manninum Ara Kristinssyni, er nú á ferðalagi til að leita að stað fyrir næstu mynd, sem við köllum Skammdegi. Það verður spennu- mynd og ætlum við að notafæra okkur vetrarveðrið i söguþráðinn. Verður hún tekin í febrúar-mars, og næsta mynd strax á eftir i apríl- -mái. Þá mynd köllum við sem stendur „Heilbrigt líf“ og verður hún í stíl við „Nýtt líf“, og mun fjalla um sömu eða svipaðar per- sónur. Hugmyndirnar að þessum myndum liggja fyrir, en handrit eru ekki tilbúin. Við reiknum með að „Heilbrigt líf“ verði sýnd á þess- um tíma að ári, en „Skammdegi" fyrir áramótin ’84—5. Skemmtikvöld í Þórscafé á til- friðarmál tíðarinnar séu hér að nota friðar- þrá fólksins til framdrattar sjón- armiðum sínum og ég við ekki stuðla að því að kirkjan hjálpi til þess.“ f svipaðan streng tóku þeir Hall- dór Finnsson, Hermann Þor- steinsson og séra Halldór Gunnars- son, en séra Bernharður Guð- mundsson hvatti til rækilegrar umræðu um þessi mál. Sömuleiðis gerði framsögumaðurinn, séra Lár- us Þorvaldur Guðmundsson, sem varaði við flokkspólitískum við- brögðum í friðarumræðunni. Kirkjuþingi íslensku Þjóðkirkj- unnar verður fram haldið í dag. Sinfóníuhljóm- sveitin í Borgarnesi í KVÖLD kl. 21.00 heldur Sinfóníu- hljómsveit íslands tónleika í fþrótta- húsinu í Borgarnesi. Stjórnandi verð- ur tiuðmundur Kmilsson, einsöngvari Sigríður Klla Magnúsdóttir og ein- leikari Kinar Jóhannesson. Efnisskráin verður: Páll ísólfs- son: Hátíðarmars, Ingi T. Lárus- son: Tveir sumarsöngvar, F. Mend- elssohn: Sinfónia nr. 4 í A-dúr (It- alska sinfónían), G. Rossini: For- leikur að óperunni „Rakarinn í Sevilla" — Aría úr óperunni „ösku- buska“. Inngangur, stef og tilbrigði fyrir klarínettu og hljómsveit, R. Sieczynski: Vínarljóð, Joh. Strauss yngri: Tritsch Tratsch, hraður polki. Subaru í 8. sæti í frétt Morgunblaðsins um toll- afgreidda bíla fyrstu níu mánuði ársins féll niður eitt nafn, Subaru, en alls voru tollafgreiddir 212 bíl- ar af þeirri gerð á umræddu tíma- bili, sem jafngildir um 4,61% markaðshlutdeild. Subaru er því i 8. sæti yfir mest tollafgreiddu og seldu bílana á fyrstu níu mánuð- um ársins. dórsdóttir og Arnar Jónsson, en alls munu um 60 manns taka þátt í undirbúningi uppfærsl- unnar, sem er afar viðamikil og er í tilefni af 10 ára afmæli at- vinnuleikhúss félagsins. Sýn- „My Fair Lady“ á Akureyri Akureyri, 19. október. LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir á föstudaginn í þessari viku söngleikinn My Fair Lady. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir og aðal- leikendur Ragnheiður Stein- ingar eru áætlaðar fimm daga í hverri viku, sunnudaga, þriðju- daga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar er Signý Pálsdóttir. VEITINGAHÚSIÐ Þórscafé er nú að fara af stað með skemmtikvöld í nýju formi og verða fyrstu skemmtanirnar í húsinu nú um helgina. Á skemmti- kvöldunum koma fram leikararnir Randver Þorláksson og Sigurður Sig- urjónsson, söngtríóið „Stjúpsystur" og breski söngvarinn Bobby Harri- son. llndirleik á skemmtununum ann- ast hljómsveit hússins, Dansbandið undir stjórn Þorleifs Gfslasonar, sem einnig leikur með á saxófón. Að sögn forráðamanna Þórscafé verður sem fyrr lögð áhersla á þjónustu við matargesti, sem að jafnaði sitja fyrir með borð á skemmtikvöldunum, en auk þess gefst gestum kostur á að kaupa sig sérstaklega inn á skemmtikvöldin meðan húsrúm leyfir. Skemmtikvöldin eru byggð upp á söng „Stjúpsystra" sem syngja lög í anda gömlu „Andrews-systranna" og inn á milli fara þeir Randver og Sigurður með gamanmál. Að lokum syngur Bobby Harrison nokkur lög Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar: Skiptar skoðanir lögum varðandi Leikararnir Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson koma fram á skemmtikvöldunum í Þórscafé ásamt söngtríóinu „Stjúpsystrum" og breska söngvaranum Bobby Harrison. og að því loknu verður dans við undirleik Dansbandsins og söng- konunnar Önnu