Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 „Almenningur langþreytt- ur á stundarkjörum“ Þingræða Ragnhildar Helgadóttur, mennta- málaráðherra Hér fer á eftir ræða Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráðherra, við útvarpsumræður sl. þriðjudag (kaflafyrirsagnir eru blaðsins). Skynsemi almennings — traustari liðstyrkurinn „Stundum hefur verið sagt og það með nokkrum sanni, að útvarpsum- ræður gefi ekki alltaf rétta mynd af önn dagsins á Alþingi. Umræður í heyranda hljóði eru þó hluti af lýð- ræðinu i hefð þingsins. Þetta atriði var þungt á metum strax fyrir 150 árum, er Fjölnismenn börðust fyrir sérstöku þingi fyrir Islendinga. Höf- undar bænaskránna um þetta efni voru ekki í neinum vafa um það, að innlent innkall mundi vekja þjóðina, umræður í heyranda hljóði og þing- tíðindi prentuð á islensku hefðu víð- tæk og vekjandi áhrif. Einn þeirra sagði árið 1835: „Um nytsemi þvílíkrar stjórnar- lögunar sýnist mér þó mannkyns- sagan vera ljóst vitni og þá ætla ég þjóðirnar hafa komist hæst þegar þær hafa fengið að taka þátt i lög- gjöfinni. Svo virðast mér bændur þá upplýstir, að brátt muni þeim skilj- ast, hvað um er að vera, ef til þeirra kasta kæmi. Fár er svo ókænn að ekki kunni skyn á hvað honum er helst til óhæginda og hvernig ráða mætti bót á því með nokkru móti.“ Lóst er af þessu að Fjölnismenn höfðu mikla trú á skynsemi þings og þjóðar. E.t.v. eru þingtíðindi okkar tíma ekki jafn vinsæl og vekjandi lesning og þeir töldu að vera myndi þá, en hitt er víst að í skynsemi almennings er traustasti liðstyrkur- inn til nauðsynlegra verka við stjórn landsins nú sem þá. Stundarkjör Ríkisstjórnin tók við sameigin- legu búi okkar allra Islendinga, er efnahagur þess stóð andspænis hættum, sem voru stórfelldari en nokkru sinni hafa blasað við frá stofnun lýðveldisins. Þetta er ekki umdeilt. Engar raunverulegar úr- bætur gátu verið sársaukalausar. Það var heldur ekki umdeilt. Svavar Gestsson átti ekki orð til að lýsa hneykslun sinni á því, hvern- ig núverandi ríkisstjórn tæki á efnahagsmálum. Hann hélt því fram að kauplækkun hafi nú orðið 30%, en hið rétta er samkvæmt út- reikningum Alþýðusambands ís- lands, að lækkun verðbólgu um 100% jafngildi 20% kjarabót. Eða man nú enginn eftir því fyrr á þessu ári, er Alþýðubandalagið bauð upp á samkomulag um „neyðaráæltun til fjögurra ára“, þegar það sjálft hafði setið í ríkisstjórn í fjögur ár? Ég hygg að láglaunafólk hafi að feng- inni reynslu frábeðið sér forsjá þess og þess vegna brýst nú beiskja þess fram. Almenningur var orðinn lang- þreyttur á stundarkjörum, sem byggðust á blekkingum er fólust í hækkandi erlendum lánum í staö nægilegrar framleiðslu í landinu; og lánunum er velt á herðar næstu kynslóðar. Þessi þróun var komin í það horf, að aðeins tvö lönd í veröld- inni, Argentína og Brasilía, eru með meiri skuldabyrði en við sem hlut- fall þjóðarframleiðslu. Hinn skyn- samari hluti þessarar þjóðar vill auðvitað taka þátt í því að snúa rekstri þjóðarbúsins til betri vegar. Öllum sæmilegum mönnum er það áskapað að vilja búa í haginn fyrir næstu kynslóð og leggja nokkuð að sér til þess að svo megi verða. Þess vegna er það sem almenningur sýnir stefnu stjórnarinnar skilning og fylgi stjórnarinnar fer vaxandi Ragnhildur Helgadóttir samkv. skoðanakönnunum, sem nú nýlega hafa birst. Stefnt er til réttrar áttar Kjarasamningar hafa vissulega verið skertir um skeið samfara stöð- ugu gengi, minni verðhækkunum og aðhaldi í fjármálum. 