Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Sérkennileg dauðs- föll f Bretaveldi Lundúnum, 19. október. Al’. STÖÐUGT berast fregnir af hinum undarlegustu dauösföllum. Bóndi nokkur í Devon-skíri skýrði lögreglunni frá því í vikubyrjun, að 71 árs gömul móðir hans hefði frosið í hel í frystikistu. Taldi bóndinn lík- legast, að móðir hans hefði misst hatt sinn ofan á botn kistunnar er hún var að sýsla í búrinu. Glæpamaður handtekinn í Noregi Osló, 20. október. Frá TrétUriUra MorgunblaÓHÍns, Per A. Borgtund BÚIZT var við stórátökum, er norska lögreglan lagði til atlögu í fyrri nótt við lífshættulegan strokufanga, Ingar Vilhelmsen að nafni, sem strauk fyrir tveim- ur vikum frá sjúkrahúsinu ( (Jllavál. Maðurinn er kunnur strokusérfræðingur og hefur hvað eftir annað beitt vopnum við refsiverða iðju sína. Að þessu sinni hafði Wil- helmsen tekizt að ganga laus lengur en nokkru sinni áður. Lögreglan í Kristjánssundi fékk loks tilkynningu um, að glæpamaðurinn feldi sig í húsi einu í bænum og umkringdi það strax. Fólk var síðan flutt á brott úr öllu bæjarhverfinu í kring af ótta við stórátök. Til þeirra kom þó ekki, því að ekki var hleypt af einu einasta skoti, áður en maðurinn gafst upp fyrir lögreglunni. Við- búnaður var þó ekki svo lítill, því að öll sú sveit lögreglunnar í bænum, sem þjálfuð er til þess að fást við glæpamenn, var komin á staðinn, þar sem hún tók sér viðbragðsstöðu. Höfðu lögreglumennirnir feng- ið skipun um að verða fyrri til þess að skjóta, ef Wilhelmsen sýndi mótþróa. Til þess kom þó ekki, en þegar sakamaðurinn var handtekinn, var hann með hlaðna skammbyssu af Brown- ing-gerð í vasanum. Virðist gamla konan hafa misst jafnvægið og steypst á höfuðið niður á kistubotninn. Small kist- ulokið í lás á eftir henni, þannig að hún komst ekki upp úr kist- unni. Kom bóndinn að henni lát- inni í kistunni er hann ætlaði að hyggja að matvælum. Þá tilkynnti lögreglan í Al- dershot um óvenjulegt sjálfs- morðstilfelli. Þar var á ferð vél- virki í hernum, sem hafði eitthvað verið óheppinn í ástum. Skrifaði hann fimm kveðjubréf áður en hann lét loks til skarar skríða. Skaut hann sjálfan sig í magann með lásboga. Komið var að honum í blóði sínu og hann fluttur í ofboði á sjúkra- hús. Ekki tókst að bjarga lífi hans og lést hann 11 klukkustundum eftir atvikið þrátt fyrir ákafar björgunartilraunir iækna, sem stóðu á hálfa sjöttu klukkustund. Skýrði hann frá því á banabeð- num, að hann hefði ætlað að skjóta sig í höfuðið, en snúist hug- ur og ákveðið að hleypa af í mag- ann á sér „til þess að kveljast meira,“ svo notuð séu orð hans sjálfs. Símamynd AP. Vandamál ígeimnum Grunsemdir eru um aó sovéska geimfarið Salyut 7 eigi í miklum erfiðleikum vegna eldsneytisleka. Birgðatungli með „losanlegum" varningi var skotið á loft í gær til móts við geimfarið, sem að sögn BBC og fleiri fréttaskýrenda svífur hjálparvana um geiminn. Sovétmenn hafa ekkert látið uppi, en það hefur vakið athygli í allri umræðu þeirra um geimfarið, að þeir kalla það nú einungis Salyut 7, en ekki Salyut 7/Soyuz t9 eins og upphaflega var gert, en þá stóð til að Salyut 7 tengdist geimstöðinni Souyz t9. Rússar hafa neitað að láta uppi hvert innihald birgðatunglsins sé, en líklegast er talið að það sé eldsneyti. Á meðfylgjandi