Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 69 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI veld fórnarlömb, eins og orðið hálfvitapopp gefur til kynna. Auk þess eru fjölmiðlar, eins og hljóð- og, sjónvarp og dagblöð opnari fyrir skallapoppinu en annarri tónlist. Allir vilja græða á auð- veldustu fórnarlömbunum. • Jafnvel Saltator frá Eiðum B.A.Robertson var t.d. alveg ój)ekktur hérlendis þar til Þorgeir Ástvaldsson kynnti hann í sjón- varpinu í nokkrum Skonrok(k)- þáttum og síðar í útvarpinu í nokkrum popphornum sínum. Jafnframt þessu var umboðsmað- ur Robertsons hérlendis duglegur að auglýsa hann í beinum auglýs- ingum. Á þennan hátt mætti jafnvel gera hljómsveitina Salta- tor frá Eiðum vinsæla. • Eyðilegging- aráhrif í lok bréfs síns segir Frk. G.: „Hvers vegna ekki burt með jazz- inn og sinfóníurnar? Hvers vegna er alltaf ráðist á það sem ungl- ingarnir skemmta sér við?“ Þessár tvær setningar eru þann- ig að öllum má ljóst vera að ástæða er til að sporna við frekari eyðileggingaráhrifum hálfvita- poppsins á íslensk ungmenni. Og í því sambandi langar mig til að biðja Frk. G. um að hlusta vand- lega á textana við eftirfarandi lög: „Hollywood" og „Rækjureggae" með Bubba Morthens og Utan- garðsmönnum, „Disco Friskó" með Ljósunum í bænum og „Danc- in’ Fool“ og „Disco Boy“ með meistara Frank Zappa. • Experimental environment 1980 Oddur Sigurðsson skrifar: „í Morgunblaðið 10. ágúst sl. skrifar Bragi Ásgeirsson um myndlist og fylgja nokkrar mynd- ir af listaverkum og listafólki. Stærsta myndin er af listamanni, hvítklæddum með slæðu um axlir, eins og brúðir gengu upp að altari í gamla daga og gera enn. Undir- skrift myndarinnar er: „Performans" Þórs Elíasar Pálssonar „Hvítur dúkur á jörð- inni“, slör um axlir, hrá egg í beinni línu eftir dúknum, sem listamaðurinn stígur hægt og var- lega á og brýtur, eins konar frjóvgunartákn, — Kransar settir yfir brotin, klístrug eggin og síðan öllu pakkað saman og bundið um með snæri og sívalur stranginn hengdur upp.“ — Þarnæst krotað á nálægan vegg stórum stöfum: „Hver barn- aði Maríu mey ...“ • Þorir enginn? Hvað finnst ykkur lesendur, erum við orðnir svo heilaþvegnir að enginn þorir að segja: „Kejser- en har intet pá.“ Og gaman væri að vita, hve mikið hið opinbera styrkir þetta fyrirtæki, því hér eru einnig erlendir listamenn. Eg veit að ég fæ minn dóm með þessum skrifum, „borgari sem ekki hefur vit á list“. Stutt og laggott, kannski fylgja eins og 2—3 erlend lýsingarorð. En að menn sem hafa vit á list skuli láta hafa sig til að skrifa um þetta, skil ég ekki. Svona uppfærslu á að afgreiða stutt og laggott, með þögn.“ • Gáta Hafnfirðingur sendi þessa gátu: Um fjóra menn þekkta. þó fallnir séu frá. fá vil ég svarid til gamans, hvað þpssir hHta — viA handleikum þá — ok hvaó þeir nú tcilda til samans. Til hjálpar birtist þetta: Auðvit- að getum við ekki handleikið þá sem eru dánir og grafnir, en myndir af þessum fjórum eiga flestir til. Ráðning birtist í þriðju- dagsblaðinu. líka í Pennanum. Þar meö höfum við allt fyrir skólafólkið. JJ HALLARMÚLA 2 Kjarakaup á kven- og barnafatnaöi Verksmiðju- útsala Þessir hringdu . . . • Borð — stólar og útigrill Björn hringdi og sagðist vilja taka undir með Ól., sem beindi þeim tilmælum til garðyrkju- stjóra, að komið yrði upp aðstöðu fyrir fólk á útivistarsvæðum borg- arinnar. — Það er rétt sem 01. segir, að þetta þarf ekki að kosta mikið. En ef áhugi er fyrir því hjá borgaryfirvöldum, eins og ég þyk- ist hafa séð bóla á, að fólk noti þessi svæði, þá er þetta fyrst og fremst spurning um framtak, eins og Ól. bendir á, — ekki peninga. Það þarf stóla og borð, útigrill (þar sem þrjár til fjórar fjölskyld- ur geta komist að í einu) og einhver leiktæki handa börnunum. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á ástralska meistaramótinu í fyrra kom þessi staða upp í skák Rogers, sem hafði hvítt og átti leik, og Laird. 20. Hf7! (Drottningu svarts verður nú ekki forðað) RÍ4 21. Rd6+ — Dxdfi. 22. Dxd6 - Re2+, 23. Kf2 — Rxcl, 24. c6 — bxc6,25. Dxc6+ og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI á Laugavegi 61 (viö hliðina á Kjörgaröi). Buxur frá 5000 krónum — jakkar — pils — samfestingar — barnaúlpur — barnabuxur o.fl. Versliö ódýrt, kaupiö góöa vöru. Opiö kl. 1—6. Hugvísindahús Háskóla íslands Tilboö óskast í aö gera undirstööur og botnplötu auk kjallara undir hluta fyrir fyrri áfanga kennsluhúss fyrir hugvísindi á lóö háskólans. Áfanginn er ca. 1000 fm. aö flatarmáli. Verkinu skal lokiö 10. janúar 1981. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn 150.000 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö á sama staö föstudaginn 19. september 1980, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 gy SIG6A WoGA g ‘\iLVE.RAkl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.