Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER1983 31 Morgunbl*ðiö/8k«ptl Frá lokahátíö B-keppninnar ( Hollandi í vor. Tékkum óskað til hamingju með annað sætiö. Leikirnir við Tékka: Einn sigur LEIKIR íslendinga og Tékka eftir helgina verða þeir óttundu og níundu í röðinni. íslendingar hafa aöeins einu sinni náö aö sigra, þaö var ( Reykjavík 1977, en þá vann landinn 22:18. Tvívegis hefur oröið jafntefli í viöur- eignum þjóöanna, 12:12 í B-keppni heimsmeistarakeppninnar á Spáni 1979 og 17:17 í Reykjavik seinna sama ár. Úrslit leikjanna hafa annars veriö þannig: 27.01 1977 Reykjav. island — Tékkar 14:17 28.01 1977 Reykjav.Island — Tékkar22:18 05.03 1977 Llnz ísland — Tékkar 19:21 24.02 1979 Sevilla Island — Tékkar 12:12 15.10 1979 Reykjav. Island — Tékkar 15:17 16.10 1979 Reykjav. Island — Tékkar 17:17 03.11 1981 Tranava Island — Tékkar21:22 Havlík hættur! „Ekki samstarfsgrundvollur milli hans og RUDOLF Havlík, þjálfari ís- landsmeistara Víkings í hand- knattleik, mun ekki mæta á ffleiri æfingar hjá félaginu. Á fundi í fyrrakvöld ákváðu leikmenn fé- lagsins að fara fram á þaö að hann hætti með liöið. „Já, þetta er alfariö ákvöröun leikmanna," sagöi Þóröur Þóröar- son, formaður handknattleiks- deildar Víkings, í samtali viö Morg- unblaöið í gær. „Það virðist ekki vera samstarfsgrundvöllur milli hans og leikmanna. Okkur í stjórn- inni fannst þetta nú fullsnemmt og vildum gefa honum tækifæri, þar sem viö höföum orö fyrir því aö hann væri góöur þjálfari og töldum ekki komna nægilega reynslu á hans starf. En viö getum ekki stillt leikmönnum upp viö vegg í máli sem þessu.“ Skv. heimildum Mbl. kom þaö fljótlega í Ijós aö Havlík virtist ekki hafa góö tök á Víkings-hópnum. Hann virtist eiga erfitt meö aö ein- beita sér aö þessu verkefni og einnig aö aölagast íslenskum lífs- háttum. Hann kom einn hingaö til lands, en fjölskylda hans varö eftir í Tékkóslóvakíu. Yngsta barn hans er þar í skóla, og þar sem Havlík vissi í rauninni ekki út í hvaö hann var aö fara vildi hann vera hér einn fyrsta áriö. „Þaö veröur aö viöurkennast að menn hafa miöaö allt of mikiö viö Bogdan Kowalczyk. Þetta er ekk- ert annað en samanburöur. Havlík var aö gera eitthvaö allt annaö en þessir leikmenn hafa veriö aö gera undanfarin ár. Menn höföu rætt um þaö aö örugglega mætti búast viö nýjum aðferðum meö nýjum manni, en menn mættu ekki láta þaö á sig fá. En það hefur því miö- ur gerst,“ sagöi Þóröur. Stjórn handknattleiksdeildar Víkings ræddi viö Havlík í gær, og þá var ákveöið aö hann hætti sem • Rudolf Havlík leikmanna“ þjálfari Víkings. „Þaö má segja aö þaö hafi verið vegna bónar beggja, þar sem Havlík sá aö samstarfiö gekk ekki,“ sagöi Þórður. Þess má geta aö HK er aö bíöa eftir tékkneskum þjálfara, en Hav- lík hefur séö um þjálfun liðsins þaö sem af er vetrar. Liðsmenn HK, svo og Havlík, hafa mikinn áhuga á aö hann veröi áfram meö liðið, í staö Tékkans sem koma átti og bendir allt til þess aö svo verði. Þess má geta aö Víkingar eru þegar farnir að leita sér að nýjum þjálfara, og eru nokkur íslensk nöfn sem nefnd hafa verið í því sambandi. Þóröur vildi á þessu stigi ekki gefa þau upp, en skv. heimildum Mbl. kemur Karl Bene- diktsson sterklega til greina, og Ólafur Jónsson, sem lagöi skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil, hefur einnig veröi nefndur í því sambandi. — SH. Dómaramál í brennidepli: Danir með námskeið DÓMARAR þeir sem koma hingað til lands ( þeim erinda- gjöröum að dæma landsleikina við Tékka eftir helgi munu halda námskeið fyrir íslenska hand- knattleiksdómara. Þaö stendur til aö fá þá erlendu dómara sem koma hingaö til lands i framtíðinni til aö halda slík nám- skeið, enda