Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Eiríkur Ásgeirsson forstjóri - Minning Fæddur 1. júlí 1921 Dáinn 13. október 1983 Að leiðarlokum viljum við þakka Eiríki Ásgeirssyni sam- fylgdina. Hún var í alla staði ánægjuleg og skemmtileg. Hann gekk aldrei heill til skógar eftir þungbær veikindi á unga aldri. Þess vegna er það aðdáunarvert hversu miklu hann fékk áorkað á sinni starfsævi. Hann var búmað- ur hinn besti og hafði jafnframt þau hyggindi, sem í hag koma. Allir treystu honum og verkefnin beinlínis hlóðust á hann. Hin síð- ustu ár var hann framkvæmda- stjóri fyrir byggingu á stóru „elli- heimili" bæði okkar og annarra, svona ofan á öll önnur störf. Eiríkur var félagslyndur maður. Sennilega mesta félagsvera, sem við höfum nokkru sinni kynnst. Hann hafði unun af að gera fólki greiða og að láta gott af sér leiða. Einu sinni t.d. lét hann sig ekkert mun um það að skreppa til Akur- eyrar til þess að reyna að koma einhverju hjónabandi í lag. Hann naut þess í ríkari mæli en flestir aðrir að umgangast fólk, og þá ekki síst nánustu vini sína. Við vorum svo heppin að vera í þeim hópi. Lund hans var svo ljúf að öllum leið vel í hans návist. Eiríkur og Kata komu oft til Osló og gistu á heimili okkar. Síð- ast kom Eiríkur einn stuttu eftir að Kata var dáin. Missir hennar var meiri en hann fékk afborið. Lífslöngunin var að hverfa og hann var byrjaður að deyja. Það mun ekki verða langt á milli okkar Kötu, sagði hann. Helfregnin kom því ekki með öllu að óvörum. Með bestu kveðjum til ættingja og annarra, sem eiga um sárt að binda. Björg og Páll Ásg. Tryggvason. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÓLAFUR FRIÐRIKSSON, Ljósheimum 20, andaöist að morgni fimmtudagsins 20. október. Sigríður Símonardóttir og börn. t Eiginmaöur minn, GUÐMUNDUR ÁRNASON, laeknir, andaöist i Borgarspítalanum aö kvöldi 19. október. Stefanía Þóröardóttir. + Maöurinn minn, JÓN INGIBERSSON, Brekkustíg 2, Njarövík, lést þann 19. október. Hulda Einarsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN ÖRNJÓNASSON, skipasmíöameistari, Sólheimum 10, andaöist 19. október. Þóra Pétursdóttir, Agnar J. Jónsson, Pétur Jónsson. + Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, GfSLI ÓLAFSSON, fv. aöalgjaldkeri, Miklubraut 54, andaöist í Landakotsspítala aö kvöldi 19. október. Bjarndís Tómasdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Faöir minn, ARNÞÓR ÁRNASON, Garói, Mývatnssveit, til heimilis aö Sogavegi 28, lést í St. Jósepsspítala, Hafnarfiröi, miövikudaginn 19. október. Fyrir hönd móöur minnar, systra og annarra vandamanna, Árni Arnþórsson. Eiríkur G. Ásgeirsson, forstjóri, andaðist 13. þ.m. og verður jarð- settur' í dag. Hann varð rúmlega 62 ára gamall, fæddur 1. júlí 1921 á Flateyri við Önundarfjörð. Við kynntumst Eiríki fyrst á skólaárum okkar í Verzlunarskóla fslands. Strax við fyrstu kynni haustið 1939 bundumst við þrír órjúfandi vináttu- og tryggðar- böndum. Öll okkar skólaár vorum við sem næst óaðskiljanlegir. Við lásum saman lexíur okkar svo til dag hvern og stóðum ávallt saman í blíðu og stríðu öll skólaárin, hvort sem var innan skóla eða utan, það svo mjög að haft var á orði að þarna færi „Þrenningin í Verzló". Að námi loknu vorið 1942 skildi leiðir okkar eins og vænta mátti, hver fór til sinna starfa eða náms. Þrátt fyrir það héldust ávallt vin- áttu- og tryggðarböndin fram til hins síðasta. Eiríkur var drengur góður, vel- viljaður og vildi hvers manns vanda leysa og lagði mikið af mörkum til þess, þótt hljótt færi. Hann var hvers manns hugljúfi, hvort heldur var á gleðistund eða á alvörutímum. Við og fjölskyldur okkar flytj- um börnum, tengdabörnum og barnabörnum Eiríks okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um Eirík er björt og hrein eins og hann var sjálfur. Björn Pálsson, Sigurbjörn Þorbjörnsson. Þá hefur öðlingurinn Eiríkur Ásgeirsson lokið sínu dagsverki. Ég veit af frásögn hans sjálfs, að hann gat frá unga aldri búist við styttri starfsdegi en raun ber vitni. Vera má, að honum hafi þess vegna auðnast að nota tím- ann vel. Það er sagt um Erling Skjálgs- son á Sóla, mág Ölafs konungs Tryggvasonar, að hann hafi komið öllum þrælum sínum til nokkurs þroska. Nú tíðkast þrælahald að vísu ekki lengur á Norðurlöndum, en mér finnst iíklegt, að vinir og samstarfsmenn Eiríks hafi flestir þroskast af kynnum sínum við hann. Tilfinningamenn eins og Eirík- ur eiga sér misjafna daga, burtséð