Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 27 verða vill. Ég þykist geta fullyrt, að Eiríkur hafði einstakan hæfi- leika til þess að leysa mál af þessu tagi á þann veg, að menn fóru sáttir af fundi hans. I einkalífi sínu var Eiríkur gæfumaður. Hann kvæntist 8. september 1945 ágætri konu, Katrínu Oddsdóttur, en foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Kristín Halldórsdóttir, Högnason- ar verslunarmanns í Reykjavík, og Oddur Björnsson afgreiðslumað- ur, ættaður frá Akranesi. Þeim Katrínu og Eiríki varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Oddur, líffræðingur og fram- leiðslustjóri hjá Loðskinn hf. á Sauðárkróki, kvæntur Katrínu Finnbogadóttur ritara, Hildur kennari, gift Magnúsi Péturssyni, hagsýslustjóra ríkisins, Halldór landfræðingur, kvæntur Svan- laugu Vilhjálmsdóttur kennara, og Ásgeir rekstrarhagfræðingur, kvæntur Kristrúnu Davíðsdóttur lyfjafræðingi. Þeim sem til þekkja dylst ekki, að öll hafa börnin tekið að erfðum bestu kosti foreldra sinna. Barnabörnin eru nú orðin átta. Katrín lést 27. apríl 1982, öll- um harmdauði, er til hennar þekktu. Við fráfall Eiríks rifjast upp ótal atvik frá kynnum okkar, sem hófust er við urðum starfsmenn Reykjavíkurborgar um svipað leyti fyrir hálfum fjórða tug ára. Ég minnist falslausrar vináttu hans og þeirra hjóna beggja við mig og fjölskyldu mína, gestrisni þeirra sem var slík, að hús þeirra stóð jafnan opið öllum vinum, meðan þau fengu að njóta sam- vista. Eg minnist sameiginlegra ferða okkar, ekki síst tjaldferða, sem farnar voru sumar eftir sumar, oft með fleiri vinum, á meðan börn okkar voru yngri. Ei- ríkur var þar jafnan hrókur alls fagnaðar, fundvís á alls konar skemmtan og uppákomur til þess að gleðja ungar manneskjur. Dæt- ur okkar hjóna geyma þessar minningar í þakklátum huga og hafa gert þessi ár að sérstökum kapítula í lífi sínu. Og sfðast en ekki síst minnist ég hjálpsemi hans, jafnt við vini og vandalausa, sem ég varð þráfaldlega vitni að og reyndi sjálfur. Við kveðjum nú hinn látna með þökk og biðjum ástvinum hans líknar og blessunar guðs. Guðm. Vignir Jósefsson Þegar samferðamenn falla skyndilega frá er maður alltaf jafn óviðbúinn og oft tekur það tíma að átta sig á þvi að aldrei gefst tækifæri til að hitta þá aftur — það er oft svo margt ósagt. Éiríkur Ásgeirsson, sem við kveðjum nú, gerðist forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur fyrir rúmum 30 árum, þá liðlega þrítug- ur í blóma lífsins, fullur af starfs- orku og staðráðinn i því að gera SVR að blómlegu fyrirtæki i þágu borgarbúa. í mörg ár fór allur hans tími meira og minna í að sinna þessu starfi og að flestra dómi tókst honum það. í nóvember 1953 eru birtar fréttir frá SVR í Morgunblaðinu og þar segir m.a.: „Eiríkur Ás- geirsson hefur frá öndverðu sýnt mikinn dugnað og árvekni í starfi sínu og hefur á skömmum tima tekizt að koma fótunum vel undir þetta bæjarfyrirtæki..." Fjölskyldan hefur án efa fylgst náið með samgöngumálum í höf- uðborginni, þvi Eiríkur var eins og gróinn fyrirtækinu og tók áhyggj- ur og gleði starfsins með sér