Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Framleiðsluráð veitir styrk til byggingar eggjadreifingarstöðvar: Ljóst að þetta á að verða einokunarstöð — segir Gunnar Jóhannsson á Asmundarstöðum „ÞESSAR FRÉTTIR KOMU mjög flatt upp á mig, eins og sennilega marga aðra, því það var búið að ræða þetta mál mikið, fyrir um þremur mánuðum og þá hélt ég að þetta væri dottið upp fyrir,“ sagði Gunnar Jóhannsson, eggjabóndi á Ásmundarstöðum í samtali við Morgunblaðið, en hann var inntur álits á þeirri ákvörðun Framleiðsluráðs landbúnaðarins að veita 5,3 milljóna króna styrk til byggingar á eggjapökkunar- og dreiflngarstöð í Reykjavík. „Það er ljóst að þetta á að verða einokunarstöð, þó þeir hafi sagt þá og haldi því kannski enn fram í dag, að þetta eigi að verða stöð sem rekin verði á frjálsum grund- velli, því skilyrðin fyrir fjárveit- ingunni eru slík að það er ljóst að þetta á að vera einokunarstöð. Það eru sett skilyrði um það að dreif- ingarstöðin verði innan sambands eggjaframleiðenda. Það er ljóst að ef þetta fer á fund og félagið klofnar, sem allt útlit er fyrir, þá hafa þeir aðilar sem fara út, eng- an annan mótleik en þann að stofna aðra stöð gegn þeim sem eftir sitja. Þessi fjárveiting er sett fram til þess að benda mönnum á það þeir eigi ekki möguleika á að fá slíka fjárveitingu, þó þetta sé almannafé og allir eigi sama rétt til þess. Það er alveg skýrt að fleiri stöðvar munu ekki fá fjár- veitingu," sagði Gunnar. „Við verðum eitthvað að gera og ef lögin verða þannig að okkur beri að selja í gegnum dreif- ingarstöð, þá verðum við að gera það, þó við seljum ekki í gegnum Framleiðsluráðið. Það var búið að mótmæla þessu harðlega af öllum hagsmunaaðil- um og enginn mælti þessu bót, þannig að þetta er ekki vilji fólks- ins og þýðir bara dýrari vörur. Það er ekki fyrirsjáanlegt annað Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! en að fólk verði að bæta á sig um 20% hækkun á eggjum og það eru neytendur sem verða að borga þetta, það borgar það enginn ann- ar,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði unnið að því leynt og ljóst að koma dreif- ingarstöð á undanfarin 3—4 ár, því þetta væri ekki upphaflega að tilhlutan framleiðenda, heldur hafi Framleiðsluráð viljað ná inn til sín þessari búgrein til þess að geta stjórnað henni. Framleiðslu- ráð er skipað af Stéttarsambandi bænda og sagði Gunnar að þau hefðu alltaf unnið gegn eggja- bændum. Innan þeirra samtaka væru sauðfjár- og kúabændur einkum og þeir vildu ráðskast með málin. „Við höfum verið utan við hið hefðbundna kerfi og ekki notið neinna styrkja eða fyrirgreiðslna þaðan, heldur höfum við verið skattlagðir til þess að greiða niður þeirra vörur. Nú þykir þeim það ekki nóg, nú vilja þeir fá að stjórna okkur alveg og hafa kannski ekki þolað að við höfum getað staðið utan við samtökin," sagði Gunnar. Gunnar gat þess að handhafar meirihluta framleiðslunnar væru á móti dreifingarstöðinni, þó ef til vill væri meirihluti, samkvæmt höfðatölu í samtökunum, fylgj- andi stöðinni. En ef dreifingar- stöðin yrði ofan á, þá myndu handhafar meirihluta framleiðsl- unnar klofna út úr samtökunum. Taldi hann að þar með myndu 60—70% framleiðslunnar klofna út úr félaginu, en ráðstöfunin myndi verða samþykkt með 10—20% framleiðslumagni, en meirihluta atkvæða. Seld verða trippi undan Sörla 653 og Náttfara 776 Á MORGUN verður haldinn að Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu, hrossamarkaður, þar sem seld verða trippi úr ræktun Sigur- björns Eiríkssonar. Seld verða bæði trippi á aldrinum eins til þriggja vetra og nokkrar hryssur ættaðar frá Kolkuósi í Skaga- firði. Trippin eru undan Nátt- fara 776 frá Ytra-Dalsgerði, Blæ frá Sauðárkróki og heiðursverð- launahestinum Sörla 653 frá Sauðárkróki. Einnig verða seld nokkur folöld undan Sörla. Ef- laust leynist í þessum hópi sem seldur verður margt gæðingsefn- ið, því frá Stóra-Hofi hafa komið góð hross og þeir Sörli og Nátt- fari hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Eggjadreífingarstöðin: Meirihluti félags- manna stendur bakvið þessa framkvæmd — segir Jón Gíslason á Hálsi „ÉG ER náttúrulega mjög ánægður með það,“ sagði Jón Gíslason eggja- bóndi á Hálsi í Kjós, í samtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður álits á þeirri ákvörðun Framleiðsluráðs landbúnaðarins að veita fé til bygg- ingar