mynd eru geimfararnir í Salyut 7 fyrir brottför, þeir Vladimir Lyakov og Alexandr Alexandrov. Frakkland: V erkalýðssamband kommúnista tapar París, 20. október. AP. MIKIL sveifla varð frá vinstri flokkunum til miðflokkanna í kosn- ingum, sem fram fóru í dag um allt Frakkland um fulltrúa í trygg- ingaráð verkamanna þar í landi. Sýndu fyrstu tölur að stærsta verkalýðssambandið, „Confedaration Generale du Travail“ (CGT), sem kommúnistar ráða, hefði misst mikið fylgi og fengi líklega ekki yfir 29,1% atkvæða í stað 36,8% áður. Kosningaspár virtust jafn- armanna „Confederation framt benda til þess, að „Force Ouvriere" (FO), sem styður miðflokkana, hefði farið fram úr verkalýðssambandi jafnað- Francaise Democratic du Tra- vail“ (CFDT), í fylgi, en það var ' næststærsta verkalýðs- samband Frakklands. Hafði fylgi FO vaxið úr 17% upp í 24,8%, en fylgi CFDT minnkað úr 23,5% niður í 19.8 %. Um 30 millj. manns voru á kjörskrá í þessum kosningum, þeirra á meðal menn á aldrin- um 16—18 ára, sem hafa ekki rétt til þess að kjósa í almenn- um þingkosningum. Þá höfðu útlendir verkamenn einnig kosningarétt í þessum kosn- ingum. Grenada: Svipmiklum leiðtoga steypt af St George’s, (irenada. 20. október. AP. MAURICE RUPERT BISHOP, hinn fallni leiðtogi smáríkisins Grenada, var fyrir margra hluta sakir merkilegur maður. Hann setti karabísku eyjuna litlu á heimskortið ef svo mætti að orði komast, er hann stóó fyrir stjórnarbyltingu, hinni fyrstu í Grenada, 13. mars 1979. Áður en að hinn 39 ára gamli Bishop féll fyrir hendi hermanna sinna, hafði hann skotið nágrönnum sínum og Bandaríkjunum skelk í bringu með því að koma á fót vinstri sinnaðri stjórn með vináttubönd við Sovétríkin, Kúbu og Nicaragua. Þrátt fyrir það, var það mál þeirra er honum kynntust, að maðurinn byggi yfir miklum sannfæringarkrafti, væri reindur vel og ótrúlega vinsæll. júlí síðastliðnum sagði Bishop í viðtali, að það væri draumur sinn að koma á fót nýrri menn- ingu í Grenada, menningu sem væri laus við spillingu, kúgun og óréttlæti. „Ég hef alltaf litið á Grenada sem fyrirheitna landið, stað sem ég vil lifa lífi mínu og deyja drottni mínum hvernig svo sem ástandið kann að verða." Yfirlýsingar og draumar af þessu tagi lögðust vel í eyjar- skeggja og Bishop varð þeirra maður. Bishop fæddist 29. maí 1944 í hollensku nýlendunni Aruba, smáeyju skammt frá Grenada, og fljótlega fluttist fjölskyldan til Grenada. Stundaði hann nám við háskóla eyjunnar og gekk námið vel. Var Bishop auk þess framámaður í ýmsum félagsmál- um innan skólans og naut snemma mikilla vinsælda. Eftir háskólanám í heima- byggðinni, fór Bishop til Lund- úna, þar sem hann lauk laga- námi ásamt Kernik Radix, skoð- anabróður sinum. Heim kom Bishop aftur árið 1970, með ýms- ar hugmyndir í kollinum um hvernig stjórnarfari Grenada væri betur komið. 1972 stofnuðu þeir Bishop og Radix flokk sinn, NJM, og gekk sannarlega á ýmsu meðan flokkurinn var að ná sér á strik. 