1 þeim tilgangi að kjarasamningar geti raunveru- lega orðið frjálsir til frambúðar, að menn geti samið frjálst um kjör sín og borið ábyrgð á samningum sínum á grundvelli raunverulegra verð- mæta. Spurning dagsins í dag er, hvort almenningur í landinu er til- búinn til þess með skynsemi sinni að ljá ríkisstjórninni atfylgi til þess að sá árangur í efnahagsmálum, sem þegar er farinn að koma í ljós, fái aö batna og verða til frambúðar. Ýmislegt hefur það verið í aðgerð- um ríkisstjórnarinnar sem mótast af því viðhorfi að fjölskyldan er grunneining þjóðfélagsins og eftir því beri að styðja hana og vernda. Svo var um sérstakar ráðstafanir vegna barnmargra fjölskyldna, vegna húsnæðislána og niðurfell- ingar aðflutningsgjalda af ýmsum nauðsynjavörum til heimilis. Það var ekki síst núverandi forseti efri deildar, Salome Þorkelsdóttir, sem átti hlut að því máli. Marga fulltrúa stjórnarandstöðunnar hefur því miður skort stórhug til að viður- kenna, að þarna var vel að verki staðið og gerðu þeir lítið úr. Er þó mála sannast, að verð ýmissa þess- ara vara hefur staðið í stað og jafn- vel lækkað. Má þar nefna ýmiss konar búvöru, búsáhöld, borðbúnað og heimilisvélar, allt nauðsynlegir hlutir á nútíma heimilum. Heimili og fjölskylda í ýmsum málaflokkum setur þetta viðhorf til heimilis og fjölskyldu svip sinn á stefnu ríkisstjórnarinn- ar. Á vegum menntamálaráðuneytis er nú unnið að því að gera úttekt á og tillögur um fjölmörg atriði, er öll miða að því að tengja betur skóla- starf og fjölskyldulíf í þeim tilgangi að styrkja fjölskylduna í uppeldis- hlutverki sínu á grundvelli jafnrétt- is kynjanna. Aðalviðfangsefni þessa verks eru tvö: Annars vegar hvernig má samræma betur vinnutíma for- eldra og barna og hins vegar, hvað er unnt að gera í skólastarfi, m.a. i námsgreinum og kennsluefni, til þess að styrkja foreldra barna og stuðla þar með að samheldni fjöl- skyldna, efla fjölskylduna sem bakhjarl barnanna. Ríkisstjórnin bindur miklar vonir við þetta verk, sem getur orðið til þess að styrkja eina meginstoðina í þjóðlífinu og allt hvílir þetta á þeirri hugsun, að jafnrétti karla og kvenna sé og eigi að vera bæði á heimili, i skóla og á 11 vinnumarkaði. 1 starfi skólanna þarf að leggja megináherslu á þekk- ingu, þekkingu huga og handar, þekkingu sem myndar grundvöll undir sjálfstæði í hugsun, hvetur til sannleiksleitar, þjálfar menn í sam- starfi við annað fólk. Bæta þarf upplýsingaflæði milli skóla og at- vinnulifs og auka bein tengsl milli þessara þátta. Unnið er að sérstök- um ráðstöfunum til að koma á skynsamlegri tölvunotkun í skólum til þess að undirbúa menn undir þátttöku í fjölbreyttara og arðvæn- legra atvinnulífi. Nýtt útvarpslagafrumvarp Ekki fer hjá því að sparnaður í ríkisrekstri byggi um sinn á ýmsum þörfum framkvæmdum. Þetta á við um öll ráðuneytin. Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur verið unnið að aðhaldi í rekstri og framkvæmdum í samstarfi við skóla og aðrar menningarstofnanir. Miðað er við að þessar aðhaldsaðgerðir skerði hvorki fræðslu, menningar- starf eða íþróttir né heldur rann- sóknir, sem eru nauðsynlegir þættir fyrir lífvænlega byggð í landinu. Ríkisstjórnin vill efla sjálfstæða menningu og listir í landinu. Helstu menningarstofnanir þessarar fá- mennu þjóðar eru í augum sumra útlendinga kraftaverk. En hér er raunar um nauðsynjar að ræða fyrir fámenna þjóð, sem vill bera virð- ingu fyrir sjálfri sér og láta virða sjálfstæði sitt. í fjölmiðlun er unnið að auknu frelsi og væntanlega verður nýtt út- varpslagafrumvarp lagt fyrir Al- þingi nú innan skamms. Ríkis- stjórnin vill efla skilning æskulýðs og fullorðinna á nauðsyn þess að efla og bæta landið sjálft, náttúru þess og auðlindir. Þessu tengist ný atvinnuuppbygging til að skapa at- vinnu fyrir sívaxandi fjölda ungra íslendinga, sem á vinnumarkaðinn koma á næstu árum. Á þessu sviði verður auðlindasókn framtíðarinnar eins og hún hefur lengi verið á haf- inu. Ég hef leyft mér að líta aðeins smástund til framtíðarinnar og þeirra björtu vona, sem hún vekur. Þegar erfiðleikar sækja að og vetur gengur í garð er vert að minnast þess að eftir vetur kemur vor. Við skúlum búa okkur undir það.