heim. Við ræddum stundum um jafn- réttisbaráttu kvenna — hann var mér ákaflega ósammála þar — minntist oft á að það væri nauð- synlegt fyrir börnin og eigin- manninn að eiga hauk í horni heima, sem hægt væri að leita til á erfiðum stundum og fá þar hugg- un og uppörvun. Ég taldi að þetta ætti að vera gagnkvæmt — en vissi að þarna var hann að lýsa samskiptum sínum og barnanna við eiginkonu sína, Katrínu Oddsdóttur, sem lést fyrir rúmu ári. Til hennar hafði hann sótt mikinn styrk og varð það honum mikið áfall þegar hennar naut ekki lengur við. En manneskjan getur verið býsna sterk og það sýndi Eiríkur þá. Hann stóð heldur ekki einn, því þau Katrín eignuðust fjögur hlý og ánægjuleg börn og fjögur elskuleg tengdabörn, sem öll voru boðin og búin að vera föður sínum og tengdaföður innan handar og gleðja hann. í fjölskyldunni ríkti mikil samheldni. Þegar ég varð stjórnarformaður SVR vorið 1978 hafði Eiríkur verið forstjóri í 27 ár eða frá því skömmu eftir að ég fæddist. Við vorum andstæðingar í pólitik, en vinir samt frá gamalli tíð eða frá því að fjölskylda hans fluttist í nágrenni við mig og við Hildur dóttir Eirfks urðum vinkonur 10 ára gamlar. Þetta var óneitanlega svolítið erfitt fyrir okkur bæði, það fór ekki hjá því að við yrðum ósam- mála — aðallega þó um leiðir, bæði vildum við stefna að því að borgarbúar ættu kost á ódýrum og góðum almenningsvagnasamgöng- um. Ég var oft óþolinmóð og vildi láta hjólin snúast hratt — en hann, reyndur embættismaðurinn, sem oft hafði orðið fyrir vonbrigð- um vegna skilningsleysis borgar- yfirvalda á málefnum SVR, vildi frekar vinna hægt og sígandi — taldi það vænlegra til árangurs. Ágreiningur eyðilagði ekki vin- áttu okkar og aldrei gleymast há- tíðisstundir bæði með fólki hjá SVR og fjölskyldunni, þar sem Eiríkur fór á kostum — spilaði á tvöföldu harmónikkuna sína af mikilli snilld. Hann var fjarska músíkalskur og hafði gaman af því þegar hann var beðinn að spila rómantfskt stef á lagi á íslenskri poppplötu. Eirfkur átti góða vini meðal kollega sinna á hinum Norður- löndunum og sótti þangað ýmsan fróðleik sem nýttist honum vel í starfinu hér heima. Síðast þegar við hittumst var hann að koma úr einni slíkri ferð, við urðum samferða heim frá Kaupmannahöfn í flugvél. Eiríkur lést fyrir aldur fram, fráfall hans var sviplegt. Við hjón- in sendum Oddi, Hildi, Halldóri og Ásgeiri, mökum þeirra og börnum, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guðrún Ágústsdóttir Nafni minn og frændi, Eiríkur Ásgeirsson, er látinn, varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Reykjavík í síðastliðinni viku. Okkur er brugðið þegar fólk í fullu fjöri er kallað af sviðinu. Frændfólk og tengdir eru geysi- fjölmennur hópur þeirra systkina frá Flateyri við Önundarfjörð og einkennist hann af samheldni og vinskap, sem sett hefir svip sinn á líf þessa fólks og samferðamanna undanfarna áratugi. Þessar línur eru skrifaðar til að þakka fyrir ómetanlegar stundir, jafnt á heimili Eiríks og Kötu sem utan. Með vissu get ég þakkað fyrir hönd „krakkanna" í Mávahlíðinni, er Eiríkur kom