18. nóvember 1973, voru til dæmis þeir Bishop, Radix og fjórir félagar þeirra barðir til óbóta af útsendurum stjórn- valda. Voru þeir krúnurakaðir og dregnir um götur bæjarins Grenwille, Bishop meðal annars kjálkabrotinn. Árið eftir stóð NJM fyrir þriggja mánaða alls- herjarverkfalli og meðan á því stóð, skaut lögreglan föður Bish- ops til bana. En Bishop varð ekki stöðvað- ur. 12. mars 1979 fór forsætis- ráðherrann Eric Gayri, til New York vegna fundarhalda hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar kom tækifærið sem Bishop hafði beð- ið eftir, hann lýsti sig forsætis- ráðherra og stuðningsmenn hans náðu Iögreglu- og útvarpsstöðv- unum á sitt vald. Fyrirskipaði Bishop að allir andstæðingar stjórnar sinnar skyldu teknir af lífi, en Gayri taldi hollast að hreyfa sig ekkert frá New York. Þrír féllu í byltingunni. Simamynd AP. Maurice Rupert Bishop. Andstæðingar Bishops hafa æ síðan verið að brugga honum launráð og 19. júní 1980 sprakk sprengja ætluð honum undir heiðursstúku íþróttavallar í Grenada, þar sem Bishop og æðstu ráðgjafar hans og sam- starfsrqenn voru saman komnir. Ekki var sprengjan nógu öflug til að granda leiðtoganum, hins vegar létust þrjár ungar stúlkur sem voru á ferðinni undir stúk- unni. En í þetta sinn mistókst and- stæðingum Bishops ekki. Ævisaga fjölda- morðingja Osló, 20. október. Frá P. Borglund, fréttaritara Mbl. NORSKI fjöldamorðinginn Arnfinn Nesset, sem dæmdur var til lífstíð- arfangelsis fyrir að byrla 20 gam- almennum eitur á sjúkraheimili í Orkdal, lýsti yfir í gær, að hann óskaði eftir því að ævisaga sín kæmi út í bókarformi. Nesset sagði, að hann óskaði einskis heitar, en að alþýða í Nor- egi mætti kynnast öðrum hliðum á persónuleika hans, en þeirri sem þjóðin kynntist í sambandi við réttarhöldin. Nesset situr í fang- elsi í Þrándheimi og þar hefur þekktur norskur fjölmiðlamaður að nafni Per Öyvind setið hjá hon- um og átt við hann löng viðtöl. Ætlar öyvind þessi að skrá ævi- minningar Nessets og er búist við því að bókin seljist vel. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Barcelona Berlín Brussel Buones Aires Chicago Dublinni Frankfurt Færeyjar Genf Helsínki Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorka Mexíco City Miami Montreal Moskva New York Osló París Reykjavik Rio de Janeiro Róm San Fransisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 2 alskýjaó 14 skýjaó 22 heiórikt 11 skýjað 12 skýjaó 21 heiðskfrt 13 rigning 12 skýjaó 17 skýjaó 5 skýjaó 14 skýjsó 11 skýjaó 25 heióskírt 23 rigning 27 heióskfrt 13 skýjað 28 heióskfrt 14 bjart 29 heióskfrt 26 heiðskfrt 24 heióskfrt 24 lóttskýjaó 24 skýjaó 31 heióekfrt 9 skýjað 10 skýjaó 14 bjsrt 14 bjart 18 heióskfrt 5 rigning 28 rigning 25 bjart 22 heíóskírt 9 skýjaó 19 bjart 28 heiðskfrt 22 heiðskfrt 18 skýjaó 14 bjart El Salvador: Loftárásir á skæruliða San Salvador, El Salvador, 20. október. AP. HERFLUGVÉLAR stjórnarhersins í El Salvador gerðu loftárásir á stöðv- ar skæruliða í kringum borgina Suchitoto, sem þykir hernaðarlega mikilvæg og hefur verið umkringd skæruliðum um skeið. íbúar Suchitoto sögðu í símavið- tölum í gær, að skæruliðarnir hefðu sett upp vegatálma við alla þjóðvegi til og frá borginni og stöðvuðu þeir alla umferð með góðu eða illu. Hafa skæruliðarnir hótað því hvað eftir annað að senda sveitir sínar inn í borgina og hertaka hana, en hafa þó ekki látið verða af því enn sem komið er. Herþotur af bandarískri gerð gerðu árásir á stöðvar skærulið- anna hvað eftir annað í gær, en þeir létu ekki undan. Um mannfall var ekki vitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.