“ Samningsréttur og sæmandi kjör — Verðbólguviðnámið — eftir Arinbjörn Kolbeinsson lækni Flestum er ljóst að verðbólgan er einn mesti skaðvaldur f ís- lensku efnahags- og atvinnulífi, en þar skerðir hún kaup og kjör hinna verst settu mest. Á þessu ári hefur verðbólga risið hærra og hraðar en nokkru sinni, og raunar farið yfir það hámark sem nokk- urt velferðarríki getur risið undir til lengdar. Þetta gerðist í tíð ágætrar ríkisstjórnar „hinna vinnandi stétta", sem hafði það að meginmarkmiði að fara mjúkum höndum um verðbólguna, en samt að ráða niðurlögum hennar. Gam- alreynd ráð voru tekin upp sem fólu í sér skerðingu á samningum, samningsrétti og vísitölum. Þetta bar ekki fullnægjandi árangur og var því of fljótt aflétt. En þá fór sem vænta mátti að verðbólgan æddi fram með áður óþekktum hraða, gjaldþrot fyrirtækja blasti við, með ískyggilegum uppsögnum fólks. Þetta var undanfari þess hruns, sem boðaði komu sína með fárra mánaða fyrirvara síðastliðið vor. Við þessar aðstæður skilaði sú ríkisstjórn völdum sem sett hafði í upphafi það markmið, að ná verð- bólgunni niður á svipað stig og gerðist í nágrannalöndum (þ.e. 1983, 5—12%). Þrátt fyrir marg- slungna viðleitni og velþekkt ráð tókst svo illa til að verðbólguhrað- inn fór langt fram úr fyrri metum og náði hraða sem nálgaðist 100% á ársgrundvelli. Seint í maí tók við ný ríkisstjórn, sem setti sér svipuð markmið og sú fyrri í baráttunni gegn verðbólgunni. Aðferðir eru í meginatriðum þær sömu en beitt með mun meiri þunga, enda óhjá- kvæmilegt að stíga fastar á verð- bólguhemla en áður. Háværir hópar Þetta herta en hefðbundna verðbólguviðnám hefur sett af stað mótmælaöldu í nafni „rétt- lætis og lýðræðis", vegna afnáms „samningsréttar" með lögbind- ingu kaupgjalds og afnámi kaup- gjaldsvísitölu. í þessu sambandi er minnst á að fólk með lágmarks- laun, sem talin eru um 11.000 kr. á mánuði, geti ekki lengur risið und- ir útgjöldum fyrir brýnustu lífs- nauðsynjar og „gjaldþrot alþýðu- heimila" sé yfirvofandi. Vissulega þarf að halda spart á til þess að 11.000 krónur á mánuði nægi ein- staklingi eða 14—20.000 krónur á fjölskyldu fyrir nauðsynlegum út- gjöldum. En neyðarástand getur það naumast talist nema atvinnu- leysi komi til. íslendingar hafa bú- ið við knöpp kjör í skóla sparsem- innar t ellefu aldir, því er óþarfi að vantreysta þjóðinni til þess að taka á sig eins árs sparnað til þess að leggja að velli verðbólguna, sem nú ógnar sjálfstæði þjóðar- innar og afkomu þegnanna og mest hinna verst settu. Hæst ber mótmælin gegn af- námi verðbóta hjá forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar eins og venja er, en einnig hjá stóru launþegasamtökunum, ASÍ, BHM og BSRB. Heildartala fé- lagsmanna í þessum samtökum mun vera rúm 80.000, en aðeins tæpur helmingur hefur undirritað kröfur um að fá að setja verð- bólguhjólið aftur i gang. Hógværir þegnar Fátt heyrist um mótmæli ann- arra félagssamtaka. Þetta gefur tilefni til þess að ætla að aðrir þegnar hafi þann samningsrétt, sem þeir geta sætt sig við eða þurfi hann ekki, þ.e. geti sjálfir ákveðið sín laun og kjör. Þessu er þó