eggjapökkunar- og dreiflngarstöðvar í Reykjavík. „Með því vinnst fyrst og fremst það að eggjabændur fá fé úr Kjarnfóðursjóði. Eggjaframleið- endur leggja til Kjarnfóðursjóðs í formi kjarnfóðurgjalda og reglur um fjárveitingar úr sjóðnum kveða á um það að einungis skuli veitt til félagslegrar uppbyggingar í alifugla- og svínarækt og þetta er einasti möguleikinn fyrir ali- fuglaframleiðendur að njóta ein- hvers af þessu kjarnfóðurgjaldi," sagði Jón. Varandi spurningu um það hvort ekki væru skiptar skoðanir um stöðina innan hóps eggja- bænda, sagði Jón að það væru ekki eins margir á móti stöðinni og í veðri væri látið vaka. „Það var fyrst og fremst þessi fréttaflutn- ingur í upphafi þessa máls sem gerði það að verkum að menn voru ekki samstiga í þessu máli,“ sagði Jón. Sagðist hann telja að meiri- hluti félagsmanna stæði á bak við þessa framkvæmd og einnig að þeir hefðu á bak við sig meirihluta framleiðslunnar. Jón gat þess að menn hygðust halda fund um þetta mál á næst- unni og vildu forðast árekstra á þessu stigi málsins, því mjög mikl- ar líkur væru á því að menn næðu saman og meiri líkur væru á því en nokkurn tíma fyrr. Ljóðdropar — ný ljóðabók BÓKAÚTGÁFA Boðbera Orðsins hefur geflð út Ijóðabókina Ljóða- dropar eftir Einar M. Bjarnason. „Bókin er um reynslu trúaðs manns, það sem hann hefur reynt, prófað og þreifað á sem frelsaður maður, segir í fréttatilkynningu frá bókaútgáfunni. Bókin Ljóða- dropar er 65 blaðsíður að stærð og er unnin í Prentstofu G. Bene- diktssonar. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar XFélagsstarf Sjálfstœðisflokksim\ Kelduhverfi - Öxarfjörður - Núpasveit - Kópasker Aöalfundur SjálfstaBöisfélags Öxarfjarð- arhéraös verður haldinn í félagsheimllinu Skúlageröi föstudaginn 21. október kl. 21.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjör landsfundarfulltrúa. 3. Halldór Blöndal, alþlngismaður, ræöir stjórnmálaviðhorfiö. Stjórnln. Halldór Blöndal Austur-Húnvetningar Aöalfundur fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna í A-Húnavatnssýslu veröur haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi föstudaginn 28. október nk. og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Aöalfundarstörf og kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæöls- flokksins. Stjórnin. Hvammstangi Á réttri leið Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn sunnudaginn 23. október kl. 15 I Félags- heimilinu, neörl hæö. Sverrir Hermansson iönaöarráöherra ræö- ir störf og stefnu rikisstjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta ennfremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæólsflokkurlnn Akureyri Á réttri leið Almennur stjórnmálafundur veröur haldlnn sunnudaginn 23. október kl. 16 í Kaupangi. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráöherra ræöir störf og stefnu ríkisstjórnarlnnar. Þlng- menn flokksins i kjördæminu mæta ennfremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæólsflokkurlnn. Vestmannaeyjar Á réttri leið Almennur stjórnmálafundur veröur hald- inn sunnudaginn 23. október kl. 16 í Sam- komuhúsinu. Albert Guömundsson fjár- málaráöherra ræöir störf og stefnu ríkls- stjórnarinnar. Þingmenn flokkslns í kjör- dæminu mæfa ennfremur á fundlnn. Allir velkomnir. Sjálfstæðlsflokkurinn. Sauðárkrókur Á réttri leið Almennur stjórnmálafundur veröur hald- inn föstudaginn 21. október kl. 20.30 í Sæ- borg. Sverrir Hermansson iönaöarráöherra ræö- ir störf og stefnu ríkisstjórnarlnnar. Þingmenn flokksins i kjördæminu mæta ennfremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæólsflokkurlnn. Vík í Mýrdal Á réttri leið Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn þriöjudaginn 25. október kl. 20.30 í Leikskálum. Matthías Bjarnason, heilbrigöis-, trygginga- og samgöngu- ráöherra ræöir störf og stefnu ríkls- stjórnarinnar. Þingmenn flokkslns i kjör- dæminu mæta ennfremur á fundlnn. Alllr velkomnir. SjálfstMóisflokkurinn. Ólafsfjörður Á réttri leið Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn laugardaginn 22. október kl. 14 i Tjarnar- borg. Matthías Bjarnason heilbrigöis-, trygginga- og samgönguráöherra ræöir störf og stefnu rikisstjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjördæmlnu mæta ennfremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæólsflokkurlnn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.