akandi á gömlum Studebaker ellegar Mack-strætis- vagni og fór með skarann á skíði. Iðulega var farið að Lækjarbotn- um eða í brekkuna vestan við Árbæ, hjá rafstöðinni í Elliðaár- dal. Reykjavík var á þessum árum meira þorp en borg, ásýnd hennar er önnur, tíminn og þróunin hafa séð fyrir því. í þeirri þróun tók Eiríkur virkan þátt sem borgar- starfsmaður, fyrst hjá borgar- lækni síðar hjá SVR sem forstjóri. Faðir minn byggði sambýlishús- ið að Mávahlíð 45 og settumst við þar að og Eiríkur og Kata, ásamt Oddi og Hildi, komu nokkru síðar, en við krakkarnir vorum á svipuð- um aldri. Austur af húsinu var ómæld víðátta, kartöflugarðar teygðu sig inn að Háaleiti, en Gestur í Reykjahlíð var útvörður okkar í austri og lærðum við krakkarnir margt af karlinum þeim. Þetta var á þeim árum að snjó kyngdi niður á vetrum og vet- urinn 1952 fengum við okkar fyrstu skíði. Eiríkur útvegaði tunnustafi og sköft, síðan voru út- búnar bindingar, stafirnir heflaðir og borið á kertavax eftir kúnstar- innar reglum. Voru þá tilbúin skíði, sem vel mátti nota og dugðu okkur til leikja. Þennan vetur gekk Eiríkur oft til vinnu sinnar á skíðum, sem fjölmargir aðrir Reykvíkingar á þessum tíma. Éiríkur og Kata bjuggu í Bað- húsi Reykjavíkur um nokkurra ára skeið og var ég tíður gestur þar. Þessi ár notuðum við Oddur til að kanna ævintýri hornsílanna og lífríkið í Tjörninni. Heldur stækkuðu vistarverurn- ar, er þau hjón fluttu að Selvogs- grunni 23. Baðhúsið hafði sinn sjarma, en í hinu nýja húsi fór vel um hina ört stækkandi fjölskyldu. Það er ekki hægt að minnast Ei- ríks á annan hátt en minnast Kötu eða Katrínar Oddsdóttur í sömu andrá. Það var einstaklega kært með þeim hjónum, samhent í öllu, sem þau tóku sér fyrir hendur. Hvort það var í samskiptum við aðra, gestamóttökur eða í bygg- ingu sumarbústaðar og upp- græðslu við Hafravatn. Það var því Eiríki geysilegt áfall, er Kata lézt vorið 1982. Stuttu seinna eru önnur skörð höggvin í þennan hóp er faðir minn, Ingimar Haralds- son, lézt og stuttu seinna eða um haustið kvaddi Hörður Ásgeirs- son. Ýmis atvik hefði mátt rifja upp frá glöðum stundum er Eiríkur þandi harmonikkuna eða bauð til fjölskylduboðs, þar sem þau Kata voru hrókar alls fagnaðar. Ég heyri ennþá léttan og dillandi hláturinn í Kötu, sem hreif alla á léttari svið. Ég man líka mildan en festulegan róminn í Eiríki og minnist ég húsandans á heimili þeirra. Þangað var gott að koma. Ég vil þakka Eiríki frændsemi og góðvild og vélritunarkennsluna f Námsflokkum Reykjavíkur. Að þessum línum loknum vil ég og fjölskylda mín biðja Oddi, Hildi, Halldóri, Ásgeiri og fjöl- skyldum allrar blessunar. Haraldur Kiríkur Ingimarsson Sólbakka, Akureyri. Það var á vordögum árið 1954 sem tilviljun réði því að við Eirík- ur Ásgeirsson kynntumst. Okkur hafði verið úthlutað byggingarlóðum gegnt hvor öðrum við Selvogsgrunn og þannig hófst kunningsskapur og síðar vinátta sem staðið hefur nú í nær 30 ár. Samgangur fjölskyldna okkar varð nánari eftir því sem árin liðu og voru nánast engar ákvarðanir teknar án samráðs. Eiríkur var mikill mannkosta- maður