frá öllu veraldarvafstri, en yfir- leitt var stutt í þetta einstæða, hlýja bros hans, hvernig sem á stóð, og hann kunni þá list flestum betur að gleðjast með glöðum. Vel mætti kynna þá list á kostnað samfélagsfræði í skólum landsins og sýna unga fólkinu fram á það í leiðinni, að menn geta gegnt ábyrgðarstörfum með bros á vör og án þess að kikna undir oki þrúgandi alvöru og vandamála- þreytu. Eiríkur reyndist mörgum óbeðinn góður leiðbeinandi í þess- um greinum. Auðvitað er manna eins og Ei- ríks sárt saknað, en hann var í mínum augum gæfumaður fram í andlátið og komst hjá þeirri raun að þurfa að lifa sjálfan sig. Við hjónin þökkum honum ógleymanlegar stundir og biðjum Guð að taka vel á móti honum. Eggert Jónsson „Tak þú mitt angur og vinn úr því söng, [er sefi söknuð alls þess, er var og kemur ei [framar.“ Oft koma manni í hug þessar yndislegu ljóðlínur Tómasar Guð- mundssonar, þegar vinir falla frá og hugurinn hvarflar frá amstri hversdagsins. Og nú er Eiríkur Ásgeirsson látinn. Hann gekk til hvíldar að kvöldi hins 12. október og vaknaði ekki til þess að heilsa nýjum degi. Eiríkur Guðbjartur, eins og hann hét fullu nafni, fæddist 1. júlí 1921 á Flateyri við önundar- fjörð, sonur Ásgeirs Guðnasonar, er þar rak lengi útgerð og verslun, og konu hans, Jensínu Hildar Ei- ríksdóttur. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi og er þetta fólk allt þekkt fyrir dugnað og at- orku. Hann gekk í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi 1942. Hann réðst í þjónustu Reykjavík- urborgar árið 1948, er hann gerð- ist skrifstofustjóri við embætti borgarlæknis, en forstjóri Stræt- isvagna Reykjavíkur varð hann 1951 og hélt því starfi til dauða- dags. Honum voru um ævina falin margvísleg trúnaðarstörf svo sem formennska í þjóðhátíðarnefnd frá 1958—62 og í skipulagsnefnd fólksflutninga með bifreiðum var hann formaður í áratug. Hann var virkur á sviði félagsmála ýmiss konar, ekki síst þar sem líknarmál voru höfð að markmiði, en hann var að eðlisfari félagslyndur og hjálpsamur svo af bar. Meginstarf Eiríks var að sjálf- sögðu að annast stjórn og rekstur Strætisvagna Reykjavíkur um 32 ára skeið. Undir stjórn hans óx fyrirtækið og dafnaði og er nú orð- ið eitt af stærstu og þýðingar- mestu fyrirtækjum Reykjavíkur- borgar. Hann átti mikinn metnað fyrir hönd þess, fylgdist náið með öllu því, sem gerðist erlendis á sviði samgöngutækni ( borgum og var fljótur að hagnýta hvers kon- ar nýjungar, er til bóta máttu horfa. Ég undraðist oft, hve fag- mannlega hann ræddi um flókin tæknivandamál, enda þótt hann hefði ekkert skólanám að baki á því sviði. Við fá fyrirtæki eru borgararnir í jafn nánu sambandi og Strætisvagna Reykjavíkur og því eðlilegt að rekstur þeirra sé undir stöðugri smásjá og gagnrýni hins almenna farþega. Forstjóri slíks fyrirtækis fer því ekki var- hluta af kvörtunum, sumum rétt- mætum og öðrum ekki, eins og + Útför systur minnar, ÞÓRLAUGAR BJARNADÓTTUR, fer fram frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 22. október kl. 14.00. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Ferö verður frá Hlemmi kl. 12.30. Eyjólfur Bjarnason. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTJANA SIGÞÓRSDÓTTIR, Ennísbraut 33, Ólafsvík, veröur jarösungin frá Ólafsvíkurkirkju, laugardaginn 22. október og hefst athöfnin kl. 14.00. Ferö veröur frá Umferöarmiöstöðinni kl. 9 sama dag og til baka um kvöldiö. Guöbrandur Guðbjartsson, Kristbjörg Guöbrandsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Guöbrandur Þ. Guöbrands., Droplaug Þorsteinsdóttir, Sigþór Guöbrandsson, Sigurbjörg Kristjénsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns og fööur okkar, VALDIMARS PÁLSSONAR, hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hans. Þökkum innilega auösýnda samúö. Sigurveig Jónsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson. + Maöurinn minn, faöir okkar og fósturfaöir, ÁRNI VILMUNDSSON, húsvöróur, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 22. október kl. 14.00. Laufey Guömundsdóttir, Vilmundur Árnason, Sigrún Árnadóttir, Jóhanna Árnadóttir, Hermann Friöriksson. + Unnusti minn og faöir okkar, GARDAR ÓLAFSSON frá Stykkíshólmi, til heimilis aö Yrsufelli 7, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. október kl. 15.00. F.h. vandamanna, Særún Björnsdóttir, Anna Garðarsdóttir, Guörún Karitas Garöarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.