viröast menn sammála um aö þaö sé margt sem betur mætti fara í dómaramálum hér á landi. Morgunblaöiö hefur heyrt um tvo dómara hérlendis, þá Stef- án Arnaldsson og Rögnvald Erl- ingsson, sem skoöaö hafa mynd- bandsupptökur af sjálfum sér í leikjum, og hvort sem þaö er því aö þakka eöa einhverju ööru, fer ekki á milii mála aö þeir eru okkar bestu dómarar í dag. Stefan senni- lega sá allra besti. — SH. Forsala í Keflavík STÓRLEIKUR verður í úrvals- deildinni í körfubolta í kvöld í Keflavík, en þar mætast ÍBK og UMFN. Leikir þessara nágranna- líöa hafa verið mjög skemmtilegir undanfarin ár og víst er aö áhorf- endur munu fjölmenna. Þess vegna munu Keflvíkingar grípa til þess ráðs að hafa forsölu aö- göngumiða og verður hún ( dag í versluninní Sportvík. Leikurinn hefst kl. 20.00. Leiðrétting PRENTVILLA slæddist inn ( fré- sögn af heimsmeistarakeppninni í kappakstri í blaöinu á þriðjudag. í stigatöflunni stóð að Nelson Piquet og Alain Prost heföu béöir hlotiö 57 stig. Þetta er aö sjálf- sögðu ekki rétt. Hiö rétta er að Piquet hlaut alls 59 stig, en Prost 47. ERT ÞÚ AD SPÁ í ÓL YMPÍULEIKANA ? Gakktu snemma frá bókunum og losnaðu við langar biðraðir á flugvöllum, hótelum og biðstöðvum strætis- vagna í Los Angeles-borg á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir. Eins og þú veist verða ólympíuleikarnir 1984 haldnir í Los Angeles dagana 28. júlí til 12. ágúst. Ganga má frá miðapöntunum hjá Ólympíunefnd í hverju landi og skipulagsnefnd Ólympíuleikana í Los Angeles, Cali- forníu. Níu daga keppni á velli og hlaupabrautum, þar sem yfir 1000 íþróttamenn keppa, fer fram í Los Angeles Coliseum. Þar verða einnig haldnar opnunar- og loka- hátíð Ólympíuleikanna. Keppni í 21 grein fer fram víðs vegar um borgina og á Los Angeles-svæðinu. Ef þú ætlar að verða vitni að þessum merka atburði skalt þú nú taka eftir. f fyrsta skipti í sögu ólympíu- leikanna bjóða American Discounted Charters fargjald til Los Angeles á óvenju vægu verði og við sjáum einnig um bókanir á góðu ódýru húsnæði í innan við fimm mílna fjarlægð frá keppisstaðnum Los Angeles Coliseum. Californía er nú fjölmennasta fylki Bandaríkjanna og jafnframt hið ævintýralegasta. Þú gefur farið í skoðun- arferðir um Death Valley og aðra markverða staði, Disneyland, Magic Mountain, Beverly Hills, þar sem kvikmyndastjörnunar búa og Wattssvæðið. Þá má einn- ig gera góð kaup á hinum alþjóðlegu verslunarsvæðum t.d. í hinu víðfræga og ódýra hverfi þar sem eingöngu er verslað með fatnað (garment district). Sendið eftir frekari upplýsingum og skrifið American Discounted Charters, P.O. Box 962, Downtown Sta- tion, Omaha Nebraska 68102. Með verður að fylgja 30 U.S. $ þóknunargjald. Fyllið út miðann hér að neðan og sendið hann ásamt 30 U.S. $ og fáið handbók okkar senda þar sem fjallað er um þessa einstöku ólympíu- ferð. ÞETTA ER CALIFORNÍA: íbúatala: 23.667.565. Stærft: 404.972 km2 Hæft: 86 m undir sjávarmáli — 4.418 m. Hæsti tindur: Mount Whitney (Inyo-Tulare). Varft fylki: 9. sept. 1850 (31. fylkið). Höfuftborg: Sacramento. Mottó: Eureka (Hér er það!) Nafnstytting: Gullna fylkið. Blóm fylkisins: Gullinn valmúi. Fugl fylkisins: Californíu lynghænan. Tré fylkisins: Rauðviður. Hátíft fylkisins: Fríhelgi verkalýðs, síðast í ágúst 1983 í Sacramento. Staftartími: Kyrrahafstími. Gjörið svo vel aft senda mér upplýsingar um Ólympiuferftina. Hjálögft er 30 U.S. S ávísun. Nafn Heimilisfang Borg Land Pðstnumer Heimasími Vinnusími Sendift American Discounted Charters P.O. Box 962, Downtown Station, Omaha, Nebraska 68102. Ekki verftur tekift vift pöntunum eftir 15. janúar 1984 vegna tímatakmark- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.