og er því kannski best lýst með því að nefna hversu hjálpleg- ur hann var öllum, og þá ekki síst þeim er minni máttar voru. Aldrei sá maður hann glaðari en þegar honum hafði tekist að hjálpa ein- hverjum samborgara sinna. Þetta kom meðal annars í ljós í um- gengni hans við börn, sem ávallt drógust að honum sem stál að segli. Þar sem börn voru annars vegar var ávallt á reiðum höndum skondin saga, harmonika, píanóið, eða citthvað það er glatt gat. Ofarlega eru einnig í huga ógleymanlegar stundir í Baldurs- haga við Hvítárvatn. í þeim ár- vissu uppgræðsluferðum Lions- klúbbsins Baldurs var Eiríkur ómissandi. Þar var hann í broddi fylkingar, hvort heldur var við uppgræðslustörf eða þegar hann marseraði með harmonikuna í „múderingu" sem vakti óskipta at- hygli barnanna, og hreif með sér börn og fullorðna, þar til engan vantaði í halarófuna. Það var sameiginlegt þeim hjónum, Katrínu Oddsdóttur og Eiríki, hverja unun þau höfðu af ræktunarmálum og auk fallegs garðs í Reykjavik höfðu þau breytt óræktarmóum við Hafra- vatn í reglulegan unaðsreit með þúsundum trjáplantna. Er það verðugur bautasteinn fyrir þau ágætu hjón. í einkalífi var Eiríkur mikill gæfumaður. Kona hans, Katrín, eða Kata, eins og við vinir þeirra kölluðum hana, var bæði hans sverð og skjöldur. Því það var svo með vin minn Eirík, eins og okkur SJÁ NÆSTU SÍÐU + Útför bróöur míns og mágs, JÓNS STEFÁNSSONAR, Skaftafelli, fer fram frá heimili hins látna, laugardaginn 22. október kl. 13. Jaröað veröur í heimagrafreit. Ragnar Stefónsson, Laufey Lárusdóttir. t Okkar innilegustu þakkir færum viö öllum þeim mörgu er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför, HELGA JÓNSSONAR, fyrrv. forstjóra, Arnarhrauni 4, Hafnarfirói. Sérstaklega viljum við þakka læknum og starfsfólki á gjörgæslu- deild Borgarspítalans fyrir mikla og góöa umönnun. Þórunn Jónsdóttir, Kolbeinn Sigurjónsson, Ólafur Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Bergur Bjarnason, Oddgeir Jónsson, Gestur Jónsson, Þorleifur Jónsson, Oagbjört Guðmundsdóttir, Kristjana J. Jónsdóttir, Jóhann Ólafur Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Hjalti Jónsson, Bertha Jónsson, Ingólfur B. Jónsson og systkinabörn. Lokað Vegna útfarar EIRÍKS ASGEIRSSONAR, forstjóra, veröa skrifstofur, farmiöasölur Hlemmi og Lækjartorgi og verk- stæöi SVR, lokuö frá kl. 12 í dag, föstudaginn 21. október. Strastisvagnar Reykjavíkur. Lokað Vegna jarðarfarar EIRÍKS ÁSGEIRSSONAR verða skrifstofur okkar lokaðar eftir hádegi í dag. Halldór Eiríksson hf. Lokað Skrifstofur vorar veröa lokaöar í dag milli kl. 1 og 4, vegna jarðarfarar EIRÍKS ÁSGEIRSSONAR, forstjóra. Trygging hf. Lokað Vegna jarðarfarar EIRÍKS ÁSGEIRSSONAR verða skrifstofur okkar lokaöar eftir hádegi í dag, föstudag. Vörumarkaðurinn hf., Ármúla. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar EIRÍKS ÁSGEIRSSONAR, forstjóra. Hurðir hf., Skeifan 13. Kveðjukaffi^ Hlýleg salarkynni fyrír erfisdrykkju og ættarmót. Upplýsingar og pantanir í síma 11633. I KiföóÍnnL Café Roaanbarg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.