ekki þannig farið. Mjög stórir hópar í þjóðfélaginu hafa ekki og hafa aldrei haft þann samnings- rétt er hér um ræðir og geta ekki ákveðið sín kjör á neinn hátt. Þessir hópar eru öryrkjar og aldr- aðir. Sumir þeirra hafa aldrei haft samningsrétt í baráttumerkingu þess orðs, aðrir hafa verið sviptir honum með hefðbundnum lögum eða misst hann sökum heilsu- brests. Þetta er hinn stóri lág- tekjuhópur þjóðfélagsins. Eignir þessa fólks, ef einhverjar hafa verið, eru brunnar upp á báli verð- bólgunnar og hin raunverulegu laun, sem þessu fólki eru skömmt- uð, nema rúmum þrem þúsundum á mánuði, þar við bætist svokölluð tekjutrygging sem er álíka fjár- hæð handa þeim, sem engar eignir eiga eða tekjur hafa. Auk þess fá þeir, sem eru verulega lasburða, sérstaka aðstoð. Það er tæpileg viðurkenning á þeirri staðreynd, að það er dýrara að vera fatlaður eða lasburða gamalmenni en hraustur þjóðfélagsþegn. Þó er það svo að hæstu mánaðargreiðsl- ur til þessa fólks eftir síðustu launahækkun eru aðeins tæpar níu þúsund krónur en lágmarks- tekjur annarra þegna eru ellefu þúsund krónur á mánuði. Láglaunafólk Öryrkjar og aldraðir eru hinn stóri láglaunahópur í þjóðfélag- inu, sem orðið hefur fyrir lang- þyngstu áfalli af völdum verðbólg- unnar. Þetta fólk tekur á sig hlut- fallslega þyngstu byrðarnar þegar Arinbjörn Kolbeinsson „Nú reynir á hvort hávær- ir þrýstihópar fá að ráða verðbólguferðum, eða hvort hógværð og þjóðholl- usta hinna lítillátu verður metin réttilega, þannig að hjálpin verði næst þar sem neyðin er stærst.“ þjóðin verður á elleftu stundu að rísa úr verðbólgufeninu. Þetta fólk skilur að verðbólgan er þess versti óvinur. Það hefur aldrei átt þátt i að skapa verðbólguna með óhóf- legri eyðslu. Þetta fólk er nægju- samt, sparsamt, það sýnir þjóð- hollustu, það safnar ekki liði til verndar verðbólgu, það gengur ekki í félag með verðbólguvinum. Hvert er þá þakklæti þjóðfé- lagsins til þessa fólks og mat ráða- manna á þörfum þess? Svar við þessari spurningu kemur í ljós ef við lítum á mat þjóðfélagsins á þörfum þessa fólks, sem er þannig háttað að sá maður sem misst hef- ur 75% af starfsorku eða meira fær skömmtuð lífskjör, þ.e. bætur samkvæmt lögum frá Alþingi og reglugerðum þar að lútandi án nokkurs samningsréttar. Fólk með 50—70% starfsorku fær stundum örorkustyrk, þar ber að miða við tekjur einstaklinga eða fjölskyldu- aðila þeirra. Sé örorka minni en 50% greiða almennar tryggingar yfirleitt engar bætur nema örork- an stafi af slysi. Niðurlag Þannig hefur það verið frá upp- hafi og er enn hér á landi, að sá sem verður öryrki missir þau frummannréttindi að geta samið um sín lífskjör. Sama gildir um aldraða, hvort sem þeir eru ör- yrkjar eða vinnufærir, þeir eru flestir sviptir vinnu og samnings- rétti samkvæmt lögum Alþingis eða reglum opinberra aðila. Eng- um postulum réttlætisins hefur dottið i hug að mótmæla þessu hingað til. Hér er þó ekki um að ræða neinn minnihlutahóp heldur 35.000 manns eða nálega einn sjötta hluta allrar þjóðarinnar. Þetta fólk veit vel hvað eru mannsæmandi lífskjör, það veit einnig að það nýtur þeirra yfir- leitt ekki. Það veit hvað eru mannsæmandi kröfur en því er fyllilega ljóst að sannar kjarabæt- ur koma aldrei með glæstum lof- orðum, nema verðbólgan verði að velli lögð. Nú reynir á hvort háværir þrýsti- hópar fá að ráða verðbólguferðum, eða hvort hógværð og þjóðhollusta hinna lítillátu verður metin rétti- lega, þannig að hjálpin verði næst þar sem neyðin er stærst. Árinbjörn Kolbeinsson er formað- ur Önrkjabandalags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.