Vilhjálms. MIKLAR umræður voru um friðar- mál á kirkjuþingi í gær er séra Lárus Þorvaldur Guðmundsson mælti fyrir þremur tillögum varðandi þau mál. Tillögurnar lagði hann fram ásamt biskupi, vígslubiskupum og séra Jóni Kinarssyni. Séra Þorbergur Krist- jánsson lagði hinsvegar til að tillög- unum yrði vísað frá, þar sem þær Morgunbladið/ Ol.K.M. Forsvarsmenn iðnfyrirtækja í Vík utan við Kjarvalsstaði í gær, þar sem iðnsýning þeirra verður um helgina. Iðnsýning Víkurfyrir- tækja á Kjarvalsstöðum IÐNAÐARFYRIRTÆKI í Vfk í Mýrdal, átta talsins, efna um helg- ina til kynningar á framleiðslu sinni á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Hefst sýningin í dag kl. 14 og lýkur á sunnudagskvöld, 23. október. Þetta er í fyrsta skipti, sem öll fyrirtæki í plássi utan Reykjavíkur kynna fram- leiðslu sína á þennan hátt í höfuð- borginni. Vaskur hópur kvenna úr Vík mun syngja létt lög og frískandi við setningarathöfnina í dag. Kalla þær sig „Bláu dísirnar", að sögn Árna Johnsen, alþing- ismanns Sunnlendinga, sem átti frumkvæði að þessari iðnsýningu Víkurbúa. Sýningin er öllum opin. Fyrir- tækin sem kynna eru: Prjónastof- an Katla, sem kynnir peysur og jakka; Trésmiðja 3K, sem kynnir skrifstofuhúsgögn og hurðir; Vík- urprjón, stærsta sokkaverksmiðja landsins; Víkurvagnar, sem kynna sturtuvagna og kerrur; Skálafell, sem kynnir rafmagnstöflur; Slát- urhúsið í Vík, sem kynnir slátur og sviðasultu; Hrafnatindur, sem kynnir Telemaster rafofna, og Einar Sverrisson, Kaldrananesi, sem kynnir rafhitunarkatla. Meðan á sýningunni stendur verður viðstöðulaus litmyndasýn- ing frá Vík í gangi á Kjarvalsstöð- um. Þórunn Sigríður Þorgríms- dóttir leikmyndateiknari annaðist uppsetningu sýningarinnar. lægju utan verksviðs kirkjuþings skv. lögum þess. Var tillögunum vísað til nefndar með dagskrártillögu og verð- ur fjallað um þær síðar á þinginu. í fyrstu þingsályktunartillög- unni er fjallað um stuðning is- lensku kirkjunnar við hugsjón frið- arins, hérlendis sem erlendis. Er þar vitnað til yfirlýsinga Presta- stefnunnar árið 1982 og einnig til heimsþingsins „Líf og friður" sem haldið var í Uppsölum á liðnu vori. í ályktun þar var sagt, að sporna yrði við þeim fáránleika að þjóðir geti skapað sér öryggi með her- styrk og ennfremur að tilvist kjarnorkuvopna væru andstæð vilia Guðs. I ályktuninni er einnig lögð áhersla á að kirkjan verði leiðandi afl í allri friðarumræðu á kristnum grundvelli, flytji boðskap sáttar- gjörðar milli þjóða og stuðli að uppeldi til friðar. Er bent á að framleiðsla og notkun kjarnorku- vopna séu ósamrýmanleg kristnum sjónarmiðum og að afvopnum eigi að vera liður í nýskipan efna- hagsmála í heiminum, svo og aukið réttlæti í samskiptum þjóða. 1 annarri tillögu á kirkjuþinginu í gær var skorað á ríkistjórn Is- lands að styðja ályktun ráðstefn- unnar „Líf og friður“. Þar er m.a. þrýst á ráðstafanir til útrýmingar kjarnorkuvopna innan 5 ára og að stuðlað verði að kjarnorkuvopna- lausum svæðum í Evrópu og friðar- lýsingu Norður Atlantshafsbanda- lagsins. Þá er hvatt til þess að út- gjöldum vegna hernaðar verði beint að friðsamlegri framleiðslu, sérstaklega með þarfir hinna fá- tækustu í huga. I þriðju tillögunni er lýst yfir virðingu fyrir hinum nýstofnuðu friðarsamtökum kvenna, lista- manna og lækna hérlendis. Sem fyrr segir mælti séra Þor- bergur Kristjánsson fyrir því að tillögurnar yrðu teknar af dagskrá, þar sem þær lægju utan verksviðs þingsins samkvæmt lögum þess. „I fyrstu tillögunni" sagði séra Þor- bergur, „er lýst stuðningi við ótil- teknar friðarhreyfingar. I þeirri annarri eru ákveðnar herfræði- legar tillögur og í þeirri þriðju er lýst yfir stuðningi, af handahófi, við tiltekin samtök." „Hér eru flókin pólitísk deilu- mál“ sagði séra Þorbergur enfrem- ur, „flókari en svo að hægt sé að ræða þau á þessum vettvangi. Ég óttast að viðsjárverðustu öfl sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.